Íslendingur - 18.01.1921, Qupperneq 4
ÍSLENBNGUR
3 tbl.
16
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS.
Aðalfundur.
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islsnds verður haidinn
í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, Laugardaginn 25. júní 1921.
og hefst kl. 1 e. h.
Dagskrá:
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á
liðnu starfsári, og frá starfstiihöguninni á yfirstandandi árí,
og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur-
skoðaða rekstrarreikninga til 31. désember 1920 og efna-
hagsreikning með athugasemdum endurskoðanda svörum
stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðend-
unum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu árs-
arðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn 'félagsins í stað jæirra sem
úr ganga samkvæmt félagslögunum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer. og eins
varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál sem upp kunna
að verða borin.
Peir einir geta sótt fundinn sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumið-
ar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hlut-
hafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, eða öðrum stað, sem auglýst-
ur verður síðar, dagana 21 — 23 júní næstk., að báðnm dögum
meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að
sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum félagsins um alt land og af-
greiðslumönnum þess, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 16. desember 1920.
Stjórnin.
Laukur og kartöflur
hjá
Pétrí Péturssyni.
TRJÁVIÐUE.
PLANKAR og TRÉ
verða seldir með,
niðursettu verði
um
33L°« aíslætti
til 10. febrúar næst komandi.
TOLINIDSARVEBZLDN.
Nokkrar
steinolíu
eldavélar
Og
borðlampa
(mjög hitagóða)
fékk ég með »Gullfossi«.
Karl Nikulásson.
Frímerki
Sjaídgæf útiend
Frímerki
fást i skiftum fyrir
— ISLENZK. —
Ritstjóri vísar á,
Prenfstniðja Björns Jónssonar.
»Prófessor James Parkhurst, eg lít svo á, að þú kunnir als
ekki að ala upp börn,« mælti dóttir prófessorins Francesca, scm vinir
og vandamenn nefndu Bambínu, eða til hægðarauka — Bambi.
Parkhurst professor horféi forviða upp úr blaðitiu á einkabarn
sitt, sem sal gegnt honum að morgunverði.
»Hvaða ástæðu hefir þú til þessarar lofsamlegu ályktunar um upp-
eldishætileika mína? barnið gptt.
»Sjálfa tnig! Hvað datt þér svo sem i hug, að eg ætti að vera
þegar eg yrði stór?«
»Auðvitað gæfusöm.«
»Svo það er sú staða sem þú hefir ákveðið mér? Mér er spurn.
Hver borgar brúsann? Pað er dýrt að vera hamingjusöm.*
»Eg hefi ávalt ætlað mér að sjá fyrir þér þar til væntanlegur eig-
inmaður þinn færi fram á þau friðindi.*
»En fari nú svo að eg kjósi mér mann sem ekki er þess um-
kominn að sjá mér farborða?«
»Hamingjan hjálpi okkur, það mundi reynast afar óheppilegt.
Fyrsta skylda eiginmannsins er þó að sjá fyrir konuuni.*
«Jú. það var skylda þeirra í gamla daga en ekki lengur. Fjöidi
manna giftist á vorum túnum til þess að láta sjá fyrir scr. Hvernig
í ósköpunum ætti eg að sjá fyrir eiginmanni?«
»Pú ert ekki svo illa af guði gefin barn.»
»llla af guði gefinn! Pú hefðir heldur átt að scgja, að eg hefði
leiktti f hinu og þessu. Ef þú ekki lifðir fram í grárri fornöld, Jamas
Parkhurst, prófessor, mundi þér kunnugt, að lciknin er bæði í einu
bölvun og þó alt sem veltur á. Eg get sungið svolítið, leikið á slag-
hörpu o& spilað »bridge«, búið til mat og saumað. En það eina, sem
i