Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1909, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.12.1909, Qupperneq 18
320 markleysu. Þá þarf enginn að halda liátíð utan við sig eða sœkja til heimsins alla liátíðagleðina, heldr finna memi til sannrar kristilegrar gleði, sem kemr i’ram í viðeigandi myndum, og þá forðast menn allt, sem ekki á við. Opið bréf til „Sameiningarinnar“. Eg man þá tíð, er mig tók sárt til alls, sem snerti Vestrheimsferðir fslendinga. Eg taldi það mikið tjón fyrir land vort og þjóð að missa arðinn af lífsstarfi þeirra, er fluttu burtu, auk þess sem eg hélt, að flestum þeirra liði miðr, og ekki betr, vestra en þeirn liafði gjört heima. Skoðun mín á þessu síðasta atriði breyttist þó mikið, þegar eg fór um Lslendingabyggðir vestra og sá, uð mörgum leið þar vel og að menning margra hafði vaxið frá því, sem var hér heima; auk þessa vaknaði í huga mínum velvild og samhygð til landa þar, við kynni þau, er eg þá hafði af þeim, og jafnan síðan hefir það brotið broddinn af ógeði því, er mér áðr lék á öllu, sem stóð í sambandi við Vestrheimsferðirnar; en aldrei hefi eg þó getað glaðzt yfir þeim í heild sinni né talið þaar öðruvísi en missi fyrir land vort og þjóð fyrr en nú. Viðbuiðir þeir, er orðið liafa nú á síðustu tímum í kirkju- lífi íslenzku þjóðarinnar beggja megin hafsins, hafa ekki að eins sætt mig að fullu við fólksflutningana vestr, heldr eru þcir við þá orðnir mér að gleðiefni. Mér virið- ist drottinn sé nú að láta þetta atriði í sögu þjóðar vorr- ar verða henni til þeirrar blessunar, er að fullu bœti lienni allt það, er hún hefir misst við að sjá á bak þessum barnalióp sínum. Það er eins og eg sjái, hvernig föður- hönd guðs liefir leitt þetta brot íslenzku þjóðarinnar út í þrautir og reynslu frumbyggjanna inn undir ný skil- yrði þroska og menningar til þess að þeir skyldi nú vera orðnir hœfir til að standa sem varnargarðr gegn áhlaupi því hinu mikla, sem afneitunin undir nafni „nýrrar guð- frœði“ gjörir nú á þjóð vora, er óvinrinn að líkum telr sér auðunna bráð. Að minni hvggju hafa íslendingar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.