Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 11
313 og drottin, getr haft fulla vissu um, getr vitað, aÖ hann íiefir eilíft líf og eilífa sáluhjálp. Hvernig eiga þeir þá að að fara, sem játa trúna á Jesúm Krist og vilja hylla hann sem konung lífs síns og herra, sem kannast við hann sem drottin sinn og frels- ara frá synd og dauða, en liafa þó ekki þá gleðiríku vissu, sem þeir eiga í raun réttri að lmfa? Það er spurning, sem vert er að íhuga. Látum þá gefa gætr að, livað það er, sein einkennir trúarlíf þeirra, sem viss- una hafa, og sjá, hvort það ekki getr gefið bending um, hvert sé i ið rétta svar upp á spuruiuguna. Ekki Jittr mér í liug að segja, að allt það fólk, sem mestri trúarvissu hefir náð, liafi öll sömu einkennin. Bin liitt þori eg vel að segja, að tvö aðaleinkenni hefir það allt. Það hefir allt miklar mætur á guðs orði og lifir stöðugu bœnarlífi í samfélagi við þríeinan, heilagan guð. Ilvar sem inaðr fer um heiminn og finnr guðs börn, verðr inaðr var við þetta tvennt sem einkeimi þeirra allra. Getr ekki þetta gefið inanni bending um, hvernig maðr geti öð’azt fulla vissu? Alveg vafalaust. (tuð vill gefa öllum fullvissu um sáluhjálpina; en hann gjörir það á sinn vissa hátt, og maðr verðr að þiggja þá aðferð, sem hann vill hafa, eða maðr fær enga vissu. Aðferð guðs við að sannfœra mann er sú, að hann notar nóðarmeðul sín, gefr manni vissuna í gegn um þau. Eitt af náðarmeðulum lians er orðið. Það er það náð- armeðal, sem vér getum haft daglega um hönd. Sá, sem vill temja sér að lesa guðs orð, helzt daglega, og lesa það með lotning og bœn í Jesú nafni, fær vis*suna. Heilagr andi vinnr náðarverk sitt í gegn um orðið. Hann einn er fœr um að sannfœra mann um það, sero dýjist er og dularfyllst, en um leið dýrðlegast, í opinber- an guðs. „Enginn getr sagt: Jesús er drottinn! nema í heilögum anda“ — segir Páll postuli (1. Kor. 12, 3); svo nema maðr lofi heilögum anda að sannfœra mann um . Jesúm Krist verðr maðr aldrei fyllilega sannfœrðr. Það er eins með vissuna utn fyrirgefning syndanna ,og eilífa sáluhjálp. Heilagr andi verðr að sanna manni Jrnð, tða maðr fær aldrei neina fulla vissu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.