Íslendingur


Íslendingur - 14.08.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.08.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 14. ágúst 1925 35. tölubl. Samvinna og pólitík. i. Dagur hefir undanfarið verið að fræða menn um það, að kaupfélög- in væru ópólitísk, og fært þeirri fullyrðingu sinni til sönnunar, að ekkert sé það í lögum félaganna eða fundarsamþyktum, er fyrirmæli pólitísk afskifti af hinum almennu málum þjóðarinnar. En á sama tíma heldur hann því eindregið fram, 'að samvinnustefnan eigi að vera pólitísk, og að allir samvinnu- menn ættu »að ganga saman í pó- litískar fylkingar.« En skylt er skeggið hökunni, segir máltækið, og Dagur segir, »að sá, sem er kaupfélagsmaður, er og pólitískur samvinnumaður,<t. en þó séu kaupfélögin ópólitísk. Mun eiga að skilja þessa röksemdafærslu þannig, að hveitisekkirnir og annar dauður varningur í kaupfélögunum sé og eigi að vera fyrir utan pólitík, þ. e. a. s. sala og kaup vörunnar, en alt í félögunum, sem hafi sál og skynjan, sé og eigi að vera pólitískt. Það getur ekki hjá því farið, að káupfélögin séu og verði einn liður í hinum pólitísku samtök- um samvinnumanna, beinlínis eða óbeinlínis, — þeim samtökum, sem Dagur telur nauðsynieg fyrir vexti og framþróunn samvinnuhreyfingar- innar. Alt tal hans í gagnstæða átt, eru hreinar og beinar blekkingar, og í algerðu ósamræmi við það, setn hann margoft hefir haldið áð- ur fram. Það hefir verið bent á það áður hér í blaðinu, að samvinnuféiags- skapurinn væri pólitískur í tveimur löndum aðeins, — íslandi og Rúss- landi, alstaðar annarsstaðar væri hann ópólitískur, og eitt helzta grundvallaratrið hans ajgert hlut- leysi í stjórnmálum. — Sambands- samvinnusamtökin íslenzku og kom- múnistarnir rússnesku tvímenna því í »turniment«, eins og komist var að orði, á móti samvinnafylkingum allra annara þjóða. Tíminn sagði raunar um daginn að dönsku samvinnumennirnir, sem til þessa háfa verið skoðaðir einna öflugastir í Evrópu, væru á eftir tímanum. Sama mun álit hans og Dags um hina óþólitísku samvinnu- menn annara landa, — pólitísku samvinnumennirnir íslenzku og rúss- nesku eru brautryðjendur hugsjón- anna. — í augum þessara blaða. II. Dagur lætur mikið yfir hugsjóna- gnótt Framsóknar-ritstjóranna og samvinnuforkólfa Sambandsins. — Samvinnan er æfagömul hugsjón og er raunar ekkert annað en hagnað- arstefnan, sem uppi hefir verið svo að segja síðan mannkynið varð til, — búningurinn er lítið eitt breyttur, það er alt og sumt, og ef um hug- sjón er að ræða hjá samvinnurit- stjórunum og yfirráðendum þeirra, þá felst hún í því, að hafa puntað samvinnubúninginn með pólitíbkum bryddingum. Níðróg samvinnublaðanna um ritstjóra íhaldsins og ýmsa aðra úr þeim herbúðum, mun frekar verða að heimfæra undir hugarþel en hug- sjónir, þó að hið fyrra leiði oft til þess síðara. Mætti jafnvel kalla níðið og ófrægingarnar hugrósir og og festa þær síðan í hnappagatið á hinum pólitíska samvinnubúningi. Dagur hefir með skrifum sínum leittsamvinnumenn eftir hinni »kristi- legu grunnlínu«, sem kalla má og hinn þrönga veg, inn á »hinn breiða grunn«; út frá honum liggur aftur m. a. hinn breiði vegur, og allir vita hvert hann stefnir. — Liggur leiðin eftir honum? öö Samninosrofin onn Erlingur Friðjónsson, hinn prúði og pennafæri,(!) skrifar 5 dálka grein í síðasta blaði Vm. um »Verkfallið á Siglufirði«. Mun hún eiga að vera skrifuð í þeim tilgangi að verja gerðir síldarstúlknanna þar, en er þannig úr garði gerð, að luín gerir þeim hið mesta ógagn og vekur djúpa fyrirlitningu á höfuudinum, — hafi þar verið á bætandi. Lygar, ófrægingar og ógeðsleg- ustu getsakir eru meginmál greinar- innar. Algerlega óviðkomandi tuenn eru dregnir inn í umræðurnar og dróttað að þeim lúalegustu áform- um. Níðrógurinn er taumlaus. Höf. dregur t. d. upp mynd af »ríkishern- um«, eins og hann segir að »hug- sjón« þeirra Jóns, Magnússonar og Jóns Porlákssonar hafi verið, hefði hún komist í framkvæmd, og hefði þá gefist á að Iíta síldarstúlkurnar reknar til vinnu »með uppreiddum axarsköftum og byssustyngjum«, eða »handteknar og færðar í bönd- um í tukthúsið«. Slík og þvílík hafi »hugsjón« ráðherranna verið og þannig hafi hugarþel Björns Lín- dals verið í garð síldarstúlknanna. Að maður, sem á að heita að hafi óbrjálaða skynsemi, þó lítil sé, skuli láta annað eins og þetta eftir sig á prenti, mun dæmafátt, en lengi getur vont versnað — og E. F. fer síversnandi. Ósannindi eru það hjá E. F., að ísl. sjái eftir 25 aura hækkuninni, sem síldarstúlkurnar fengu á tunn- una. fsl. lagði engan dóm á kaup- gjaldið annan en þann, að í meðal- ári fengi síldarstúlkurnar sæmilega borgaða vinnu sína með 75 aura söltunargjaldi, vikupeningum og öðrum hlunnindum, og hefir eng- inn orðið til að mótmæla því. Bregð- ist hinsvegar síldveiðin, verður pyngjan vitanlega létt eftir sumarið, en enginn okkar er sá spámaður, að hann geti sagt í byrjun vertíðar, AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Feðgarnir í skóginum. 8 þátta kvikmynd úr frumskógu.m Ameríku. Aðalhlutverkið leikur Miriam Cooper. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: MONTANA JIM. Afarskemtileg mynd í 5 þáttum. Aðalhlutverkið leikur DOUOLAS MAC LEAN. Myndirnar aðeins sýndar tvisvar. hvernig að aflinn muni verða, svo að hægt sé að haga sér eftir því. Ennfremur eru það ósannindi hjá E. F, að ísl. hafi sagt, að síldar- stúlkurnar hafi verið ánægðar að fara í fyrra með létta pyngju frá Siglufirði. ísl. sagði, að stúlkurnar hafi virst ánægðar er þær réðu sig í fyrra með kjörin, sem þeim voru boðin, en þar sem að veiðin hafi brugðist/hafi margar farið heim með létta pyngju. Á þessu er allmikill munur, þótt E. F. sjái hann ekki. E. F. þykist orðinn fróður um síldveiði og síldarverð síðan að bróðir hans og flestir helztu garpar Verkamannafélags Akureyrar kom- ust í þjónustu eða urðu hluthafar í »stóraféiaginu« á Tanganum. En ef hann hefir þaðan, að síldartunnan standi nú í 50- kr. dönskum í Kaup- mannahöfn, þá væri betra fyrir hanh að snú sér til annara með upplýs- ingar, sem vita um verðið. Síðustu boð í síld frá Khöfn voru tæpar 40 kr. tunnan, eða rúmum 10 krónum lægra en E. F. segir. Ber altaf að sama brunni hjá honum með sann- söglina. En þetta eru í rauninni aukaatriði.. Um samningsrof síldarstúlknanna hefir ísl. ekki annað að segja en það, sem hann hefir áður sagt, og þó að E. F. segi það rakalaus ó- sannindi, þá er það létt á metunum. Mál þetta hefir verið skýrt svo greini- lega í ísl., að þar er engu við að bæta; og þó að síldarstúlkurnar mis- skilji ráðningasamninga sína, þá breytir það engu raunveruleikanum. En það eru önnur samningsrof, sem E. F. getur um og á þarf að að minnast, og það eru samnings- rof Verkamannafélags Akureyrar við vinnuveitendur vorið 1924. E. F. segir raunar að þau samningsrof séu aðeins þvættingur úr Isl., en þar fer hann með vísvitandi ósann- indi eins og víðast hvar annars- staðar, og skal nú sýnt og sannað að svo er: í vetrarbyrjun 1923 gerðu stjórnir Verkamannafélags Akureyrar og Vinnuveitendafélagsins á Akureyri samning um kauptaxta, er gilda skyldi frá 24. nóvember 1923 til 15. júní 1924. Var samningurinn sam- þyktur af báðum fétögunum og undirskrifaðar af stjórnum þeirra. Snemma í maí 1924 framber stjórn Verkamannafélagsins þá ósk við stjórn Vinnuveitendafélagsins, að kaupgjaldið sé* hækkað, þrátt fyrir samninginn, um 2Q0/o. Vinnuveit- endafélagið tekur málið til meðferð- ar og samþykkir hækkunina frá maí- lokum, eða hálfum mánuði áður en samningurinn var útrunninn. Bar félaginu vitanlega engin skylda til þessarar tilslökunar, þar sem það gat heimtað uppfylling samnings- ins til lokatíma. Er málið kom svo aftur til kasta Verkamannafélagsins, beitir Erlingur Friðjónsson sér fyrir því, að félagið rjúfi samninginn og setji nýjan kauptaxta frá 20. maí, og þrátt fyrir mótmæli stjórnarinnar — bróðir hans, H. F., var þá for- maður félagsins — fær Erlingur Friðjónsson þessu framgengt í fé- laginu, — það gerir samningsrof að hans undirlagi. Stjórn félagsins datt ekki í hug að bera á móti því, að hér væri um samningsrof að ræða, og einn úr henni, Gísli R. Magnússon, fanst heiðri félagsins svo misboðið með því að ganga á gerða samninga. að hann gekk úr félaginu. Þessu getur Erlingur Friðjónsson ekki mótmælt, og ekki heldur þveg- ið þann blett af sér að hafa gerst frumkvöðull að samningssvikum. En sér til réttlætingar segir hann, að vinnuveitendur rjúfi oft samn- inga, er þeir hafa gert sín á milli um kaupgjald, og kemur með sem dæmi síldarútgerðarmennina á Siglu- firði, sem hafi gert samninga um, að gjalda 75 aura í söltunarlaun á tunnu, en hafi rofið þá að nokkrum dögum liðnum og gjaldi nú krónu. Og þetta kallar E' F. hliðstætt dæmi samningsrofum Verkamannafélags- ins. Hann er altaf jafn gáfaður, pilturinn. Hefir hann gleymt verk- fallinu og kröfum síldarstúlknanna. Um leið og útgerðarmenn féllust á að ganga að þeim, var vitanlega þeirra fyrri samþykt um 75 aura söltunargjaldið fallin úr gildi. Hvar samningsrofum er hér til að dreifa mun enginn sjá nema Erlingur. Frekar er vaðall E. F. ekki svara- verður.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.