Íslendingur - 04.08.1922, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16.
VIII. árgangur.
Akureyri, 4. Agúst 1922.
32. tölubl.
Spánarvíns-
reglugerðin.
Menn höfðu búist við, sökum
þess, hvað reglugerðin um sölu og
veitingar Spánarvínanna var lengi
að fæðast, að hún myndi verða fyr-
irmynd að vizku og réttsýni. Von-
brigðin urðu því mikil, er þetta af-
kvæmi ríkisstjórnarinnar komst loks
úr fæðingarliðnum, því öllu aumara
örverpi er vart hugsanlegt að nokk-
ur stjórn, skipuð óheimskum mönn-
um, hefði getað af sér fætt en reglu-
gerð þessi er.
Reglugerðin virðist sérstaklega
vera samin með það fyrir augum,
að ómögulegt sé að framfylgja á-
kvæðum hennar, og þar af leiðandi
til að skapa lögbrot og lögleysur.
Virðist það miður vel til fallið af
sjálfu dómsmálaráðuneytinu, að gera
sér far um að skapa slíkt ástand
í landinu; má þó vera, að hér sé
sérstök stjórnkænska á ferðum, þó
oss sé hulið ágæti hennar.
í tilskipuninni frá 31. Maí síðastl.
er tekið fram, að reglugerð megi
gefa út til þess að takmarka mis-
brúkun Spánarvínanna, en að hún
megi ekki ganga svo langt, að hún
geri undanþáguna frá bannlögunum
að engu. Reglugerðin brýtur ekki
beinlínis í bága við þessi ákvæði,
því þó að söluhömlurnar séu eins
miklar og frekast getur verið, t. d.
að ekki megi selja vínin á skipum
við land eða hafa þau um hönd í
opinberum veizlum, komu þær ekki
svo mjög á óvart, en það eru varn-
irnar gegn misbrúkun vínanna, sem
vekja almenna undrun.
Kaupi maður sér vín hjá einhverj-
um útsölustaðanna, verður hann að
leggja við drengskap sinn, að hann
noti það sjálfur persónulega eða
til heimilis síns. Hann má ekki
veita neinum það utan heimilisins.
Setjum nú svo, að maður þessi leggi
upp í sjóferð, t. d. til Siglufjarðar,
og hafi eina eða tvær Spánar-vín-
flöskur með sér í nestið; hann má
ekki bjóða neinum samferðamanna
sinna að bragða á þeim með sér;
hann verður að gera svo vel og
sötra þær í einrúmi sjálfur; brjóti
hann á móti þessú ákvæði, missir
hann rétt til vínkaupa um sex mán-
aða tíma og á þess utan á hættu,
að fá alt að 1000 kr. sekt. Og þetta
alt steðjar að mannaumingjanum, ef
honum skyldi verða sú skyssa á, að
sýna af sér pá almennu kurteisi, að
bjóða þyrstum og þjökuðum sam-
ferðamanni sínum að ».súpa á« með
sér. Er ekki nærgætnin og bróð-
urkærleikurinn frábær, sem lýsir
sér í þessum fyrirmælum?
Ef farið er í skemtiferðir — land-
veg — getur hver óbrotlegur 18 ára
maður fengið nesti handa sjálfum
sér, en engum má hann gefa af því.
Gerum ráð fyrir, að allir, sem skemti-
ferðina fara, menn og konur, hafi
sína flöskuna hvert, þá verður hver
og einn að súpa af sínum eigin
stút og teiga sína eigin flösku í
botn; samneyti er brot á móti reglu-
gerðinni og ,er þunglega refsað.
En vilji einhver halda veizlu heima
hjá sér, má bjóða gestum og drekka
í sameiningu alt að mánaðarforða,
10 lítra, — en ekki mega gestirnir
fara út úr húsinu fyr en af þeim
er runnin víman, hafi vínin verið
þess megnug, að koma henni á. Að
öðrum kosti missa þeir kauprétt-
indin.
Hvar er samræmið í þessu?
Nú hendir einhvern góðan mann
sú skyssa, að sjást undir áhrifum
víns utan heimilis síns; missir hann
þá vínkauparéttindi um hálfs árs
tíma, og þeir ólánsmenn, sem t. d.
hafa sézt ölvaðir seint í vetur eða
vor, löngu áður en menn höfðu
hugmynd um þessa reglugerð, þeir
fá heldur ekki kaupréttindi fyr en
6 mánuðir eru liðnir frá hrösun
þeirra. Ef forstöðumaður útsölunn-
ar brýtur eitthvað á móti þessum
ákvæðum, líknar sig t. d. yfir bág-
stadda, verður ekki einasta útsalan
tekin af honum, heldur og einnig
dæmdur í sektir.
Ákvæðin um veitingastaðina eru
álíka viturleg. Par má einskorða
sölu vínanna við heitan mat og
vissa tíma á dag — frá kl. 11 árd.
til 17» sfðd. og frá kl. 6 til 9 síðd.
Bæri nú svo undir, að einhver kæmi
t. d. kl. 87» að kvöldi og pantaði
heitan mat og vín, yrði hann naum-
ast byrjaður að borða, þegar veit-
ingamaðurinn kæmi hlaupandi og
rifi af honumvínflöskuna; hinn leyfði
tími væri útrunninn og nokkra mín-
útna náðartími gæti haft alvarlegar
afleiðingar fyrir báða. Veitingamað-
urinn misti veitingaleyfið og yrði
sektaður og gesturinn fengi sekt
og vínkauparéttarmissi að sjálfsögðu
líka.
Hvernig getur nokkur heilvita
maður í alvöru búist við, að reglu-
gerð sem þessari verði framfylgt?
Hver getur haft eftirlit með því, að
maður gefi kunningja sínum að súpa
á utan heimilis síns? Hver á að
hafa eftirlit með því, að víns verði
ekki neytt sameiginlega í skemti-
ferðum? Hvar eru skýrslur yfir þá,
sem voru undir áhrifum víns vikum
áður en reglugerðin gekk í gildi,
svo þeim verði bægt frá kauprétt-
indum og hver á að halda tölu yfir
þá, sem verða það hér eftir?
Til þess að eftirlitið yrði annað
en ömurlegt kák, yrði stjórnarráðið
að skipa upp undir þúsund leyni-
lögregluþjóna, sem sífelt væru á hæl-
um kaupenda. , En þá færi fram-
kvæmd reglugerðarinnar að verða
nokkuð dýr og litlar líkur til, að
ríkissjóður þyldi þá aukabyrði til
lengdar.
Stjórninni var í lófa lagið að gera
reglugerðina þannig úr garði, að af
henni hefði stafað gott eitt. Hefði
hún verið rýmri, en ekki eins nánas-
arleg og hún er, hefði hún að miklu
leyti getað komið í veg fyrir vín-
smyglun þá, sem nú viðgengst um
land alt, og minkað til muna sölu
læknabrennivínsins, sem mörgum er
orðinn þyrnir í augum. En eins og
hún er, heldur hún gamla horfinu
óbreyttu, ef það versnar ekki til
muna.
oo
Uppgjöf skulda.
Hélztu fjármálamenn heimsins eru
nú komnir á þá skoðun, að eina leið-
in fyrir viðreisn viðskiftalífs og vel-
megunar Evrópulanda, sem þátt tóku
f stríðinu mikla, sé skuldaskifti og upp-
gjöf skulda. Með öðru móti sé ógern-
ingur að koma viðskiftamálum Evrópu-
manna í rétt horf. Frömuður þessarar
kfjpningar er enski fjármálafræðingúrinn
prófessor Keynes. Mótspyrnu hafa
skoðanir hans helzt átt að sæta í Banda-
ríkjunum, enda skulda þau engum
neitt en eiga stórfé hjá öðrum.
Þrjár ráðstefnur hafa nú verið haldn-
ar, með stuttu millibili, sem hafa haft
»viðreisnarmálin« til meðferðar og all-
ar farið á sömu leið, slitið árangurs-
laust. Genúa-ráðstefnan kom fyrst;
hennar verksvið var að koma viðskifta-
málum Evrópu á réttan kjöl, en Frakk-
ar fengu því framgengt að skaðabóta-
mál Pjóðverja vo.ru ekki rædd þar, en
þar sem þau eru að flestra dómi
þungamiðja allra viðskiftamálanna, er
auðskilið hvaða úrlausn Genúa-ráð-
stefnan gat veitt. Næst kom Parísar-
fundurinn, sátu hann fjármálamenn
bandaþjóðanna og ræddu um lánveit-
ingu handa Pjóðverjum, svo að þeir
gætu greitt skaðabætur sínar að nokkru
eða öllu' leyti. Akvörðun var engin
tekin, en í skýrslu þeirri sem fundur-
inn lét birta, er tekið fram. að til þess
að lári- verði véitt, þurfi að lækka
skaðabæturnar að mun, og eins að
semja um hernaðarskuldir bandamanna
á hagkvæmlegri hátt, en gert hafi ver-
jð hingað til. Priðji fundurinn, Haag-
ráðstefnan, átti sérstaklega að ræða um
viðurreisn Rússlands, en önnur við-
reisnarmál, sem kynnu fyrir að koma,
mátti taka til athugunar. en alt lenti
í handaskolum og ekkert var gert nema
rifist. Nú vill Lloyd Geroge að 4. ráð-
stefnan verði kölluð saman og þar verði
Versalasamningarnir endurskoðaðir og
ráðstafanir gerðar til að koma tillögum
Parísarfundarins í framkvæmd.
Að þessi fjórða ráðstefna komist á,
þykir vafalítið, og er alment búist við,
'að þar verði reynt að koma skulda-
skiftum á milli bandamanna innbyrðis
um leið og skaðabætur Pjóðverja verði
lækkaðar, svo þeim verði kleift að borga
þær. Nú skulda Pjóðverjar bandamönn-
um 165 miljarða gullfranka, en skulda-
veltan milli bandmaanna innbyrðis var
í lok Parísarfundarins talin 98 miljarð-
ar. Nú er það tillaga Keynes að banda-
menn gefi hverjir öðrum upp hern-
aðarskuidirnar, og þessir 98 miljarðar
séu dregnir frá þýzku skaðabótunum.
Verða þá 67 miljarðar eftir, og sé
Pjóðverjum útvegað lán til að borga
þá upphæð.
Pessir 98 miljarðar, sem bandamenn
skulda sín á milli innbyrðis, skiftast
þannig niður: Bretar skulda banda-
mönnum sínutn 25 miljarða gullfranka,
en eiga hjá þeim 35 miljarða, og hjá
Pjóðverjum eiga þeir 36 miljarða.
Frakkar skulda bandamönnum sínum
34 miljarða en eiga 8 hjá þeim, og hjá
Pjóðverjum 86 miljarða. Belgíumenn
skulda 8 miljarða en eiga 18 miljarða
hjá Pjóðverjum. ítalir skulda banda-
mönnum 20 miljarða en eiga 13 hjá
Pjóðverjum. Litia bandalagið skuldar
bandamönnum 11 miljarða en eiga
13 hjá Pjóðverjum. Bandaríkin eiga
55 miljarða hjá bandamönnum sínum
i Evrópu en skulda þeim ekkert, og
þeirri upphæð allri yrðu þeir að tapa
ef stryki væri slegið yfir hernaðarskuld-
irnar. Pykir vafasamt að þeir muni
tilleiðanlegir til þess; þótt þeim sé á-
batavon af endurreisn Evrópu, þá er
óvissan um hvort ábatinn sé svona
mikils virði á þeirra mælikvarða skoð-
að, sem gerir þá hikandi.
Uppgjöf skulda og skuldaskifti verða
aðalverk næstu ráðstefnu; en skyldi
henni nokkuð frekar ágengt en þrein-
ur hinum fyrri? Spádómarnir eru væn-
legir, en þeir eru ekki altaf ábyggi-
legir.
CO