Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1916, Side 2

Íslendingur - 29.12.1916, Side 2
210 ISLENDTNQUR # # # # #_##-# 000é»»**0** ><*«««« • • » • ••••••••• •♦••♦••• •••• yfir land alt. Og afleiðingarnar ? Dauði helmings allra íslendinga. Hjer hefir engin landfarssótt verið stöðvuð, s(ð- an Hjaltalín stöðvaði bóluna, og svarti- dauði — sjer í lagi lungnapest — er aifar næmur sjúkdómur. Svarti dauði er ( raun rjettri rottu- sjúkdómur, eða ijettara sagt nagdýra- sjúkdómur, sem berst á menn, en það sem ber sýkina á milli er fló, sem á rottunni er. Nú eru rottur al- gengar ( skipum, og sú er og raunin á, að veikin gerir oftast vart við sig í haínarbæjum eða sjóplássum. Svo var og um þá menn, sem í Þýskalandi veiktust; þar kom í ljós við rannsókn að rottupest var í skip- inu — rotturnar höfðu svartadauða. — Svartidauði er langskæðasta pest- in, en usla geta slíkir sjúkdómar gert, þótt vægari sjeu, og má þar til nefna kóleru, bólu, taugaveiki, barnaveiki, blóðkreppusótt, flekkusótt o. fl. Um flestar þessar sóttir er það að segja, að það má heita ógerningur að stemma stigu fyrir útbreiðslu þeirra án gerlarannsóknar. . Alt er undir þv( komið við kóleru, að stemma stigu fyrir henni þegar í byrjun, en hún getur verið svo lík venjulegum niður- gang og vissum eitrunum (arsenik- og kjöteitrun) að ekki verður á milli greint án gerlarannsóknar. Ojt er það og miklum örðugleikum bundið að þekkja taugaveiki. Þá er barnaveiki oft örðug viðfangs. Að vísu er lítill vandi að þekkja hana, þegar hún er greinileg — skófirnar eru aftan til ( kok- inu, ganga yfir á úfinn og blæðir úr þegar reynt er að skafa þær af, en þetta er næstum undantekning, og af ca. 70 sjúklingum, sem jeg rannsakaði fyrir nokkrum árum, haíði enginn greini- leg barnaveikiscinkenni — sóttin var væg —. Sóttin líktist venjulegri háls- bólgu, og á ca. helming sást ekkert annað en roði f kokinu, en gerlarann- sóknin leiddi í Ijós að þetta var barna- veiki. Við stranga einangrun tókst að hefta útbreiðslu veikinnar. Nú er vit- anlegt, að gerilberar (þeir, sem sótt- kveikjuna bera ( kokinu án þess að vera veikir) eru einna skæðastir að breiða út veikina, og er eigi óvanalegt að slfkir gerilberar smiti frá sjer heil- ar skóladeildir. Engin leið er að hafa hendur f hári þeirra án gerilrannsóknar. Eitt af mestu afreksverkum læknis- fræðinnar á sfðari árum, ef ekki lang- stærsta afreksverkið, er það, hve mjög hefir fleytt fram þekkingunni á land- farssóttum og næmum sjúkdómum yfir- leitt. Rækilegar heilbrigðisráðstafanir og sóttvarnir eru þjóðunum meira virði heldur en öll önnur afreksv.erk læknis- fræðinnar samanlögð, og þetta hefir öllum orðið ljóst nema oss. Utlend- ingar spara ekkert til þess að sótt- varnir sjeu í sem bestu lagi, en vjer gerurn ekkert. Það mun vera almenn trú hjer á landi, að manntjón það sem í styrjöldum verður, stafi mestmegnis af sárum, en það er langt frá að það nái nokkurri átt. Farsóttirnar hafa hingað til verið miklu skæðari óvinur en allar kúlur og sverð. Stríðið milii Frakka og Þjóðverja 1) 1) í Balkanstríðinu geysuðu drepsóttir, bæði flekkusótt og kólera, 1870—1871 er fyrsta styrjöld, þar sem tala þeirra er særðusL. nær tölu þeirra, sem af farsóttum ljetust. Um ófrið þann, er nú geysar er eigi hægt að segja neitt með vissu, en alt bend- ir ( þá átt, að tala hinna föllnu sje margfalt hærri en þeirra, er af sótt deyja, og er það að þakka hinni á- gætu sóttvörn Þjóðverja og Frakka. Svo má að orði kveða, að ekkert hafi borið á farsóttum innan Þýzkalands síðan stríðið byrjaði, og hafa þó ýms- ar sóttir komið upp; svo sem tauga- veiki, flekkusótt 2), bóla og kólera. En Þjóðverjar hafa jafnharðan bælt sótt- ina niður, enda eru þeir langfremstir í öllum sóttvörnum, eins og alstaðar annarsstaðar; þeir baða, »aflúsa« og gera gerlarannsóknir á öllum, sem nokkurn grun vekja um að hafa næm- an sjúkdóm, og þeir hafa sloppið við allar farsóttir, sem teljandi sje. Á friðartfmúm er minni hætta á að farsóttir nái að breiðast út, en hið stórkostlega viðskiftalíf og hinar auknu samgöngur, sem af því leiða, hefir á- valt hættu í för með sjer. Farsóttirn- ar berast. oftast eftlr verzlunarbraut- unum, með skipum eða járnbrautum. Vjer megum ávalt vera við því búnir, að hingað geti borist sóttir, og verð- um að vera á verði gagnvart þeim, þjóðin á heimting á að vera trygð gagnvart þeim, að svo miklu leyti sem unt er. Að vísu stöndum vjer 'ver að vígi en aðrar þjóðir í þv(, að hjer vantar fljótar innanlandssamgöngur. Af því leiðir að eigi nægir að hafa eina gerla- rannsóknarstöð í Reykjavfk t. d. í Danmörku má senda gerla til rann ■ sóknar á ,Statens Seruminstitut1 í Höfn, og fá svarið eptir ca. 36 tfma, eða fyr. Slíkt getur eigi orðið hjer, og verður þv( að hafa önnur ráð. í Reykja- vík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði, Vestmannaeyjum og, ef til vill, víðar verður að hafa útbúnað þann, sem til þarf að geta sem fyrst þekt þær sótt- ir, er íyrir kunna að koma. Þessi tæki kosta eigi mikið, og getur það eigi orðið málinu til fyrirstöðú. Hitt mun verða aðal mótbáran, að læknar al- mennt sjeu eigi færir um að gera slík- ar rannsóknir. Það kann uokkuð að vera í því, en a'mennt munu læknar nú syo vel að sjer í gerlafræði, að þeir geta lært það á skömmum tfma svo, að, að fullum notum komi. Má og heimta af læknum á þessum stöðum, að þeir kynni sjer gerlarannsóknir sjer- staklega, líkt og á sjer stað við em- bættislæknapróf erlendis. Það sem heimta verður er: 1. Gott eflirlit með skipum, sem úr hafi koma; 2. Qóð sóttvarnarhús með öllum út- búnaði; 3. Nœgileg tœki til að gera gerlarannsóknir; 4. Að lœknar sjeu kosiaðir til útlanda, líkl og frœndþjóð- irnar gera, til að kynna sjer farsóttir, þegar þœr ganga þar. Ef þett * fæst, þá er þjóðinni borg- ið, þvf að óvíða í veröldinni ætti að vera hægra að hefta landfarsóttir, sökum strjálbygðarinnar, en einmitt hjer á íslandi. y ^ 2) Typhus exanthematicus, þ. Fleckfieb- er, n. Flekfeher. Orðið flekkusótt hefir verið notað um skarlatssótt, en veld- ur aðeins glundroða, Hjer á það heiraa, »Rangnefnd ^ ungmennafjelög.« ‘ Ungmennafjelagar út um alt land, og yngri kynslóðin yfirleitt, hefir á síðari ár- um fylgt með áhuga og gaumgæfni flestu af því, sem blaðið >Skinfaxi« hefir flutt um málefni þeirra og og hugsjónir. Sjer- staklega mun óhætt að fullyrða, að flestir hugsandijlesendur hafi staðnæmst meira og minna við fyrstu síður blaðsins, er venjulega hafa flutt leiðara ritstjórans. Ymist hógværar en þó ákveðnar umvönd- unargreinar og áminningar til hvata og menningar æskulýðnum — eða rökhugs- aðar ritgerðir um framfarir og endurreisn þjóðlífsins á ýmsum sviðúm. Þetta hefir veitt mörgum hagnýtar bend- ingar og mótað skoðanir þeirra meira og minna. Þess végna er það eðlilegt að les- endum »Skinfaxa« bregði í brún og að þeir átti sig ekki vel hvaðan vindur blæs, þegar það ber við að í leiðara blaðsins er varpað framan í menn rakalausum full- yrðingum og óvönduðum ásökunum/sem egna til andstöðu fremur en leiða til sam- vinnu í þá átt, sem ætlast er til. í 9. tölublaði »Skinfaxa« 1916 er leiðari með fyrirsögninni »Rangnefnd ungmenna- fjelög*. Oreinarhöfundurinn beinir þar skeytum sínum undantekningarlausi til allra ungmennafjelaga á landinu, sem eigi eru í »Ungmennafjelagi íslands«. Hann segir: >Ýms fjelög, sem lítið eða ekkert eiga skylt við fjelagsskap okkar (þ. e. U. M. F. í.), hnupla ungmennafjelagsnafninu, líklega til að skreyta sig með því, engera því annars óvirðingu með aðgerðaleysi eða vesalmannlegri framkomu.* Ennfrem- ur bregður hann þeim einstöku ungmenna- fjelögum um, að þau »sigli undir fölsku flaggi — verði margoft til að kasta skugga á hin eiginlegu ungmennafjelög, og hindra þau þar með frá að ná tilgangi sínum*. Svo mörg eru þessi orð. Margar raddir hafa borist mjer til eyrna úr þeim fjelögum, sem mynda »Samband þingeyskra ungmennafjelaga*, að þessari óvönduðu og staðlausu árás verði að mót- mæla tafarlaust. Mun eg gera það með fáum orðum. Annars er ritstjóri »Skin- faxa« svo kunnugur hjer um slóðir, að hann hefði átt að geta frætt greinarhöf. um það, hvort að hjer í sýslu t. d. starfi >skrail«fjelag með stolnu nafni, er »kasti skugga« á U. M. F. í. Jeg neita því ein- dregið fyrir hönd ungmennafjelaga í þessu hjeraði og vísa slíkum aðdróttunum heim aftur til höfundar. Öðrum fjelögum á land- inu er eg ekki svo kunnugur að jeg skjóti skildi fyrir þau, enda munu þau sjálf fyr- ir því sjá. Ungmennafjelögin hjer í sýslu voru stofnuð og nafn gefið áður en samband »U. M. F. í.« myndaðist, og einstöku fje- lög, sem nú eru í hjeraðssambandinu, voru til orðin nokkru fyrir 1906, er vakn- ingin kom fiá Noregi til Akureyrar. Dag- skrármál fjelaganna hjer eru flest hin sömu og á stefnuskrá »U. M. F. í.«, sem veigur er í, og sumstaðar nokkru fleiri. Annars er nafnið minst vert og tekur því naum- ast um það að deila. Svo að »U. M. F. í.« má öfundarlaust skreyta sig með »sam- bands«orðaskrúði okkar vegna. En .hitt skiftir mestu máli hvorir best fylgja nafni. í því efni mun eg þó naum- ast hampa fyrir fjöldanum skýrslum frá hinum einstöku fjelögum, minsta kosti eigi 53. tbl. • ••• ••••••••••••••• að sinni, en ef greinarhöf. krefst þess, mætti sjá hversu erfitt er að jafnast við ýms fjelög í »U. M. F. í.«. Mun þeim sumum því miður fullörðugt að losa sig við »skrall«stimpilinn. (Samanber skýrslu sambandsstjórnar í 8. tölubl. »Skinfaxa» þ. á.) Af framkvæmdum er einu fjelagi taldar fjórar skemtanir, öðru ein hluta- velta og stöku fjelaga er eigi getið að neinum sjerstökum gerðum. Jeg hefi kynst ýmsum fjelögum í'»U. M. F. í.«, þar á meðal sjálfu »Ungmenna- fjelagi Reykjavíkur«, og hygg aðj það mundi eigi skaðast á að skifta kjörum við einstöku fjelög utan »U. M. F. í.« að því er áhuga og fjörsnertir. Skíðabrautin, sem það hefir kostað miklu til af fje og kröftum, er að mínu áliti svo hjegómlegt fyrirtæki og utan við öll veruleg not, að eigi er undravert þó það deyfi áhuga fje- lagsmanna. Enda mun þeim það sjálfum ljóst, samanber minnisræðu U. M, F. R.t eftir Steinþór Quðmundsson, á 10 ára af- mæli fjelagsins. Og það er síst láandi þótt forstöðumennirnir sjeu óánægðir. En þá virðist mannslegra að þeir reyndu að hvetja og aga þann lýð, sem þeir hafa yfir að segja, í stað þess að Iáta blaðið bera hina, sem utan við þeirra starfsvið standa, brigslum »rangnefnis, aðgerðar- leysis, vesalmensku*, o. s. frv. Ef greinar- höfundur athugar rólega sína eigin fram- komu og ásakanir um að aðrir skyggi á sig og sína og sjeu þeim farartálmi á framsóknarbrautinni, mun honum skiljast að það er hið »vesalmannlegasta« í fari nokkurs ungmennafjelaga. Og þegar það er gert jafnrakalaust og með þeim utan- verðuskap, sem greinin lýsir, mætir það vafalaust einróma óþökk allra ungmenna- fjelaga. Það er fjarst mjer af öllu að vera á- nægður með áhuga og starfsemi í fjelög- um okkar — þrátt fyrir að mörg af þeim hafa með sjálfboðavinnu unnið að hey- skap og öðrum fyrirtækjum í sveitunum 5—7 síðustu árin. En við könnumst við ófullkomleika okkar og viljum sjálfir bera afleiðingarnar af þeim og aðfinslur þær, sem að okkur verður beint. Munum eigi varpa því á herðar hálfsystkina okkar í »U. M. F. í.«. Jeg vona, að greinarhöfundur sjái að ungmennafjelögum er það hollast að »kroppa ekki augun hver úr öðrum«, í hverju sambandi sem þeir starfa. Og ætla því ekki að eyða fleiri orðum um árás hans. En höfuðatriðið i þessum málum, að loknum öllum ágreiningi, er að allir ungmennafjelagar, hverju nafni sem þeir lúta, vinni samhliða að framkvæmd sinna helstu dagskrármála og standi sem einn maður gegn utanaðkomandi og innbyrðis óvinum þeirra, en kastist ekki á ásök- unum. • Jeg geri ráð fyrir, að greinarhöf. telji því best fullnægt á þann hátt aðallirsjeu þá fjelagar í »U. M. F. í.«. Á móti því mæli jeg ekki — álít það rjett, þó jeg felli mig ékki við öll skilyrði í stefnuskrá þess — telji heppilegra að hún sje yfir- tætisminni en nú er í sumum atriðum, svo að henni megi í framkvæmd betur fylgja en reynst hefir. Samkomulag þarf að nást um slík stefnuskrárskilyrði, svo að þau standi ekki í vegi fyrir samvinnu í aðalmálunum. Sum fjelög í hjeraðssam- bandi okkar hafa alls ekki viljað ganga í »U. M. F. í.«. Hvert þeirra hefir sínar á- stæður. Og eitt er víst, að aðrar eins rit-

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.