Íslendingur


Íslendingur - 03.11.1922, Síða 2

Íslendingur - 03.11.1922, Síða 2
176 ISLENDINOUR , 45. tbl. Melís, Kex — Lunch, Snowfl., Cabin, Strausykur, Hveiti, Púðursykur, Hrísgrjón, Kandíssykur, Bankabygg. Fyrirliggjandi hjá Nathan & Olsen. ins á innlendum vörum, að Sam- bandið fleygði vörunum út til ný- stofnaðra eignalausra og stjórnlítilla kaupfélaga, sem það sjálft var að hrúga upp til þess að geta aukið veltuna sem mest, og til þess að ná verzluninni undan kaupmönnum, sem var aðalmarkmið þess. En Sam- bandið var ekki fært að dæma um, hversu mikið veltufé þurfti til þess> og vissi svo ekki fyr en það var komið í fullar ógöngur, sem bréf þess 29. Sept. 1921 til allra kaup- félaga sinna ber órækast vitni um. Þar af leiðir, að Sambandið gengur nú miklu harðara að fátækum við- skiftamönnum sínum en selstöðu- verzlunin gamla hefir nokkurn tíma gert, alla leið frá því, er verzlunar- frelsið fékst 1854. Mér hefir verið skyrt frá, að t. d. kaupfélagið í Vestur-Húnavatnssýslu hafi á síð- ustu manntalsþingum stefnt 60við- skiftamönnum sínum fyrir skuldir, og lokað öllurn samskiftum við 230 viðskiftamenn sína. Nærri má geta, hvaðan sú alda er runnin; það er »stálviljinn og járnhöndurnar«, sem Sambandið býður félagsstjórnum að nota f fyrnefndu bréfi. t>að á að fara »járnhöndum« um bændurna, þegar búið er að blekkja þá út í ógæfuna. Að öðru leyti vísa eg lesendum »Dags« til rits míns, og bið þá að bera það vel saman við það, sem »Dagur«, »Tíminn« og »Tímarit kaupfélaganna« hafa sagt og kunna að segja. Og það er ásetningur minn, að fá þjóðina til að skilja hvar hún er stödd. Og hún mun því betur fá að skilja það, sem Sambandsblöðin skrifa meira um bæklinginn. Keykjavík 20. Okt. 1922. Björn Knstjánsson. co Simfréitir frá útlöndum. Rvlk i gœr. Brezku ihaldsstjórninni er ekki spáð löngum aldri. Andar mjög kalt iil hennar frá þvl nœr öllum helztu blöð- unum, og margir ágœtustu menn flokks- ins eru í berri andstöðu við hana, svo sem lávarðarnir Balfour og Birken- head og Austin Chamberlain, er var þingleiðtogi flokksins. Vitja þessir menn allir samvinnu við Lloyd George og munu ganga i bandalag við hann til kosninganna, er fara fram 15. þ. m. I ræðu, sem Balfour hélt á Mánu- daglnn i Glasgoxv, lauk hann fádœma lofsorði á Lloyd George; taldi hann mestan seinni tima stjórnmálamanna þjóðarinnar, fremri þeim Gladstone og Disraeli. Kosningabardaginn er nú i algleymingi, og eru fjórirflokkar, sem sækja fram: stjórnarflokkurinn (íhalds- rnenn), frjálslyndi flokkurinn, undir forustu Asquilhs, verkamannaflokkur- inn og sambandsflokkur þeirra Lloyd George og Balfours. Spádómar eru á þann veg, að sökum klofninga hinna flokkanna verði verkamannaflolckurinn hlutskarpastur við kosningarnar. Ný- kosna þingið á að koma saman 20. þ. m. Astor lávarður hefir keypt stórblaðið »London Times*, ög œilar að hafa það óháð öllum stjórnmálaflokkum. Afvopnunarfundur kemur saman i Moskva á morgun. Sterk hreyfing meðal Grikkja að gera Grikkland að lýðveldi. Kemalistar, sem nú taka við völdum á Tyrklamii, neita að viðurkenna skuldir soldáns, þrátt fyrir mótmœli Bandamanna. Eru Frakkar reiðir, enda eiga þeir mest hjá gömlu stjórninni. Innanlands óeirðir á Itallu. Gerðu Fascistar uppreist og hertóku skyndi■ lega flestar borgir Mið Italiu. Slðan fylktu þeir liði sinu utan við Róma- borg og heimtuðu, að Facta sijórnin legði tafarlaust niður völd og Giolitti jyrv. stjórnarformaður iœki við stjórn- artaumunum, og að tveir úr þeirra flokki yrðu ráðherrar. Giolitti kvaðst ekki ötilleiðanlegur að mynda stjórn, en markmið hennar yrði, að halda uppi lögum og rétti í landinu. Gerðu leiðtogar Fascista sig ekki ánœgða með það svar og bað konungur þá for- ingja þeirra, Mussolini, að mynda ráðuneyti, og hefir hann tekist það á hendur i óþökk þingsins. Faseistar við- urkenna konungsvaldið, en viljaganga milli bols og höfuðs á bolshevika- hreyfingunni, sem er orðin mögnuð þar i landi. Verkalýðurinn t Róm fagnar sigri Fascista, en leiðtogar jafn- aðarmanna hafa svarað með þvi, að fyrirskipa allsherjarverkfall umlandalt. Brezka stjórnin hefir boðið sovjet- stjórninni rússnesku þátttöku í ráð- stefnu um Ausiurlandamálin, sem hald- in verður bráðlega i Lausanne. oo Innlendar símfregnir. Rvik i gœr. Nýtt jafnaðarmannafélag stofnað i Reykjavik, er kallar sig >Jafnaðar- mannafélag Islands«. Eru stofnend- ur þess þeir, er gengu úr >Jafnaðar- mannafélagiReykjavikur* sökum Ólafs- fararinnar til Moskva. Formaður þessa nýja félags er Jón Baldvinsson alþm. Stefna félagsins á að vera i samrœmi við stefnu hœgfara jafnaðar- manna i Danmörku. Togaraveiðin fer batnandi og ís- fiskssalan til Englands hefir skánað að mun, þó langt frá þvi sé, að vera viðunanleg. Ádrepa. Dilks- Einsdæmineruverst. En einkennin. vegna þess, að það er ekki einsdæmi, að höfundur bókar, sem skrifað hefir verið um af nautsku og grunnsýni, svari þeim ritdón i, vil eg biðja íslending fyrir þessa ádrepu til »Dags«, eða svo nánara sc ákveðið, Jónasar Þorbergss. Geri eg ráð fyrir, að hann lelji sér skylt, ýmsra hluta vegna, að lesa ísiending, og má því ætla að hún fari ekki fram hjá honum. J. R. hefir skrifað um bók mína »Sóldægur« langt niál og leiðinlegt. Leiðinlegt er það í fyrsta lagi vegna þess, að helmingur ritdómsins er alment fjas og margmælgi um Ijóðagerð ís- lendinga, hagmælsku þeirra og takmörk- in milli hagyrðinga og skálda — fjas, sem ótal sinnum hefir verið tekið fram af þeim, sem ekki vissu hvað þeiráttu að segja um eina eða aðra bók, þeg- ar þeir byrjuðu að skrifa um hana. Leiðinlegt er það í öðru lagi af því, að alt þetta málæði J. er inngangur að því, sem hann þorir ekki að segja strax og undirbúningur undir þann eftirhermudóm hans, að eg sé ekki sjálfstæður í Ijóðum mínum. Leiðind- unum verður maður að taka með þögn og þolinmæði. Ekki væri sanngjarnt að gera þá kröfu til J. F*. að hann inti það af höndurn, setn honum er auðsjáanlega um megn — skrifaði skemtilega En hina kröfuua er léttlátt að gera, að hann rökstyðji sæmilega ummæli sín, fiiini staðhæfingum sín- um grundvöll, og að það sem hann segir sé ekki tómt bergmál þeirra um- mæla, sem staðið hafa í »Tímanum« um »Sóidægur«. En dilkseinkenni þau, sem bent hefir verið á fyrir löngu, að væru á »Degi«, þegar hann er bor- inn saman við »Tímann«, koma svo átakanlega i Ijós í ritdómij.,að ekkert lambsgrey hefði betur getað apaóeftir móður sinni kæki hennar og sauðsku. Rökþrotið. »Tíminn<i hefir n.l. sagt, að Ijóð mín væru aðeins stæling- ar á kvæðum antiara — án þess að rökstyðja það með einni línu. »Dagur« segir vitanlega það sama — h'ka án þess að rökstyðja það hið minsta. »Tíminn« mundi aldrei hafa sagt þelta, ef eg teldist ekki til andstöðuflokks hans í stjórnmálum. »Dagur« hefði heldur ekki sagt það, ef »Tíminn« hefði ekki verið búinn að kveða upp úr með þá vitleysu. Pólitískar' skoðanir ráða um- mæium »Tímans«. Dilksvani og eftir- hermu undir-lægjuskapur ráða því sem »Dagur« segir. Bæði eru blöðin sjálfum sér samkvæm í þessu og lýsa sér vel. Áhrif en ekki Sjálfsagt er þá að taka stælingar. það fram, að J. P. hefir rétt fyrir sér í einu atriði í ritdómn- um — þar sem hann talar um líkingu þá, sem sé með tveim eða þrem kvæðum mínum og Ijóðum E. B. Skal eg hispurslaust gera þá játningu hér, að það eitt allra íslenzkra skálda hefir haft þau áhrif á mig, að mér hefir legið í léttu rúmi, þó svipuð blæbrigði fyndust á kvæðum mínum og þau, sem einkenna ljóð E. B. Um stælingu er ekki að ræða. Það hlýtur jafnvel J. P. að sjá. En hitt veit hann sjálfsagt ekki, að svo máttug geta áhrif einhvers skálds verið á þann, sem sjálfur fæst við Ijóðagerð, að ljóðhreimur þessa skálds syngi i honum sjálfum, fyllii hug hans eins og fossniður heila sveit — án þess að hann taki eftir, og komi fram, misjafnlega sterkur, í því sem hann Ijóðar sjálfur, þó persónuein- kennum sé haldið, Petta er algengt. Veit J. P., t. d. hve glögg einkenni G. Friðjónssonar koma fram í orðvali J. Thorarensen á kvæðum hans og í allri byggingu þeirra? Líklega ekki. Eða veit hann, hve mikinn blæ og svip kvæði D. Stefánss. hafa tekið af erlendum kvæðum, sem hann hefir lesið? Auðvitað veit hann það ekki heldur. Eða man hann eítir Drachmann og H. Hafstein? Ibsen og E. B? Sennilega ekki. Hann heldur auðsjáan- lega, að þessi tvö eða þrjú kvæði mín, sem minna á E. B., séu einsdæmi á sínu sviði, og stangar þau þessvegna með dilkshníflunum eins og einhverjar fátíðar óvætlir. Hlýðnin. Pá koma hinar stæl- ingarnar, sem J. býr til. Pví nefnir hann ekki dæmi? Pvi tekur hann ekki einhver kvæði þeirra, sem haun segir, að eg stæli, og sýnir líkinguna? Pað væri að rökstyðja iriál sitt. Pað væri drengskapur, vit og sanngirni. Með- an hann gerir það ekki, verður hann að eiga það á hættu, að þessi og önnur órökstudd umþiæli hans verði skoðuð eins og hvert annað rnark- laust málæði. En vill ekki ritstj. »DagS« halda sjálfum sér svo mikið til vegs og virðingar, að hann byrji á nýjan leik aö skrifa um »Sóldægur«, en á þann hátt, að hann sýni og sanni stæling- ar, ef unt er? Hann mundi vaxa i áliti þeirra, sem nenna að lesa »Dag« fyrir þá rökfærslu. Annað gæti það ekki orðið en tilraun. Eitt dæmi þess, hvej. P. ergersam- lega sama hvernig hann skrifaði um bókina, ef það sem hann segir aðeins er í samræmi við jarm og sfang hinn- ar sunnlenzku rollu, er það, að hann hitðirekki einu sintii um að hafaþær ljóð- jínur réttar, sem hann tilfærir úr kvæð- unuin. Honum er það auðsjáanlega ekki aðalatriði að gefa lesendum blaðs síns réttan og sannan svip bókarinnar eða óbrjálað efnið. Pað eru smámunir að hans áliti. Hins vill hann kosta kapps um, að blað hans sé hlýðinn dilkur móður sinnar, bíti sömu stráin, jórtii sömu tuggu, komi fram með sömu sauðsku og þoki ekki hársbreidd út af þeim fjárgötum, sem hún renn- ur. Pað er takmarkið. Og Því nær hann vel. Pess verður að geta sem gert er. Afvega- En nú vil eg drepa á leiðendur. alverlegri hlið þessa máls. Pað eitt er ekkerí ískyggilegt, þó »Tím- inn« segi einhverja vitleysu um eina bók og »Dagur« éti þá vitleysu upp eftir honum. Hitt er viðsjárverðara, ef þessi blöð ætla að gera sér það að reglu, og á það bendir margt, að meta bók efilr pólitískri afstöðu þess, sem hefir samið hana. Sú stefna sýnist vera tekin upp hjá þeim og mætti benda á dæmi þess. En það skal geymt. En hvar er þá komið heilbrigðri gagn- rýni í landinu og leiðbeiningu um þau verk, sem þjóðin á að teyga úr lífs- auð sinn og andlegan merg, ef blöð- in gerast þvílíkir villendur? Og það

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.