Íslendingur


Íslendingur - 15.05.1925, Qupperneq 1

Íslendingur - 15.05.1925, Qupperneq 1
9 XI. árgangur. Akureyri, 15. maí 1925 21. tölubl. Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. Steinðlíueinhsalan dauðadæmd. hngið skoraT á stjórnina, að leggja hana niður, Einokunarfjötrarnir eru að bresta. Frjáls verzlun biasir við að nýju* Við næstu áramót hverfa bæði tó- bakseinkasalan og steinolíueinkasal- an úr sögunni. Er þingið hafði afgreitt lög um afnám tóbakseinkasölunnar, kom röðin að systur hennar, steinolíu- einkasölunni. Samningarnir við enska olíuhringinn eru úti við næstu áramót, svo sem kunnugt er, og hefir stjórnin ekki endurnýjað þá. En heimildina til að halda einkasöl- unni áfram hafði stjórnin, og lék tvímæli á, hvað hún myndi gera, ef þingið léti ekki vilja sinn í ljósi í málinu. Petta hefir þingið nú gert. Fimm þingmenn, þeir: Jón Auð- unn, Sigurjón Jónsson, Björn Lín- dal, Magnús Jónsson og Ág. Flyg- enring, báru fram í Sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um að skora á stjórnina, að gefa steinolíu- verzlunina frjálsa frá næstu áramót- um. Umræður um tillöguna stóðu hátt á annan dag og voru all-harð- ar, en þeim lauk svo, að tillagan var samþykt með 22 atkv. gegn 18 Og tveir þingmenn, þeir Bernharð Stefánsson og Jakob Möller, voru fjarverandi. Og stjórnin lýsti því yfir, að hún mundi gera að vilja þingsins. Einkasalan er því dauðadæmd, en hins vegar líkindi til, að ríkið hald« áfram steinolíuverzlun í frjálsri sam- kepni við kaupmenn og kaupfélög — að minsta kosti næsta ár. Steinolíueinkasalan hefir ekki náð þeim tilgangi, sem meðhaldsmenn hennar gerðu sér vonir um í fyrstu að hún myndi selja landsmönnum ódýra olíu, að minsta kosti mun ódýrari en verið hafði hjá Steinolíu- félaginu dansk-íslenzka. En þetta fjafa orðið hin mestu vonbrigði. Verðlagið hefir sízt batnað og hagn- aður ríkissjóðs af verzlunarrekstr- inum hefir orðið mjög lítill. Samn- ingarnir, sem gerðir voru við enska olíufélagið, hafa reynst afleitir, og eru fyrir því ómótmælanlegar sann- anir, að af okkur hefir stórlega verið samið í þeim viðskiftum. Fyrir nokkrum vikum síðan var birt á prenti í einu sunnanblaðanna skýrsla frá einum hinna þektustu kaupsýslumanna landsins, Pétri A. Ólafssyni konsúl, er gerir glöggan samanburð á verði ýmsra olíuteg- unda hér og í Kaupmannahöfn. Við Kaupmannahafnarverðið er svo bætt öllum kostnaði á flutningi olíunnar hingað, og við Landsverzlunarverðið kostnaði á flutningi olíunnar út um land, og er sá samanburður alt ann- að en glæsilegur fyrir steinolíueinka- söluna. Er skýrsla konsúlsins á þessa leið: AKUREYRAR BIO esta Berlings saga. Stórferiglegur sjónleikur í 9 þáttum eftir hinni frægu skáldsögu SELMU LAGERL0F. Undirbúin til leiks af -Af A U R. I T Z S TIL L E R. . Tekin af SVENSK-FILMINDUSTRl - STOCHOLM. Verður sýnd á föstudags-, laugardags-, þriðju- dags- og miðvikud.kvöld kl. 8^/2 og sunnud. kl 5. Gösta Berling Majorskan Marianne Grev Hendrik Grevinnan Elisabeth Aðalhlutverkin leika: Lars Hanson Gerda Lundeqvist Jenny Hasselqvist Thorstein Hammarén Greta Garbo og ótal margir fleiri ágætir leikendur. Gösta Berlings saga hefir verið sýnd vfðsvegar um lönd, og alstaðar fengið sömu góðu viðtökurnar. Engin mynd hefir gengið jafn lengi. á Norðurlöndum sem hún. í Palads í Khöfn gekk hún lengur en dæmi eru til með nokkra mynd áður — sem sagt í þrjá mánuði. Myndinni þarf ekki að lýsa; um hana hefir verið svo mikið sagt í útlendum blöðum og þaðan löngu kunn- ug hér; og það fræga skáldverk, sem myndin er gerð eftir, þekkja víst flestir. Gösta Berlings saga er ekki hægt að líkja við neina mynd, sem hér hefir sézt áður — hún tekur jáeim svo langt fram. Sunnudagskvöld kl. S'A: Sivííi maðurinn í aðalhlutverkinu: WM. S . H A RT . \ Samanburður á verði á steinolíu hjá Landsverzlun og frá Kaupniannahöfn eins og það var raunverulega 6. marz 1925. Frá Kaupmannahöfn: Frá Landsverzlun: Bezta tegund af rússneskri oliu til- svarandi „Waterwhite" eða „Hvítasunnu": 1 fat 160 kg. á 0,25 . . kr. 40,00 tunnan — 12,00 flutningsgjald . — 8,00 1 fat 160 kg. á 0,40 . . . kr. 67,20 sjóvátrygging — 0,35 tunnan — 14,00 gengisrnunur — 1,55 flutn.gj. út um land — 3,00 vörutollur . . — 1,20 sjóvátrygging . . . — 0,30 Alls kr. 63, 10 Alls kr. 84,50 Gal. olía tilsvarandi „Standardwhite" og „Mjölnir": 1 fat 160 kg. á 0,23 . . kr. 36,80 tunnan .... — 12,00 flutningsgjald — 8,00 1 fat 160 kg. á 0,40 . . . kr. 64,00 sjóvátrygging — 0, 35 tunnan — 14,00 gengismunur — 1,50 flutn.gj. út um land - 3,00 vörutollur . . — 1,20 sjóvátrygging . . . — 0,30 AIIs kr. 59, 85 Alls kr. 81,80 Gasolía: 1 fat 160 kilo á 0,14 . . . kr. 22,00 tunnan .... — 12,00 flutningsgjald — 8,00 1 fat 160 kg. á 0,30 . . . kr. 48,00 sjóvátrygging — 0, 25 tunnan — 14,00 gengismunur — 1, 10 flutn.gj. út um land — 3,00 vörutollur . . — 1,20 sjóvátrygging . . . — 0,25 Alls kr. 44,95 Alls kr. 65,25 Verður þannig verðmismunur fyrir þá, sem þurfa að fá steinolíu út um land, hjá Landsyerzlun, á hverju fati: á „Sunnu" 21.40, á „Mjölnir" 21.45, á „Gasolíu" 20.30. Og efalaust yrði mismunurinn 4.00—5.00 ineiri pr. tunnu lægra verði og minna flutniiigsgjald, ef um dálítið „Parti“ væri að ræða, svo liægt væri að fá olíuna flutta öðru vísi en með föstum áætlunarskipum. Skýrslan þarf engrar skýringar við. Síðan hún kom út er liðinn rúm- ur mánuður og hefir engin tilraun verið gerð af hálfu Landsverzlunar eða dáenda hennar til að hrekja hana. Virðist joað ótvíræðilega benda á, að fátt sé nú um varnir í þeim herbúðum, sem frambærilegar geti talist, og hefir þó verið reynt að baslast við margt á undanfarinni tíð, sem varnargögn hafa átt að kall- ast. Nú er steinhljóð; jafnvel hinn orustuglaði forstjóri Landsverzlunar hreyfir hvorki hönd né fót til varn- ar. Steinolíueinkasalan er negld og getur ekki lengur umflúið dóminn. Hún hefir verið verkfæri erlends gróðafélags til þess að okra á lands- mönnum. Af reynslunni ber að læra. D. D. P. A. — steinolíufélagið danska — hafði okkur fyrir féþúfu; verð þess á olíunni var okurverð. Til þess að umflýja það er gripið til einka- sölunnar, en það reynist að faia úr öskunni í eldinn. Frá henni ev svo snúið nú, eftir sáran bruna. En við höfum af þessu lært það, að við eigum hvorki að ofurseija steinolíu- verzlunina erlendum olíuhring eða innlendri einkasölu. Verzlunin á og verður að vera frjáls samkepnis- verzlun. Olíuna á hver og einn að geta keypt þar, sem honum hentar bezt. Pað er eina heilbrigða verzl- unarleiðin. co Herpinótaveiðin r Skagafirði, Alþingi fellir heimildarlögin úr gildi. Ákvörðun sýslunefndar Skagfirð- inga um að loka firðinum fyrir síld- veiði með herpinótum verður sem betur fer að engu. Pingið hefir tekið í taumana og í snarhasti samþykt frumvarp, sem nemur úr gildi heimildarlögin, er gáfu sýslunefndunum þetta vald. Flutningsmenn frumvarpsins voru úr öllum flokkum þingsins og voru 8 talsins; þeir: Sigurjón Jónsson, Björn Líndal, Bernharð Stefánsson, Benedikt Sveinsson, Aug. Flygen- ring, Ásg Ásgeirsson, Magnús Jónsson og Jón Auðunn. Hafði Sigurjón framsögu málsins í neðri deild. Frumvarpið mætti allsnarpri mótstöðu í deildinni frá þingmönn-

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.