Íslendingur


Íslendingur - 07.10.1927, Page 1

Íslendingur - 07.10.1927, Page 1
Talsími 105. XIII. árgangur. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Akureyri, 7. október 1927. Strandgata 29. 43. tölubl. I. Einar kennari Olgeirsson hefir tekið sér fyrir hendur, að reyna að verja, í Vkm., það gerræði Alþýðu- flokksleiðtoganna, að hafa þegið fjár- styrk frá dönskum stjórnmálaflokki til stjórnmálastarfsemi hér á Iandi. Og vörnin er sú, að þessar fégjafir dönsku jafnaðarmannanna séu að- eins bróðurleg samhjálp til skoðun- arbrœðranna á íslandi og því ekkert við þær að athuga. — Blygðunar- leysi mannsins er ekki iítið, Ef um fjárstyrk hefði verið að ræða, til þess að hjálpa bágstödd- um verkalýð á atvinnuleysis-tímum, eða til verkfallsstuðnings, hefði sam- hjálparskraf E. O. verið að mörgu leyti réttmætt; bróðurleg samhjálp á þeim sviðum ^er skiljanleg og engan veginn óéðlileg; — en þegar að stjórnmálaflokkur gerist fastur styrk- þegi erlends stjórnmálaflokks og gengur á mála hjá honum, er gengið út fyrir alt velsæmi; atferli styrkþyggj- endanna nálgast föðurlandssvik. Nú er það sannað, að Alþýðu- flokkurinn íslenzki hefir um lengri tíma verið fasjur styrkþegi Jafnað- armannaflokksins danska. Er fjár- styrkur þessi orðinn fastur útgjalda- póstur á fjárhagsreikningi Jafnaðar- mannaflokksins, og má, þegar á alt er litið, skoða Alþýðuflokkinn ein- ungis sem útbú hér á Iandi. Sézt það bezt m. a. af því, að árlega fara einhverjir af leiðtogum hans til Khafnar til þess að gefa þeim dönsku skýrslu um starfsemina hér heima. Að dönsku jafnaðarmennirnir vilji hafa hönd í bagga með því, sem gerist hér uppi á útbúinu, hefir líka sýnt sig. Á fulltrúaþingum Alþýðu- flokksins er það danski viljinn, sem hefir ráðið, og hans hefir jafnvel gætt í vali á þingmannsefnum flokks- ins. Pessu hefir aðalmálgagn flokks- ins, Alþýðublaðið, ekki treyst sér «1 að mótmæla. — í blaðinu íslatid, málgagni Frjálslynda flokksins, gefst t. d. nýlega m. a. að lesa hér að lútandi: „Paö þarf enginn að ætla, að danskir jafnaðarmenn fleygi fé í kosningaundir- búning á íslandi, án þess að ætla sér að að hafa gott af fjárframlögunum, enda úeystir „Alþýðublaðið11 sér ekki til að •nótmæla þessu. Pað veit sem er, að ataenningi er kunnugtum, aðDanirhafa bœði töglin og hagldirnar i Alþýöu- fiokknum. Margir Alþýðuflokksinenn kröföust þess við síðustu kosningar, að Ólafur Friðriks- son yrði settur á lista jafnaðarmanna hér í bænum. En þetta tókst ekki. Fylgis- menn Ólafs héldu þvi fratn, að forkólf- arnir væru svo hræddir við Dani, að þeir Þyrðu ekki að setja Ólaf á listann. — Peir byggjust við, að Danir mundu taka aí þeim styrkinn, ef jafn sjálfstæður mað- ur og Ólafur yrði í kjöri af þeirra hálfu. Vér trúðum þessu ekki, þegar vér heyrð- um það fyrst, en nú trúum vér því. Danir vildu ekkert hafa með Ólaf að gcra, þess vegna vildu forkólfar Alþýðitflokksins það ckki hcldur," Ennfremur segir sama blað: „Ef Danmörk verður orðin jafnaðar- mannaríki 1943, þá væri það brot á stefnu- skrá jafnaðarmanna, að losa um böndin, sem eru á milli íslands og Danmerkur. Er liklegt, að forkólfar jafnaðarmanna, með þungar, danskar gullkeðjur um háls og fætur, standi í fylkingu Íslendinga l943?“ Núgildandi þjóðatakmörk eru að engu hafandi, segir E. O. — Frá þjóðernislegu sjónarmiði má ekki líta á þessi mál, er kenning hans, — þjóðernistilfinningin hégilja ein- ber. — Á þessum grundvelli er hið pólitíska siðgæði þeirra Alþýðu- flokks-leiðtoganna bygt. Hvers hefir þjóðin að vænta af slíkum mönnum. AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagsvöld kl. 9: agfinnur. Áhrifamikil þýzk kvikmynd í 10 þáttum — Aðalhlutverkin leika Paul Richter, (sá er leikur Sigurð Fáfnisbana í Völsungu) Paul Wegener, Marcella Albani. Mynd þessa þurfa allir að sjá. II. Til þess að reyna ná að sér niðri á íhaldsflokknum fyrir það,að eitt blaða hans varð fyrst til þess að færa sannanir á danska fjárausturinn til Al- þýðuflokksins, hefir Alþýðublaðið verið að dylgja um það, að danska steinolíufélagið (D. D. P. A.) hafi lagt fé í kosningasjóð íhaldsflokks- ins 1923 og hafi sú upphæð numið að sögn um 60 þús. krónum. *— Fjárstyrktarsögu þessari er logið frá rótum. — 1923 var íhaldsflokk- urinn ekki til. En miðstjórn flokks- ins veit ekki til þess, að D. D. P. A. hafi lagt *ram fé til kosningastarf- semi 1923, og mótmælir því afdrátt- arlaust, að félagið hafi þá stutt með fjárframlögum kosningu nokkurs af þeim þingmönnum, er síðar gengu í íhaldsflokkinn. — Pessari fjár- styrktarsögu hefir Alþýðublaðið log- ið upp í þeirri von, að einhverjir kynnu að vera svo auðtrúa, að gína við henni og verða þeirrar skoðun- ar, að Alþýðuflokkurinn væri nú eiginlega engu verri í þessum efn- um en íhaldsflokkurinn. Sem betur fer, hefir ekki nema einn íslenzkur stjórnmálaflokkur lagst svo Iágt, að lifa á útlendum fésnýkj- um: Alþýðufbkkurinn. Pá háðung og hættu gerir enginn annar stjórnmála- flokkur þjóðinni. — Að taka við út- lendu fé, sem lagt væri til höfuðs pólitísku sjálfstæði þjóðarinnar, væru föðurtandssvik, — það munu allir játa. En fer nú ekki að kreppa að sjálfstæðinu, er útlendur stjórnmála- flokkur er farinn að seilast inn í íslenzkt stjórnarfar og hefir gert inn- lendan stjórnmálaflokk sér svo fjár- hagslega háðan, að hann lýtur boði hans og banni? Þannig er aðstaða Alþýðuflokksins til Jafnaðarmanna- flokksins danska. Alþýðuflokkurinn telur nú 5 full- trúa á löggjarþingi þjóðarinnar. — Dönsku peningarnir eiga drjúgan þátt í því, að þeir eru þangað komnir, — og með’ tilstyrk þessara manna hefir núverandi stjórn náð völdum. i ®@ Afnám bannlayanna. Á síðustu árum hefir það oftlega borið við, að rithöfundar Framsóknar- og Verkamannaflokksins hafa gefið það í skyn, að bannlagabrjótar og áfengisdýrkendur séu flestir í íhalds- flokknum íslenzka, eða hafi mestan stuðning hjá honum. — í þessum árásum hafa tekið þátt, bæði núv. forsætis- og dómsmálaráð- herra og foringjar Verkamannaflokks- ins hér á landi. — Fyrir nokkru síð- an kemur fyrv. slórtemplar, Brynleifur Tobiasson, fram með sömu ásökunina, í grein í Degi um áfengisauglýsingar. — Beinir hann þar ásókunum sínum að þingflokki íhaldsins. og kennir þeim um slælega framgöngu í málinu, og segir, að þeir séu í huga sínum bind- indissfarfsemi og bannlögum mótfallnir. — Pað þarf ekki að taka það fram, að árásir þessar eru allar gerðar íhalds- flokknum til hnjóðs. — Skrif þessi gefa í raun og veru góða útsjón yfir skoðanamun flokkanna, og það, sem fyrir þeim vakir. — Pað er alkunnugt, að stjórnmála- flokkarnir, Framsókn og Verkamanna- flokkurinn annars vegar og íhaldsflokk- urinn hins vegar, eru algerlega ósam- mála í meginspursmálinu: Stöðu ein- staklingsins gagnvart þjóðfélaginu og kröfum þess gagnvart hinum einstaka. — Pessi spurning hefir raunar, á öll- um tímum, skapað aðal-flokkaskifting- una í stjórnmálum allra landa. — Hinir tveir fyrnefndu flokkar líta svo á, að hver einstaklingur út af fyrir sig, hafi lítið gildi gagnvart heildinni, og fyrir hana eigi öllu að fórna. — íhaldsflokkurinn lítur aftur á móti svo á, að athafr.afrelsi einstaklingsins sé helgur réttur, og að það sé Iífsnauð- syn, að skerða það sem minst, svo framarlpga, að hjá verði komist, vegna réttinda annara manna. — Þeir telja, að í sjálfsákvörðunarrétti hins einstaka, felist sterkustu fræin til hinnar sí-breyti- legu framþróunar, sem hinir flokkarn- ir vilja stýra, með fyrirfram settum reglum, og inn á nokkur svið einstakl- ingslífsins megi aldrei ráðast með nokkrum lagaboðum. — Sé brotið gegn þessu, rýri það að miklum mun gildi hinna almennu og nauðsynlegu laga. — í þessu efni er íhaldsflokk- urinn frjálslyndastur allra flokkanna, og telur yfir höfuð enga meinlætamenn. — Einmitt af þessum skoðana mis- mun, er það ofur skiljanlegt, að liðs- menn íhaldsflokksins hafi, í bannlaga- málinu, orðið meira andvígir því, en Framsóknarmenn og socialistar. — Peir hafa, að minsta kosti, fyr áttað sig á því, að hér er komið út í þá ófæru, sem ekki verður yfir komist. — Grund- vallarskoðun þeirra er andvíg öllu banni. — Til þessa floks munu teljast fleiri þeirra manna, sem álíta, að bannstefn- an sé í eðli sínu skaðleg og þveröfug til þess að draga úr ofnautn áfengis. — Bannlögin geri það að eins að verkum, að æsa menn upp til að brjóta þau, þar eð þau engan réttar- grundvöll hafa í meðvitund manna. — Menn skilja ekki, að það geti verið nokkur glæpur, að neyta áfengis. — Menn fyllast gremju gegn slíkum ráð- stöfunum; finst sér misboðið, og gera að lokum leik til þess, að fara í kringum þau og brjóta þau. — Ann- ars hefir þessi hlið málsins rækilega verið rædd hér á landi, alt frá því, að bannstefnan kom fyrst á dagskrá bjá þjóðinni. — Magnús Einarsson dýralæknir hefir fyrir nokkrum árum, í greinum í Lögréttu, lýst þessari hlið málsins, frá andbanninga hálfu; enda er þetta atriði einmitt það, sem skiftir mönnum í bannmenn og andbanninga, i hvaða landi sem er. — Eins og kunnugt er, fór fram at- kvæðagreiðsla um bannið, haustið 1908, !■■■«■ Ný ja Bíó ■■■■■! Laugardagskv. kl. 9: Miðjarðarhafsför LitlaogSfóra Ágæt gamanmynd í 7 þáttum. Sunnudagskv. kl. 9: Völsunyasaga Fyrri hluti í 7 þáttum : Sigurður Fáfnisbani.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.