Íslendingur


Íslendingur - 06.11.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 06.11.1925, Blaðsíða 3
Innilega þökk fyrir auðsynda sanníð við jarðarför Guðmundar Kristjánssonar. Rósfríður' Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson. Jarðarför móðir okkar Hall- gerðar Pálsdóttir, fer fram fimtu- daginn 12. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. I e. h. Guðjón Póroddsson, Páll Póroddsson, Ellert Póroddsson. Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Utlend: Rvík 5. nóv. Frá París er símað, að jafnaðar- menn vilji ekki styðja Painleve áfram vegna hermálastefnu stjórnarinnar. Stjórnin hefir kallað Sarrail land- stjóra á Sýrlandi heim. Mæltist illa fyrir, að hann lét skjóta á Damas- kus, er íbúarnir gerðu uppreist. Frá Washington er símað, að nefnd frá ítölum sé þar að semja um skuldir. Frá Ósló er símað, að svo mikil snjóþyngsli séu nú í Noregi að um- ferð hafi tepst víða í landinu. Frá Vínarborg er símað að em- bættismannaverkfall standi þar yfir og að borgin sé brauðlaus (Meiri líkur til að þar sé bakara verkfall.). Innlend: Álitið er að sáttasemjari sé að að gera tilraun að nýju til sátta í kaupgjaldsmálinu. Skipshafnir hafa þegar verið afskráðar á nokkrutn skipum, en flestir togárarnir eru þó enn á veiðum. Aðfaranótt þriðjudags strandaði þýzkur togari við Meðallandsfjöru. Mannbjörg varð. Góðviðri undanfarið. co Kostaboð Stórritara. Stórrilari sendir ritstjóra ísl. kveðju sína í síðasta tbl. Verkamannsins og lætur all drýgindalega. Segir m. a. að ritstjóri ísl. sé á flótta frá fyrri stað- hæfingum sínum utn Stórstúkuna og framkvæmdarnefnd hennar, og segi nú að har/n hafi aðallega átt við Stórrit- ara í skrifum sínum. Ritstjóri fsl. hefir ekkert tekið aftur af því, sem hann sagði um Stórstúkuna og framkvæmdar- nefnd hennar í grein smni sÁfengis- bannið', þar var ekkert ofmælt og því ekkert að taka aftur eða flýja frá< En eins og allir vita, sem greinina hafa lesið, var hún aðallega svar gegn skrifum Stórritara í Verkamanninum, þó virðulegur Stórtemplar bæri þar einnig á gótna. Er því ekkert undan- hald í því þó ritstjóri ísl. segist hafa aðallega átt við Stóiritara, úr því að greinin var mestmegnis svar til hans. Pá beinir Stórritari þeim spurningum til ritstjóra ísl., hvort hann (Stórritari) hafi ekki skrifað allhvast um bannmál- ið áður en hann varð Stórritari, og hvort hann muni ekki gera það þótt hann hætti að gegna því embætti. Spurningunum getur ritstjóri ísl. svar- að með jú og sennilega, en hér kemur ÍSLENDINGUR Stór útsala byrjar f dag, föstudaginn 6. nóvember Verzl. AKUREYRI Valg, og Halld. Vigfúsd. 1 Nýkomnar vörur: Með síðustu skipum fékk verzl Brattahlíð miklar birgðir af allskonar vörum. Má þar til nefna meðal annars: Kex, rnargar teg. Mjólkurosta Kryddvörur allsk. Rúsínur Leverpaastej Senep í gl. Sveskjur Sardínur Tomato-sósu Fíkjur Lax niðursoðinn Capers-sósu Dósamjólk Fiskbollur Grænar baunir Hreinl ætisvörur í miklu úrvali, óvenjulega ódýrar. Sælgætisvörur: Niðursoðnir ávextir: kurkaðir ávextir: Átsúkkulaði m. teg. Ananas Perur Confect-fíkjur Perur Aprikósur Döðlur Ferskjur Ananas Lakrís Aprikósur Ferskjur. Ath. Eins og að undanförnu gera menn bezt kaup á allri nauðsynjavöru í Verzl. Brattahlíð. B. D. S. Peir, sem ætla að senda vörur með s/s »Nova« til Siglufjarðar, ísa- fjarðar, Reykjavíkur, verða að hafa skilað fylgibréfum yfir þær á afgreiðsl- una fyrir hádegi á morgun. Akureyri ó. nóv. 1925. Afgreiðslan. F U N D U R verður haldinn í stjórnmálafélaginu »Verðandi« í Nýja Bió í kvöld (föstudag) kl, 8. Rædd félagsmál og þjóðmál. Björn Líndal alþm. mætir á fundinum. Stjórnin Útgerðarmenn, sem hafa hugsað sér að koma vélum til viðgerðar á verkstæði mínu í vetur, eru vinsamlegast beðnir að gera mér aðvart um það sem allra fyrst. fón S. Espholin. g Utsalan hjá Jacobsen hættir á laugardagskvoldið. ........................................Illlln...................................Ulllu........... antiað til greina. Pað eru gerðar hærri velsæmiskröfur til Stórritara en til rit- stjóra Verkamennsins. Meðan að H. F. var aðeins ritsfjóri Verkamannsins var hann ekki virtur þess að mark væri á honum tekið, þó hann notaði bann- málið til mannorðsskemda og róg- burðar, en þegar hann er orðinn Stór- ritari og þarafieiðandi talsmaður Stór- stúkunnar í blaði sínu, verður að taka tillit til hans i ákugamálum hennar, Og þess vegna, á honum ekki að líð- ast að viðhafa atgasta skrílmensku rit- hátt er hann ritar um þau. Og þegar svo langt er gengið í ósómannm, að reynt er að hafa æru og mannorð af mönnum, eins og Stórritari gerði í greinum þeim er svarað var hér í blaðinu nýlega, er sá blettur seltur á virðingu Stórstúkunnar sem seint verð- ur þveginn af.úrþví franikvæmdarnefnd hennar hefir látið athæfi hans óátalið. Pá kemur að kostaboðinu sem Stór- ritari býður ritstjóra ísl. Það er á þá leið, að þeir í sameiningu scndi öll- um stúkuumboðsmönnum á landinu skrif beggja um áfengismálið og leiti umsagnar peirra um pau! Retta finst Stórritara ákaflega vel boðið. Pví stakk hann ekki upp á því, að láta fram- kvæmdarnefnd Stórstúkunnar vera dóm- stólinn, það var þó allaf handhægra úr því hún er hér á staðnum. Nei, ritstjóri ísl. hafnar þessu ágæta boði(|), en gerir honum þess í stað annað, sem tvímælalaust er sanngjarnt og er það þannig: að öllum prestum í Eyja- fjarðarsýsluprófastsdæmi séu send skrif beggja, og þe'r beðnir að dæma þau. Gangi Stórritari ekki að þessu, er sýni- legt hvaða traust hann hefir á málstað sínum. Tilboðið stendur til mánaðar- loka, •i4"- Or heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn Málshöfðun. Verksmiðjufélagið á Ak- ureyri (Gefjun) hefir nýlega höfðað mál gegn Akureyrarbæ vegna truflana á vatnsrensli Glerár er félagið telur að rafveitan hafi valdið síðastl. vetur og sem tálmað hafi vinnu í verksmiðjunni. Krefst félagið hárra skaðabóta og gerir kröfu um, að bæjarstjórnin samþykki ó- takmarkaðanrétt verksmiðjunnartil vatns- virkjunar í Glerá. Hjúskapur. Ungfrú Ingibjörg Halldórs- dóttir og lngólfur Guðmundsson Seyðfjörð bæði héðan úr bænum voru gefin saman í hjónaband fyrra Iaugardag, Trulofun. Nýlega hafa birt trúlofun sína ungfrú Björg Sigurðardóttir og Pórð- ur Guðmundsson skipstjóri og ungfrú Elin Jóelsdóttir og Ingimar Jónsson gullsmiður. Söngskemtun. Frú Jóhanna Sigurbjarn- ardóttír söng i Bíó á sunnudags- og þriðjudagskvöldið, við freniur litla aðsókn. Frúin hefir laglega rödd sem nýtur sín sérstaklega á lágum tónum. Ungfrú H'er- mína Sigurgeirsdóttir aðstoðaði við söng- inn og tókst fyrirtaks vel. Slysfarir. Nýlega skolaði brim tveimur unglingspiltum út af bryggju á Blönduósi og druknuðu báðir. Hétu þeir Porsteinn Erlendsson frá Hnausum og Guðm. Sig- urðsson frá Hvammi i Laxárdal. Tvœr sýningar verða í Bíó á Sunuudag- inn. Kl. 5 síðd. verður myndin 33,333 sýnd í síðasta sinn, og um kvöldið kl. 9 verð- ur „Ókunni maðurinn Jrá New York“ sýndur, er það mynd sem mikið er látið’af. STOFA fyrir einhleypa er til leigu nú þegar í Norðurgötu 19. Tek til geymslu hjólhesta. Kristján bílstjóri. Plusmubiur til sölu. R. v. á. sHa l u r"i n n í gamla Bíó er til leigu og 2 herbergi hentug nóta- eða smíðaverkstæði. Kristján bílstjóri. Til sölu er nú þegar mótorbátur með nýrri 10 HK. Randers-vél og og nýju línuspili, næg veiðarfæri í góðu standi fylgja bátnum. Kljáströnd 28. okt. 1925. Baldvin Kristinsson. Súkkulaði hefir lækkað mikið í verði í BRA TTAHLÍÐ. Prentsmiðja Björns Jónssonar, { FI ó n e 1 frá kr. 1.10 pr. mt. í I Brauns Verzlun. i Páll Sigurgeirsson. EF .......................... Vetrarstúlku vantar mig"í"árdegisvist. Ásta Sveinsdóttir Qránufélagsgötu 9, 4«uiiiii'"""uiii,,"",iiiiiin~"iiiiiii"""iiiiii'"""iniii."""iiiiii'

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.