Íslendingur


Íslendingur - 10.07.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 10.07.1925, Blaðsíða 3
ISLENDINOUR $ Hjartanlega þökkum við ölluni, er auðsýndu okkur sa*n- úð og hluttekningu við hið sviplega fráfall og jarðarför okkar ástkæru dóttur, Ó/afar Valgerðar. Vogum, 3, júlí 1925. Þuríður Einarsdóttir. Pórhailur Hallgrímsson. LeiðarpiDgið og iýgiB. Pó að það sé óþrifaverk, að snerla við öðru eins andlegu svínadrafi eins og grein »Áheyranda« í Verkamannin- um 7. þ. m., þá ætla eg samt að fara um það »óféti« nokkrum orðum. Eg þykist ekki ganga að því grufl- andi hver sé höfundurinn. Skítug fingraför ógöfugs hugsunar- háttar sjást svo greinilega á henni, að aðeins örfáir menn hafa þau eins svört. Sannleikanum er þar svo misboðið, að réttsýnir menn, sem á fundinum sátu og ekki sjá alt í gegnum reyklituð og skæld klíkugleraugu, fyllast undrun. Lýginni er þar hreykt svo hátt, að menn væmir við. Greinin byrjar með þeirri höfuðlýgi, að íhaldsliðið hsfi flúið af hólmi ger- sigrað kl. 3'/2 um nóttina og vörn þess hafi verið veik og skopleg. Líudal hafði snemma á fundinum lýst því yfir, að hann mundi ekki sitja á fundi þessum nema til kl. 3, því mörgu væri að sinna, og þeir Jónas frá Hriflu og hann gætu talast við siðar. Hann talaði næstum eins lengi og Jdnas og engir aðrir töluðu á fundi þessum nema eg í 15 — 20 mínútur. Virtist það nóg, að þeir hvor um sig töluðu hátt á fjórða tíma og hefðu allir átt að vera búnir segja það helzta á þeim tíma. Er það einkennileg græðgi í vissum mönnum, eins og Jónasi, að vilja fá heilar nætur til þess að stæla við einn mann. Og leiðinlegt er að sitja undir slíkri þvælu og hlusta á menn segja sömu ásakanirnar oft á sama fundinum. Pað er alveg eins hægt að segja, að Jónas hafi runnið fyrir Líndal 1923, þegar hann (J.) sleit fundi kl. 3 með 8 manns á ræðuskrá og flest íhalds- menn. En út af því var ekkert veður gert. Slíkir fundir verða einhverntíma að taka enda. Að segja Jónas betri ræðumann eða mann en Líndal þori eg að telja lýgi og er óhræddur að Iáta sérfræðinga rannsaka þá í þessu efni. Og miklu meiri slettur og brfgsl- yrði við hefir Jónas. Ummæli hans óviturleg og svívirðileg hljóma mér enn í eyrum, er hann sleit fundinum með þeim orðum, að Lindal væri margfaldur ósannindamaður, bleyða og sá mesti pólitíski ræfill, er hann hefði fyrir hitt á,, æfi sinni. Er ekki orð- bragðið samboðið landskjörnum þing- manni og skólastjóra? Gréinarhöf. kallar ræður Líndals hrognagraut. En ræður Jónasar mætti kalla níðgraut og Hriflugorkúlur. Pó að Líndal talaði um að fá sér kaffi og fengi það, var ekki merkilegt. En á meðan Líndal er við kaffið, eys Jónas langmestu af skömmunum á hann. ' Annars bendir Jónas alt af á þann mæta mann eins og eitthvert úrþvætti. Þessi snjöllu ummæli, sem greinarhöf. er að hæla J. fyrir, voru mestu fúk- yrðasamböndin og sýnir það innræti þeirra manna, sem dást að slíku. Pað geta fleiri drepið menn en Sturla, sagði Jón Loftsson í Odda. Pað geta fleiri ausið úr sér óhróori á fundutn og í blöðum en nú gera.J Til þess þarf ekki mikið vit, en þeim mun meiri fúlmensku. Og ef fúlmenska og dónaskapur á að verða mest virti eig- inleiki meðal þessarar þjóðar, þá fer hún norður og niður. Ef menn ætla alment að vera til altaris hjá sendi- boðum lýginnar og rógburðarins, þá verður fáment í kirkjunum innan skams. Einn merkur maður, sem er vel kunn- ugur utanlands, sagði nýlega, að væri annað eins orðbragð viðhaft á fundum erlendis og hér á sér stað, væru fundir sprengdir eða ráðist á ræðumenn. Ummæli greinarhöf um mig, að eg sé notaður sem hrossabrestur til að reka menn af fundum með mælgi og vitleysu, skal eg ekki vera langorður um. Eg hefi talað á mörgum stjórn málafundum hér, en aldrei nema einu sinni á hverjum fundi og aðeins 15 — 20 mínútur í hvert sinn og má hver sem vill kalla það mælgi. Að mínar ræður séu vitlausari en almenl gerist, neyðist eg til að lýsa greinarhöf. lygara að. Eg hefi talað víða út um land og ýmsir hælt mér fyrir. Annars er það siður hinna vesælustu stjörnmála-horgemlinga að brígsla and- stæðingunum alt af um heimsku og mentunarskort, þó að þeir, sem brígslað er, séu bæði vitrari og mentaðri en rógberinn. Pelta sannast bezt á Lindal, þegar verið er að lofa vissa menu, honum miklu síðri, á hans kostnað. í þeirri von að þið heyrið fljótlega frá mér aftur, legg eg svo frá mér pennann. Jóh. Sch. Jöhannesson. 00 Or heimahögum. Skipulagsnejndin dvelur hér þessa dag- ana, og er aö ganga frá ákvæðum og á- ætlunum um skipulag kaupstaðarins. En það skipulag hefir verið undiibúið nieð mælingum á undanförnum sumrum. í skipulagsnefndinui eru: Quðjón Samúelsson húsagerðarmeistari ríkisins, Qeir Q. Zoéga vegamálastjóri og Guðm. Hannesson prófessor. Fimlcikasýningar. Flokkur f imleikakvenna og karla, undir stjórn Björns Jakobssonar úr Rvík, hafa haldið þrjár sýningar í Sam- komuhúsinu við ágæta aðsókn og þóttu ágætar. Síðasta sýningfn var til arðs fyrir Heilsuhæli Norðurlands, og verðskulda flokkarnir þökk og heiður fyrir. Sórstúkuþingið stóð yfir daganafrá 29. júní til 4. júlí í Rvík. Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar var endurkosin og situr því hér á Akureyri áfram. — Milli 70 og 80 fulltrúar sátu þingið. Embœtiisprófum við háskólann hafalokið: í læknisfræði: Karl Jónsson með I. eink. 183 st., Kristinn Bjarnarson 1. eink. 174 st., Ari Jónsson I. eink. 174 st. og Hannes Guðmundsson l.'eink. 160 st. í lögfræði: Valtýr Blöndal með II. eink betri 102 st., Ingólfurjónssonll. eink. betri 83'/» st., Kristján Þorgeir Jakobsson II. eink. betri 762/a st. og Sigurður Grímsson II. eink. betri 752/o st. — Jón Hallvarðsson lauk ekki prófi sakir veikinda. Meistaraprófi í ensku hefir Árni Guðna- son lokið við Khafnarháskóla með hárri I. einkunn. Rannveig fónsdóttir símamær kom með Botníu frá úllöndum. Mannalát. 1. þ. m. andaðist í Hrísey frú Sóley Jóhannesdóttir, kona Jóns Sig- urðssonar vélfræðings, hin mesta myndar- og ágætiskona, rúmlega 30 ára að aldri. Var hún dóttir Jóhannesar Davíðssonar fyrrum bónda á Syðstabæ. Banameim hennar var tæring. Pá er nýlega látin á Helluvaði í Mývatnssveit Sigríður Jónsdóttir, ekkjajóns skálds Hinrikssonar og móðir Sigurður á Arnarvatni og þeirra systkina. Ennfremur er nýlega látinn bóndinn á Narfastöðum í S.-tMngeyjarsýsIu, Jakob Jónasson, faðir Bjöms leikfimiskennara. 25 ára prestsafmœli hér i bænum átti séra Geir Sæmundsson vígslubiskup síð- astl. sunnudag. í tilefni af því var kirkjan skreytt með blómum við messugerð. ' Að lokinni guðþjónustu var haldinn safnaðar- fundur. Þar ávarpaði bæjarfógeti sóknar- prestinn og afhenti honum vandaií gullúr og festi frá sóknarbörnúm hans sem við- urkenningu fyrir langt og mikið starf þeirra á meðal. Hefir séra Geir verið einkar v'msæll af þeim— og það að maklegleikum. Hjúskapur. 30. júní síðastliðinu gaf sr. Haraldur Níelsson saman í hjónaband ungfrú Helgu Jónsdóttur hjúkrunarkonu við barnaskólann í Reykjavík og séra Jakob Kristinsson. Hjónavígslan fór fram á Þingvöllum. Stúdentar 1925. Máladeild (skólanemendur): Jörgen Pétur Hafstein I. eink. (7.25). Davíð M. Þorvaldsson I. eink. (6.98). Guðmundur Karl Pétursson I. eink. (6.95). Guðmundur Ólafsson 1. eink. (6.55). Sæbjöm Magnússon 1. eink. (6.40). I'orvaldur Blöndal I. eink. (6.35). Pétur Benediktsson I. eink. (6.13). Arnljótur Jónsson I. eink. (6.11). Gunnar Þorsteinsson I. eink. (6.11). Gerður Bjarnhéðinsson I. eink.. (6.05). B. D. Kornelíus Haralz II. eink. (5.95). Eiríkur Benedikz II. eink. (5.86). María Hallgrímsdóttir II. eink. (5.73). Ulf J. Sk. Jónsson II. eink. (5.65). Haraldur Sigurðsson II. eink. (5.64). Þorsteinn Ö. Stephensen II. eink. (5.16). Kristján Qrímsson II. eink. (4.90). Jón Guðmundsson III. eink. (4.25). Utanskóla: Einvarður Hallvarðsson 1. eink. (6.78). Björn Leví Jónsson I. eink. (6.76). Jónatan Hallvarðsson I. eink. (6.63). Steindór J. Steiudórsson I. eink. (6.58). Þorsteinn R. Stefánsson I. eink. (6.44). Björn Þ. Halldórsson I. eink. (6.18). Arngrímur Björnsson II. eink. (5.90). Benedikt Stefánsson il. eink. (5.60). Hákon Guðmundsson II. eink. (5.30). Árni Guðmundssoii III. eink. (4.41). Valgeir Helgason 111. eink. (4.41). Sigurjón Guðjónsson III. eink. (4.27). Siærðfrœðisdeild (skólanemendur): Hjálmar Vilhjálmsson I. eink. (6.79). Torfi Jóhannsson I. eink. (6.77). Qísli Halldórsson I. eink. (6.69). Bergsveinn Ólafsson I. eink. (6.44). Leifur Quðmundsson I. eink. (6.40). Qunnl. Briem Einarsson II. eink. (5.75). Kjartan Jóhannsson lí. eink. (5.52). Jóhannes Áskelsson II. eink. (4.78). Utanskóla: Valdimar Ólafsson Briem II. eink. (5.53). ®® dvalarkostnaður í Glasgów, meðan beðið er skipsferðar þaðan, fargjald og fæðispeningar á 3. farrými með skipum C. P. R. frá Glasgow eða St. John, fargjald með járnbraut (Colonist Class), frá Quebec eða St. John til ákvörðunarstaðar. Ferðafólki er Ieiðbeint eftir þörfum í Englandi af mönnum frá C. P. R. félaginu og býr fólkið í gistihúsi fé- lagsins. Bið í Englandi er sjaldnast nema fáir dagar. Fargjaldið er sem stendur $122,50, frá Rvík til Quebec. — Járnbrautarfar- gjald frá landgönguhöfn í Canada til ákvörðunarstaðar er t. d. til Winnipeg $25,00, Saskatoon $30,40, Edmonton $33,40 og Vancouver $46,25. Nánari fargjaldsupplýsingar má alt af fá á aðalskrifstofu Eimskipafélags ís- lands. Með núvérandi gengi dollars gagnvart sterlingspundi verður fargjald írá Rvík til Winnipeg kr. 815,20. - Petta fargjald er auðvitað háð gengis- breytingum. Vottorð um lækrtisskoð- un verða farþegar að hafa og vegabréf. Áritunar af breska konsúlnum á þau er ekki krafist. Enn sem komið er verða farþegar að láta skrásetja sig í Rvík, en vegn3 erfiðleika á því fyrir fólk norðan og austanlands verður reynt að fá því breytt, svo fólk geti einnig fengið farseðla og látið skrásetja sig á afgreíðslum Eimskipafélags íslands á Akureyri og Seyðisfirði. Eimskipa- félagið getur og selt farseðla til hvaða staðar sem er í Bandarikununum, á C. P. R. skipunum, og með járnbraut frá landgönguhöfn. Er í ráði að ann- að félag taki að sér þann flutning yfir New York og verður því skýrt nánar frá þvi síðar og ennfremur þeim regl- um, sem gilda um flutning á farþeg- um til Ameríku (U. S. A.) QO Útfluttar afurðir Útflutningur íslenzkra afurða í júní hefir orðið fyrir 3 391 083 kr., þar af verkaður fiskur fyrir 1 921 296 og óverkaður fyrir 173 975. Sam- fals útflutningur á ð mánuðum fyrir 25 471 423 kr. HREINAR FL0SKUR kaupir Áfengisverzlun Rikisins. Rvík 3. júní '25. FB. Eimskipafélag íslands hefir tikynt Fréttastofunni, að það hafi tekið að sér umboð fyrir Canadian Pacific Railway Co., og geti því selt áfram- haldandi farseðla frá Reykjavík til hvaða staðar sem er í Canada. Sömuleiðis geta Vestur-íslendingar fengið áfram- haldandi farseðla frá Canada til íslands. Með þessu er þó á engan hátt verið að stuðla að Ameríkuferðum. Til- gangur félagsins er aðeins' sá, að gefa fólki, sem á annað borð ætlar sér þangað, kost á ódýrari og fljótari ferð, án þess það þurfi að leita til erlendra skipafélaga til þess að komast þangað. — Fargjaldið greiðist í einu lagi og er innifalið í því: Fargjald og fæðis- peningar á 2. fanými frá Rvík til Leith, járnbrautargjald Leith-Glasgow, Verzl. Hamborg: Yfir 20 tegundir kjólatau, hvítir og misl. sængurveradúkar, Boldang mjög gott, Rúmteppi. S í r ó p mjög gott fæst í HAMBORG. Karlmannafatnaður í stóru úrvali, ennfremur Vinnufatnaður. hambor6.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.