Íslendingur


Íslendingur - 23.04.1926, Page 1

Íslendingur - 23.04.1926, Page 1
SLENDINGUR Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI í. árgangur. Akureyri, 23. apríl 1926. 17. tölubl. Bankamálið. Eftir Björn Kristjánsson. (Framh.). Hin nauðsynlegu undirstöðuatriði. Til þess að nefndin geti unnið þetta ætlunarverk sitt, hlutu undir- stöðu rannsóknaratriðin að vera jþessi: 1. að rannsaka hvaða möguleikar eru yfir höfuð á því, í svo fá- mennu og fátæku landi, að gefa út bankaseðla, sem séu jafnvel trygðir og gerist í er- lendum seðlabönkum, og fyrir hversu mikilli upphæð sé hægt að fá slíka seðlatryggingu hér á landi hjá þeim viðskifta- mönnum, sem Iíkastir væru til að geta skift við seðlabank- ann; 2. að rannsáka með aðstoð banka- endurskoðandans hinn raun- verulega hag Landsbankans, því á annan hátt var ómögu- legt fyrir bankanefndina að viía um hversu mikið fé ríkissjóð- urinn þurfti að leggja honum til moí ooSlnniin. r\a ,,or því meiri ástæða til þessa, sem eg í nefndaráliti mínu í fyrra á þingskj. 367 gerði áætlun um hversu örðugur fjárhagur bank- ans væri; 3. að rannsaka hvar allir þeir rnenn eigi að fá bankahjálp, sem Landsbankinn verður. að vísa á bug, þegar hann verður að fara að lána eftir reglum seðlabanka, og allir þeir menn, sem íslandsbanki verður að hætta viðskiftum við, vegná inndráttur seðla hans; 4. að rannsaka hversu dýrt lánsfé banka má vera, sem rekur ai- menn íslenzk bankaviðskifti, til þess að borgi sig að taka lánið. Af áliti meirihlutans er ekki hægt að sjá, að hann hafi yfir höfuð at- hugað þessi aðal grundvallaratriði í málinu, sem óhlutdrœg niðurstaða af rannsókn hans í málinu hlaut að hvíla á. Álit meirihlutans virðist því fara mjög fyrir ofan garð og neðan, en þrátt fyrir það mun nú eiga að kasta teningunum urn, bygt á þessu áliti, hvort Landsbankinn eða sérstakur seðlabanki á að taka við seðlaútgáfuréttinum. Seðlabanki verður að vera »einu stigi varkárari< en aðrir varkárir bankar. Til þess að banki geti rekið seðla- banka-starfsemi, þarf þann fyrst og fremst að gera sér ljóst, hverjum hann getur lánað seðla sína, og hvort fjárhagur þeirra sé svo traust- ur, að hann eigi víst að geta lánað seðlana gegn jafngóðum tyggingum, eins og seðlabankar annara landa verða að gera, til þess að seðla- bankinn, og gjaldmiðili hans, geti notið óskoraðs trausts innanlands og utan. — Um þessar tryggingar og varúð- ina, sem seðlabanki þurfi að hafa farast yfirbankastjóra Noregsbanka svo orð í áliti sínu, sem fylgir meirihlufanefndarálitinu (bls. 59.): »bankinn verður að vera einu stigi varkárari en hver annar varkár banki.« Og þessi orð mundi hver glögg- ur bankamaður undirskrifa, og að minsta kosti ekki draga úr því, að tryggingarnar og varúðin yrði að vera svo góð, því annars getur seðlabankinn ekki unnið sitt ætlun- arverk. Efnahagur og lánstryggingar. — Efnahagur þjóðanna er mjög misjafn. Hjá einni þjóð má skifta honum í mörg tröppustig, sem hafa lengi notið tryggra atvinnuvega í friði, og eru þroskaðar á fjármála- sviðinu, hafa fátæklinga, bjargálna- menn, vel efnaða menrr, og loksins fjölda af grónum ríkismönnum og félögum, sem reka landbúnað, stór- iðnað, siglingar, námurekstur, verzl- unarfyrirtæki o. s. frv. Til þess nú að seðlabanki geti komið nægum seðlum í umferð, sem landið þarfnast, verða að vera tjl svo margir stóreignamenn eða telog í lanainu, ílu uaimum kornið seðlunum út, gegn eins góð- um tryggingum, eins og seðlabank- ar alment verða að heimta, ef hann er ekki banki bankanna, að mestu eða öllu leyti. Ef seðlabanki lánar einstökum firmum, er áskilið, að minst tveir af þessum grunnmúr- uðu mönnum eða firmum standi á hverjum víxli, og verða þeir þá líka að hafa eitthvað saman að sælda. Fyrir reikningslánunum, sem standa mega 6 mánuði og í hæsta lagi eitt ár, verða lántakendur venjulega að setja sem tryggingu, annaðhvort trygt fasteignaveð, eða tryggar obligationir, sem metnar eru á kaup- höllum erlendis. Það þykir ekki trygt að seðlabankar fari ógætilega að. Og tryggingarreglur hljóta þó að vera hinar sömu, hvort sem land er stórt eða lítið, sem seðlabanki starfar í. Þá koma aðrar þjóðir, sem etu fátækar, hafa marga fátæklinga, all- marga bjargálnamenn, einstaka vel efnaðan mann eða firma, en enga ríkismenn eða firmu. Slíku iandi vantar því efstu hœðina í efnahags- bygginguna, sem seðlabankar er- lendis fá aðal-næringu sína frá, og sem gerir þeim mögulegt að vinna ætlunarverk seðlabanka á nægilega tryggan hátt. Til þessa fátæka flokks tel eg ísland. En við það bætist, að atvinnuvegir íslands eru að mun áhættumeiri en atvinnuvegir flestra annara landa, og svo ein- hliða, að þess eru fá dæmi annar- staðar. Þess vegna eru efni hér, þó þau myndist í bili svo óstöðug, að þau geta verið horfin þegar minst varir. Það leiðir af sjálfu sér, að því veikari sem hinn almenni efnahagur er, því vandameira er að stjórna seðlabanka og því vitrari, reyndari AKUREYRAR BIO Laugardagskvöldið kl. 8^2: Drengurinn minn. 7 þátta kvikm., athyglisverð og lærdómsrík. Aðalhlutverkið leikur: BEN ALEXANDER, drenghnokkinn víðfrægi. Sunnudags- og miðvikudagskvöld kl. 872: Landnemar Ameríku. Kvikmynd í 9 þáttum. Leikin af amerískum Ieikendum. Þessi mynd er frá frumbýlisárum hvítra manna í Ameríku, ágætlegar lýsingar á hinum ýmsu erfiðleikum og hættum, sem þeir áttu við að.stríða. og samvizkusamari þarf bankastjórn- in að vera. Þetta brýna líka banka- stjórar þeir, er álit hafa gefið í má[- inu fyrir oss. Og reynzla vor gerir hið sama, sem ekki er auðið að ganga fram hjá, ef rneð réttsýni á að dæma um skilyrðin fyrir seðla- útgáfu hér á landi. . 1830 víxlar 10°/o af útlánum. Rétt er í þessu sambandi að veita eftirtekt sögubroti úr sögu Noregs- banka, í sem er VII. kafla bls. 56, í áliti meirihlutans. Þar er sagt frá, að Noregsbanki hafi byrjað útlán 1818, og að þá hafi verið ákveðið, að bankinn skyldi lána seðla sína að b/a út á fasteignaveð, að lA út á víxla, voru seðlarnir þá óinnleys- anlegir. En svo er ennfremur skýrt frá, að víxlarnir hafi 1830 ekki num- in nema Vio af útlánunum, og að það hafi ekki verið víxlar, sein keyptir voru til þriggja mánaða eins og nú gerist, heldur hafi það verið víxlar trygðir með veði (víxilobligationir), sem höfðu langan gjaldfrest. Nor- egur var þá þó 9 sinnum fólksfleiri en ísland er nú. Hvaða ályktun á nú að draga af þessu? Á maður að draga þá álykt- un, að Norðmenn hafi ekki T830 kunnað að nota víxla? Er það ekki miklu fremur sú ástæða, að það hafi á þeim tíma vantað efstu hæð- ina í efnahagsbyggingu Norðmanna, stórefnamennina, er smámsaman sköpuðust síðar og gerðu seðla- bankanum mögulegt, að líta á per- sónutryggingu jafn trygga og fast- eignaveð væri sett fyrir víxlum þess- ara manna. Eg lreld að svo sé, enda er það eðlilegasta skýringin. Það er þá fyrst mögulegt fyrir seðlabanka, að kaupa víxla með persónutrygg- ingu að hægt sé að treysta þeirri tryggingu eins vel, og að 1. veð- réttar fasteignaveð væri sett fyrir víxlunum. Fjárhagsástæður vorar líkar og í Noregi fyrir 100 árum. Ef vér athugum nú vorar eigin fjárhagskringumstæður, þá munuin vér sjá, að oss vantar einmitt efstu hæðina í efnahags bygginguna eins og Norðmönnum vantaði um 1830, til þess að geta, svo utn munar, Iátið seðlabanka vorn lána beint út á persónutrygða víxla, eins og ger- ist í stóru löndunum. En vér get- um gert það óbeint, látið sérstaka stofnun gera það eins og eg og minijjhluti nefndarinnar hefir lagt Hvernig eru seðlarnir trygðir hér. Hinn 30. sept. f.á. áttu bankarnir í umferð af seðlum um 11 miljónir króna. Er þá að líta á, hvort trygg- ingin fyrir þessari seðlaupphæð sé jafnörugg, eins og gerist í öðrum löndum, og verð eg að draga það mjög í efa. Aðalatvinnuvegir vorir eru þrír, landbúnaður, sjávarútvegur og verzl- un. Hjá þessum atvinnuvegum verð- um vér að leita að stórefna eða ríkismönnunum, sem eru svo efnum búnir, að þeir geti trygt álíka víxla- fúlgu jafnvel og víxlar eru trygðir í erlendum seðlabönkum. Og að því er sjávarútveginn snertir, eru það aðallega botnvörpuskipa eig- endur, er til greina koma að skifta við seðlabanka. Eftir minni þekk- ingu á þeim útvegi, tel eg að sárfá útgerðarfélög geti boðið fram víxla að mun, sem eru jafn vel trygðir og ef gott fasteignaveð væri sett víxlunum til tryggingar. Og það lakasta er, að afkoma þessa útvegs virðist nú alveg háð uppæstum al- menningi. Annars er afkomu þessa útvegs vel lýst í athugasemdum við frv., »um stöðvun á verðgildi ískenzkra peninga« á þingskj. 50, sem þm., sem er í gengisnefndinni hefir bor- ið fram, herra Tryggvi Þórhallsson. Ekki er líklegt, að seðlabankinn geti komið mörgum miljónum króna seðlum út til þessa útvegs, sem trygðir eru með persónutryggingu, ef tryggingin á að vera seðlabanka hœf trygging. Og um nokkur veru- leg viðskifti seðlabanka við smærri útgerð gæti tæplega verið að ræða. Vér komum þá að kaupmanna- stéttinni. Flestir eru kaupmennirnir fátækir, og eiga í basli, nokkrir

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.