Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 08.07.1921, Síða 3

Íslendingur - 08.07.1921, Síða 3
35. tbl. ÍSLENDINGUR 131 stöðum í vor, og Garðar sonur Jóns í Möðrufelli. Báðum þessifm efnismönnum varð »hvíti dauðinn« að bráð. Gieðilegt að frétta þá bætist fé í berklahælissjóð Norðurlands til að reyna að bæta úr því böli, sem höggið er í sveit unga, fólksins hjá okkur, og þökk sé þeim mönnum, sem komu því í gegn, að Eimskipafélag íslands gaf 10,000 kr. til Heilsuhælissjóðs Norðurlands. OG Símfréttir. Rvik í dag. Siðasta daginn er konungur dvaldi hér stofnaði hann is- lenzkt heiðsmerki, Fálkaorðuna, 3 gráður. .Æðsta heiðursmerki konungur, drotning, prinsarnir, fón Magnússon forsœtisráðh., Neergaard forsœtisráðh. Dana, C. Christensen, Kruger kon- ungsriddari. Stórkrossriddarar Dr.'Kragh sambandslaganefnd- armaður, Sveinn Björnsson sendiherra, Böggildsendiherra, fón Sveinbjórnsson konungs- ritari, fóh. Jóh. bæjarfógeti, Bjarni fónsson frá Vogi. Einar Arnórsson stórriddari ogmarg- ir fleiri, Danir. Riddari einn Is- lendingur, Þorsteinn M. fóns- son alþingism. Konungur gaf 10000 krónur til landsspitalasjóðsins og 5000 kr. íil fátœkra i Reykjavik. Konungur sendi loftskeyti þá hann fór úr landhelgi, og þakkaði allar móttökurnar og vinsemd landsmanna. Ekki um annað talað í bœn- um en um hækkun fiskitollsins á Spáni. Hækkaður upp i 72 peseta. Morgunblaðið skrifar, að sjálfsagt sé að taka fult til- lit til mesta atvinnuvegar lands- ins, þó mörgum sé sárt um bannlögin sé nauðsynleg til- hliðrun. Stórstúkuþingið hefir sent áskorun til stjórnarinnar, um að láta ekki undan Spánverj- um. Inflúenzan eykst en er væg og stendur stutt. Kolaverkfallið upphafið i Bretlandi. Vinna byrjuð aftur og allar hömlur á kolasölunni úr gildi numdar. Siðustu fregnir erlendar lýsa yfir ófriðarástandi milli Bolsi- vika og Japana. Búist við styrj- öld. co Heilbrigð skynsemi. ni. »Hcdbrigð skynsemi* lætur drjúg- iega yfir sér. Hún þykist hafa með rökfimi sinni niðurbrotið þann grund- völl, sem grein mín sé bygð á, en sá grundvöllur segir hún að sé eftir því, sem frekast verður skilið, skoðanir B. L. (og þá vitanl. í Dags útgáfunni). Hún segir að B. K. slái þvi föstu fyrir fram, að allar skoöanir B. L séu réttar og sanuar og hann sé drengur góður. Grein lians sé bygð á þessari fyrir-fram-niðurstöðu, en hún flutti allt máttlaust með málstað Björns vegna þess, að þessi grundvöllur sé hruninn í rústir. (Aldrei þykist Dagur hafa gert tilraunir til að ærumeiða hr. B. L.!!) — Það er annars leiðinlegt, eins og skynsemin hefir oft þurft að byggja á þessari röksemd, að hún hefir alveg gleymt að færa henni stað! En hvað sem þessu líður. Má nú spyrja hina slingu, rófimu skynsemi: Hvers vegna lætur hún svo ekki stað- ar numið við þessa röksemdafærslu? Petta er einmitt svo ljómandi gott, því að þeir sem trúa hverju orði sem Dagur segir, mundu vitanlega trúa þessu líka. Hinsvegar er það alveg óskiljanleg hegðun af svo ágætri skyn- semi, að fara síðan með miklum fjálg- leik í löngu máli, að andæfa því, sem hún þykist áður hafa gagngerlega nið- urrifið og kollvarpað. Ojá. Mun skynsemina hafa grunað það, að nudd hennar á þessum grund- velli hefir mörgum þótt sáraómerki- legt og helst hlátursefni að svo miklu leyti, sem það hefir eigi þótt fólsku- legt níð, eða heldur hún í raun og veru að hún sé búin að vinna það stórvirki, að mola grundvöllinn undan fölskvalausri sannleiksleit, vegna þess að hr. B. L. er sennilega hættur að virða hana svars? Og’nú ætli hún svo að ganga frain á leiksviðið með hrygg og hala, hornum og klaufum — í sinni fullkominni virðulegu persónu, til þess að taka á móti lófaklappi al- mennings. Retta er mikið umhugsunarefni. Rað má gjarnan heita svo, að grund- völlurinn undir grein minni hafi verið hinn sami og undir fyrirlestri hr. B. L. eins og hann kom mér fyrir sjón- ar og síðar kemur fram í gein þessi. IV. Mér skibt, að nú orðið megi það vera blindir menn, sem ekki sjá til hvers refar Dags hafa verið skornir í vetur. Og sá tilgangur á vissulega að takast til greina, þegar litið er á at- hæfi blaðsins og dómur kveðinn upp yfir því. Dagur segir n.I. sjálfur, að þessi tilgangur sé sá, að baka hr. B. L. »álitshnekki og hneisu*. Lííum á sakir þær, sem blaðið þyk- ist hafa á hendnr B. L. Rær eru fólgnar f því, að hr. B. L. liafi borið fram ókvæðisásakanir á hendur ýmsum nafnkendum mönnum (vitanlega til þess að auka þessum mönnum óvirð- ing eða álitshnekki). Blaðið ásakar þannig B. L. fyrir það, sem það jafnframt lýsir yfir, að sé tilefni sinna eiginna ásakana á hendur hr. B. L. Talar því blaðið ódjarft úr flokki og kveður alla dóma upp yfir sjálfum sér um leið. Nú má segja, að sá valdi meira, sem upphafinu veldur. Dagur segir að leyfilegt sé að ausa þann mann per- sónulegu órökstuddu níði, sem dirf- ist að ræna áðurnefnda merkismenn misnotkunar á almennu trausti. Það gerir hann. Hin siðferðislega ástœða Iimheimíumeim fyrir áskrifendagjöld Islendings eru: I Vestur-Húnavatnssýslu: - Austur-Húnavaínssýslu: * Skagafjarðarsýslu: | - Þingeyjarsýslu: Björn P. Blöndal póstafgrm. Hvammstanga. Carl Möller verzlunarmaður Blönduósi. Benedikt Jóhannsson verzlunarm. Sauðárkrók. t Vilhelm Erlendsson verzlunarm. Hofsós. E. Möller verzlunarstj. Haganesvík. Bjarni Benediktsson, kaupm. Húsavík. ar þannig sú, að það eina, sem einn gerir, það megi og annar gera. Nú hafa ýmsir orðið til að drýgja margskonar vammir og skammir, t. d. segja ósatt. Mér sýnist því Dagur muni leyfa sér það, hvenær sem hann hygg- ur það tiltækilegast til þess að ná til- gangi sínum. En þegar svona er kom- ið, er blaðið sjálft búið að ómerkja sig að eigin ummælum með rök- semdafærslum sínum. Pá má leiða af ályktanir á þessa leið: Mannskemm- andi ásakanir þær, sem blaðið vill eigna B. L., geta verið upplognar og blaðið getur hafa samkvæmt siðferðis-»teori- um« sínum rangfært framkomu hr. B. L. 2. febr. s.l. í þvi skini, að rægja hann og tortryggja í augum eyfirskra kjósenda. Pað er skoðun mín, eins og hér verða leidd frekari rök að, að þetta sé rétt. V. í 12. tbl. ísl. tekur hr. B. L. fram, að tilgangurinn með erindi sinu hafi verið sá, að vekja marga til umhugs- unar um þau alvarlegu »málefni«, sem mest lágu þjóðinni á hjarta. Eg álít, að flestum öðrum en hinum »nokkuð mörgu« fylgifiskum Dags hafi virst B. L. vera þessum tilgangi fullkomlega trúr. Hann hafi eigi verið að útbýta manndrápsklyfjum af mannskemmandi ásökunum og skilyrðislausum fullyrð- ingum, heldur verið að leggja fram til umræðu og gagnrýni sinar skoðanir á ýmsum landsmálastefnum, leitandi upplýsinga hjá þeim, sem átt hefði að geta veitt sönn og fullnægjandi svör. Hr. B. L. tók það sérstaklega fram og lýsti yfir því, að hann vildi ekkert annað fremur en ,breyta þessum skoð- unuin einum, ef þau svör sannfærði sig um að þær væru rangar. Petta álít eg fullkomna sannleiksást. Skoðun, sem borin er fram með spurningu, til þess að standa eða falla með réttu svari, er alls ekki hœgt að nefna mannskemmandi ásök- un, sé hún óréttmæt, þá er svarið full- komin verja, en réttmæt skoðun getur engan skemt hvorki skálk eða val- menni. Petta skýtur allmjög skökku við frásögn Dags, en eigi að síður hygg eg, að nokkuð margir af þeim, sem fundinn sátu, verði einnig til að samþykkja þessa skoðun. Hinsvegar gætu þeir, sem ekki voru á fundinum, en tekið hafa til greina viðurkendan tilgang bla^sins og siðþroska, nú far- ið að ráma í, hvernig blaðinu var hægðarleikur að laga þetta í hendi sér. Fyrst býr það ásakanirnar til úr þeim ályktunum, sem draga hefði mátt af spurningunum, ef þeim hefði verið greidd röng svör. Pegar þetta þrek- virki er unnið, fer blaðið af gróuviti sínu að bisa við að koma þeim á hendur ýmsum nafnkendum mönnum, og sýnir það út af fyrir sig, að biaðið er furðu ratvíst á þá blettina, þar sem hégómaskapurinn er aumastur fyrir og þess vegna hættast við, að persónu- hroki annarsvegar en vinátta gagnvart einstökum mönnum hinsvegar blindi sýn. í fullkomnu samræmi við þetta notar það »viljalausu verkfærin«, i gæsalöppum sem æsingameðal á bænd- ur vegna þess, að það er jafn lík- legt að kveikja blindan þjösnaskap í þeim sem grunnhyggnir eru og lítil- sigldir. Pegar Dagur hefir búið þann- ig í poltinn er hann sýnilega orðinn hreykinn af afreki sínu, enda setur hann upp yfirburðabros og spyr á þessa leið: Hver eru nú gögn hr. B. L.? Pví svarar hann svo með fyrsta flokks spekingssvip: Gögn hr. B. L. eru sem sé ekkert annað en spurningar! (!!) Dagur spyr oftlega, hvers vegna Björn hafi spilt áliti sínu með því að afla sér ekki auðfenginna upplýsinga áður en hann kom fram þarna sem fulltrúi sannleikans, og í svarinu til rnín er hann enn með mesta alvöru- svip að útskýra, hvílíka"lítilsvirðingu slík framkoma veki. Petta er reyndar aðdáanleg alvara, þegar um fund er að ræða, þar sem hr. Björn Líndal kemur fram til þoss að afla sér og öðrum uppiýsinga og skýrara skilning shjá þeim, sem plöggin höfðu í höndum og fræðsluna gátu veitt. »Heilbrigð skynsemi* stendur stunal- um á höfði með aðdáanlegri alvöru. Oð Skákdæmi nr. 4. Eftir G. Bergsson póstmeistara, Akureyri. S v a r t. Hvítt leikur og mátar í 2. leik.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.