Íslendingur - 28.01.1916, Qupperneq 1
ISLENDINGUR.
• ••••• ••••••• ••••••••••••••••••••••• • ••-•-• • •••• •• • •• • •••••• • • •• • ••••••••••
2. árg.
Ritstjórar: Ingimar Eydal og Sig. Einarsson- — Akureyri, föstudaginn 28. jan. 1916.
• ••••••••••••••••••••••• •• •••••••••• •• • • ••• ••♦••••••••••••••••••
4. tbl.
Bókasafnið, opið þriðjudaga, miðvikudaga
laugardaga s—8, sunnudaga 4—8.
Bæjarfógetaskrifstofan opin virka daga
10—2 og 4—7-
Bæjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga
6—7, nema laugardaga 6—8.
íslandsbankinn opinn virka daga n—2.
Landsbankinn — — — 11—2.
Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka
daga, helga daga 10—12 og 4—7.
Pósthúsið opið virka daga 9—2 og 4—7,
sunnudaga 10—11.
; »Islendingur< kemur út einu sinni t
5 í viku. Árgangurinn kostar 3 krónur í
Íer borgist fyrir 1. júlí. — Upp- \
sögn (skrifleg) bundin við áramót, er j
1 ógild nema komin sje til annars hvors |
; ritstjórans fyrir 1. okt., og sje kaup- f
5 andi skuldlaus við blaðið.
5 Afgreiðslumaður blaðsins er hr. Hall- t
5 grímur Valdemarsson, Hafnarstræti 39. t
Nærsveitamenn eru beðnir að vitja l
blaðsins í Kaupfjelagsverslun Eyfirð- t
inga. j
Skattamálin.
Pað kom að því, að skattamálin
yrðu nú rædd ogum þau ritað í blöð-
um og tímaritum. Pví heiir verið
spáð, að skattamálin yrðu eitthvert
heitasta dagskrármál islensku þjóð-
arinnar á komandi árum og er lík-
Iegt, að sá spádómur rætist áður
langur tími líði. Menn eru að vísu
enn óráðnir og á reiki um heppi-
legustu leiðirnar í þessu þýðingar-
mikla vandamáli.
Sumir vilja, að skattarnir sjeu bein-
ir, en allir tollarar sjeu úr gildi
numdir („Skinfaxi"); menn hafa
jafnvel bent á þann skattagrundvöll,
sem eigi að vera nægilega tryggur
til gagngerðra breytinga á skatta-
löggjöf vorri í tjeða átt. Sá skatta-
grundvöllur er almennur Iandsskatt-
ur, sem er byggður á kenningum
Henry George (sbr. „Rjettur").
Aftur á móti eru það aðrir, sem
álíta, að framhjá óbeinu sköttunum,
tollunum, verði ekki komist með
öllu að svo komnu.
Einna ákveðnastar tillögur í skatta-
málunum hafa komið fram í 49.
og 50. tbl. „Noröra" síöastliðinn
laugardag og verður því helst að
dvelja dálítið við þær hjer að þessu
sinni. Skattamálatillögur þær, sem
um er að ræða, eru í leiðandi grein,
að líkindum eftir ritstjórann sjálfan
og vill hann mæla með:
1. Að landssjóður hafi þær tekjur
af bönkunum, sem hann hefir
nú.
2. Húsaskattur,tekjuskattur og erfða-
skattur haldist svipaður og nú er.
3. Verðhækkunarskattur á landi
verði Iögleiddur.
4. Ábúðar- og lausafjárskattur falli
niður, en almennur landsskattur
verði lögleiddur og Iagður á eft-
ir mati á landi.
5. Útflutningsgjald á síld, fiski, lýsi
og síldarafurðum haldist við og
bætt sje við lágu útflutnings-
gjaldi á ull, gærum, kjöti, tólg,
hestum og sauðfje.
6. Vörutollslögin sjeu afnumin og
sykurtollurinn, en tollur á kaffi,
tóbaki og ýmsum sætindavörum
haldist svipaður og nú er.
Svo hljóða tillögur „Norðra" í
skattamálunum, og skal hjer komið
dálítið nánar inn á sum atríði.
Yfirleitt virðist höfundurinn vilja
sneiða hjá tollunum á aðfluttum
vörum nema tóbaks-, kaffi- og sæt-
indatolli, en í þess stað mælir hann
með útflutningsgjaldi — tollum —
á nálega öllum íslenskum afurðum,
sbr. 5. lið.
Verðhækkunarskattur á landi er
þvf aðeins rjettlátur, að verðhækk-
unin stafi af framkvæmdum eða
umbótum annara en þess eða þeiira,
sem skattinn eiga að greiða. Eðli-
legast virðist, að skatturinn væri
bundinn við þá verðhækkun, sem
stafaði af framkvæmdum hins op-
inbera: Járnbrautar- og vegalagn-
ingum, brúargjörðum, höfnum o. s.
frv. Hvort þessi sje tilætlunin, verð-
ur ekki sjeð af tillögunni.
Þá mælir hann með almennum
landsskatti. Virðist sá skattur eiga
að vera Iandsskattur Henry George's,
en ekki lands- eða jarðartíund, því
hún er lögfest hjer og enda þótt
hún hækki að líkindum að mun
eftir hið lögboöna jarðamat síðasta
Alþingis, þá yrði sá skattagrund-
völlur ófullnægjandi, sem hjer væri
fundinn, nema því aðeins að um
verulegan landsskatt væri að ræða.
Það eru engir smá tekjustofnar, sem
höf. vill fella niður. Samkvæmt ný-
útkomnum verslunarskýrslum áriö
1913 nam vörutollur, sykur- og
sýrópstollur 762,936 krónum það
ár, þegar svo þar við bætist tekju-
missir af ábúðar og lausafjárskatti,
verður að koma all-lagleg skatta-
upphæð í staðinn. Til að byrja með
verður verðhækkunarskattsupphæðin
ekki ýkjahá, en þá er eftir útflutn-
ingsgjaldið af íslensku afurðunum,
sem mundi nema talsverðu, jafnvel
þó höf. vilji ekki hafa það hátt.
Þennan tollstofn hefði hann síst
mátt koma með til undirstöðu skatta-
löggjöf vorrar um ókominn tíma.
Það væri dálagleg hagfræði, að
þjóðin legði tolla á alla sfna eigin
framleiðslu. Þó útflutningsgjald hafi
til nokkra ára hvílt á síld, þá lá
það gjald á alt öðrum grundvelli,
nefnilega þeim, að síldina öfluðu
mestmegnis útlendingar og þeir á-
samt örfáum innlendum gróðabralls-
mönnum sópuðu öllum ágóðanum
í sinn vasa án þess að landið eða
þjóðin í heild hefði verulegan hagn-
að af. Það verður því alt öðru máli
aö gegna, ef tolla á alla eðanálega
alla þá framleiðslu þjóðarinnar, sem
á að halda í henni lífinu og bera
hana fram til sigurs.
Hversvegna þarf báða þessa tekju-
stofna ?
Var landsskatturinn ekki land-
bóndanum nógur, svona til að byrja
með?
Sjálfa landsskattskenninguna mun
verða drepið á nánar síðar hjer í
blaðinu.
En hvað sem leiðunum líður í
þessu máli, þá eru menn víst al-
ment á því, að skattalöggjöf vora
þurfi að endurskoða og endurbæta
hið bráðasta.
Stríðið og eilífðin.
Það er mælt, að Vilhjálmur keisari
hafi hrópað til fólksins f Berlfn, þá
er boðað var hið mikla stríð, og lýð-
urinn hrópaði hástöfum og bað guð
að varðveita sig : »Farið f kirkjurnar
og biðjið þar!« Þetta hafa ótal marg-
ir gert — ákallað guð herskaranna,
eins og Þjóðverjum hefir verið kent,
og þó einkum guð Prússanna og Hó-
henzollanna. Og á líkan hátt hafa
hinar ófriðarþjóðirnar gert, ákallað
guð, hver sinnar þjóðar. — En þessi
bænaráköll þykja lftið stoða. Segir nú
einn vitur stórblaðamaður, að svo
teljist sjer til sem á 16 mánuðum, frá
upphafi ófriðarins, muni hann vera bú-
inn að taka af lffi 8 — átta — milj-
ónir manna I Og aldrei lýtur þetta
allsherjar-uppnám ægilegar út en við
þessi árslok, enda bersýnilega meiri
sókn en vörn af hálfu Miðríkjanna og
Múhameðstrúarmanna, svo ragnarök
og heimsslit sýnast vofa yfir allri álf-
unni. Og hvað segir kirkjan? Hvað
segir hin allsherjar-kristni, og sjer-
staklega páfinn í Róm og hin rétttrú-
uðu stórveldi? Eða er hönd drottins
herskaranna stutt orðin? Hvar er nú
hann Norðmannakonungur? Er hann
fallinn eða hefir hann flúið? Hvar er
skipstjóri veraldarinnar ? Hefir hann
hlaupið frá stýrinu og látið öldurnar
eiga skipið? Þannig spyrja spottar-
arnir, og hinir örvingluðu. Og þeim
er vorkunn. Kirkjan virðist verri en
ráðþrota — verri, því hún hefir glat-
að valdi sínu, yfirleitt talað, bæði
hinu ytra og innra, og hefir skift hin-
um eina guði í jafnmarga hjáguði og
þjóðgoð sem löndin eru mörg. Hin
almenna miðaldakristni með allsherjar
páfavaldi er horfin fyrir lifandi löngu;
einungis eftir sorglegar leifar, í ka-
þólskum löndum, en hinar endurbættu
kirkjur eru í sjálfum sjer sundurskift-
ar, hjara á meiri eða minni lögfestu
°g löngunarþrá lýðsins, sem ekki hef-
ir til annars að flýja, en mentaði lýð-
urinn lifir á »munnvatni< lista og un-
aðsemda og »guðsblessan< vfsindanna.
Að vísu sækja margir stund og stund
fró og frið til kirknanna, og margan
á guð sjer góðan, bæði meðal þeirra,
sem »friðinn eiga að boða< og þeirra,
sem vilja leita drottins hvar sem hann
sé að finna, enda felst Iffsspeki f flest-
um kreddum og hjartað reiðubúið til
viðtöku hins guðlega. En hvað þýðir
það? Það þýðir guðdómsneist-
a n n 1 Hann deyr ekki, hann er al-
menna kristnin, hann er hið eina, sem
er ævarandi, eilíft; hann er hinn guð-
dómlegi lífsylur, sem hinn djúpvitri
og ótæmanlegi postuli Páll meinti
með þessum ódauðlegu orðum: »Svo
er þá þetta þrent varanlegt: trúin,
vonin og kærleikurinn, en af þessu er
kærleikurinn mestur.< (1. Kor. 13.)
Nei, hinir góðu, kærleiksfólkið, finna,
að alstjórnarinn er ekki farinn undan
stýrinu, heldur virðist hann hafa yfir-
gefið maktarvöld þessa heims í frá-
leitt sinni, sje að halda dómsdag, sje
að kenna þjóðunum — einsog Kristur
Gyðingum forðum, og sannfæra þær
um synd, rjettlæti og dóm — sje að
kenna æðra rjettlæti en skriftlærðra
og farisea — sje að kenna háleitari
og heilagri guðshugsjón — sje að
vekja með ógn og ofraun nýtt Mf, svo
að mannkynið rfsi upp frá dauðum og
láti »Krist lýsa sjer<, það er: láta
neistann, hinn lifanda guðsrfkisneista,
kveykja nýtt líf í hina köldu, dauðu
og ranglátu . siðmenningu auðs og
ofstopa — sje að blása vopn grimd-
ar og blindni úr höndum hervaldsins
og snúa hinum háleitu kröftum nátt-
úru, þekkingar og kunnáttu frá guð-
lausri vanbrúkun f vopn og verjur
eðlilegrar atorku til framfara, fagnað-
aðar og samúðar. í fám orðum .að
segja: Guð tilverunnar er að typta
þjóðirnar til nýrrar k r i s t n i, því
nú þreifa þær á ávöxtum ranglætis og
heimskulegs ofmetnaðar.
Að því leyti er guð stórhöggur —
einsog hinn herskái Sebaoth á dög-
um Jósúa, sem ruddi niður múrum
Jeríkóar og bauð þeim að brytja nið-
ur Kanverja og Fílistea. En iengra
nær ekki samlfkingin, því sá guð var
óguðlegur guð, sem hin grimma og
bernskulega þjóð hafði sjálf smfðað
sjer, þótt segja megi, að þar var mjór
mikils vfsir, því að úr þeim guði spratt
guð Esafasar og Mikkasar, þess mikla
spámanns, sem sagði við ísrael:
»Hvað heimtar guð annað af þér en
Byggingarbrjef,
tijúasamningar,
Hásetasamningar,
Húsaleigusamningar,
Vinnusamningar,
Vinnubækur
fást í prentsmiðju
Odds Bj'órnssonar.