Íslendingur - 18.01.1921, Síða 1
Ritstjóri:
Jönas Jónasson
fr? Flatcy.
Aígreiðslumaður:
Hallgr. Valdemarsson
Hafnarstrseti 84.
VII. árgangur.
Akureyri, 18. janúar 1921.
3. tölublað.
Brúin á Eyjafjarðará.
i.
Meðal margs þess, sem lofað hefir
verið og svikið af því opinbera, er
brúin yfir Eyjafjarðará. Til brúar
þessarar hefir verið veitt fé af alþingi
fyrir nokkru síðan og mætti því ætla,
að eitthvað hefði verið gert í áttina
til þess 'að hefja verkið, en það er
síður en svo. Virðist svo sem hin
háu stjórnarvöld ielji brúna annaðhvort
bláberan hégóma éða líti svo á, sem
við getum beðið meðan aðrir okkur
fremri fái brúaða bæjarlæki og leys-
iugasprænur. Með því að stjórnin
hágöfug hefir ef til vill gleymt loforði
fyrirrennara sinna eða hefir í svo
mörgu öðru nauðsynlegu að snúast,
að hún megi elcki við því að snú-
ast við jafn nauðsynlegu máli, eins
og allir hér nyrðra telja að brúin sé,
vili íslendingur benda hentii að nýju
á ástæðurnar fyrir því, að brúarinnar
í fyrsta lagi var krafist, I öðru lagi
hvers vegna við höfum þagað hingað
til og í þriðja lagi hvers vegna við
nú heimtum að hún uppfylli eigi ein-,
ungis réttmætan vilja vorn, heldur
einnig skýlaus loforð og yfirlýsta fjár-
veitingu til umtalaðrar brúar.
II.
Rað er alkunnugt mál, að þvi betri
vegi og samgöngutæki, setn löndin og
landshlutarnir hala, því fjörugra er
viðskiftalíf og samneyti með mönnurn.
Til vegamia teljast brýrnar og eiga
þær eigi síztan þátt í því, að létta
flutninga og stytta leiðitnar. Þessar
brýr eru þö því að eins nytsamar, að
um aðliggjandi vegi sé umferð svo
nokkru tiemi, ett það má skýlaust telja'
að hingað liggi einhver allra fjölfarn-
asti þjóðvegur, póstleíðin að austan.
Brúin á því rétt á sér setn slík, því
utnferð utn hana mundi mjög mikil.
Sú leið, sem nú er farin, er í eðli
sfnu svo viðsjárverð, að það eitt ætti
að nægja til þess, að ýta undir fram-
kvæmdir í málinu, enda skamt síðan
menn og hestar týndust. Akureyri
er með réttu talinn höfuðstaður Norð-
urlands. Hingað munu koma fleiri
aðkomumeitn en nokkurstaðar annar-
staðar. Margir þeirra hafa lítinn tfma
aflögu til þess að svipast um í ná-
grentiiuu austan megin, enda leiðin
yfir Leirurnar hættuleg og heiðin tor-
sótt. Kænii brú yfir ána með endur-
bættum framhaldsvegi austur yfir
mundu margir gesta þessara útvega
sér hesta eða bifreiðar og bregða sér
í náttúrufegurðina upp í Mývatnssveit
og Fnjóskadal. , Atvinna við fylgd
ninnna þessalra og umsjá þar mcð auk-
ast. Dvölin gestunum ánægjulegri og
orðrómur bæjarins og sveitanna ber-
ast viðar.
Bæjarbúar kvarta yfir, að ilt sé að
fá hitigað vörur sveitamanna, skyr og
smér. Mundi ekki sveitatnönnum aust-
att megin flutningur varanna auðveld-
ari og áhugi til framleiðslunnar vaxa
meðal þeirra, ef þeir fengju góða brú
yfir ána ?
III.
Undirbúningur málsins hefir, eins
og oft vill verða, verið dreginn gríð-
armikið á langinn. Stjórn og lands-
verkfræðingur gengið með málið í
burðarliðnum árum sanian. Menn hér
verið sauðtneinlausir og látið stjórnina
annast fratnkvæmdir afskiftalítið. Nið-
urstaðan því orðið sú, að heimsstyrj-
öldin skall á og stakk þar með mál-
inu svefnþorn utn óákveðinn tíma.
Mcnn hér nyrðra fullkomlega skilið
ástæður stjórnarinnar tvö síðustu ár
um frestun málsins. Efni til brúar-
gerðar og kaup hækkað svo í verði,
að áætlaður kostnaður hefði margfald-
ast. Eti nú er fyrirsjáanlegt, að se-
inent og önnur byggingarefni falla svo
um munar í verði. Sama máli mun
að gegna með kaup alment. Rað
mætti því vænta þess, að nú yrði
byrjað, og það því fremur, sem við
höfuni þegjandi horft á, að aðrar brýr
væru bygðar. Btýr, sem hvorki er
jafnmikil umferð um né jafnsnemma
lofað og okkar brú. En þó svo hafi
verið, að við höfum þagað af þessum
áðurnefndu ástæðum, er ekki þar með
sagt, að við tökum aðgetðaleysi við-
komandi stjórnarvalda hér eftir með
kristilegu umburðarlyndi eða »kron-
iskri« þögn.
Menn, sem með fylgjast í atvinnu-
málum þjóðarinnar, munu sjá, að
sjaldan hafa jafn ískyggilegir tímar
staðið fyrir höttdum og einmitt nú.
Afurðir ílestra illseljanlegar og jafnvel
óseljanlegar. Pess'vegna fyrirsjáanlegt,
að kvíarnar verði færðar saman. Eft-
irspurn eftir verkafólki minki og því
þar af leiðandi bregðist atvinna und-
anfarandi ára. Úr þessum öngum
verður að aka eftir mætti og sæta
hverju tækifæri sem gefst til aukning-
ar sæmilega' borgaðri atvinnu. Brú-
arsmíði yfir ána á næsta sumri mundi
því reynast mörgum bjargráð, sem
annars yrðu að lúta að stopulli og illa
launaðri atvinnu. Mundi mikill fjöldi
manna geta komist þar að. Hér er
því um atvinnufyrirtæki að ræða fyrir
bæjarmettn, og má vænta þess, að
þeir geri gangskör að því, að brúin
losni úr burðarlið yfirvaldanna og
fratnkvæmdir hefjist f málinu þegar á
næsta sutnri. Eða hvað lengi eigutn
við að bíða ?
OO
Síðasta tap póstsjóðsins.
Fátt hefir drðið tíðræddara utn nú
upp á síðkastið en tap það, er póst-
sjóðurinn varð síðast fyrir, er norðan-
og vestanpósturinn brann í Borgarnesi
í síðastl. nóvembertnánuði.
Ressi síðasti skallur og svo margir
og tnargir aðrir, sem póstsjóðurinn
hefir orðið að þola, ætti að vera nóg
til þess, að gefa mönnum tilefni til
að reynt verði' að koma í veg fyrir
sltk tjón.
Hér skal að eins drepið lauslega á
það, hvað reynandi væri að gera.
Rað er að skylda alla, er peninga
senda tneð pósti, hvort heldur er. með
landpósti eða skipapósti, að hafa stað-
fest eftirrit af mímerum þeim, er seðl-
ar þeir höfðu, er sendir voru. Þann-
ig, að ef pósturinn skyldi brenna eða
farast á annan hátt, þá yrði tap póst-
sjóðsins aldrei eins tilfinnanlegt. Vitan-
lega ættu peningabréfa-sendendur kröfu
á hendur póststjórninni og hún þyrfti
að gjalda þeim, en svo lieíði hún í
höndunum staðfest cftirrit af seðlum
þeim, er íarist höfðu.
Rað er gengið út frá því, að skýrsl-
ur þær, er gefnar eru póststjórninni
um númer seðla, er hún veitir mót-
töku, séu þannig, að fyrst sé tekið
fram í þeim, hve seðillinn sé stór
(hvaða upphæð), síðan hvaða númer
hann hafi og svo nafn þess, er stað-
festir það rétt vera, sem líklega yrði
að vera sýsluniaður, hreppstjóri eða
póstafgreiðslumaður, eftir því hvað
bankinn gerði sig ánægðan með.
Pað skal og einnig bent á það,
þessu til stuðnings, að ef svo skyldi
til takast, sem hefir oft og tíðum end-
urtekið sig hér á landi, að ábyrgðar-
pósti hefir verið stolið til að ná úr
honum peningum þeim, sem í hon-
um kynnu að vera, að þá er hægt að
koma í veg fyrir það, að penittgun-
utn verði eytt, ef til eru skýrslur um
það, hvaða númer seðlar þeir höfðu,
er stolið var, og númerin svo aug-
lýst í sem allra flestum blöðutn og
menn varaðir við, að veita þeim við-
töku, og ennfremur að erlendir bank-
ar verði varaðir við þeitn, og númer
seðlanna ennfremur auglýst í nokkr-
um blöðum innan Skandinaviu og
tnenn varaðir við þeim, því þar eru
mestar líkur til, að hægt væri að losna
við. þá. Gæti þetta orðið til þess,
að þjófnaðurinn kæmist upp.
Retta gæti þó því að eins náð ftam
að ganga, að bankar (fslenzkir bank-
ar) verði skyldaðir til þess með lög-
um, að gefa út nýja seðla í stað
þcirra seðla, sent sannaulegt væri að
hefðu farist.
Eg geng þess eigi dulinn, að tnál
þetta mun mæta ákafri mótspyrnu af
hálfu þankanna, sem sennilega græða
hundruð þúsunda á seðlum, sem far-
ast árlega, en treysti hins vegar þing-
inu tii að yfirbuga þann mótþróa
tneð lagaákvæði.
Er Iiagur íslenzka póstsjóðsíns
svo góður, að hann standist það, að
tapa tugum og jafnvel hundruðum
þúsunda króna árlega fyrtr slóðaskap?
Eg held eigi; og þó aldrei nema
hann þoli tapið, þá virðist eigi rétt
að hann bíði það.
Mættu þessar línur verða til þess,
að þeim yrði gaumur gefinn.
% Jakob Thorarensen.
Ath.
íslendingur vill vekja athygli lesenda
sinrta á grein hr. J. Th. Væri þess
nokkur kostur að koma í veg fyrir
sííkatt skaða og þann sem póstsjóður
beið i haust, orkar ekki tvímælis að
þau ráð verður að finna. Hér er riðið
á vaðið og bent á eina úrlausn.
A n d m æ 1 i.
I.
í »Verkamanninum«, sem út kom
á Iaugardaginn, er nreiri hluta fram-
síðunnar varið til þess að andmæla
lítilli grein, er birtist í íslendingi fyrir
skömmu. Grein þessi drap lítillega á
hið gegndarlausa kaup, sem ýmsir
hefðu haft hér nyrðra síðastliðið sum-
ar, og er höfuðinnihald í mótmælun-
um gegn henni þau, að hún sé »ó-
sanninda og heimskuþvættingur frá
upphafi til enda«.
Enda þótt ummæli þessi séu ekki
beinlínis lofsamleg eða uppörfandi til
franilialdsun-.ræðu um málið, ætlar ís-
lendingur þó að drepa nánar á höf-
uðatriðin.
íslendingur mintist í síðasta blaði
á eina slysaráðstöfun stjórnarinnar og
tekur fleiri síðar. svo um það vill
hann eigi fara fleiri orðum að sinni.
Um kaupmannsokrið og brellurnar
skal síðar talað í sambaudi við ýms
atriði þar að lútandi.
Kaupið verður þá að þessu sínni
aðalatriðið.
í fyrsta lagt skal þá athugað, hvort
kauphækkunin hefir ekki hækkað verð
á innlendum neyzluvörum. í mínu
ungdæmi voru borgaðar 18^-20 krón-
ur duglegum sláttumanni á viku, laun-
in nú 80—100 kr. Kauphækkunin
500°/o. Jafnframt kostaði t. d. pund
af sméri 50 — 60 aura, en nú kr. 2.50
og jafnvel meira. Hvað hefir valdið?
Áður en þeirri spurningu er svar-
að, verður lítillega að minnast á, hvaða
afl það er, sem landbúnaðurinn þarfn-
ast til reksturs hér á landi. Vita allir,
að á langflestum stöðum er mannsafl-
ið noiað til starfsins^því landbúnaðar'