Íslendingur - 06.10.1916, Page 3
41. tbl.
ISLENDINOUR
163
Þvoífavjelin „VELO“
(hollenskt ,Patent‘)
þvær fljótast, best og fyrirhafnarminst og ætti að notast á hverju
heimili.
Kaupið eða pantið »VeIo« í tíma,-
Sigtryggur /ónsson.
Einkasali fyrir Island.
í bókaverslun
Leikhúsið.
Tveir sjónleikar voru sýndir í
Templarahúsinu síðastl. laugardags- og
sunnudagskvöld. Heitir annar þeirra
»Vinnustúlknaáhyggjur«, er hann þýdd-
ur og hefir ekkert annað sjer til á-
gætis en að vekja hlátur einusiuni, ef
vel er með hlutverkin farið. Frú Stef-
anía ljek þar uppskafnings-mont-drós
og þarf ekki að því að spyrja, hvern-
ig hún hafi leyst það af hendi. Hún
er jafníær að leika Ijettúðugar, gáska-
pesónur eins og að fara með hin al-
vöruþiungnustu hlutverk. Aðrir fóru
og dável með hlutverk sfn í þessum
leik.
Ennfremur var sýndur 2. þáttur úr
»Galdra-Lofti<■ Skifti þá heldur um
frá fyrri leikngp. Galdra Loítur vekur
ekki hlátur, nema þá meðal skilnings-
lauura óvita. Frú Steíanía Ijek Sicin-
unni og gerði það afbragðs-vel. Þar
er ekki við lambið að leika sjer. Geð-
blær Steinunnar svo afar breytilegur;
ýmisl máttvana, sundurkramið hjarta
eða bálvindur örvæntingarinnar; en
svo fimlega með farið af leikandans
hálfu, að hvergi skeikaði hársbreidd
frá beinni braut leiklistarinnar.
Hvergi komst þó leikur frúarinnar á
hærra stig en síðast í þættinum, eftir
samræðuna við Loft. Eirðarlaus ör-
vænting. Hver vöðvi í líkamanum
engist sundur og saman af sálarang-
ist. Allir áhorfendur, með nokkurnveg-
inn þroskuðum skilningi, hljóta að
verða gagnteknir af þessari virkileikans
sorgar sýn, gagnteknir af meðaumkun
og hjálparfýsn — eins og Olafur.
Og þó er öll mannleg hjálp árangurs-
laus og máttvana, þegar svona stend-
ur á.
Jónas Þórarinsson sýndi Lojt. Mik-
il þrekraun að leysa það hlutverk vel
af hendj. Auðsjáanlega skildi Jónas
hlutverk sitt mjög vei, en hvergi með
fullkomnum tilþrifum.
Gísli Magnússon ljek ráðsmanninn,
föður Lofts mjög laglega. Rödd hans
er góð, en hann talaði stundum held-
ur hratt og brá fyrir keim af lestrar-
lagi stöku sinnum.
Dísu biskupsdóttur sýndi ungfrú
Magnúsína Kristir.sdótlir og fór ekki
ólaglega með það hlutverk.
Óskar Borgþórsson Ijek Ólaf frem-
ur laglega og blátt áfram.
' Hornaflokkurinn,
Eins og auglýsing á öðrum stað
hjer í blaðinu ber með sjer, er horna-
fjelagið úr sögunni. Hefir það starfað
að allmörg ár og getið sjer góðan
orðstír. Fjelagsmenn hafa, lífskjaranna
vegna, orðið að æfa sig að loknu
dagsverki og lagt þannig mikið á sig,
auk þess sem fjelagsskapurinn hefir
haft bein útgjöld f för með sjer fyrir
þá. Fyrir þá sök fór fjelagið þess á
leit við bæjarstjórnina, síðast liðinn
vetur, að hún styrkti það lítilsháttar
með fjárframlagi, en fjelagið hefir
ekki enn íengið svo mikið sem svar
upp á málaleitunina.
Hinn þröngi kostur þess mun þvf
hafa að bana orðið, og á bæjarstjórn-
in litlar þakkir skilið fyrir tómlæti
sitt eða hirðuleysi um hag þess fje-
lagsskapar.
• ••••»«»»«»« t > > » » » t ti
Áskorun
til allra kosningabærra kvenna.
Stjórn Landsspítalasjóðs íslands
leyfir sjer hjer með að skora á
kosningabærar konur í öllum kjör-
dæmum landsins að gangast fyrir
því, að fyrirspurn verði gerð á
þingmálafundum nú í haust til þing-
mannaefnanna um afstöðu þeirra til
landsspítalamálsins og fá þing-
mannaefnin til þess að Iýsa yfir því,
hvort þeir sjeu> hlyntir fjárveitingu
á næsta þíngi, til að gera ábyggi-
Iega áætlun um bygging lands-
spítala.
Væntum vjer þess, að allar þær
konur, sem kosningarrjett hafa, veiti
þessu fyrsta sameiginlega áhuga-
máli íslenskra kvenna, sem hafið
er í minningu um jafnrjetti vort í
stjórnmálum, þann stuðning að Ijá
fylgi sitt, að öðru jöfnu, þv/ þing-
mannsefni, er veitir þessu máli ein-
dregið fylgi sitt á næsta þingi.
Reykjavík 23. sept. 1916.
Ingibjörg H. Bjarnason.
Pórunn Jónassen. Inga L. Lárusdóttir.
Hólmjriður Árnadóttir.
Guðrlður Guðmundsdöttir.
Elín Jönatansdóttir.
Laujey Vilhjálmsdöttlr.
Jónina fónatansdóttir.
Tveggja ára herkostgaður.
Miklu hafa ófriðarþjóðirnar eytt f
strfðið af mönnum og peningum tvö
árin íyrstu, eins og sjá má af eftir-
farandi tölum, sem teknar eru eítir
dönskum blöðum, en eru upphaflega
frá Amerfku. Eru þær opinberlega
viðurkendar rjettar á málsaðilum, en
munu þó vera nokkuð nærri sönnu.
Alls haf þjóðirnar mist 15,355,000
Sigurðar Sigurðssonar
or nýkomið talsvert af fslenskum bók-
um sem síðar verða nánar auglýstar,
þar á meðal eru komar Þjóðvinafje-
lagsbækur og Nýja Iðunn, sem á-
sjcrifendur eru beðnir að vitja í bóka-
verslunina. Sömuleiðis eru miklar
birgðir til af allskonar Ritföngum,
Stflabókum, Fundargerðabókum, Reikn-
inga- og Höfuðbókum, Mynda-album-
um, Póstkorta-albumum, »Poesi«bók-
um, Veggmyndum, Brjefspjöldum o. fl.
Gjörið svo vel að líta inn um leið
og þjer farið um veginn.
manna., Þar af meira en 3V2 miljón
fallinna, fullkomlega 7V2 miljón særðra
og meira en 3V2 miljón fanga. Mann-
tjónið skiftist þannig:
Pýskaland: 900,000 dauðir, 1,900,
000 særðir, 150,000 fangar; alls
2,950,000 manna.
Austureíki- Ungverjaland: 475,000
dauðir, 1,000,000, 900,000 fangar;
alls 2,375,000 manna.
Tyrkland: 75,000 dauðir, 200,000
særðir, 75,000 fangar; alls 350,000
manna.
Búlgaría: 5000 dauðir, 25,000 særð-
ir, 5000 fangar; alls 35,000 manna.
Rússland: 1,2000,000 dauðir, 2
milj. 500,000 særðir, 2 milj. fangar;
alls 5,700,000 manna.
Frakkland: 850,000 dauðir, 1,500,-
000 særðir, 325,000 íangar; alls
2,675,000.
England: 160,000 dauðir, 450,000
særðir, 70,000 fangar; alls 680,000
manna.
Ítalía: 50,000 dauðir, 100,000
særðir, 30,000 fangar; alls 180,000
manna.
Serbía: 60,000 dauðir, 125,000
særðir, 75,000 fangar; alls 260,000
manna.,
Belgla: 30,000, dauðir, 70,000 særð-
ir, 50,000 fangarjalls 150,000 manna.
A sama tíma hafa bein útgjöld
stríðsins orðið 180 miljarðar
króna (allra ófriðarþjóðanna f heild).
Úr Reykjavík.
rjarlinn«, ísfirski botnvörpungur-
inn, er seldur fjelagi Reykvíkinga
og Austfirðinga fyrir 216 þús. kr.
11 ára gamall.
30—40 fjölskyldur eru húsviltar
í Rvík. Er búið ítugthúsinu, barna-
skólanum, pósthúsinu, vörugeymslu-
húsum og kjöllurum, svo mjög
kieppir að húsnæðisleysið.
>Mars< hefir bæjarstjórnin tekið
á leigu til þess að fiska handa
bæjarbúum. Verðið er 14 au. slægð-
ur fiskur og þykir ódýrt.
•Flóra< kom í gær, en »Ceres< í
dag með 500 farþega.
108
aðeins tveir metin, eins og getið hefir verið. Mörgum
kynni að virðast þetta of lítið. Það má þó óhætt full-
yrða, að ef nú málarinn hefði t. d. sett Marcus Antó-
níus syrgjandi yfir líkinu eða morðingjana veifandi
morðvopnum sínum og hrósa sigri, myndi það eflaust
hafa dregið úr áhrifum þeim, sem andlitsdrættir líksins
vekja og rýrt gildi myndarinnar.
Tímantes, sem fann að hann gat ekki sýnt drætti
dauðans á andliti Agamemnons, ljet höfuð hans vera
hulið kápu hans á myndinni. »Da Vinci* reyndi að láta
guðdómlegan ljóma skína út úr andliti frelsarans í
»Kvöldmáltíðinni«, en tókst ekki og ljet svo bara sjást
skínandi bjartan flöt í stað andlitsins. Hverjum ætli tak-
ist þetta, þegar meisturunum tekst það ekki ? Svarið er
— Vasari! Mikil orð, en sönn þó.
Vasari hefði með öllum rjetti getað sýnt andlit Cæs-
ars hjúpað skikkju hans, því að hver skóladrengurinn
veit að hann fjell áfram með höfuðið hulið í skikkju
sinni. Vasari hefir ekki skeytt þessu, heldur þorað að
sýna andlitsdrætti hins deyjandi manns og það hefir
verið hans happastryk. Áhrifin sem titrandi sólargeisl-
arnir hafa á — *
Jeg hætti hjer og leit á Daphne. Ahuginn skein úr
augum hennar og jeg sagði rólega: *Framhald í næsta
blaði.«
»Haltu áfram,« sagði hún óþolinmóðlega, »hættu
ekki í miðju kafi.«
Jeg svaraði með illgirnislegri áherstu: »Það er ekki
meira.«
105
Gamla Úrsúla hafði kveldmatinn reiðubúinn, þegar
heim kom. Daphne dró niður gluggatjöldin og kveikti
á lampanum og bað mig að iesa éitthvað fyrir sig.
Jeg settist á skemil við fætur hennar og óskaði af
heilum hug, að Angeló Iiti nú inn til okkar til þess að
sjá hve vel við skemtum okkur.
»Hvar á jeg að byrja?«
»Par sem þjer sýnist!«
»Gott og vel. Frá leikhúsinu í Westminster: Ungfrú
Rosebud syngur á hverju kveldi hálfri stundu fyrir nátt-
mál. ,Then she wunk her other eye!‘ Aðgangur —«
»En hvað þú ert óþægur, Frank!«
»Er jeg það? Pú sagðir að jeg skyldi lesa það, sem
mjer sýndist, og svo las jeg það, sem fyrst varð fyrir.
Viltu heldur að jeg lesi brjef frá París?«
»Já, það vil jeg gjarnan.«
Hún hagræddi sjer í hægindastólnum og hlustaði á.
Svo fór jeg að lesa brjef eftir frjettasmala Standards,
án þess þó að hleypa mjer út í neitt af því, sem kynni
að særa tilfinningar frænku minnar. Pegar jeg var bú-
inn með svo sem einn dálk* rakst jeg á nafn, sem kom
mjer í ilt skap.
»Hvað er um fyrir þjer, Frank?«
»Jeg rakst bara á nafn stráksins hans Vasari.«
»Stráksins!« endurtók Daphne í gremjuróm. »Áttu
við málarann mikla, Signor Angeló Vasari?«
»Já, olíu- og litablesann. Hjerna er grein um hánn
og hans athafnir. Pað er víst ritdómurinn, sem hann
var að stagast á.«