Íslendingur


Íslendingur - 30.01.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 30.01.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDlNGUR 3 Fræ og herfi. Undirritaður útvegar með rnjög góðum kjörum grasfræ og sáðhafra frá bezta fræsölufélagi Danmerkur. Ennfremur hin margeftirspurðu »Bíldherfi« frá Finnlandi. Komið og talið við mig áður en þér gerið kaup annarstaðar. Einar /. Reynis. Útgerðarmenn! Talið við undirritaðan áður en þið gerið innkaup ykkar á veiðarfærum og smurningsolíum til næstu vertíðar. Pað mun verða ykkur til hagnaðar. Ingvar Guðjónsson. B. D. S. Aukaskip fer frá Oslo um miðjan febrúar n. k, til Austur og Norðurlandsins. Akureyri 30. jan. 1925. Einar Gunnarsson. .................... ar skapbieylingar allra hlutverka leiks- ins. — Jón gamla, verkfæri Olafs le'k- ur Björn S gmur.dsson rnæfa vel. Smá- hlutverkin: Hiltrar biskupsson og Hinn líkjjráa, leika Ounnar Magnúíson og Páll G. Vatnsdal; leysir hinn síðarnefndi hlutverk sitt prýðisvel af hendi, en sá fyinefndi laldega. Leikfélagið hefir mikið til leiksins vandað og er útbúnaður allur hinn prýðilegasti. Nýtt fortjald fyrir leiksviðið hefir Freymóður Jóhannsson málað í stað þess gamla, sem var orðið húsinn til minkunnar. Nýja tjaldið er hið mynd- arlegasta, er á það nrálað Goðafoss og landslagið austur af honum. Foss- inn er ágætur, en heiðarnar sem sjást í fjarlægð óeðlilega grænar. D ó m a r verða næst sýndir á sunnu- dagskvöldið. Agóðinn gengur sem áður í Heilsuhælissjóðinn. Ego. OO Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 29. jan. Landlæknir skrifar í Morgunblað- ið um mænusóttina. Kveðst hafa ásfæðu til að ætla, að hún hafi vald- ið fast að hundrað dauðsföllum árið sem leið. Líkur fyrir að á ann- að þúsund hafi fengið sóttina, flestir sloppið óskaddaðir, en líklega á annað hundrað lifað eftir með meira eða minna alvarlegar lamanir. Kveð- ur samkvænit gamalli reynslu mænu- sóttina sumarlæga, og þó til séu menn innan læknastéttarinnar, sem telji möguleika á, að hún aukist aft- ur með vorinu, sé það sín skoðun að hið versta sé yfirstaðið Á mánudaginn átti að halda þing- málafund á Isafirði, en fór út um þúfur. í fundarbyrjun tilnefndi þing- maðurinn Pál Jónsson cand. jur. fyrir fundarsfjóra, en nokkur hluti fundarins afsagði liann og lauk mál- unum svo, að fundinum var hleypt upp. Pingmaðurinn hefir boðað til fundar í dag að riýju. Lík fanst í gær á Reykjavíkurhöfn, óþekkjanlegt, en ætlað vera af Gísla Jónssyni, er hvarf síðastliðið haust. Búnaðarþingið kemur saman á Kyndilmessu. Pingmálafundur á Egilsst. skorajrá Alþingiað veita fé til skólabyggingar á Eiðum á fjárlögunum 1926, enn- fremur undirbúning berklavarnar- hælis á Austurlatidi, Flugufregnir um að Hornafjarðar- ós liafi uinturnast og sé óskipgeng- ur eru ósannar: Berklaveikismeðalið komið til Víf- ilsstaða. Verður farið að nota það um næstu inánaðamót, er hjálpar- meðalið kemur. í ráði er að karlakór K. F. U. M. fari í hljómleikaför til Noregs. Menn úr hóp norsku söngmannanna, er komu til Rvíkur sl. sumar, hvetja þá til fararinnar. Frá Ósló er símað, að fjárhags- legur alríkisfundur hafi komið sam- 311 þar í dag undir stjórn Mowin- kels forsætisráðherra. Fulltrúar rnæfa frá ríkisstjórninni, vinnuveitendum, verkamönnum og vísindastofnunum. Friðarfélagið í Helsingfors og jafnaðarmenn í norska stórþinginu stinga upp á því, að Macdonald, fyrv. stjórnarformanni Breta verði veitt þessa árs friðarverðlaun No- belssjóðsins. Frá Berlín er símað: Ákaflega svæsnar umræður hafa farið fram í Ríkisþinginu. Vinstrimenn halda því fram, að stjórnin vinni að endur- urreisn keisaradæmisins. íhaldsmenn játa því í ögrunar skyni, en stjórn- in neitar og fær að lokum trausts- yfirlýsingu. Frá Ósló er símað: Á mánudag- inn lagði stjórnin fram greinargerð viðvíkjandi afstöðu ríkísins til»Hand- elsbanken*, sem hætti siörfum í fyrra haust vegna fjárhagsörðug- leika. Berge, þáverandi stjórnar- formaður, vildi sporna á móti því, að bankinn hætti störfum og fékk þá leyfi Stórþingsins handa stjórn- inni til þess að lána bankanum 3 miljónir kr. og ábyrgjast 15 miljón- ir. Nú er upplýst, að hún hefir lánað bankanum 25 miljónir af ríkis- fé án leyfis þingsins. Berge neitar að tala við blaðamenn. oc Úr heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Þorrablót ællar Stúdenlafélagið að lialda á »Cafe OuIlfoss« annað kvöld. Guðm. Friðjónsson skáld er hér gest- komandi um þessar mundir. Er þess að vænta, að liann fari ekki svo heimleiðis. að hafa ekki áður lofað bæjarbúum að hlusta á sig frá ræðupallinum. Það er ætíð hressandi, að hlusta á skáldið frá Sandi. E.s. „Goðafoss" kom frá útlöndum á mánudagskvöldið og fór héðan áleiðis til Keykjavíkur laust efíir hádcgi á miðviku- daginn. Margt farþega var með skipiuu af Austfjörðum og Húsavík, þ. á m. þing- mennirnir Halldór Stefánsson og Sigurður frá Yztafelli, og hér bættust í hópinu þing- menn sýslunnar og þm. Suður-Pingeyiuga. — Frá útlöndum komu með skipinu Hall- dór söðlasmiður Halldórsson og dóttir hans. — Sá óvani er kominn á hér, er skip leggjast að bryggjum, að fólk streymir um borð, hvort sem það hefir uokkurt erindi eða ekki, og fyllir þar alla ganga og kyma. Við komu »Goðafoss« í þetta sinn hafði slys næstum hlotist af þessu fólksstreymi upp á skipið. Landgangur- inn þoldi ekki þungann og brotnaði og var það hreinasta tnildi, að enginn skyldi meiðast. Ætti fólk að Iáta sér þetta að kenningu verða og hafa hemil á rápi sínu um borð í skipin úr þessu., Yfirfiskimatsmaðurinn, Ásgrtmur Pél- ursson, fór suður til Reykjavíkur með i>Goðaioss« og verður þar nokkra vikna tíma. Hefir hann beðið fsj. að geta þess, að Trausti Reykdal gegni yfirfiskimats- starfinu í fjarveru sinni. Frjdls verzlun. Á þingmálafuudi, sem nýlega var haldinn á Sauðárkrók, var svo- hljóðandi tillaga samþykt m. a : »Fund- urinn lýsir því yfir, að hann sé rnótfallinn aðflutningshöftum, ríkiseinokun og Lands- verzlun.« Rauðakrossdeild Akureyrar. Að lokn- utn fyrirlestri, er Steingrímur Matthíasson læknir ílutti í Samkomuhúsinu í gærkvöldi og hann nefndi »Ilt er að deyja ráðalaus«, var stofnuð Rauðakrossdeiid Akureyrar. Voru stofnendur rúmt 100. Bráðabirgða- stjórn, skipuð 12 manns, var kosin af fund- inutn til þess að semja lög deildarinnar og framkvæma aðra undirbúningsstarfsemi. Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir fór með e.s. »Mjölnir« suður til Reykjavíkur til að sitja Búnaðarþingið, er þar kemur saman á næstunni. Aðalfundur útgáfufél. íslendings verður haldinn á mánudaginn kemur á » C a f e Gullfoss«, en ekki í bæjarsijórnarsaln- um, eins og áður var auglýst. Fundurinn byrjar kl. 4 e. h. Akurcyrar-Bió. Á laugardags- og sunmt- dagskvöldið verður sýnd hin ágætamynd: »Baráttan um ástir konunnar«, og er síð- asta tækifærið að sjá hana seinna kvöldið. Samkvæmt ítrekuðum áskorunutn verður myudin ógleymanlega, »Fóstbræðurnir« (De tre Musketerer), sýnd síðdegis á sunnttdaginn, kl. 5, eu næstkomandi mið- vikudagskvöld verður sýnd 6 þátta kv'k- mynd, »Lífsbaráttan«, þar sem aðalhiut- verkið leikur Wm. S. Hart, sem er viður- kendur bezti leikari Bandaríkjauna í karl- menskuleikjutn, þar sem svaðilfarir eru meginþátturinn og alt hvílir á hugdirfð og snarræði. Kvöldsýningar byrja kl. 8'/2. Leiðrétting. Sfðuslu misserin hafa oft staðið ýmsar góðviljaðar athugasemdir í minn garð í íslendingi, án þess að mér hafi komið tll hugar að eyða um s-íkt nokkrum orðum. En hálftmdratidi varð eg, þegar eg las í síðasta blaði um hlátur minn út af vatnsgbsinu. Sannleikurinn er sá, að eg Jhafði enga hugmynd um, að neiit vatnsglas hefði oitið um koll hjá fundarstjóra, fyr en blaðið skýrði frá því. Fór eg þá að spyrjast fyrir hjá ýmsum, sem nærri mér sátu í fundarsalnum, og fékk hjá flestum sömu svörin, að þeir hefðu ekki orðið þessa varir. Svo lítið áberandi var þessi slysni fundarstjórans. En ein- staklega heppilegt verður það að telj- ast, að eftir því sem ritsjóri blaðsins hefir skýrt mér frá síðan, mun glasið einmitt hafa oitið meðan stóð á hálf- spaugilegum orðaskiftum milli fundár- sljóra og eins fundarmanns —- orða- skiftum, sem eg mun hafa hlegiö að, eins og ýmsir aðrir. Læt eg það svo ráðast, hvorí menn telja senndegra, frásögn tnína eða velviljaðar getgátur ritstjórans. En eg finn að það er vorkunnarmál, að hafa máske verið á hnotskógi allan fundartimann eftir ein- hverju hneyksianiegu í framkomu and- stæðinganna og koma svona tómhent- ur heim. Pá verður maður að lúta að litlu og jafnvel skálda í eyðurnar. Sieinþór Guðmimdsson. Aths. ritstj. Barnaskólastjórinn afsakar framkomu sína á þingmálafundinum með þvf, að hann hafi ekki séð slysni fundastjóra og hlátur sinn hafi stafað af öðrum orsökum. ísl. vitl ekki efa orð skóla- stjórans, en eitikennilega sjóndapur hlýtur hann að vera orðinn í seinni tíð að sjá ekki atburð sem gerist rétt fyrir framan hann, þegar hann sást glögglega jafnvel úr öftustu sætum ! Kr. 1,40 í ? =• ÍÉ kostar meterinn af ódýrustu: \ l Lérefíum J f Flónelum f I Tvistdúkum j | . í . f f Brauns Verzlun. ! 0 "1illltii -,,|llllii.'-",illlH'•l,,|llliii-’,l|llli'""",,llli'"-,",,|!i"""l,Hll'-'- ",|llll"’ Ö Gengi peninga hjá bönkum í dag. Sterlingspund . . kr. 27,30 Dollar .... — 5,71 Svensk króna . . — 153 61 Norsk króna . . — 87,30 Dönsk króna . . — 101,87 Samkomuhússins. Skólastjórinn segir raunar, að þeir sem í kringum sig hafi setið, hafi sömu sögu að segja; má vera, þeir hafa þá að líkindum verið orðr.ir svo sljóir og dasaðir eftir ófarir sínar á fundinum fyrra kvöldið að þeir hafa verið hálfgert viðutan. Pó skal 'þess getið, að einn nákominn vinur og flokksbróðir skólastjórans lýsíi því yfir í heyrenda hljóði, að hann hefði »roðnað af blygðun yfir framkomu skólastjórans*. Sá maðtirinti mun þó í öllu falli hafa séð atburð- ina frá sama sjónarhól og ritstj. Isl. og tvímælalaust meiri hluti fundarmanna. Petta er ekki sagt til þess að véfengja orð skólastjórans um »hálfspaugilegu orðaskiftine, sem hann segir að komið hafi sér til að hlæja, heldur til þess að benda á, að þau munu hafa farið fram hjá fleirum á fundiiium heldur en slysið með vatnsglasið. Og skóla- stjóranum verður að skiljast það, að það eru gerðar meiri og stærri velsæmis- kröfur til hans, sökum stöðu þeirrar er hann skipar, en flestra antiara. Pað sem t. d. að Erlingi Friðjónssyni liðist óátatið, gæti verið með öllu ósamboð- ið barnaskólasljóra. CC

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.