Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1909, Síða 30

Sameiningin - 01.12.1909, Síða 30
328 En í því bili kom farstjórinn inn til okkar. ViS gjörðumst spurulir um framtíðarhorfurnar. Hann hughreysti okkr með því, aS á hverri stundu tr.ættum við búast við að lestin festist til fulls og alls i sköflunum og þar myndum við fá að sitja um jólin og, ef svo vildi verkast, fram yfir nýár, ef ekki kœmi þá „tundrvagn“, sem sendr yrði til að „opna“ brautina, og kastaði lestinni eitthvað út í buskann. „Og hvað verðr þá um okkr?“ — spurði þingmannskonan. „Þlað fer allt eftir því, hvernig þer hafið lifað hér í heimi“ — svaraði far- stjórinn alvarlegr. Loksins höfðum við það upp úr farstjóra, að öllum kröftum yrði til iþess beitt meðan kol entist að brjótast áfram til Kalmar, en svo heitir járnbrautar-stöð nokkur, þar sem þverbrautir koma sam- an og skift er um lest, þegar ferðinni er heitið til höfuðstaðarins. Hvort takast myndi að ná þangað eða ekki lét hann ósagt. Enn fremr gaf hann okkr það ráð, að flytja okkr á annað farrými í lest- inni. Þar sagði hann að kolaofn hefði verið kyntr um morguninn, og þó að nú væri orðið kolalaúst, þá væri þar þó ill-skárra. Þessu ráði fylgdum við, þótt auðsætt væri það á þingpnanns- frúnni, að ekki var henni uin þá niðrstigningu, og næsta ógeðfellt að fara inn í óhreinindin og ólyktina í almanna-vagninum. Á að gizka voru þar fyrir tuttugu til þrjátíu farþegar. Þeir voru á víð og dreif um vagninn og kenndi þar margra grasa. Voru það ungir tnenn, sem verið höfðu við ýmiskonar vinnu i vestrœnu bœjunum, en voru nú að fara heim til ættingja og vina fyrir jólin, nokkrir námamenn vestan úr fjöllum, setn voru á leið til höfuðstaðarins í kynnisför, og nokkrar konur af ýmsum stéttum, sem voru líka að fara sér til gamans til höfuðstaðarins. Allt var fólkið súrt á svip- inn og ólundarlegt, sem við var að búast. Súmir voru að múðla mat upp úr ferðatöskum sínum, og virtust þó gjöra það utan við sig flestir, nema námamennirnir; þeir snæddu með goöri lyst. Kalt var í vagninum, ekki út af eins kalt og í þ'eim, sem við komum úr, eri samt ill-þolandi. Samferðafólk mitt bjó um sig í vagnsætunum. Eg gekk vagninn á enda, nam staðar við gamla kolaofninn, sem nú var orðinn kaldr, studdi mig þar við sætisbrík og horfði eftir vagn- inum. Eg varð að halda mér föstum, því vagninn hrykktist til og hristist allr, þó ferðin væri lítil, vegna umbrotanna í sköflunum. Ekki man eg, hvað lengi eg stóö þarná eðá hvað eg var að hugsa. Eg man fyrst eftir því, að eg staröi á dálítinn stúlkuhnokká, sem hnípti þar í einu sætishorninu ein síns liðs. Ljóst hárið var úfið, kinnarnar rjóðar af kulda og augun stór og starandi. Gamalt sjal hafði hún á herðunum. Fœturna hristi hún til skiftis til aö halda hita á þeim. Sýnilega var hún illa haldin, en róleg var hún og lét ekkert á sér bera. Eg kenndi undir eins I brjósti um litflu

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.