Íslendingur


Íslendingur - 03.11.1922, Blaðsíða 3

Íslendingur - 03.11.1922, Blaðsíða 3
45. tbl. ISLtfNDÍNÖUR. 177 Norsk Furuskíði 4 — 6V2 fet, verð kr. 5,00 til 12,00, Skíða- stafir, Skíðabönd, Skíðasokkar, Bakpokar, Stormtau. BARNASLEÐAR (Kjelker), fæsf bezt og ódýrast í I BRAUNS VERZLUN, Akureyri, Hafnarstrœti 106. Simi 59. Páll Sigurgtirsson. Pakkaduftið Dönsku járnbrautirnar og sporvagnarnir nota 1 aðeins HELIOS rafljósaperur. þau blöðin, sem telja sig vernda og viðhalda menningu þess hluta þjóðar- innar, seni mun vera kjarni hennar, bænda og sveitafólks. 0ílum er Ijóst, hve mikið gildi slíkt hefir fyrir þá, sem lesa og hina sem skrifa. Ef pólitískar skoðanir eiga framvegis að ráða ummælum blaðanna um bækur, þá er jafngott fyrir þá, sem vilja leggja einhvern skerf til bókmenta- lífs þjóðarinn.ir, að hætta því, eða vera annaðhvort allra-flokka-gagn eða leiða þjóðfélagsmál hjá sér eins og gersam- lega óviðkomandi efni. Eg tók það fram, að »SóIdægrum« stafaði lítil hætta af gusi og glamri »Tímans« og» Dags«. Rau blöð hafa svo oft ausið sér yfir menn — og unnið fyrir gíg. Eg vildi annarsvegar benda á stefnu þeirra og hinsvegar sýna, hve J. t*. tekst óumræðilega ó- hönduglega, þegar ekkert annað vakir fyrit’ honum en að bergmála þau en- demi á Norðurlandi, sem »Tíminn« segir á Suðurlandi. Jón Björnsson. C3 t Sigvaldi á Gilsbakka — er dáinn. — Mér hnykti við, er eg heyrði lát hans. Og það hygg eg, að fleiri 0xfirðjngum fari eins, því austur þar var hann öllum kunnur fyrir dugnað sinn, hjálpsemi, ráðvendni og samvizkusemi til orða og verka. Skólamentun hafði Sigvaldi enga. Reyndi ei heldur nokkurntíma að sýn- ast. En hann vildi vera. Hann lagði hönd að verki, og sigraðist á flestum þeim örðugleikum, sem fátækir einyrkj- ar og fjölskyldutnen einir þekkja hve harðir eru viðfangs. Eg er, því miður, ekki undir það búinn, að skrifa nákvæma lýsingu af lífsstarfi Sigvalda. Eitthvað mun hann hafa fengist við búskap áður en hann kom að Gils- bakka, fyrir nálega 20 árum. En þá voru eignirnar sáralitlar og bústofn rétt enginn. Jörðin hörð og slægna- lítil, eins og íleiri þar í sveit, og hus öll komin að hruni, — Álitlegt var því ekki að setjast þarna að með fjöl- skyldu. Enda mun það sönnu næst að vonir manna hafi ekki verið glæsi- legar um hag hans þar, eða afkomu. En það fór á annan veg, Sigvaldi var bjartsýnn u.aður með afbrigðum, og h!ó við hverjum örðugleika. Var eg nábúi hans urn eitt skeið, og því vel kunnugt um hugarfar hans, og eins um það hvílikt óhemju erfiði hann lagði á sig. Undraðist eg oft hve vinnu- þolið var mikið. Dögum og vikum saman vann hann hjá öðrum. Svo eftir- sókt var lagvirkni hans og dugnaður. Samt þokuðust áfram framkvæmdirnar heima fyrir. Búið stækkaði. Húsin voru bygð upp. Vatn leitt heim að bænum. Lögð stór girðing um engi og úthaga, og sléttað og bætt túnið. Og nú við fráfall hans, er jörðin orðin eitt af snotrustu og byggilegustu býlum sveit- arinnar. Síðast þegar eg talaði við Sigvalda, fyrir tæpum 3. vikum, var hugurinn hinn sami. Alstaðer sá hann verkefni; alstaðar eitthvað, sem þurfti að laga og bæta. Það var eins og hugur hans væri fullur af óunnum verkum. Hið eina, sem mér fanst, þá og áður, skyggja á vinnugleði hans, var það, að hon- um fundust verk sín ófullkomin. Taldi sig hafa unnið þau af vanefnum og óttaðist að þau yrði ekki eins varanleg og æskilegt væri. Hafði hann fullan hug á að endurbæta þau, svo það tak mark næðist. Lengri lýsingu af starfinu og ein- kerinum Sigvalda, þýðir ekki að skrifa. Allir sveitungar hans og allir, sem þektu hann nokkuð, munu taka undir það með mér, að ósérplægnari og samvizkusamari mann í störfum og viðskiftum geti ekki. Reir munu og með hljóðri þakklátssemi minnast manns- ins, sem ekkert fanst of vel gert fyrir þá fögru sveit. Og þeir munu eianig óska þess að hún í framtíðinni eignist marga slíka syni. Sig. Bj. OO Úr heitnahögum. Eldgosið. Amerískur rithöíundur, James Norinan Hall að nafni, frá Col- fax, Iowa, sem hér dvelur í bænum í vetur, réðist í það þrekvirki, að fara héðan í rannsóknarferð inn í óbygðir, þar sem menn hugðu að eldgosið mundi hafa verið. Til fylgdar fékk hann Sigurð Sumarliðason í Bitrugerði. Fóru þeir héðan til Svartárkots í Bárð- ardal og lögðu þaðan á óbygðirnar. Var fyrsta dagleiðin þaðan í Yxnadal og höfðust þeir við um nóttina í kofa, er þar er. Næsta dagleiðin var að Trölladyngju. Þar sannfærðust þeir utn það, að gosið hefði ekki verið í norðanverðum Vatnajökli, eins og haldið var, heldur hefði það verið í hinum svonefndtt Þóristungum, norð- anvert við Rórisvatn, en suðaustanvert við Vonarskarð. Én þangað eru tvær dagleiðir frá Trölladyngju. Ekki var talið ráðlegt að halda lengra, því veð- ur tók að dimma og hríð í aðsigi. Var snúið aftur og hafst við í sama kofanum næstu nótt, en daginn eftir var náð til bygða. Var þá komin hríð allmikil og hélst svo allan næsta dag og gekk því ferðin örðugt hingað til bæjarins, en klaklaust komust þó garp- arnir hingað síðdegis á Priðjudaginn, eftir 8 daga útivist. Lét Mr. Hall hið bezta yfir ferðinni og hældi fylgdar- manni sínum mjög fyrir dugnað og áræði. Mun þetta í fyrsta sinni í manna minnum hér norðanlands, að farið hefir verið suður undii Vatna- jökul um þetta leyti árs, þegar allra veðra er von, og er í sannleika glæfraför. »Bofn/a>< fór héðan kl. 4 síðd. á Sunnudaginn áleiðis til útlanda. Fór hún fram hjá Húsavik sakir óveðurs. A Seyðisfirði náði hún í »Island«, er þangað var nýkomið. Voru allmargir farþegar með »Botníu», er ætluðu til Reykjavíkur, og sem stólað höfðu á, að geta náð í »Island« á Seyðisfirði, þó hæpið kynni að vera. Reim varð því að von sinni. Til útlanda fóru héðan með »Botníu«: Ragnar Ólafs- son konsúll og Puríður dóttir hans, er dvelja ætlar í Englandi vetrarlangt, Arni Ólafsson frá Hartford í Banda- ríkjunum, heimleiðis, og Brynleifur Tobiasson kennari, er ætlar sér að dvelja erlendis i vetur. Útboð. Verkstjóri brúargerðarinnar á Eyjafjarðará, Júníus Jónsson, aug- lýsir i »Vm.« og »Degi« útboð í grjótflutning til brúargerðarinnar, og fylgir þar nákvæmlega þeim reglum, sam íslcndingur var að hamra á að nauðsyn bæri ti! að teknar væru hér upp. Er blaðinu því gleðiefni, að verkstjórinn skuli hafa skipast við orð þess í þessum efnum, og væntir að svo verði alment. Opinber útböð á öllutn verklegum framkvæmdum, sem hið opinbera annast, ætti að vera skylda. Guðmundur Friðjónsson skáld flytur erindi í Samkomuhúsinu í kvöld. Heiðrið skáldið með því að fyila húsið. »J?an« seldi afla sinn — kola í ís — í Fleetwood fyrir 1200 sterlings- pund. Tennis-félagið heldur funijl í bæjar- stjórnarsalnurn n.k. Sunnudagskvöld kl. 8. Tundurduflið. »Fálkinn« kom í gærmorgun til Siglufjarðar að tilhlut- un Stjórnarráðsins til þess að gera út af við tundurduflið. Eru skipsmenn næsta smeykir við gripinn og þora sem minst á honum að bæra, Er í ráði, að flytja duflið á bátnum, setn fann það (og þar hefir verið geymt) á haf út, saga síðan borðstokkinn í sundur og hleypa duflinu með var- kárni í sjóinn. Ætlar »Fálkinn«, er hann er kominn í nægilega fjarlægð, að skjóta duflið i kaf. »Villemoes«er væntanlegur á inorgun. Peir, sem eiga eftir að tá Áluminmin: Katla, potta, könnur og kastar- holur til rafsuðu, skulu ^thuga, að frá í dag til 10. þ. m. gefum við 30°|o afslátt á öllum slíkum vörum. Eiríkur Kristjánsson. Kartöflur á kr. 11,00 pokinn selur verzlun Sveins Sigurjónssonar. Islenzka smjörlíkið á kr. 1,25 l/s kg. nýkomið í verzlun Sveins Sigurjónssonar, PERSIL fæst í HAMBORG. Rúgmjöl á kr. 38,00 100 kg. fæst í verzlun Sve/ns Sigurj'ónssonar. Drengja og unglinga F-0-T eru seld með afslætti í H AMBORG Epli, Appelsínur, Vínber, Fíkjur, og Döðlur nýkomið í verzlun Sveins Sigurjónssonar. í heildsölu hefi eg fyrirliggjandi 1. fl. sóla- leður, bæði hreinskorið og í heilum húðumJi Verðið afarlágt. Þeir, sem þurfa að nota þessa vöru, ættu að tala við mig áður þeir festa kaup annarstaðar. Pantanir utan af Iandi afgreiddar gegn póstkröfu. M. H. Lyngdal. Niðursoðnir ávextir hvergi betri og ódýrari en í Q e y s i r . | Rafljósaperurnar HELIOS eru notaðar í öllum opin- : berum byggingum í Dan- mörku.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.