Íslendingur - 06.10.1916, Page 4
164
ISLENDINOUR
41. tbl.
JVIótorbátur til sölu.
Undirritaður hefur mótorbát til sölu nú þegar.
Báturinn hefir ó hk. Scandiamótor, línuspil, ágæt
segl og fl.
Öll veiðarfæri til þorskveiða fást líka ef um
semur. Alt nýlegt og nýtt.
Siglufirði 3% ’16.
Hallgiímiu Jónsson.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
Hús til sölu
á Siglufirði, við aðalgötuna, tvílyft verslunar- og
íbúðarhús.
Væntanlegur kaupandi snúi sjer til undirritaðs
fyrir síðasta október þ. á,
Hallgrimur Jónssor).
106
»Lestu það, Frank, blessaður iestu það!«
Pað er ekki skemtilegt að lesa hól um meðbiðil sinn,
en verst er það þó,f ef sú, sem kept er um, hlustar á
það. Jeg las samt eftirfarandi línur með mestu ólund:
»Nú sem stendur er tíðrætt um málverk nokkuð,
sem kallað er á málverkaskránni »Dauði Caesar*. Höf-
undurinn er maður lítt kunnur, þangað til í gær,
Angeló nokkur Vasari, ítalskur að ætt, en hefir alið
mestan aldur sinn í Lundúnum, Hann kvað vera af
Vasariættinni frá 16. öldinni, sem var í miklum metum
hjá furstum og páfa, Þótt hann sje ekki nema 25 ára
að aldri, hefir hann málað listaverk, sem kemst í full-
an samjöfnuð við fegurstu iistaverk þeirra Doré og
Géröme. Hvílíkan orðstír hann muni geta sjer, þegar
tímar líða, geta menn gert sjer í hugarlund.
Pað, sem undarlegast er, er það, að hr. Vasari hefir
málað mörg málverk áður, en ekkert þeirra hefir verið
betur gert en í meðallagi. Meira að segja hafa málverk
hans gefið honum viðurnefnið »11 Divino*, ekki þó
vegna þess, að hann þætti svo mjög líkur Rafael, held-
ur í skopi. Heyrt höfum Vjer, að málarinn hafi sagt,
þegar hann fjekk fyrst að heyra þennan aukatitil: »Jeg
skal þó einhverntíma eiga þetta nafn skilið.«
Enginn dauðlegur maður getur heinúað árangur verka
sinna. En »11 Divino* hefir bæði heimtað hann og náð
honum.
Hann hefir hafið sig til vegs og virðingar með iðni
sinni og ástundum og aflað sjer stórmikilla fjármuna,
107
því að aðgangseyririnn aðeins, til að fá að skoða mynd-
ina, hefir numir mjög mikilli fjárhæð.
Það er reyndar mjög einkennilegt, að ungur maður
skuli alt í einu semja þvílíkt snildarverk, enda vantar
ekki ýmsa, sem geta þess til, að hann eigi ekki þann
heiður, að hafa gert þetta sjálfur. En framtíðin leysir
úr því.
Sje Vasari höfundur myndarinnar, munu næstu mál-
verk hans eflaust styrkja og fullsanna það mál.
Vasari-sýningin er í Rue de Sevres og kostar að-
gangur tvo franka.
Fyrst sjer sá, er inn kemur, stórar dyr hinumegin í
enda salsins. Báðum megin liggja að tjöld, en dyrnar
liggja út að gangi, sem veit út að húsabaki og sjest
þar í gegn um í heiðan himin gegn um súlnadyr
nokkrar. Við eina af súlum þessum liggur maður nokk-
ur í hermannsbúningi og má fljótt sjá að hann er
dauður, enda ber blóðugt vopn, er hjá honum liggur,
þess vottinn. Áhorfandinn gengur nú að dyrunum, til
þess að sjá þetta betur, en rekur sig fljótt á, að dyrnar
eru aðeins málaðar svo náttúrlega á vegginn, að ómögu-
legt er annað en á að villast. Birtan úr glugganum
brotnar á svo heppilegum stað á gijáandi myndfletin-
um, að ómögulegt er að greina frá heiðum himni.
Missýningin er alveg framúrskarandi. Og svo nokkur
orð um myndina sjálfa: Caesar liggur dauður, löðrandi
í blóði sínu, sveiptur skikkju sinni, Stytta Pompejusar
gnæfir að baki hans og brotin vopn og blóðug hjer
og þar, en súlur nokkrar að baki. Á myndinni sjást
— HANDTASKA —
með peningum o. fl. hefir tapast
hjer í bænum. Finnandi beðinn að
skila henni til kaupmanns Ásgeirs
Pjeturssonar.
STÓR, GÓÐ eldavjel til
sölu með vægu verði. Ritstj.
vísa á.
Eyfirðingar og nærsveitamentjl
Minnist velgjörðamanns yðar, Qeorge
H. F. Schrader, og kaupið bókina
Hestar og reiðmenn
á íslandi.
Með því vinnið þjer þrent í einu:
i. Fáið margar góðar leiðbeiningar um
meðferð hesta. 2. Styðjið líknarstofnun-
ina »Caroline Rest«. 3. Styrkið sjúkra-
húsið á Akureyri, með því alt sem kem-
ur inn fyrir bókina, að frádregnum sölu-
launum, gengur til þessara stofnana.
fcsr Fæst hjá bóksölum-
Lúðraflokkurinn »Hekla«
lagði niður starf sitt síðastlið-
inn vetur af gildum ástæðum.
Þetta gefst almenningi hjer
með til kynna.
Magnús Einarsson.