Íslendingur


Íslendingur - 28.05.1926, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.05.1926, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGUR Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XII. árgangur. Akureyri, 28. maí 1926. 22. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld kl. B A V U 7 þátta kvikmynd frá stjórnarbyltingunni á Rússlandi. kunnuin leikurum. Leikin af heims- Sunnudagskvöld kl. S1/*: I kveldbirtu New-Yorkborgar 7 þátta kvikmynd, sþennandi og fjölskrúðug. — Aðalhlutverkin leika: Harrison Ford, Doris Kenyon, Lowell Sherman o. fl. Síldarsalan. Kaflar úr framsöguræðu Björns Llndals f Nd. um síldarsölufrumvarpið. Pótt ísl. eigi ekki samleið með þing- manni kaupstaðarins í síldsrsölumálinu, telur blaðið sér engu að síður skylt, að lofa kjósendum hans að kynnast því, hvérnig þingmaður þeirra heldur á málstað sínum í þessu þýðingar- mikla máli og birtir hér því helztu kaflana úr framsöguræðu hans: Síldareinkasalan og frjáls verzlun. »Credo ego vos judices mirari — «, sagði Cicero endur fyrir löngu, þegar hann mjög ungur byrjaði sína fyrstu ræðu fyrir rétti í Róm. Hann bjóst við því, að dómararnir. mundu undr- ast það, að hann, jafn ungur maður og óreyndur, skyldi hafa tekist þann vanda á hendur að flytja slíkt stórmál. Eg get búist við því, að sumir hv. þm. undrist það, að eg skuli gerast flm. slíks frv., sem hér liggur fyrir, ekki fyrir sakir æsku minnar, sem því miður er liðin, heldur vegna þess, að eg er orðinn talsvert þektur að því, að vera fylgismaður frjálsrar verslunar. Sumum kann nú að virðast svo, sem eg hafi skift um skoðun í þessu efni, en svo er þó í raun og veru ekki. Það út af fyrir sig, að skiíta um skoð- un, tel eg hins vegar engan glæp. Þegar skoðanaskiftin byggjast á auk- inni þekkingu og reynslu og samvizku- samlegri yfirvegun, eru þau engum manni til vansæmdar, heldur þvert á móti. í þessu máli verður mér þó hvorki talið til sæmdar né vansæmd- ar að hafa skift um, ef satt er sagt og réttilega er dæmt. Eg álít eins og áð- ur, að frjáls verztun eigi að vera aðal- regla í öllu viðskiftalífi og að ekki beri að víkja frá henni, nema alveg sérstakar ástæður séu fyr|r hendi. Pað er svo með þetta eins og annað, að engin regla er án undantekuingar. Eg lít svo á, að rétt sé og sjálfsagt að reyna undantekningarleiðir, þegar aðal- vegirnir reynast ófærir. Sannur frið- arvinur getur stundum ekki komist hjá ófriði hvað feginn sem hann vill. Það væri alveg jafn fráleitt að telja það á móti lögmáli frjálsrar verzlunar, þó að vikið sé frá henni, þegar svo sérstak- lega stendur á, að hinir almennu kostir hennar fá ekki að njóta sín, en göll- unum stendur aftur á móti byr undir báða vængi, — eins og kalla þann mann óróasegg, illindamann og frið- arspillir, sem neyðist til að verja líf sitt eða hús sitt og heimili í bardaga- vísu. — Sem sagt, eg álít, að nauð- syn geti brotið lög, í þessu efni, eins og öðrum. Það er líka ólíku saman að jafna, þeirri hugmynd, sem hér liggur fyrir, og þeim einkasölum, sem við höfum átt við að búa. Hér er aðeins um það að ræða, að mynda félag til þess að vinna að betri sölu á síld, en þetta félag er ekki hægt að mynda nema með hjálp löggjafar- valdsins. Undrunin yfír því, að eg skyldi flytja þetta frv. hefir, að því er mér virðist, orðið minni en eg bjóst við, og eg tek það sem vott þess, að hv. þm. skilji, hve mikið nauðsynja- mál þetta er. — Mér er óhætt að full- yrða, að við flm., eða að minsta kosti 3 af okkur, sem erum eindregnir fylg- ismenn frjálsrar verzlunar, höfum mikið um málið hugsað, og gert okkur það ljóst, hve mikilvægt spor við stígum, ef þetta frv. verður samþ. Svíar koma til sögunnar. . . . Sænskir síldarkaupmenn byrj- pðu snemma á því, að fá sér umboðs- menn hér, einkum danska, og létu þá kaupa síldina fyrir sig nýja og salta hana fyrir sinn reikning. Á þennan hátt náðu þessir kaupmenn tökum á tiltölulega mjög mikilli Síld fyrir Iægsta framleiðsluverð. Rað er ekki hægt að segja, að þetta sé beinlínis á móti lög- um. Pað er hægur vandi að gera slíka samninga þannig úr garði, að við þá sé ekkert að athuga frá laganna sjónarmiði. tslenzk löggjöf bannar auðvitað ekki að kaupa tunnur og salt með þeim skilyrðum, að þetta eigi að borga í vertíðarlok með saltaðri síld I sömu tunnum. En afleiðingin af þessu er sú, að þessi framleiðsla er nú að mestu í höndum útlendinga, jafnskjótt og búið er að salta hana í tunnurnar. Sérstaklega hafa mikil brögð orðið að þessu eftir að okkar núgild- andi fiskiveiðalöggjöf gekk í gildi. Pað má vera, að önnur ástæða liggi þar að baki og skal eg ekki fara út f það nú. Ef tilefni gefst til, skal eg víkja að því síðar. — Þetta fyrirkomulag á síldarverzluninni, sem nú er, gerir það að verkum, að þessir útlendingar, sern kaupa síldina, eru alveg einráðir yfir síldarverzluninni, að minsta kosti fram eftir sumri, og hafa dregið hana úr höndum íslendinga. Þeir geta selt fyrstu framleiðslu með góðum hagnaði og byrgt sig upp til bráðabirgða með þessari fyriifram keyptu síld og jafn- framt geta þeir bægt frá markaðinum þeim íslendingum, sem reyna að salta fyrir eigin reikning. Hagnaðurinn af síldarverzluninnl rennur í vasa sænskra stór- kaupmanna. A síðustu árum hefir vanalega feng- ist hátt verð fyrir allra fyrstu fram- leiðslu og vonin um þetta góða verð hefir gert það að verkum, að allir hafa kepst við að koma síld sem fyrst á markaðinn. Hefir þá stundum borist of mikið að af síld, sem illa þolir geymslu, en það er einkum sú síld, er fyrst fiskast, og hefir hún oft stór- skemst í sumarhitanum á hinum er- lenda markaði, og stundum orðið ónýt með öllu. Eru dæmi til þess, að sölu- verð hennar hefir ekki einu sinni hrokkið fyrir áföllnum kostnaði á er- lendum markaði. Samkv. lögum hinn- ar frjálsu samkepni, myndi það verða erfitt fyrir útlenda síldarkaupmenn, að halda uppi verði á sinni síld, þegar nóg síld önnur er á markaðinum. Auð- vitað er þetta líka nokkuð erfitt stund- um, og þegar til lengdar lætur, getur ekki svarað kostnaði að reyna það. En þetta er tiltölulega létt að gera, hvað snertir fyrstu síldina, því að þeir kaupmenn, sem bezt hafa samböndin í Svíþjóð, geta venjulega selt sína síld jafnóðum og hún kemur þangað, og án þess að kaupendurnir viti, að ódýr- ari síld standi til boða. En þeir kunna líka ýmisleg ráð til þess að komast hjá óþægilegri samkepni. Peir eru sjálfir matsmenn og meta síldina eftir eigin geðþótta. Peir geta ráðið, hvort. varan er talin »príma« eða »secunda«. Ef hún fær 2. flokks stimpil, er þar með spilt fyrir sölu á henni. Pað er óhætt að fullyrða það, að hagnaður- inn af síldarverzluninni rennur nær ein- göngu f vasa sænskra stórkaupmanna. Og það er ekkert til þessa að segja frá löglegu verzlunarsjónarmiði. * Peir eru kaupmenn og hugsa eðlilega mest um það, að skara eld að sinni köku eftir mætti. Peir standa bezt að vígi, koma sinni síld fyrst á markaðinn og vita altaf, hvernig sakir standa þar. Pannig gengur þetta þangað til út- séð er um veiðina. Ef mikið veiðist, þá Iækkar verðið og getur endað með þvi, að sumt af síldinni verði óseljan- legt. Ef lítið veiðist, þá getur verðið hækkað stórkostlega á skömmum tíma. Þá sjá sænskir stórkaupmenn sér hag í, að kaupa upp allar síldarbirgðir og setja þá verðið hátt gagnvart neytend- unum. — Stórkaupmennirnir geta vit- anlega ekki haldið háu verði, þégar mikið fiskast, þeir græða tiltölulega mest, þegar Iftið fiskast. Pessir menn hugsa auðvitað mest um sjálfan sig, þar næst um sína eigin þjóð og minst um okkar hag. Pað er þeim í hag, að ekki sé saltað meira árlega en góðu hófi gegnir og það er þess vegna ekki nema eðlilegt, að þeir geri sitt til að draga úr því, að veiðin verði mikil. Petta geta þeir líka með ýmsu móti, t. d. með þvf, að láta okkur ísiendinga gefast upp á því að salta fyrir eigin reikning. Til þess þurfa þeir ekki annað en að setja verð á söltunarsíld svo lágt, að betur borgi sig að selja síldarverksmiðjunum nýju síldina til bræðslu, og setja verð á saltaðri síld svo lágt, að það borgi sig ekki fyrir okkur íslendinga að salta hana fyrir eigin reikning. Verksmiðjurnar lækka þá Iíka verðið og afleiðingin verður sú, að útgerðin ber sig ekki. Pessi ráð hafa þeir í hendi sér og þeim er að takast þetta. — Pað verður að segja það eins og það er, og það er ekkert launungarmál, að það hefir þótt keppikefli að vera umboðsmaður fyrir þessa menn. Pað hefir verið alltrygg- ur atvinnuvegur, og eins og annar- staðar, þar sem einhvern feitan gölt er að flá, hafa margir viljað vera nær- staddir. — Nú er komið svo, að um- boðgmennirnir undiibjóða hver annan, þangað til að jafnvel þeir geta engan hagnað af þessum viðskiftum haft. Síldveiðar Norðmanna. . . . Pað er oft tiltölulega létt að fara kringum Iðgin, og ekki síður fiski- veiðalög en önnur lög. Eg fullyrði ekki, að Norðmenn geri þetta, því að eg hefi engar sannanir í höndunum fyrir því. En eg vil leyfa mér að benda á eina aðferð til þessa, sem til- tölulega er létt að nota. Pegar Norð- menn koma hingað til þess að fiska utan landhelgi, geta þeir flutt með sér meira af tunnum og salti, en þeir geta haft í skipunum meðan þeir eru að fiska, því að rúm þarf að vera á þil- fari til þess að unt sé að verka síld- ina og koma henni fyrir í lestinni. p3Ö getur því komið sér mjög vel, að geta selt 5 — 600 tunnur íslenzkum manni í landi, selt þessum sama manni seinna síld í þessar sömu tunnur, og keypt svo af honum þessa sömu síld í þessum sömu tunnum, þegar þeir leggja af stað heimleiðis. Petta getur alt verið löglegt, en hér getur líka verið um leppmensku að ræða af versta tagi, án þess að létt sé að sanna það. Pannig geta Norðmenn komið þessu fyrir, og siglt síðan með fullfermi beina leið til Svíþjóðar og selt síldina þar sér að skaðlausu ódýrara en við getum. Eitt er það, sem eg vil leyfa mér að benda á í þessu sambandi og sér- staklega biðja hæstvirta stjórn að at- huga vel og vandlega, og það er það, hvort Norðmönnum sé leyfilegt, sam- kvæmt alþjóðaverzlunarlöggjöf og venjum, að bjóða þá síld, sem fiskuð er utan landhelgi og ekki er verkuð samkvæmt íslenzkri Iöggjöf, á útlendum matkaði, sem fyrsta flokks íslenzka síld. Petta viljum við banna ef hægt er að lögum. Vitanlega standa Norðmenn mun betur að vígi að ýmsu leyti en við. Peir sleppa við útflutningsgjald, tunnutoll og útsvörin, sem eru vægast sagt, hóflftil. Enginn má skilja orð mín svo, að eg vilji setja þránd í götu frænda vorra, svo að þéir njóti ekki fullra laga hér, en okkur verður ekki *áð, þótt við viljum vernda rétt okkar, sem lög frekast leyfa. Við getum ekki viðurkent, að þeir hafi rétt til þess að bjóða sem islenzka síld á útlend- um markaði, síld, sem fiskuð er utan

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.