Íslendingur - 24.12.1915, Qupperneq 3
38. tbl.
ISLENDINOUR
151
'••••• • • • •• •• •• • ••••••
>•••••••••••••••••
■ • • • • •-♦-•-•
gefa henni betur að borða. Ef öðru
vísi stæði á, mundi jeg segja: Gefið
henni hænsasteik, egg og mjólk, látið
vera heitt inni hjá henni, en nú —.«
Hann leit á brauðbita, sem lá á
borðinu, annað matarkyns áttum við
ekki. >Hvað því viðvíkur,< sagði.hann
eftir nokkra þögn, »að gefa henni
næringargóðan mat, þá verður það að
bíða þangað til umsátrinu Ijettir af.
En það sem nú rfður á, er að gefa
henni vel heitan tebolla aðra hverja
klukkustund.<
Konan mín leit á mig örvæntingar-
augum. »Jeg á hvorki kol nje timbur
í húsinu,< hvfslaði hún, og röddin
skalf. Dauðaþögn varð í herberginu.
— Erfiður andardráttur barnsins og
hóstaköst rufu þögnina annað veifið.
Jeg get ekki gert mjer nú fyllilega
grein fyrir tilfinningum mínum þessa
stund; jeg man að jeg óskaði mjer
dauðans. — Læknirinn rauf þögnina.
Hann sagði mjög alvarlegur: »Heitt
te er óhjákvæmilegt 1 Ef þjer hafið
ekki timbur eða kol eða neittt elds-
neyti, hefir þá ekki einhver nábúa-
konan neittf (Konan mín hristi þegj-
andi höfuðið.) Þá verðið þið að taka
eitthvað af húsmunum ykkar, og það
nú samstundis, þvf að það er mjög
áríðandi að hún fái heitt te nú þegar.
Jeg þaut út í eldhúsið, sem alt
timbur var rifið innan úr, sótti exina
og ætlaði að höggva sundur forte-
pfanóið, uppáhaldshljóðfæri konu minn-
ar. Þvf að undantekinni viðarlitilli
spegilumgjörð, var píanóið eina elds-
neytið, sem eftir var f húsinu. í hálf-
’ an mánuð höfðum við soðið við hús-
gögn okkar eingöngu og upphitun
hafði ekki komið til mála, vikum sam-
an. Jeg hafði þegar lyft öxinni til
höggs, þegar kona mfn rak upp lágt
hljóð og greip um handlegg mjer. —
»Jeg finn eitthvað,< sagði hún og
þaut út úr stofunni.
Ætli einhver nábúakonan sje svo
rík, að eiga eldsneyti ? Fimm mínút-
um síðar kom kona mfn inn, glöð í
bragði og fjellu þakkartár af augum
hennar. Hún hjelt á ársgömlu jóla-
trje, er legið hafði í einhverju skúma-
skoti og enginn munað eftir.
Einsog þegar leiftri bregður fyrir
augu manns, svo brá nú niður í huga
minn endurminningunni um sfðustu
jól. Þá varð þetta háa og fagra greni-
trje ásamt öðru til að auka á heim-
ilishamingju okkar. Við vorum f sömu
stofunni. Eldur logaði á arni. Glöð
og sæl hörn hoppuðu og dönsuðu um
gólfið. Hamingjusamur faðir og ham-
ingjusöm móðir horfðu brosandi á
gleðina, er skein út úr barnsandlitun-
uin. Lovísa var f hvítum kjól, með
blátt silkiband um Ijóst hárið, feit og
hraustleg, með rjóðar kinnar og dökk
augu, er ljómuðu af gleði. Með henni
voru tvær leiksystur, sem hún hafði
gert heimboð á hátfðinni. Gleðiópin
kváðu við, einsog englar svo tugum
skifti hefðu slegist f hóp með börn-
unum, til þess að fylla húsið gleði og
fögnuði. Og á miðju gólfi stóð jóla-
trjeð, hátt og fagurt, og ljósum skreytt.
Á grænum greinunum hjengu gullin
epli og tindátar í frönskum, enskum
og prússneskum einkennisbúningum,
og við ljekum og vorum glöð fram til
miðnættis, er börnin loks sofnuðu út
frá gleði sinni með brúður og tindáta
í milli handanna.
En nú var jólatrjeð þurt og visið,
rykugt og gulnað. Margar greinar voru
brotnar og f stað gullepla og góð-
gætis hjengu á þeim dordinglar og
kóngulóarvefir. Nú var stofan köld og
enginn eldur á arni. Lovfsa lá f rúm-
inu mögur og grannleit, þrútiri af
sótthita og kvaldist af hósta.
Koma móðurinnar vakti eftirtekt
hennan, og hún fékk aftur rænuna að
nokkru leyti. Hún leit á jólatrjeð og
sló fagnandi höndum saman: »Ó, jóla-
trje, blessað jólatrjeð! < kailaði hún
veikri röddu. Og hún sárbað mömmu
sína að kveikja á fallegu kertunum
og hengja á það gulleplin og tindát-
ana, en ekki prússneska dáta; og
sækja svo Maju og Lólottu, »þær
hafa verið svo góðar, fjarska góðar<.
Mjer lá við að verða að ragmenni.
Mig langaði burt, langaði út, út í
nóttina, út á strætið, út til útvarð-
anna, til þess að þurfa ekki, að horfa
á eymdina heima lyrir. Jeg óskaði að
sprengikúla fjelli yfir húsið og gerði
á öllu skjótan endir. Nei, þessa nótt
rigndi ekki sprengikúlum, nú hjeldu ó-
vinir vorir jólahátfð. — Jeg gat loks
með erfiðismunum náð mjer aftur.
Konan mín sat á rúmstokknum og
faðmaði að sjer barn okkar, raulaði
fyrir það söngljóð og reyndi að koma
því f ró. En jeg kvistaði niður jóla-
trjeð og kveikti eld á arni.
Það snarkaði f þurrum greinunum
og viðarkvoðu þefinn lagði útum stof-
una. Vatnið í katlinum sauð von bráðar.
Læknirinn var farinn. Konan mfn
hvfslaði blíðmælum að veiku barni
sínu og gaf þvf fögur loforð. En með-
an jeg bjó til teið, hugsaði jeg með
sjálfum mjer: »Þakka þjer, þakka þjer
blessaða trjel Eitt sinn veittir þú
barni mínu gleði — nú munt þú veita
þvf heilsunaU
Jólatrjeð gat ekki veitt Lovísu litlu
heilsuna. Og síðan höfum við ekki
haft jólatrje. Lovísa var einkabarn
mitt.
Úr Reykjavík.
si. des.
Mótorbáts frá Gerðum f Garði hefir
verið saknað nú nokkra daga. Björg-
unarskipið »Geir< hefir leitað hans
um hrfð, en ekki fundið, og er því
búist við að hann hafi farist.
Í-andskjörstjórn er skipuð.
í hana eru skipaðir: Eggert Briem,
yfirdómari, Þorsteinn Þorsteinsson,
hagstofustjóri og Axel Tulinius, lög-
maður. — Til vara: Oddur Gfslason,
lögmaður og Sig. Thoroddsen, adjunct.
Hadda-Padda verður leikin á Jól-
unum.
»Flóra< er á leið hingað frá Fær-
eyjum.
Lœknisembœtti veiit. Ólafur '^Gunn-
arsson, settur læknir í Miðfjarðar-
hjeraði, hefir nú fengið veitingu fyrir
embættinu.
H u s e i n A1 i,
messías Persa.
[ [Margur maður, margir foreldrar, sem
geyma börn 'sín í hellum og holum,
munu á þessum jólum stara tárvotum
augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á
Balkan yfir til stranda Austurheimsins —
skima eftir st/örnunni helgu, sem lýsti
forðum yfir jötu friðarhöfðingjans, því
»frá austurátt kemur frelsi þjóðanna<,
sögðu hinar fornu þjóðir. Og ótalmargir
kristnir kennimenn munu benda í sömu
átt, en með tvískiftu skapi, því hugsjúk-
ir munu þeir spyrja sjálfa sig, hvort það
sje með guðs ráði, að hinn afskaplegi
ófriður hamist svo nærri hinum helgustu
stöðvum heimssögunnar, eða hvernig auð-
ið sje lengur að heyra sjer til hugsvöl-
unar óminn af jólaboðskap hinna himn-
esku hersveita. Jú, vissulega! Allar sálir
sanntrúaðra manna mundu svara: Víst
er þetta eldraun, hörð og ógurleg, en
vegir guðs eru ekki vorir vegir — ekki
syndar og ofstopa. En hjer er enginn
staður til að prjedika! Jeg vil heldur
minna með fáeinum dráttum á tvo hina
síðustu friðarboða. sem báðir hafa á vor-
um dögum hrópað úr austri vestur yfir
löndin hinn forna fagnaðarboðskap engl-
anna, en fáir viljað heyra. Annar þessara
spámanna. var Leo Tolstoj, og við hans
erindi könnumst vjer allir. Enn hinn er
hinn mikli spámaður. Persinn Husein Ali,
stofnari hins merkilega trúarfiokks, er
kallast Behaismi, en sjálfan hann kalla
lærisveinar hans Beha Allah eða Ljómann
frá guði. Hann var borinn 12. nóv. 1817,
kendi í 40 ár og var lcngi ofsóttur, uns
hann dö 1892. Hann ólst upp við Muha-
medstrú, en virðisf snemma hafa aðhylst
hreina kristna kenning, einkum Jesú guðs-
ríkis- og friðarkenning. Hin síðustu ár
sín bjó hann í Akursborg (Akka) í Gyð-
ingalandi, virtur og tignaður af vinum og
óvinum, því hann var að sama skapi
göfugur maður sem góður.
Enskur maður (Brown prófessor), sem
heimsótti spámanninn skömmu fyrir and-
lát hans, segir: >Aldrei hefi jeg sjeð tign-
ari mann, mjer lá við að falla fram fyrir
honum; hann virtist óðara sjá mig í gegn
um sálina, augun leiftruðu af afli og anda-
gift, en hrafnsvart hárið og skeggið hrundi
niður að beltisstað. Heilög blíða og frið-
ur skein af ásjónu hans.« — — Það er
sagt um Jesú, að aliir lærisvernar hans
hafi yfirgefið hann og foringi þeirra af-
neifað honum, en þessum >messiasi<
fylgdu allir hans lærisveinar fúslega gegn
um allar ofsóknir, kvalir og dauða,«
Hjer fylgja fáeinar málsgreinir eftir
Husein Ali:
>Hvorki Kristindómur eða Muhameds-
trú hefir megnað að færa jörðinni frið,«
Hann sendi umboðserindi öllum helstu
konungum og bannaði þeim að fara með
öfrið hvern gegn öðrum, bauð þeim að
láta gerðardóma skera úr öllum ágrein-
ingsmálum. Sjerstaklega fyrirbanð Ali ó-
frið og ofsóknir í trúarmálum. >Friður
fæst ekki«, sagði hann, »nema fyrir Ijós
einingar, samúðar og kærleika.« Hann
skoraði á alla trúarflokka að hætta of-
stæki, hatri og ofsóknum. >Það er eldur,
sem ætlar að eyða mannkyninu.« »Forð-
ist fyrst af öllu fáviskuna.« Við allaþjóð-
höfðingja' var hans viðkvæði: >Látið rjett-
VÍsina vera yðar her til varnar og sókn-
T 0 rfi i Ó l afsdal.
Pá er fallið'þetta vlgiðf
— þrotlaust geysar alheimsstrið, —
frá oss mesta höfuð hnigið
hér sem varði búandlýð.
Betra spor af bændum stigið
bírst hefur ei am mlna tið.
Er sem dauðir gætijgrátið —
grátið missi þviliks manns.
Hvað er hringlið, fumið, játið
fjölda niðja þessa lands?
Betur hefðum hundrað látið
heimalninga, en missa hans.
Lifið hans var langa œfi
landi sínu að vinna bót;
valdi fyrst hvað var við hæfi,
vildi sjá það festa rót, —
vakti œ þótt aðrir svœfi
uns það komst á styrkan fót.
Verk hans rétt að telja tölum,
trautt eg þekki nokkurn mann.
Búnað lands i bygð og dölum
bætti enginn jafnt sem hann.
Meðan feitu fé vér smölum
framkvæmd hans ei gleymast kann.
í orði vann hann eins og verki,
aldrei þreyttist sál né hönd;
ótal rit og mannvits merki
minna á staka framtaks önd;
viiið, dáðin, viljinn sterki
vilái greiða sérhver bönd«,
Sama snild var úti og inni,
— öllum Ijúf og hugum kœr —
I\var sem hann með húsfrú sinni
hafði ráðin, nær og fjær;
sjaldan grær i manna minni
merkilegri rausnar bœr.
Heiðrið, skáld, í skyldum óði
skörungmann í Ólafsdal,
þar sem hann með frœgðar-fljóði
fræddi lengi snót og hal.
Nú er fallinn guminn góði;
gripið merkið, bændavalt
Matth. Jochumssoij.
ar, óg vitið yðar vopnaburð.< »Jesús
sagði: >Fylgið mjer, því jeg vil gerá yð-
ur mannaveiðara.« En jeg segi: Komið,
því jeg vil yður lifandi gera veröldina.
Jesús sagði við lærisveina sína: >Kennið
þjóðunnm fagnaðarcrindið, og sá sem
trúir öðlast eilíft líf, en’sá sem hafnarhrepp-
ir eilífan eld.« En jeg kenni, að ef þjer
fylgið mjer, mun jeg gera yður erfingja
guðsríkis, en ef þjer rísið á móti mjer,
ætla jeg að vera umburðarlyndur; jeg vil
fyrirgefa yður og vera vorkunnsamur.«
Boðskapur hans til allra þjóða var
kærleikans konungs boð, í austurlenskum
stíl. ->Talið máli elskunnar til illra og
góðra, því allir eru á leiðiuni, ýmist fjær
guði eða nær, því allar götur liggja til
hans; hann tilbjó hvers manns veru og
er hennar miðdepill.«
Beha Allah ritaði margt í háfleygura
Ijóíum, sem eru þrungin af háleitasta
andríki, boðorðum og lifsspeki. >Þegarsá
tími kemur,« segir einn lærisveinn hans,
>að mentaðar þjóðir kynnast þeim ljóðunt
og lífsreglum, þá munu allir vitrir menn
sjá og finna, að þar eru heilsulyfin, sem
fyrst megna að græða hinn sjúka líkama
veraldarinnar. Fyrir kenningar hans og
boðorð mun friðurinn loksins fást og