Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1909, Side 8

Sameiningin - 01.12.1909, Side 8
3*o Pg verið glaðir, allir þér, sem þráið dýrð drottins! Gruð er fœddr í keiminn.“ Og ekki er það kún ein, sem ber sannleikanum vitni. Birta guðs Jjómar yfir gjörvalla sléttuna og geislarnir lívíslast út um lieiminn, yfir blóði stokJíinn val mann- Jegra ástríðna. Það er drottinn sjálfr, læknandi mann- leg mein með ljósi. Og stjarnan fœrist nær jörðinni, sem vilji kún lúta konungi sínum, barninu nýfœdda. Og liersveitir himnanna svífa yfir jörðina sem biær- inn blíði, og boða mönnunum sigr kærleikans yfir katr- inu, sigr guðs sjálfs yfir valdi hins illa. „Dýrð sé guði í uppkæðum!“—syngja þær. En maðrinn hlustar í þög- ulli eftirvænting. „Friðr á jörðu“ — segja englarnir. Nú ræðst rúnin myrka í hjörtum þeirra, sem í alvöru leita guðs. „Og velþóknan guðs yfir mönnunum“ — hljómar frá sál til sálar, frá munnum englanna tiU hjartna mannanna. Elsku-yfirlýsing drottins sjáJfs rýfr niðdimma nótt mannlegs drambs. Og ísinn í hjörtum þeirra bráðnar, — jafnvel hin frosnu blóm mannlegs vits fá ilm og ang- an. Frelsarinn er fœddr. 0g með honurn flyzt vorið inn í mannleg hjörtu. Jólin koma með vorið. Og það vor er upphaf eilífrar œsku. III. Hvað merkja jólin fyrir þig? Er það almennr hátíðardagr, til að gleðjast og hvílast frá líkamlegu erviði? Til hvers er hismi hveit- isins, bróðir minn! ef kjarnann vantar? Hvað merkja jólin fyrir þig? Eru þau sögulegr vitnisburðr sérstaks atburðar í mannkynssögunni ? Að vísuj en tákni þau ekki meira, eru þau engin jól. Þá ert þú að leika þér að ísblóminu einu. Hvað merlija jólin fyrir þig? Er það fœðingarhátíð frelsara heimsins'? Að vísu svo, — en það er ekki að eins bróðir þinn, sem frelsunar þarfnast.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.