Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 31
329 stúlkuna. Merkilegt, aö enginn skyldi skifta sér af henrii! Líklegi þótti mér, a8 einhver væri henni kunnugr í förinni og kœfni til henri- ar þá og þá. En enginn kom, og hún sat þarna ein og yfirgefin. Ekki býst eg viö, að eg þyki sérlega viökvæmr maör, en aldrei hefi eg þolaö að horfa á bágstödd börn. Eftir nokkra stund gekk eg aö sætinu til hennar. „Er þér ekki ósköp kalt, stúlka litla?“ Hún leit til mín stóru augunum sínum forviða. . „Jú, mér er hálf-kalt.“ „Hvert ertu aö fara?“ „Til Midford." Midford! Þaö vissi eg aö var smábœr í suöaustr-horni fylkis- ins. Lestaskifti heföi hún átt að hafa í Kalmar snemma um morg- uninn, bíða þar þrjár klukkustundir eftir lest að norðan og komast til Midford um kvöldið. Feröa-áætlanir á járnbrautunum kunni eg utanbckar. En nú var þess lítil von, við kœmumst til Kalmar, hvað þá lengra. Og þó lest kynni að komast austr aðal-brautina frá Kal- mar til höfuðstaðarins, þá þóttist eg vita, að langt yrði þess að bíða, að hún kœmist þaðan suðr. Mig hryllti við að hugsa til þess, aö blessað barnið yrði að bíða ein þar á járnbrautarstöðinni. „Ertu ein á ferð?“ „Já, eg kom ein frá Farmington." Farmington! Þá er hún búin að vera á lestinni í alla nótt. „Hvar er mamma þín?“ „Mamma mín er hjá guði.“ „En pabbi þinn?“ „Hann er í Midford. Eg hefi verið hjá frænku minni t Farm- ington. Nú ér eg að fara til pabba míns.“ „Ert’ el-ki hrædd að fara ein?“ „Nei. Mamma sagði, að guð myndi passa mig.“ „Hvenær dó mamma þín ?“ „Hún dó í sumar.“ „Ert’ ekki svöng?“ „Ó-nei.------Pabbi kaupir mér mat, þegar eg kem.“ „Hvað heitir þú?“ „Gréta-------Margrét." „Heyrðu nú, Gréta! Þú átt að vera litla stúlkan mín í dag, og eg ætla að sjá um þig. Eg á enga litla stúlku. Viltu nú vera mín stúlka meðan við verðum samferða?" Hún horfði á mig svo saklaus og góð. Oft hafa þeir horft á mig og viljað horfa í gegn um mig, kaupstjórarnir og verzlunar- keppinautar mínir. Augnaráð þeirra hefi eg aldrei látið á mig bíta.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.