Íslendingur


Íslendingur - 28.05.1926, Blaðsíða 2

Íslendingur - 28.05.1926, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR hafa fyrirliggjandi: Bárujárn Þakpapp Innanveggjapapp Zinkhvítu, Iandhelgi og er ekki söltuð samkvæmt íslenzkum lögum. Við viljum hindra að þeir geti farið í kringum íslenzka Iöggjöf okkur til tjóns. r Ut úr ógöngunum. Eg sé nú ekki aðra leið út úr þessum ógöngum en öflug samtök þeirra manna, sem hér eiga réttmætra hagsmuna að gæta. En slík samtök eru útilokuð nema með lagavernd, því að hér ráða miklu menn, sem eiga annara hagsmuna að gæta en hags- muna hinnar íslenzku þjóðar. Þetfa frv. er samið og flutt í þeirri trú, að það sé eina liklega leiðin út úr þessu öngþveiti. Tilgangur þess er fyrst og fremst sá, að koma betra skipulagi* á söluna í neyzlulöndunum, Ennfremur að vanda vöruna, koma henni í álit á erlendum markaði, sjá um að ekki verði annað en góð vara á boðstól- um. F*að er ekki meiningin, að hér eigi að vera neinn okurhringur á ferðinni, þvert á móti. Með þessu er reynt að miðla hagnaðinum af þessari uppgripaveiði réttlátlega milli fram- leiðenda og neytenda. Nú er hagur- inn eingöngu hjá neytendunum. En neytendurnir verða að skilja það, að við getum ekki til lengdar selt þeim síldina fyrir lægra verð en framleiðslan kostar. Eg hygg að það muni auð- velt að sannfæra jafnvitra þjóð sem Svía um slíkt. Og líklega myndi meðaltalsverðið verða aðgengilegra fyrir neytendurna, ef hægt væri á þennan hátt að hafa hönd f bagga með sölunni. Með þessu fyrirkomulagi yrði fyrir það girt, að síldin væri fluft úr landi svo tugum þúsunda tunna skifti og ónýttist þar. Það yrði ekki meira flutt út én von er um að seljist með sæmi- legu verði, þannig, að framleiðslu- kostnaður fáist borgaður. Pá er eitt, sem altaf veltur mikið á í þessu máli, en það er að gera vöruna þannig úr garði, að, hún^ sé að skapi neytenda. Pó að Svíum líki bezt sú verkunarað- ferð, sem hér er höfð á síldinni og vilji ekki hafa hana öðruvísi, þá er ekki svo um aðrar’þjóðir. Pær vilja sumar hafa aðra meðferð, því að sinn er siður í landi hverju. Pað myndi því verða eitt aðalhlutverk félagsins, að útvega’ nýja markaði og jafnframt að kynna sér, hvernig neytendurnir vilja hafa meðferð vörunnar. , HéF má'ekki flana að neinu, og enginn má búast við, að slíkt geti tekist á skömmum tíma. Eg gat þess áðan, að okkur fim. væri það fullljóst, að hér getur verið um hættulegt spor að ræða. Eg held að í raun og veru verði aldrei vikið hættulaust frá grundvelli frjálsrar verzl- unar. En maður verður oft að leggja á tæpt vað og hættulegt til þess, að reyna að bjarga sér frá stærri voða. Herbergi til leigu á góðum stað í bænum, með eða án húsgagna. R. v. á. Verzlunarmarmafélag Akureyrar mótmælir síldareinkasölunni, Á fundi í gærkvöldi samþykti Verzlunarmannafélagið svohljóðandi tillögu og afgreiddi til atvinnumála- ráðuneytisins: »Fundurinn telur einkasölu á síld mjög varhugaverða vegna þess; 1. að hún samrýmist ekki frjálsri samkepni. 2. að hún kemur tilfinnanlega í bága við ráðstafanir, sem útgerðar- menn hafa þegar gert með fyrir- ' framsölu á sfld og kaupum á tunnum, ?alti og veiðarfærum. 3. að með einkasölufyrirkomulaginu verði útlendar og innlendar lán- stofnanir og lánardrotnar með öllu ófáanlegir til þess að lána rekstursfé. 4. að veiði og söltun útlendinga utan Iandhelgi aukist til stórra muna. 5. að atvinnuleysi er fyrirsjáanlegt, þar sem margir hinir stærri út- gerðarmenn neyðast til þess að hætta atvinnurekstrinum. Af þessum ástæðum leyfir fund- urinn sér að skora á hið háa at- vinnumálaráðuneyti, að nota ekki heimild sfðasta þings til þess að veita nokkrum réttindi til einkasölu.« •• Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 28. niaí. Utlend: Frá Munchen er símað, að stærsta járnbrautarslys f sögu Bayerns hafi skeð í námunda við borgina á hvíta- sunnudag. Yfir 100 manns biðu bana. Frá París er sfmað, að uppreist- arforinginn Abd-el Krim hafi beðist friðar af Frökkum, en þeir hafi neit- að. Vilja ná honum dauðum eða lifandi. Frá Tokió er símað, að stórkost- leg eldgos og jarðskjálftar herji Jap- an. Stór landssvæði eyðilögð, fjöldi manna mist lífið og aragrúi hælis- laus. Frá Varsjá er sfmað, að það sje opinbert Ieyndarmál að Pilsdudski muni taka sjer einræðisvald. Frá London er símað, að sfðan námumenn og námueigendur fyrir viku sfðan höfnuðu miðlunartillögu stjórnarinnar, hafi hún ekkert gert í koladeilunum. Aðalmaður verkfalls- ins, Cook, er nú orðin alvarlega veik- ur af áhyggjum og hugarstríði. Hung- ursneyð yfirvofandi víða í námuhér- uðunum. Asquith jarl hefir sent Lloyd George opið hirtingarbréf fyrir afskifti hans af verkfallinu með skrifum í amerfsk blöð. Lloyd Ge- orge hefir svarað bréflega og viður- kent misgáning sinn. Frá Osló er sfmað, að Óðalsþing- ið hafi samþykt afnám korneinka- Sölu. Innlend: Konungshjónin koma til Akureyr- ar fösjudaginn 18. júní og fara það- an þann 20. Sex togarar hættir veiðurn og tal- ið vfst að fleiri fylgi á eftir. Hið lága fiskverð valdandi. ©© Upp og niður. Lagsbræðurnir. Ritstj. Verkamannsins gengur mjög til hjarta hirting sú, sem Ed. Alþingis gaf landsmála-lagsbróðir hans, Hriflumannin- um, á dögunum, og reynir að svalasér á ritstj. ísl. með fúkyrðum fyrir að hafa ekki vítt Ed. fyrir útreiðina, er hún lét J. J. sæta, heldur þar á ofan hælt henni meira en nokkru öðru, sem síðasta þing afrekaði. Raunar er það uppspuni, að ísl. hafi hælt Ed. fyrir meðferðina á Jónasi, en fylliiega skal það játað, að hann hafði til hennar unnið, og mun enginn ósanngjarn maður geta litið öðruvísi á það mál, og fjarri er það öllum sanni, að Morgunblaðið telji hana þinghneyksli eins og Vm. segir, en það er framkoma Jónasar, sem blaðið dæmir þannig. Við verðum að hafa það hugfast, að þegar að J. J. ber frain máls- höfðunartillögu sína í Ed. og vill að dómsmálaráðherra og bæjarfógeta Rvíkur sé skipað að fara í mál við höf. Nýja sáttmála, hefir hann sjálfur nokkru áður af sama höf verið lýstur ærulaus lygari og rógberi. Þegar skorað er á hann að hreinsa sig af þessum áburði með mál- sókn, áður hann fylgi kröfu sinni fram, svarar hann því, að hann skoði höf Nýja sáttmála geðbilaðan og taki ekki mark á þvf sem hann segi, — en ætlast þó til þess, að Alþingi, eða Ed. fyrirskipi málsókn gegn manni, sem hann telur geðbilaðan og tekur ekki mark á. — Nú hljöta allir að sjá, að deildinni er lítilsvirðing sýnd mcð þessu og var því ekki við öðru að búast, en að dagskráin væri harðorð í garð J.J., er deildin hirti hann með fyrir ósvífn- ina. — Annars ætti Verkamaðurinn að fara sér hægt í því, að tala um sóma þingsins í sambandi við Jónas frá Hriflu, því að hafi nokkur þingmaðnr verulega misboð- ið sóma'i þingsins með framkomu sinni, þá er það hann, og eru Alþingistíðindin þess óhrekjandi sönnun. En .vera má, að siðferðisþroska ritstj. Vm. sé samboðnast mannorðsskemdir, persónulegar svívirðing- ar og Gróusögurog þvi eigi þettaheima inn- an vébanda þinghelginnar að hans dómi og sé þinginu til sóma, en þeir lagsbræðurnir, Hriflumaðurinn og hann, verða sennilega fámennir um þá skoðun. Framsóknarlistinn. Blað jafnaðarmanna, Verkam. segir nýlega um Framsóknarlistann m. a.: >Mað- urinn, sem þar er efstur, stendur mjög nærri jafnaðarmönnum, eins og allir óviltir Framsóknarmenn — en þar sem annar flokkur hefir lekið hann á lista sinn, virð- ist óþarfi fyrir Alþýðuflokksmenn að fara yfir á þann lista með atkvæði sín, þar sem vissa er fyrir, að flokkurinn, sem að listanum stendur, er viss með efsta mann- inn hjálparlaust.< —Hvaðsegja bændurnir um þetta? Ákveðnasti mótstöðumaðurinn. Sami Vm.' segir, að Jón Þorl. sé ákveðn- asti mótstöðumaður Alþýðuflokksins — jafnaðarmenskunnar, sem í boði sé við landskjörið. Mikið rétt! Þess vegna eiga þeir kjósendur, sem óbeit hafa á jafnaðar- stefnunni eins og hún hefir sýnt sig hérá landi — að fylkja sér um C-listann. „Beita". Ennfremur fræðir Vm. lesendur sína um, að ísl. hafi sagt, að tveir efstu menn íhaldslistans þyrftu að komast að,— og segir síðan, að þar sem nú að kona sé í þriðja sætinu, sé hún ekki sett þangað til þess að að komast að, heldur sem beita. — Orð ísl. eru rangfærð; blaðið sagði aðeins, að listinn ætti að koma tveimur að, en mint- ist ekki á, að það þyrftu eudilega að vera þeir efstu. — Allur er listinn góður, og kjósendum er í sjálfsvald sett, að breyta nafnaröðinni á honum eftir geðþótta. Geta þannig kvenkjósendur listans sett frú Briem i fyrsta eða annað sætið, ef þeim svo sýn- ist, og ekki eru minni líkur til, að hún Þann 11. þ m. lézt að heim- ili okkar gamalmennið Ingibjörg Benediktsdóttir. Petta tilkynnist vinum og vanda- mönnum hinnar látnu. Garði í Fnjóskadal, 14. maí 1926.. Elísabet Árnadóttir. Páll G. Jónsson komist á þingið en konan, sem skipar annað sæti Alþýðuflokkslistans og varla heldur Vm. því fram, að hún sé sett þar sem beita. Og svo mætti benda Vm. á, að kosnir eru varaþingmenn og að það eru þeir, sem næsta atkvæðistölu fá við hinn kjörna eða kjörnu þingmenn listans og að varaþingmennirnir komast oft inn á þingið. Þannig hafa 3 landskjörnir vara- þingmenn setið á Alþingi, síðan að lands- kjörið komst á, og var einn þeirra bróðir ritstj. Verkamannsins. CO Leiðrétting. í 20. tölublaði ísl. í grein um nýafstað- inn bæjarstjórnarfund, er þess getið, að pípugerðin hér á staðnum hafi ekki und- an að steypa skólprör. Þetta er ekki rétt. Eg hefi getað fullnægt öllum eftirspurn- um um grennri rör til skólpræsagerðarinn- ar i vor, og hefi tekið að mér að steypa þau rör, sem Akureytarbær hefir óskað eftir að eg steypti'og get framvegis tekið að mér að steypa öll þau rör.sem bærinn þarf. En þegar um sverari rör er að ræða, þarf eg að hafa tíma til að ná í mót fyrir þau, þar sem þesskonar rör hafa hingað til verið steypt af Pípugerð Reykjavíkur. Akureyri 17. maí 1926. Sveinbjörn fónsson. Gangstéttirnar. Veganefndinni hefir orðið það glappa- skot á, að láta gera þessar svokölluðu >gaugstéttir« of mjóar, því að það er ó- mögulegt fyrir bílana að komast eftir þeim; eius og þær eru nú, litur úl fyrir, að þær séu eingöngu lagðar fyrir hjól- hesta, ríðandi menn og handkerrur, gang- andi fólk kemst þar sjaldnast fyrir og verður að hröklast út á akbrautina — svo þokkaleg sem hún er að jafnaði. K. N. Reiðlijól til solu (Rudge-Whitworth, bezla reiðhjólateg- und Brellands), með þrenskonar hraða, sama sem nýtt. Arthur Gook. Alla samninga, og annað sem þarf að vélrita, er bezt að koma með til mín. Skrautskrifa á fermingarskeyti o. fl. Fljót, vönduð og ódýr afgreiðsla. Jón Norðfjörð. Lækjargötu 2. Til leigu frá 15. júní til septemberloka eru tvö herbergi með húsbúnaði og með aðgangi að eldhúsi. Semja ber við F*orv, Sigurðsson, Hafnarstr. 103. Nýkomnar bækur: íslendingasögur (fá eintök). Topelius: Sögur Herlæknisins. Theodór Friðriksson: Lokadagur. Bókaverzlun Kr. Guðmundssonar. Negrakassarnir eru komnir aftur í G E Y S I .

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.