Íslendingur


Íslendingur - 14.01.1927, Qupperneq 2

Íslendingur - 14.01.1927, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINOUR Hveiti hafa fyrirliggjandi: Hænsafóður, blandað Melis Rúgmjöl Kartöflumjöl Strausykur Hafragrjón Kartöflur Katfi Hrisgrjón Gerduft Kaffibætir Baunir Rúsinur Kakao Maísmjöl Epli þurkuð Súkkulaði. Byltingin. Verkamaðurinn frá 8. jan. fer ekk- ert í launkofa með, hvað vaki fyrir flokki hans á lands- og bæjarmála- sviðinu. F>að sé það, að koma á byltingu, kollvarpa núverandi þjóð- skipulagi og koma á »sosia!istisku skipulagi* í staðinn. Blaðið segir m.a: »Valdanám alþýðunnar, verkalýðs og bænda, og myndun jafnaðarmanna- skipulags, er bylting sú, er jafnaðar- menn vilja vinna að. Þessvegna eru þeir byltingasinnaðir«' Og blaðið heldur áfram: »Hvernig þeim tekst að framkvæma þessa byltingu, er undir alþýðunni sjálfri komið, hve friðsamlega þeim tekst það, er undir mótspyrnu íhalds- ins komið. Harðvítug kúgun skapar altaf harðvítugar byltingar. Ábyrgðin hvílir því á valdhöfunum sjálfumc. Hér er m. ö. o. því hótað, að ef íhaldið, valdhafarnir, eklci góðfúslega beygi sig fyrir vilja bolsaforkólfanna og lofi þeim að mynda nýtt þjóð- skipulag, eftir rússneskri fyrirmynd, þá verði byltingin knúð fram með oddi og eSS — líkt og á Rússlandi. Hvernig lýst mönnum á blikuna? Og þessi byltingarboðun er nú efst á dagskrá hjá jafnaðarmannaforkólfun- um hér, nú við bæjarstjórnarkosning- arnar, og það er byltingafáninn, scm er látinn blakta yfir lista þeirra — B-listanum, og höfuðpaurinn á listanum, barnaskólastjórinn, og svo hún Elisa- bet, eru bæði hreinir bolsar. Listinn villir því ekki á sér heimildir; hann sýnir hreinan lit. En eru íbúar þessa bæjar fylgjandi byltingu? Vilja þeir kollvarpa núver- andi þjóðskipulagi, þó það kunni að hafa sína galla, og gera sig og þjóð- ina að tilraunastöð fyrir »sosialistisku þjóðskipulagi*. Halda þeir, að þjóð- inni muni vegna betur, komist bylt- ingin á, og hún fái fyrir forráðamenn: Einar Olgeirsson, Steinþór Quðmunds- son, Erling, Halldór og Elísabetu, eða svipað fólk, er myndi *ráðstjórn« upp á rússneska vísu, — heldur en henni vegnar undir núverandi þjóð- skipulagi með núverandi stjórnarvöld- um? Hugleiði kjósendur þelta vel, áður en þeir koma á kjörstaðinn á fimtudaginn kemur. Byltingunni er aðallega hampað framan í verkalýðinn, sem fullvissu um betri kjör og afkomu, en hann á nú við að búa. En á hverju eru þessi fögru loforð bygð? Sennilega á kjörum verkamanna í Rússlandi, eins og þau hafa, verið eftir byltinguna þar. Það vill nú svo vel til, að alþjóða- verkamannaskrifstofan í Genf, gaf út í sumar yfirlit yfir kjör verkamanna á Rússlandi, samkv. opinberum rúss- neskum heimildum, og sýnir það sig þar, að kjör rússneskra verkamanna eru verri, en þau voru fyrir bylting- una. Um eina atvinnugreinina, bygg- ingariðnina, segir skýrslan m. a: J^Kaupið er 72°/o af því, sem það var fyrir stríðið, og er venjulega gold- ið eftir á, eftir 4—6 vikur. Verka- menn eru neyddir til að vinna 10— 12 tíma á dag, en fá ekki kaup nema fyrir 8 tíma. Pó að þeir hafi, samkv. reglugerðinni, heimtingu á kaupi fyrir aukavinnu, er ekkert tillit tekið til þess. Umsjón með verksiniðjum, er alger- lega ófullnægjandí, og vankunnátta á háu stigi, er því eigi að furða, þó að slysfarir séu tíðar, enda sýna opinber- ar skýrslur, að á 18 mánuða tímabili hafi 438 slys ált sér stað við bygg- ingar í Moskva. — í öðrum atvinnu- greinum er tekið Iítið tillit til ákvæðis- ins um 8 stunda vinnu, 10 tima vinna talin nauðsynleg. í skýrslu frá fulltrúaráði atvinnu- málanna, sem vitnað er í, stendur m.a: Vegna þess, að framleiðslan á Rúss- landi er ekki komin á sama stig og hún var fyrir strfðið, og vegna þess, að 4é til iðnaðar er af mjög skornum skamti, en lán ekki fáanlegt, hljóta allar tilraunir til þess, að hækka verka- kaup, að verða árangurslausar. — Ráðið getur einnig um tilfinnanlegan húsnæðisskort meðal rússneskra verka- inanna. í Ukraine, segir ráðið, að aðeins 12—13°/o af verkamönnum hafi húsnæði og þó mjög ófullnægj- andi. — í sumum héruðum verða verkamenn að ganga 8—10 km til og frá vinnunni. Margar slysfarir stafa af þreytu, sem er afleiðing húsnæðis- skortsins. Þannig er hinni rúsnesku paradís verkamannanna lýst í opinberum skýrsl- um rússnesku stjórnarinnar. Ætli að margur íslenzkur verkamaðurinn vildi fá samskonar paradís stofnsetta hér á landi, og það með »harðvítugri bylt- ingu« eins og Vm. orðar það. En þetta er það, sem vakir fyrir »leiðtogum« verkamanna; fyrir þeim, sem skipa efri sæti B-Iistans og fyrir þeim, sem mest berjast fyrir kosningu hans. Hvaða afstöðu verkalýðurinn tekur, sýnir sig kjördaginn, — en bágt á ísl. með að trúa því, að þeir verði margir verkamennirnir, sem skipa sér undir hinn rauða fána byltingarinnar. <§>® Kosningaspjall. Bíræfni kallar Vm. það hjá stuðningsmönnuni borgaralistans, að merkja Iistann nieð C, því að væri per á undan C-inu og Höepfner á eftir því, þá væri útlendi auð- valdsstimpill Iistans fullkominn. Það vant- ar nú raunar inikið, þegar bæði upphafið og endirinn vantar. Mætti eins segja, að jafnaðarmönnum hefði orðið herfileg skyssa á, að merkja lista sinn B, þvi að B-ið minti mann á Beliain gamla og ösn- una hans. — Annars hefði ritstj. Vm. átt að vita, að stuðningsmenn eða umboðs- menn Iistanna ráða ekki, hvaða listabók- stafur þeim hlotnast, heldur er það kjör- stjórnin og gerir hún það eftir þeirri röð, sem listamir berast henni. Fífldirfsku kallar Vm. það hjá C-Iistariiönnum, að gera sér vonir um, að koma 3 fulltrúum að við kosningarnar. Svo er það þó engan veginn. Við siðustu bæjarstjórn- arkosningar fékk listi borgaraflokksins 516 atkvæði, eða rútnum 200 atkvæðum fleira en listi jafnaðarmanna; kom hann þá tveimur að. Fái listinn að þessu sinni 600 atkvæði, en hinir listarnir hafi svipað atkvæðamagn pg áður, kemur 'hann þremur fulltrúuni að. Sé því nokkur áhugi hjá kvenjrjóðinni að koma konu i bæjarstjórnina, þá er henni það í lófa lagið með því að kjósa C-listann. Fái listinn ca. 90 atkvæðum fleira en 1925, þá er kosning Kristbjargar nokkurn vcg- ínn viss. Að koma Elísabetu að er ó- gerningur, nema þá með þvi móti, að bamaskólastjórinn sé strikaður út á svo mörgum atkvæðaseðlum, að Elísabet komist í efsta sætíð. Hver er munurinn? Samkvæmt síðasta Vm. má Indriði Helgason raffræðingur ekki eiga sæti í bæjarstjórn vegna þess, að hann hefir aflað sér þeirrar þekkingar, seni krafist er við löggilding rafveituinnlagninga. Eftir sömu kenningu má Steinþór Guðmunds- son barnaskólastjóri, sem hefir aflað sér þeirrar þekkingar, er það starf krefur, ekki heldur eiga sæti í bæjarstjórninni, því að bæði rafveitumál og skólamál heyra undir bæjarstjórnina, — en barna- skólastjórinn er efsti maður B-listans. Barnaskólastjórinn. Svo snauður af fylgi er barnaskóla- stjórinn meðal verkamanna, að .jafnvel þeir, sem á listanum eru með honum, munu ekki kjósa listann. Fjórði maður Iistans var jafnvel meðmælandi með öðr- um lista, D-listanum; en þó nú að sá listi sé úr sögunni, mun það ekki hafa snúið fulltrúaefninu til fylgdar við listann. Eina von bamaskólastjórans til þess að ná kosningu iiggur í dugnaði Elísabetar að smala um listann konum. „En mér er sama á hverju eg flýt, bara eg geti fiotið inn í bæjarstjórnina" — hugsar sennilega sá góði maður, og tekur ljúf- mannlega ofan fyrir ölluin verkakonum, sem verða á vegi hans — og hann sér. En ætla konurnar að láta hann fljóta inn á atkvæðum þeirra? Bjartsýni. Svo bjartsýnir eru sumir af stuðnings- mönnum A-listans, að þeir telja sig geta komið tveimur mönnum að, bæði Ingimar og Jóni. En bjartsýnin hefir blindað*þá fyrir raunveruleikanuin, sem er sá, að það er ógerningur að koma Jóni að og hæpið með Ingimar. Oddeyrarsalan. Verkam. er að reyna að draga Odd- eyrarsöluna inn I kosningarnar og nota hana sem árásarefni á C-Iistann. Hvað koma eiginlega einkamál Ragnars Ólafs- sonar þessum kosningum og C-listanum við? R. Ó. er ekki í kjöri, og enginn af þeim, sem er á C-listanum, hefir haft hið minsta með Oddeyrarsöluna að gera. Pað mætti með jafnmiklum rétti finna B- listanum það til foráttu, að Erlingur Frið- jónsson hefir látið taka lögtak hjá ein- stöku skuldunautuin Kaupfél. Verkamanna. H. D. og verkafólkið. Vm. segir Hallgr. Daviðsson vera óvin- veittan verkalýðnum, og færir sem sönn- un fyrir því, að hann hafi endursent haust- kauptaxta Verkamannafél. Ak. með þeirri áritun, að taxtinn væri verzlun þeirri, er hánn veitir forstöðu, óviðkomandi. En þetta er rétt. Verkafólk það, sein vinnur hjá Höepfners-verzlun, hefir flest unnið þar árum saman og aldrei bundið sig við kauptaxta Verkamannafélagsins. Af- koma þess mun yfirleitt hafa verið betri en annars verkafólks í bænum og fólkið hefir unað sér vel I þjónustu verzlunar- innar og ekki viljað skifta um vinnuveit- endur, þótt þess hafi verið kostur. Að verzlun, sem veitir sama fólkinu atvinnu ár eftir ár og oft að staðaldri, vilji ekki binda sig kauptaxta, sem aðallega er sniðinn fyrir stopula daglaunavinnu, er ofur skiljanlegt, en þó mun oftast hafa farið svo, að meðalkaupgjald hjá verzl- uninni hefir verið fult eins hátt og hjá þeim atvinnuveitendum, sem fylgt hafa taxta Verkamannafélagsins. Og ekki gerðu fiskverkunarstúlkurnar verkfall hjá Höepfners-verzlun I sumar, þótt þær gerðu það annarstaðar. Verkalýðurinn hér á Akureyri hefir ekkert að áfella H. D. fyrir; hann hefir reynst fólki sinu góð- ur vinnuveitandi og hann nýtur óskifts trausts þess og hylli. Muu það sýna sig kjördaginn. <§x§> Símskeyti. (Frá Frettastofu Islands.) Rvík 13. jan. 1927. Útlend: London: Ástandið í Kína fer stöðugt versnandi. Hefir óaldar- lýður farið með báli og brandi um Shangtunghéraðið og drepið fólk í þúsundatali. — Her Sunnanmanna nálgast Shanghai. Hefir samningur verið gerður milli bæjarstjórninnar og útlendinga um, að verja borgina. Herskip stórveldanna safnast saman á Shanghai-höfn. Budapest: Blöðin staðhæfa, að Mussolini hafi lofað Ungverjum, að nota Fiume sem fríhöfn, ef sam- komulag náist um ungverskt-ítalskt bandalag. París: Kosningar til öldungadeild- arinnar nýafstaðnar. Var 7» deild- arinnar kosin. Vinstrimenn unnu nokkur sæti, en þó breyta úrslittin í engu verulegu þingfylgi stjórnar- innar. Millerand, fyrv. forseti, féll í kosningunum. — Leikhúsbruni, 100 manns fórust. Berlín: Pjóðflokkurinn (íhalds- menn) reynir að mynda stjórn sam- beiðni Hindenburgs. Lítil líkindi talin að takist. París: Pjóðverjar og Bandamenn eru að semja um óútkljáð afvopn- unarmál, einkum virki á pólsk-þýzku landamærunum. Frakkar heimta virkin eyðilögð. Pjóðyerjar neita. Vonlítið um samkomulag. Pórshöfn: Sóttvarnir fyrirskip- aðar á Færeyjum gegn inflúenzunni. Innlend. Bæjarstjórnarkosningar fara fram á ísafirði 22. þ. m., en á Seyðisfirði laugardaginn 29. þ. m. Fjárhags- áætlun Seyðisfjarðar hljóðar upp á 68 þús. kr. Aukaútsvör 41 þús., en voru 39,500 í fyrra. Rafmagns- taxti lækkaður, t. d til suðu, gegn- um mæli, úr 12 í 8 aura kw.stund. Gjaldskrá sjúkrahússins einnig lækkað. Lægsta kolaverð hér í Reykjavik er 65 kr. smálestin, heimflutt. Nokkrir ungir guðfræðingar og guðfræðisnemar hafa sent út boðs- bréf að mánaðarriti, er fjalla á um andleg mál. Meðal útgefenda, sem alls eru 12, eru: Páll Porleifsson á Skinnastað, Þorgeir Jónsson cand. theol. og Lúðvíg Guðmundsson cand. theol. Fógetaútskurðurinn gekk á móti fyrv. búnaðarmálastjóra. Leikfélagið er farið að æfa Munk- ana á Möðruvöllum. Lík Helga Helgasonar, formanns- ins á vélbátnum Baldri, er fórst í desembergarðinum, hefir fundist rekið á Mýrum.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.