Íslendingur - 25.01.1918, Side 4
16
ISLENDINQUR
4. tbl.
Aðalfundur
»Verkamannafjelags Akureyrar« verður haldinn
sunnudaginn 27. þ. m. kl. 1 síðd. í »Bíó«.
Dagskrá samkv. fjelagslögum.
Fjölmennið fjelagar!
ST|ÓRNIN.
Ræða Bryans
utanríkisráðherra Wilsons (orseta. Bry-
an er talinn frægasti ræðuskörungur
í Ameríku og ræður mestu þar í landi.
Er ræða hans flutt fyrir þremur árum,
og mun flestum þykja hún frábær, eins
að efni sem formi — þrátt fyrir það,
þótt st jórnmálastefna Bandaríkja (heims-
ófriðinum virðist æði tvfræð og óákveð-
in og litlar horfur að til alsherjarfrið-
ar dragi — nema stefnubreyting verði.
Þýðaritin.
Fyrir meir en mannsaldri s/ðan mælti
hinn mikli stjórnmálamaður Breta John
Bright til kjósenda sinna í Birmingham:
»Siðferðislögmálið var ekki gefið
mönnum, einum og einum, heldur átti
það einnig að gilda hjá heilum þjóð-
um, jafnvel svo stórum sem sú er,
sem vjer tilheyrum. Ef þjóðirnar kasta
og einskisvirða siðalögmálið, vofir yfir
þeim hegning, sem óhjákvæmilega kem-
ur fram. Hún kemur ef til vill þá
þegar, og ef til vill á vorum dögum,
en vitið fyrir víst, að hún bregst ekki.«
Þessa lífs, sem Bright heldur fram,
er sú hugsjón, sem heimurinn hefir
öld eftir öld stefnt að, þótt ærið seint
hafi gengið — altof seint vissulega, en
þó færst áfram, og þörfin á þessu sjer-
staka siðalögmáli, cr ávalt gildir jafnt
einstaka menn og þjóðir, skýrir æ bet-
ur og betur hver styrjöld, sem blóði
flekkar mannsins hönd. Eins og nú
stendur, er þetta langstærsta nauð-
synjamál þjóða á milli. Það siðferði,
sem hvervetna er heimtað af einstök-
um mönnum, er grundvallað á tfulaga-
boðrðunum, og enginn neitar gildi boð-
orðsins, sem bannar mann að vega,
eða að stela, bera Ijúgvitni eða girn-
ast synduga hluti, þar sem einstakir
menn eiga hlut að máli; en þessi boð-
orð fá ekki nándar nærri fult gildi,
þar sem margir fylgjast að, t d. heil-
ar þjóðir, og af því þau hafa einatt
ekkert gildi þar, er ekkert siðalögrnál
til, sem úrskurði geti ráðið í milli-
þjóðamálum. Mönnum, sem samvisk-
unnar vegna mundi hrylla við að vega
nágranna sinn, þykir það fullkomlega
sjálfsagt að taka af ltfi fjölda manna
með tilstyrk þeitra manna, sem þeir
ráða yfir, eða eftir anuara boði, og
það án tillits til orsakar ófriðarins
Þjóðir, sem fyrir löngu hafa numið úr
lögum, að setja borgara í fangelsi sakir
skulda, vfla ekki fyrir sjer, að skjóta
sprengikúlum yfir borgir og bæi eða
drepa fbúa annara landa til þess að
ná iðgjöldum lánaðs fjár, hvar sem
þjóðir eiga viðskifti saman — og eru
þó einatt þau lánin miðlungi rjettmæt.
Menn, sem eldrei kemur til hugar að
stela fje frá nábúa s/num, hafa æft sig
/ þeim hugsunarhætti, að það sje skylda
við fósturjörðina, að verja þær sigur-
vinningar eða lönd, sem þjóð þeirra
hefir hlotnast, ef slíkt þykir< vera á-
vinningur. Menn, sem eru fjarri því,
að hallmæla náunga sfnum eða rægja
nokkurn mann, gera sjer enga sam-
visku af þvf, að væna — eins og aðr-
ar þjóðir allskonar rangsleitni, og þær
fýsnir og girndir, sem kallast saknæm-
ar f fari einstakra manna, sýnast verða
kostir, þegar heil þjóð er hrifin orðin.
Þessi viðleitni, að gera sem minst
úr gildi boðorðanna, hefir kostað heim-
inn heilt syndaflóð af blóði og komið
öllum milliþjóða ráðum og reglum á
ringulreið. Sú hin falska heimspeki,
sem á skuld f þvf, að takmarkið milli
þess rjetta og rangláta er týnt og nið-
urbrotið í milliþjóðarmálum, er hin
gamla, grimma kenning, að valdið gefi
rjettinn, sú kenning að hverri þjóð sje
í sjálfsvald sett að eigna sjer hvað
helst, sem hún /ær yfir komist og
dugar til að verja. Þessi kenning leið-
ir til grimdar og miskunnarleysis í
hernaði, heldur veldur því, að hlut-
lausra rjettindin verða stórkostlega
misboðið þegar »hernaðar-nauðsynin«
er sest f hásætið; verða svo hlutlausu
þjóðirnar allan hugsanlegan yfirgang
að þola.
— Þessi kafli er inngangur hinnar
miklu ræðu Bryans á ýmsum megin-
reglum (5), sem best virðast fallnar
við allsherjar gerðadómstóla hinna
komandi rlkjasambanda. Er það of
langt og margbrotið mál að þýða hjer.
Enda hefir þetta mikla friðarspursmál
aðra hlið. Hvorug heimsálfan þekkir
hina til hlýtar. Samt munu jafnvel Þjóð-
verjar ekki lasta hugsjónaheim Bryans
með alirelsið, bróðernið og kærleikann,
en segja um leið, að eðli og ástand
jarðarinnar kannist ekki við það »guðs-
rfki« — ekki fremur Amerika sjálf en
hinar gömlu, bersyndugu álfur. — A
ÍJýskalandi sje það stjórnar- og íje-
lagsíy.irkomulag, sem þegar hafi marg-
sýn og sannað, að sje hið besta í
heimi, og land hins máttuga Dollars
eigi eftir að læra jafngott skipulag.
Að vfsu mistókst hinum stórvitra keis-
ara að verja friðinn með vopnum. Sfð-
an á dögum Bismarks hefir stjórnar-
far Þýskalands og fjelagsskipulag ver
ið fyrirmynd f flestu — út á við skoð-
að, og þó undir einvaldsstjórn og land-
ið alskipað rfkjum og auðugum for-
rjettindastjettum, svo sem hinni stór-
látu hermannastjett, junkarastjett og
stóriðnaðarauðmanna; kunni og hinn
fjölvitri keisari að hafa alla forkólfa f
hendi sjer. Nú er líklegt að alt sje
nokkuð að breytast og hinn mikii vef-
ur víða að trosna og gliðna, enda
drottnar þar hvervetna hin rammasta
efnishyggja með því vfsindi og heim-
speki hafa þar víðast í landi haldist
í hendur móti kirkju og kennilýð og
trú aiþýðu og siðgæði mest þótt verða
formið eitt eða í orði kveðnu. Sigur-
vegarar Vilhjálms keisara íylgdu hon-
um fyrst lengi í hans »vopnuðu« frið-
arpólitfk, en ekki mun það hafa verið
meining herra Hindenburgs, Macken-
sens & Co., að hnffur þeirra kæmi
aldrei f feitt, enda óvfst hvort keisar-
inn beri inesta ábyrgó á því, hvernig
fór. Er því útlitið ægilegra en nokkru
sinni áður, og cngin líkindi til að
hinn mikli draugur verði nokkru sinni
kveðinn niður með vopnagaldri.
Qui vivra verral
Það er: Sá sjer, sem lifir.
Mattk. J.
Magnús Kristjánsson
alþm. lagði af stað hjeðan landveg
til Reykjavíkur á mánudaginn var.
Fylgdarmaður hans var Sigurjón Sumar-
liðason á Asláksstöðum.
Þótti ýmsum karlmannlega af stað
farið / 320 frosti.
Er ferð Magnúsar heitið til þess
að taka við landsversluninni.
Rrjá ísbirni
lagði að velli á einum degi maður frá
Núpskötlu á Sljettu. Skaut hann þá
með venjulegri fuglabyssu og höglum.
Mjólk
ftá Káupangi fæst altaf annan hvorn
dag í Norðurgöta 3 Oddeyri.
Mjólk
frá Grund f Eyjafirði fæst keypt í
versiuninni
„EYJAFJÖRÐUR“.
Þeir, sem vilja fá hana keypta til
vors, snúi sjer til Kristjáns Árnason-
ar fyrir kl, 2 á morgun.
141
Stig eru mjög tíð og valda oft klaufarhófum, fyrir
það þá helst, að menn trassa að lækna stigin. Er mar-
ið sár, sem oft befst illa við í hófhvarfinu þar sem
hornið einmitt myndast. Meðan stigið helst opið verð-
ur engin hornmyndun þar og verður þannig klaufar-
hófurinn smátt og smátt til. Stigið orsakast oft af því,
að hross »stíga sig« eða eru stiginn af öðrum hross-
um, í þröngum hesthúsum t. d., eða þá að óheppileg
járning eða jafnvel rammskökk járning á þar hlut að
máli. Það er einnig járningunni oft að kenna að hest-
ar hrófla og rífa hófana, sömuleiðis getur hælmar og
jafnvei hófkyrkja verið henni að kenna og enda ýmsir
aðrir hófgallar og hófsjúkdómar.
Til þess að gera hornið mjúkt er mjög heppilegt að
nota hófsmyrsli. Má búa þau til á ýmsan hátt. Besta
hófsmyrslið er vafalaust lanólinið. Annars er handhægt
að hafa hófsmyrsli úr svínafeiti, tólg og terebinthínu,
jafnt af hverju. Hófsmyrslin eru borin á hófana öðru
hvoru, en þess ber vel að gæta, að hófarnir sjeu vel
hreinir og þurrir undir. Stig er nauðsynlegt að hreinsa
vandlega sem öll önnur sár og viðhafa græðandi með-
ul og hreinar umbúðir.
Klaufarhófar eru oft illir viðfangs. Sje hófurinn að
byrja að klofna ofan frá niður eftir er ráðlegt að svíða
hófhvarfið fyrir ofan, er það gert með heitu járni,
mætti gera það oftar en einu sinni, ef varlega er farið
í hvert skifti. Klaufina er sjálfsagt að hreinsa og maka
hana með lanólini.
Eigi ósjaldan eru klaufir negldar satnan með þartil
142
löguðum nöglum, eða þá að klaufin er skrúfuð saman
með spangarskeifu.
Eru slík ráð oft nauðsynleg þegar klaufin nær alla
leið framúr og glennist sundur og fellur saman í hvert
skifti sem hesturinn stígur í fótinn og tekur hann upp;
við þessa sífeldu hreyfingu er ómögulegt að hið ný-
myndaða horn í hófhvarfinu haldist heilt, heldur rifnar
það jafnóðum og það vex fram og klaufin helst, nema
því aðeins að þessu sje kipt í lag.
Hófrifur og sprungur er oft nauðsynlegt að tálga og
hreinsa og maka með lanólini eða öðru þessháttar,
annars vill oft festast í þeim smámöl og sandur, sem
kemst þar milli laga, mer leðurhúðina og veldur helti
og skemdum.
[Endir.]
Gleraugu
með gyltum miðspöngum f leðurhylki
hafa tspast á Oddeyrargötum Skilist
til ritstj. blaðsins. Sanngjörn fundarlaun.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.