Íslendingur


Íslendingur - 14.08.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 14.08.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 Innlegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur hjálp og hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar hjartkæra eiginmanns og föður Guð- niundar Vigfússonar. Akureyri 12. ágúst 1925. Eiginkona og börn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hjálp og samúð við fráfall og jarðarför Jóhanns Helgasonar á Syðra-Laugalandi. Aðstandendurnir. LÉREFT Lim 20 teg. af hv. léreftum 1 og 2 breiðum verð frá kr. 0,90 til kr. 4,90 pr. mt. Óbl. léreft frá kr. 0,85 til kr. 4,20 pr. mt. Dúnléreft. Hörléreft margar teg. B R A tí N S V E R Z I, II N Sími 59. Pósthólf 68. Pálí Sigurgeirsson. Símseyti. (Frá Fréttastoíu (slands.) Rvík 13. ágúsl. Utlend: Frá París er símað að stórt brot úr þingflokki jafnaðarmanna hafi sagt Painleve-stjórninni upp fylgi og neitað að samþykkja frekari fjár- veitingar til Marokkóstríðsins. Krefst flokksbrotið ennfremur að franskar nýlendur verði settar undir umsjón Alþjóðabandalagsins. Prá Madrid er símað að anarkisti hafi slcotið á Alfons konung, en konung hafi ekki sakað. Morð- tilraunin fór fram í San Sebastian- dómkirkjunni. Frá London er símað að þingið hafi eftir miklar umræður samþykt gerðir stjórnarinnar í kolanáma- málinu og tilskilda fjárveitingu. Frá Paris er símað að 2 flugmenn hafi á 3 dögum gert hringflug yfir Evrópu. París — Turin — Kons- tantinopel — Moskva — Oslo — Kaupmannahöfn — París. Frá Khöfn: Síðan í maí s. 1. er talið að 1007 menn hafi verið líf- látnir í Búlgaríu, 6000 morð framin og 1000 menn horfið gersamlega. Frá Washington er símað að MacMiIlan sé kominn til Grænlands og geri bráðum tilraun að fljúga þaðan til norðurpólsins. Símað er frá París: Frakkar hafa sem kunnugt er umsjá í Sýrlandi. Par hefir nýlega orðið uppreist gegn þeim, en er nú að fullu niðurbæld. Franska stjórnin mótmælir fregnum um mannfall og hrakfarir þar: Briand er staddur í London, til þess að ræða við Chamberlain um ör- yggismálin. Símað er frá Róm, að Orlando fyrverandi stjórnarformaður fari úr landi vegna óánægju með Mussolini. Innlend: Jarðarför Hjartar Snorrasonar fór fram hér í gær að viðstöddu fjöl- menni. Botnvörpungarnir farnir á veiðar eftir viðgerð og málningu. Útflutningur íslenzkra afurða frá janúar til júlíloka nemur 31.200 000 kr. Á sama tíma í fyrra 32.400 000. Samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins voru í júlilok komin á land 216.000 skpd.fiskjar, erreiknast verkaður.Tal- ið er að í byrjun ágúst hafi 160000 skpd. verið óseld í landinu. Sundskáli Reykjavíkur vígður á sunnudaginn var, í viðurvist mörg hundruð manna. íþróttamenn hér vænta þess, að íþróttamenn í öllum sjávarþorpum fari að dæmi þeirra og komi upp sundskálum. Síðdegis á mánudaginn brann tví- lyft hús í Stykkishólmi, eign Einars Porgeirssonar stýrimanns; fólkbjarg- aðist nauðlega. ..Kvási r“. Hann »Kvásir« Verkamannsins sendir ritstj. ísl. áskorun í 3 jiðum og krefst að fá svar við: 1. Hverjir þeir úfgerðarmenn á S’glu- lirði háfi verið, sem komið hali sér saman um, að greiða 75 aura á tunnuna. 2. Að birta stað og stundu, hvenær og hvar þeir komu sér saman um það. 3. Að skýra frá dagselningu þeirri, er stúlkunum var tilkynt kaupið, og sömuleiðis hvenær gær gengu að því. Þó heimskulega sé spurt, vill ritstj. ísl. ekki leiða hjá sér þessa 3-liðuðu áskorun, óg svarar henni eftir þeim upplýsingum, er hann hefir feng ð hjá einum helsta útgerðarmanni Siglu- fjarðar: 1. Allir þcir útgerðarmenn undan- tekningarlaust, er komnir voru til Siglufjarðar í vertíðarbyrjun og höfðu ráðnar sí drrstúlkur. Nöfuiri geiur »Kvásr« sjálfnr grafið upp. 2. A Siglufiiði í annari viku júlí- tnánaðar. Náuari tímatilgreining óþöif. 3 Strax eftir komu þeirra til S ght- fjarðar f byrjun vertíðar. Dag- setningin getur ekki komið til gre'na; vegtía þess, að stúlkurnar komu ekki samtímis. Höfðu ekk- ert út á kaupið að setja fyr en mörgum dögum síðar, að þeim fóru að þykja veiðihorfurnar slæmar, Pessi svör verður hr. »Kvásir« að láta sér nægja, og hann ætti vissulega að vera ritstj. ísl. þakklátur fyrir fræðsluna. 0r heimahögum. Kirkjcm. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Lúðrasvcit Reykjavikur undir stjórn Páls fsólfssonar hélt hér hljómleika í Samkomu- húsinu á laugardagskvöldið. Lék Lúðra- sveitin 8 Iög og þóttu þau frábærilega ve! leikin, Lögin voru þessi: Sv. Sveinbjörnsson: Ó, guð vors lands; Mozart : Ouvertúre (Zauberflöte); Beet- hoven: Lofsöngur; Brahms: Ungarische Tattz; Haydn. Andante (úr Symfoniu, g- dur); Kreutzer: Scháfers Sonntagslied; Mozart: Menuett og Kéler Béle: Ouver- túre romantiqu. Síðar utn kvöldið spilaði Lúðrasveitin nokkur lög úti. Héðan fór Lúðrasveitin með Botníu til Siglufjarðar og hélt þar hljónileika, en rúmlega hehningur hennar kom hingað aftur með »Esju« og fór land- veg suður á miðvikudaginn. Málverkasýning Eggerts M. Laxdals í barnaskólanum brást ekki vonum manna. nmnu allir, er sáu hana, og nokkuð skyn- bragð bera á þá hluti, Ijúka upp einum munni unr listfengi málatans. Alls vorn sýndar 90 ntyndir og málverk, voru þar af utn 20 vatnslitamyndir, 12 olíulitmyndir og ttm 50 blýantsteikniugar og örfáar rauðkrítar- og pennateikningar. Mynd- irnar eru frá ýmsum stöðum, Suður-Frakk- landi, Bayern, Tyrol og Kaupmannahöfn. Innlendu myndirnar eru flestar úr nágretini Akureyrar og Mývatnssveit. Yfir öllum ntyndunum er léttur og þýður blær og virðist sem málaranum sé jafn lagið að mála og teikna lifandi sem dauða náttúru. Sýningin verður opin í síðasta sinni á sunnudaginn kemur frá kl. 12 til 6 e. h. „Botnia“ kom að sunnan síðdegis á laugardaginn og' hafði fjölda farþega. Hingað komu auk Lúðrasveitarinnar m. a. ftú Polly Ólafsson og Helga dóttir hennar, frú Vilborg Orönvold, frú Sigurlaug Sig- urgeirsdóttir, frú Lilja Solnes, ungfrúnnar Anna Jónsdóttir, Annie Helgason og Val- gerður Björnsdóttir, DavíðStefánsson skáld, Brynleifur Tobiasson kennari, LárusJ. Rist, Emil Thoroddsen, Magnús Kristjánsson Landsverzlunarforstjóri, Theodor Lillien- dahl símritari, Kristján Porvaldsson verzl- unarfulltrúi, Ólafur V. Davíðsson útgerð- arntaður, Ari Jónsson cand. med. & chir. og Anton Proppé og frú. „£sja“ kom á þriðjudagsövöldið og fór aftur kl. 3 e. h. a ntiðvikudaginn austur og suður um. Nýjan söluturn opnar hf. Valur í Hafn- arstræti 104 á inorgun. Islenzk hjúkrunarkona Helga jóhanns- dóttir að nafni kom hingað tneð Botníu síðast, eftir nokkra ára dvöl í Ameríku. jí fyrra haust lauk hún hjúkrunarnámi við Almenua spítalann í Winnipeg (Winnepeg Oetieral Hospital) með á^ætum vitnisburði. Námstíminn þar eru 5 ar, ogeru hjúkrun- arkonur þaðan mikið eftirsóttar, því að spítalinn þykir einn beztur hjúkrunarskóli í Canada. Ungfrú Helga, sem er Seyð- firðingur að ætt og upprttna, ltefir í hyggju að setjast að hér á landi, og æltu hinunt stærri spítölum vorum að vera keppikefli að fá jafn lærða hjúkrunarkonu í sína þjónustu og hún er. Sig. Arngrimsson ritstj. Hænis kom hingað með Botníu og fór aftur heimleið- is með Esju. Sildaraflinn. í síðustu vikulok voru 97,993 tunnur saltsíldar komnar á land á öllum veiðistöðvitnum og 4,750 tn. krydd- síldar. Samtímis í fyrra 63,561 tn. saltsíld og 4,439 kryddsíld. Pað setn af er þess- ari viku hefir veiðin gengið fremur vel, en fullnaðarskýrslur hafa ekki fengist. Ferðamenn. Nýlega komu sunnan Sprengisandsveg Reykvíkingarnir Jón ÓI- afssonframkvæmdarstjóri Alliance-félagsins ðg Magnús Magnússon útgerðarmaður liéðan. Fóru þeir til Siglufjarðar og síðan aftur landveg suður. Dánardœgur. Friðjón Guðniundsson liakari og kona hans hafa orðið fyrir þeitri sáru sorg að missa dóttir sína utiga, Svövu að nafni, einkar efnilegt barn. Emil Thoroddsen pianoleikari heldur hljómleika í Nýja-Bio kl. 9 í kvöld. Sátiasemjari i vinnudeilum. Samkvæmt lögum frá síðasta þingi á 11 manna nefnd að gera tillögur unt skipun sáttasemjara í kaupgjaldadeilum, 5 tilnefndir af Félagi ísl. botnvörpueigenda, aðrir 5 tilnefndir af Alþýðusambandi íslands og oddamaður af Hæstarétti. Pessir hafa nú verið tilnefndir í nefndina. Af hálfu F. í. b.: Ólafur Thors, Ágúst Flygenring, Magnús Einars- son dýralæknir. Jón Ólafsson og Jes Zim- sen. Af hálfu Alþýðusambandsins: Jón Baldvinsson, Sigurjón A. Ólafsson. Magn- ús V. Jóhannefcson, Sveinn Helgason og Jónína Jónalansdóttir. Hæstiréttur tilnefndi Sig. Pórðarson fyrv. sýslttmann og er hann forntaður nefndarinnar. í verziun P. H. Láruaar Strandgötu 23, er niðursett verð á gúirimístígvélum. Nýkomið: Maskínuskór, gúmmískór, svartar og búnar legghlífar, margar teg. af fínni kvenskóm og inni- skóm. Ung stúlka sem er vel að sér í reikningi getur nú þegar fengið fasta atvinnu við búðarstörf í Lyfjabúðinni. er viðurkent bezt. Fæst í Nýja Söluturninum. Suðusúkkulaði t. d. Consum 5 kr. kg. Hus- holdnings 4kr. kg. Ergo 1,75 pk. Átsúkkulaði margar tegundir afaródýrt. Nýi Söluturninn. Ný reykt hafsíld verður til nú um helgina í Schiöths-verzlun. Ekki eraltgull sem glóir, en alt það sem hreinsað er með Hreins-„Gull“ verður gljáandi og fagurt. — Þvl ekki að nota það sem íslenzkt er. 2 stofur ásamt eldhúsi óskast til leigu frá 1. október n. k. R. v. á. --- Til SÖlu: Barnavagga og olíuvél »Libsia«. — Páll Sigurgeirsson. Prent&xuföja Ifjörua Jonssoimr,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.