Íslendingur


Íslendingur - 28.05.1926, Blaðsíða 3

Íslendingur - 28.05.1926, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Úr heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Gagnfrœðaskólanum verður sagt upp á mánudaginn kl. 2 e. h.rFIytur skólameist- ari þá erindi, er hann nefnir: Skólabragur og skólabresfir. Horristeinn Heilsuhælis Norðurlands var lagður á þriðjudaginn 25. þ. m. og var fjöldi fólks viðstatt þá athöfn. Steingrímur Jónsson bæjarfógeti flutti ræðu. Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri hefir látið af þeim starfa. Heis upp mis- klíð milli Búnaðarfélagsstjórnarinnar og hans, útaf áburðarsöluumboði, er hafð/ burtför hans frá félaginu í för með sér, Hjónaefni. Trúlofun sína opinberuðu á hvítasunnudag ungfrú Borghildur Jónsdóttir bankaritara Finnbogasonar og Jakob Frí- mannsson fulltrúi í Kaupfél. Eyf. Sjóörn sást fljúga yfir Pollinn fyrra sunnudag. Danmörk i lifandi myndum, — 12 þátta, kvikmynd, var sýnd í Akureyrarbíó á þriðju- dagskvöldið. ,Var boðið þangað öllum börnum Barnaskólans, kennurum skólanna bæjarfulltrúunum, ritstjórum blaðanna o. fl, — Er myndin tekin að tilhlutun danska utanríkisráðuneytisins og'gerð til þess að vekja athygli á og auka þekkingu ókunn- ugra á Iandi og þjóð. Er myndin hin fjöl- breyttasta og fræðir mann sérstaklega um aðalatvinnuvegi Dana (landbúnað og verk- smiðjuiðnað) og ýmsa þjóðarhætti. Kennarafundur. Fundur norðlenzkra barnakennara stóð hér yfir tvo undanfarna daga. Ræddu kennarar þar ýms áhuga- mál sín. Fundinn sátu 22 kennarar. Stofnfundur hins væntanlega síldarsölu- félags á að haldast í Rvík eftir komu Ooðafoss þangað, og eru boðnir á hann allir þeir, sem hagsmuna hafa að gæta og skilyrði hafa til félagsþátttöku. Héðan fóru & fundinn með Goðafoss síðast: Ásgeir Pétursson, Magnús Blöndal, Jón E. Sig- urðsson og Lúðvig Sigurjónsson. Áður voru farnir suður: Ingvar Guðjónsson, Guðm. Pétursson og Steindór Hjaltalín. Meirihluti þessara manna eru andvígir einkasölunni. Ingólfi Jónssyni eand. jur. hefir verið veitt bæjargjaldkera- og fátækrafulltrúa- starfið á ísafirði frá 1. n. m. Eru laun- in 4000 kr. um árið auk dýrtíðaruppbótar eins og embætismenn ríkisins fá. Auk þessa verður hann hafnarsfjóri með 500 kr. launum. Ingólfur og frú hans fóru vestur með Goðafoss síðast. „Nova" kom að sUnnan á laugardags- kvöldið og fór aftur austur og út aðfara- nótt 2. hvítasunnudags. Með skipinu komu séra Geir Sæmundsson, Hallgrímur Davíðsson verzlunarstj. og frú, Sigvaldi Þorsteinsson kaupm., Porlákur Jónsson bæjarfógetaskrifari, frá útlöndum — og auk þess fjöldi fólks frá Reykjavík. Með Nova tók sér far til Norðfjarðar frú Sig- ríður Sveinsdótlir og 3 börn hennar og fjöldi af skólafótki á austurhafnirnar. Mannalát. Pann 25. þ. m. andaðist í Guðlaugsvík í Hrútafirði merkisbóndinn Ragúel Ólafsson, 76 ára gamall. Hann var faðir Jóh. Ragúels kaupmanns hér í bæ og þótti í hvívetna hinn mætasti niaður. Þá er nýlátinn hér í bænuin eftir langvar- andi veikindi Guðrún Kristjánssdóttir, kona Kristjáns Helgasonar verzlunarmanns við Kf. Eyf. — 58 ára gömul. Góð kona og vel látin. „Bavu“ heitir 7 þátta kvikmynd, sem Akureyrarbíó sýnir annaðkvöld. Gerist hún í rússnesku stjórnarbyltingunni og þykir frábærilega tilkomumikil. Á sunnudags- kvöldið verðursýnd önnur 7 þátta mynd: „I kvcldbirtu New York-borgar". Þótt' öllum mikið til hennar koma, er sáu hana á miðvikudagskvöldið. Útmœling á mólandi í Eyrarlands- og Kotárgröfum fer fram á fimtudögúm kl. 5—8 síðd ., n ekki frá 5—6 eins og stóð í síðasta blaði. Elegant samkvæmiskjóll I sölu með tækifærisverði. .R.v.á. Gengi peninga hjá bönkum í dag. Sterlingspund . . kr. 22,15 Dollar . . . . — 4,57 Svensk króna . . — 122,12 Norsk króna . — 99,02 Dönsk króna . . — 119.C3 Franskur franki — 15,50 Belg. franki . — 14,54 Mörk . . . . — 108,54 A. 30. co Vönduð »Chevrolet«bifreið fæst stöðugt til fólksflutninga í lengri og skemri ferðir. Pöntunum veitt móttaka daglega á vinnu stofu okkar Strandgötu 1, sími 94. Guð/ón & Aða/björn gullsmiöir. Alþingi. Kosningar innan þings. Sameinað þing kaus undir þinglok- in 3 fulltrú3 í dansk íslenzku ráðgjaf- arnefndina fyrir tímabilið frá 1. des. 1926 til 30 nóv. 1934 og urðu fyrir valinu, Bjarni Jónsson frá Vogi, Jó- hannes Jóhannesson bæjarfógeti og JÓnas Jónsson frá Hriflu. Eru hinir 2 fyrstnefndu endurkosnir.'én Jónas kem- ur í stað prófessors Einars Arnórs- sonar. Kaus Framsókn Jónas til þess að hressa upp á heiður hans eftir hirtingu Efri deildar. — í hina svokölluðu orðunefnd voru kosnir, þeir Klemens Jónsson og Guðm. Björnsson landlæknir. Ráðstaf- ar nefndin Fálkaorðunni íslenzku. — Kosning á einum manni í stjórn Minningarsjóðs Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum fór þannig í Nd. að Ingólfur Bjarnason alþm. var kosinn með 14 atkv., Guðm. Friðjónsson fékk 13 alkv. Yfirskeðunarmenn Lands- reikninganna voru kosnir Magnús Jóns- son dósent, Jörundur Brynjólfsson og Árni Jónsson frá Múla. Pá voru 5 þingmenn kosnir í nefnd til þess að undirbúa hátíðahaldið á Þingvöllum 1930 — 1000 ára afmæli Alþingis. Linoleum kemur með e.s »Bro« um næstu helgi. Tómas Björnsson. Veggfóður, margar tegundir, nýkomið. -„Vaskabelræk" 3,10-5,30- Tómas Björnson. Málningavörur allskonar, mjög góðar og ódýrar fást hjá Tómasi Björnssyni. Rrossspönn fæst hjá Tómasi Björnssyni. Ritvél mína í ágætu standi (með íslenzku letri) vil eg selja fyrir 150 kr. Finnið mig áður en >Goðafoss« kemur. Arthur Gook. Gott herbergi til leigu, R. v. á. Klæðaverksmiðjan Gefjun Verksmiðjufélagið á Akureyri Ltd. Frá 1. júní n.k. lækkar verð á öllum framleiðsluvörum verk- smiðjunnar, svo að um munar. Jafnframt viljum vér benda heiðruðum viðskiftavinum vorum á, að verksmiðjan er vel birg af allskonar dúkum við allra hæfi, sem fyllilega þola samanburð erlendra dúka, hvað snertir útlit, gæði og verð. pr. Klœðaverksmiðjan Gefjan Verksmiðjufélagið á Akureyri Ltd. fónas Pór. L í n a . Árabáta-, mótorbáta- og skipalína, uppsett og fullgerð til veiða, fæst hjá Ingvari Guðjónssyni. Hafnarvörður, sem jafnframt á að vera lögregluþjónn, verður ráðinn um 4 mánaða tíina á þessu sumri. Þeir, sem sækja vilja um starfann, sendi umsóknir til mín fyrir 4. næsta mánaðar. Akureyri 28. maí 1926. Bæjarstjórinn. | P. W. Jacobsen & Sön | Timburverzlun i Símnefni: Granfuru Stofnuð 1824 Carl-Lundsgade, * New Zebra Code. Köbenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Khöfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Biðjið umtil boð. Aðeins heildsala. Úrgangs-fiskur verkaður og góður til manneldis fæst í Verzlun Sn. Jónssonar. Silkolin Munið eftir að biðja kaup- mann yðar um hina alþektu » S I L KO L I N « ofnsvertu. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæðum! Andr. J. Bertelsen. Austurstræti 17. Reykjavík. Motor- Cylinder- Olíur Mikið og fjölbreytt úrval affyrsta flokks amerískum Mótor-cylinder- O L í U M. Verðið sanngjarnt! Jón E, Sigurðsson. Verzl. Hamborg. Akureyri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.