Íslendingur


Íslendingur - 15.09.1922, Side 3

Íslendingur - 15.09.1922, Side 3
38. tbl. ISLENDINöUR. 149 væri ekki enn á ölium innfluttum kol- um vegna óheppilegra innkaupa Lands- verzlunarinnar á fyrri árum. Þessar skýringar rnælist eg til að Alþýðublaðið birti í næsta blaði.* Iþó íslendingur hafi ekki ástæðu til að halda uppi vörnum fyrir Eggerz- stjórnina vill hann láta hana njóta sannmælis. »Verkam.« vítir hana ekki einasta fyrir þetta »ráð!eysi« hennar í kolakaupunum, »heldur einnig það, að láta Landsverzlunina hætta að flytja kol inn til þess að selja almenningi.« Veit ekki blaðið að stjórnin er hér að breyta eftir-vilja síðasta Alþingis, sem skýlaust gaf til kynna, að Landsverzl- un bæri að draga saman kvíarnar, ein- skorða sig við þær vörutegundir er einkasala væri á, selja upp fyrirliggj- andi birgðir og innkalla skuldir. Kola- verzlun er útilokuð í þessum fyrirmæl- um þingsins, og stjórnin breytir sam- kvæmt þeim. 03 »Knattspyrnan 18. Júní.« Lesendur íslendings munu minnast greinar með þessari yfirskrift í ísl. í vor frá íþróttafél. »Mjölni«. í tilefni af þeirri grein hefir blaðið verið beðið fyrir eftirfarandi yfirlýsingu: *Að gefnu tilefni lýsum vér yfir þvi, að nýr leikmaður má aldrei koma í annars stað, nema með leyfi sveitarforingja mótherja og sam- þykki dómara. — Venjulega er al- drei skift um leikmenn nema á milli hálfleikja. Reykjavik, 14. Ágúst 1922. KNA TTSPYRNURÁ Ð ÍSLANDS. Magnús Guðbrandsson. Axe! Andrésson. Pétur Sigurðsson. GQ Úr heimahögum. Sildarvertiðin er nú því nær á enda. Flestöll skipin héðan eru hætt veiðum eftir einmuna góða vertíð; hafa sum þeirra fengið um 7000 tunnur stldar og ekkert þeirra mun vera undir 3000 tunnum. En því miður virðist þessi mikla veiði ekki ætla að verða arðberandi að þessu sinni, þar sem söluhorfur eru hinar verstu. Þeir einir, sem selt hafa síldina fyrirfram, þó með lágu verði væri, virðast munu kom- ast sæmilega út úr vertíðinni. Alls hafa 232 þús. tunnur verið saltaðar í öllum síldarstöðvunum hér norðan landi; þar af 21 þúsund í »krydd« Síldin, seni seld hefir verið í bræðslu, nemur 60 þús. málum, sem samsvarar 90 þús tunnum. Rafveitan. Rafniagnsstöðin er nú því nær tilbúiu og ljósvélarnar hafa vérið- reyndar og tekist ágætlega, en Ijóslausirl fá þó bæjarbúar að vera fyrst um sinnl vegna þess, hvað stendur á innlagningul raftauga í húsin. Innlagningamönnunumi er þetta ekki að keiina, heldur seindrættii bæjarbúa sjálfra í að sækja um innlagn-l Íngu í hús sín. í samningunum við inn-l lagningamenn er það skýrt tekið fram, að | innlagningabeiðnir verði að vera komnar’j í þeirra hendur fyrir miðjan Júní, ef inn-' lagningu i húsin eigi að vera lokið fyrir j 30. Ágúst. Af þeim umsóknum, sem komu fyrir hinn tiltekna tíma, hafa allar nema 7 verið uppfyltar, og 35 innlagningar gerð- ar í hús, er sendu umsóknir eftir hinn fyrirskipaða tíma. Að dráttur hefir orðið með þessi 7 hús stafar af því, að þau liggja úr vegi, því reynt liefir verið sem mest að taka húsiu' í röðum. Er að því mikill hægðarauki, En næstu daga mun lagt inn í þessi hús, að því er ísl. hefir verið tjáð. Hefðu bæjarbúar sentinnum- BÓkijir sínsr í tjina, þefðij merjn þeir, er tóku að sér innlagninguna, ráðið fleiri verkamenn og alt gengið eins og ætlast var til í fyrstu. En þegar umsóknirnar streyma fyrst að þessa síðustu dagana er ekki von að betur gangi. Brúin á Eyjafjarðará. Nú mun eiga að fara að gera gangskör að byggingu brú- arinnar. Er Oeir G. Zoéga verkfræðingur ríkisins nýlega kominn að sunnan til þess að hrinda verkinu af stað. Verkstjóri við brúarbygginguna verður Június Jónsson. Misgrip. Tveir sveitamenn, er hér voru á ferð í sláturtíðinni í fyrrahaust, héldu góð- glaðir úr kaupstaðnum, eins og stundum ber við. Annar þeirra hafði í vasa sínum glas með bóluefni í, sem honum hafði verið falið að koma í hendur hlutaðeig- enda. Einnig hafði hann einhverskonar hjartastyrkjandi mixtúru í öðru glasi. Er mennirnir ætluðu að gæða sér á mixtúr- unni, tók sá, er glösin hafði, bóluefnis- glasið í misgripum og supu báðir af. Var um það þessi staka kveðin: »Harla kátir höldar tveir happa- mátu -færi. Bólu- átu -efnið þeir eins og slátur væri.c Ekkert varð mönnunum meint af, en sagan þykir merkileg. Kirkjan. Hádegismessa á Sunnudaginn, ferming og altarisganga. Knattspyrnumót var haldið hér í bæ um siðustu helgi. Keptu fjögur félög, þrjú af Akureyri og »Magni« úr Höfðahvérfi. Kept var um silfurknött, eign U. M. F. A. og »Magna«, og var hið fyrnefnda félag hand- hafi knattarins. Fyrst keptu »Mjölnir« og »Magni« og sigraði »Magni« með 10 : 0. Næst keptu U. M. F. A. og »Þór«, og vann »Þór« með5 : 0. Næstkeptu »Magni« og íÞór* og vann »Magni« með 3 : 1 Þá kepti U. M. F. A. og »Mjölnir«; úr- slitin urðu 0 : 0. Næst keptu U. M. F. A. og »Magni« og vann U. M. F. A. með 3 : t. Síðasti leikurinn var milli »MjöInis« og »Þórs«, og fór svo, að »Þór« vann með 7 : 1. Höfðu »Magni« og »Þór« því jafn- marga vinninga og verða að keppa síðar. 'Sir/«s« kemur tínianlega i kvöld. »Aár« fór héðan í nótt suður til Reykja- víkur að lokinni landhelgisgæslu. Tók póst og farþega. vBoinia« væntanleg á Þriðjudaginn kemur. Tiðin hefir verið umhleypingasöm síð- ustu dagana. Hríðarveður öðru hvoru, og hefir snjóað niður í mið fjöll. OO Erlend mynt. Kaupmannahöfn 14. Sept. Sterlingspund . . . 20,86 Dollar............... 4,70 Mark (100) .... 0,32 Sænsk króna (100) . 124,50 Norsk — — . 78,50 Franki — . 35,90 Svissn. franki — . 88,85 Líri — . 20,00 Peseti _ . 72,40 Gyllini — . 182,50 • ‘j Reykjavík sama dag. Sterlingspund . . . 25,60 i || Danskar krónur . . 122,97 'ý ' Sænskar krónur . . 155,85 Norskar krónur . . 98,27 DoIIar.............. 5,89 Aths. Ritstjóri íslendings hafði góðfúslega leyft tnér rúm í blaði sínu fyrir grein til skýringar og leiðréttingar á um- tnælum mínum á bæjarstjórnarfundi 5. þ. m. Ætlaði eg að skýra sein nánast frá ágreiningi þeim, er orðinn var milli mín og skólanefndar. En þar eð nefndin hefir nú leitað sátta um það mál, og sættir eru á komnar, verður greinin ekki birt að svo komnu. Steiriþór Guðmundsson, Nokkra afsláttarhesta -— hross á öllum aldri — hefi eg til sölu. M'g er að hitta í dag og á morgun hjá Stefáni jirnstnið (Glerárgötu 2). fón Einarsson frd Héraðsdal i Skagafirði. Langódýrust Utanyfirföt Og Vetrarfrakkar hjá Ásgeir Péturssyni. Eikar-stólar með leðursetum, fást á H ú sgagn avi n n u stof u Ólafs Ágústsonar. Grundargötu 6. Talsími 120. Kensla. Næsta vetur kenni eg hér í bæ börn- um innan tíu ára aldurs. Þeir sem vilja að eg kenni börnum sínum eru beðnir að finna mig sem fyrst 14. sept. 1622. pt. Sjúkrahúsinu Akureyri. Elísabet Eiríksdóttir. Fæði og húsnæði geta einhleypir fengið í vetur frá 1. oktober n. k. í Hafnarstræti 33 uppi. Kaffi-stell falleg og ódýr * 1 H.f. Carl Höepíners verzlun. Pakkhús á Torfunefi til geymslu eða fyrir verkstæði fæst leigt hjá Eggert Laxdal. Herbergi f yrir einhleypa, til leigu nú þegar. Freymóður málari. Nokkrir hestar af töðu eða töðugæfu heyi, óskast keyptir. R, v. á, kappanda, 1 ' ). Hættiö að borða aðrar matvörur en frá okk- ur, sem eru tvíniælalaust þær beztu. Hringið í sima 118, og þær vörur, sem þéróskið, verða sendar yður heim samstuudis. ÍERZLÖNIN BRATTAHLÍi Talsími 118. Töðu ágæta — frá í fyrra — ca 40 hesta hef eg til sölu. Taðan er géymd í Kálfskinni á Ár- skógsströnd. Freymöður málarí Akureyri. Framtíðarstaða. Ungur maður getur fengið atvinnu við skrifstofustörf o. fl. Æskileg kunn- átta: rítvéI enska góð ríthönd almennur reikningur. Umsóknir þyrftu að berast okkur helzt fyrir 1. Oktober. Bræðurnir Espholin. Kensla. Eg hefi áformað að kenna börnum í vetur, innan skólaskyldualdurs. Áhersla lögð á lesturinn. Þeir sem vilja sinna þessu, tali við mig fyrir 30. þ. m. Guðný Bóasdóttir Strandgötu 45 uppi. KartöUur Með e. s. Botníu fær undirritaður tals- vert af ágætum kartöflum, sem seldar verða með mjög lágu verði á bryggju. Þeir sem þurfa kartöflur ættu að finna mig að máli áður þeir festa kaup ann- arstaðar. M. H. Lyngdal. IPJT" Stofa er til leigu fyrir 1 eða 2 reglusama menn í Brekkugötu 21. Vetrarstúlka óskast á fáment heitnili, helzt hálfan daginn, Afgr. v. á.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.