Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 12
3H
>;• Spurningin er þá um það, livort fólk vill leggja á'
sig þá fyrirliöfn, sem eftirsókn vissunnar liefir í for ineð
sér, Það er svo margt, sem strandar á viljaleysi
mannSi Allir, sem vilja, geta náð fullri vissu. Hún
stendr öllum til boða. Guð býðr kana öllum í orði sínu.
Jlann réttir gjöfina að manni og maðr þarf ekki ann-
að að gjöra en að taka við henni. Engin meiri nauðsyn
er til fyrir mann eri sú, að þiggja vissuna, sem guð býðr
manni.
Að öllum líkindum er engin tíð ársins eins hentug fyr-
ir mann að ná fullri sáluhjálparvissu eins og jólatíðin,
nema ef vera skyldi föstutíðin. Raunar er það algjör-
lega víst, að allar tíðir eru jafn-lientugar fyrir náð guðs,
því hann er æfinlega reiðubúinn að gefa manni vissuna
hvenær sem við henni er tekið, en manninum getr ein tíð
verið hentari en önnur. Jólin eru hin mikla fagna'ðar-
hátíð kristinna manna. Þá sértsaklega minnast rnenn
komu guðs sonar í heiminn. Þá minnast menn hins al-
fullkomna föðurkærleika guðs, sem sendi oss son sinn
elskulegan til að afplána svndir vorar. Þá minnast
menn hinnar óumrœðilegu, fórnandi elsku guðs sonar
sjálfs, sem elskaði oss og gaf sig sjálfan út fyrir oss.
Þá endrhljómar í sálu manns hinn fagnaðarríki lofsöngr
englanna: „Dýrð sé guði í upphæðum, friðr á jörðu og
yelþóknan yfir mönnunum!“ Þá minnist maðr þess,
þegar maðr var barn, átti heilan jólafögnuð og trúði eins
og barn. Þá má og vera, að maðr verði ekki of stœriT
látr til að hlvða á rödd heilags anda, svo hann sanni
manrn, að það, sem barnið trúði, var það eina rétta, var
og er sannleikrinn heill og óskiftr. Þegar því er lokið,
á maðr heilan lífsfögnuð og fulla vissu um eilífa sálu-
hjálp. ó að sem allra flestir vildi gefa sig undir áhrif
heilags anda um jólin, svo trúin á frelsarann geti orðið
heil, lífsfögnuðrinn fullkominn og sáluhjálpin viss..
Drottinn sé með oss öllum! Hann gefi oss ríkulega af
a!ndg sínum, svo jólin fái flutt oss öllum þann fögnuð,
að vér séum leystir frá syndinni og dauðanum og eigum
fulla vissu um eilífa sáluhjálp. .
Eitt er vert fyrir alla að muna, sem komast að fullri