Íslendingur - 22.06.1928, Síða 1
Talsími 105.
Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson.
Strandgata 29.
XIV. árgangur.
Carl F. Schiðtb,
kaupmaður.
Hann andaðist í Hrísey íöstu-
daginn 15. þ. m. eftir langvarandi
vanheilsu.
Carl Frederik Schiöth var fæddur
hjer á Akureyri 20. mars 1873. Voru
foreldrar hans heiðurshjónin Henrik
bakarameistari og Anna Schiöth. —
Strax eftir fermingu fór Carl að fást
við verslunarstörf og helgaði þeim
upp frá því nær eingöngu æfistarf
sitt. Um tvítugt fór hann til Eski-
fjarðar og starfaði þar við verslun.
um tíma og "byrjaði l þar 25 ára
gamall verslun fyrir eigin reikning.
— Skömmu eftir aldamótin fluttist
hann aftur til Akureyrar og rak hjer
verslun um'aldarfjórðungsskeið. —
í fyrra sumar fluttist hann til Hrís-
eyjar- og rak þar greiðasölu og
verslun.
Carl Schiöth var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Helga/'dóttir Frið-
bjarnar Steinssonar bóksala og
dannebrogsmanns á Akureyri. Misti
hann hana haustið 1911 eftir 13 ára
sambúð. Eignuðust þau 3 börn,
sem öll eru á lífi. — Haustið 1914
giftist hann aftur eftirlifandi ekkju
sinni, Jónínu Valdemarsdóttur frá
Kolgrímastöðum í Eyjafirði, og eign-
uðust þau tvö börn, dreng og stúlku,
er bæði lifa.
Eftir Carl Schiöth liggja engin
stórvirki, er halda nafni hans á lofti,
en þó mun minning hans eiga
ævarandi bústað í hjörtum og huga
vina hans og kunningja frá þeim
árum, er hann var í blóma aldurs
síns og manndómsárum. Var hann
þá Iífið og sálin í fjelagslífi þessa
bæjar og hrókur alls fagnaðar.
Heimili hans va» á þeim árum fyr-
irmynd að risnu og höfðingskap.
Hugljúfi var hann hvers manns og
mátti ekkert aumt sjá. Hjelst svo
til þess sfðasta. Síðustu árin urðu
ýmsir erfiðleikar á vegi hans; eign-
ir hans gengu' til þurðar, heilsan
bilaði, sporin urðu þung og erfið,
lundin ljetta og káta varð beiskju-
blandin, — en samt var alt af þar
að Hitta sama gæða drenginn.
Og hans ber að minnast með
hlýhug og þakklæti.
■■
Akureyri, 22. jání 1928.
26. tölubl.
Síldarútvegur.
Síldareinkasala.
Enginn atvinnurekstur hjer á landi
hefir tekið jafn miklum framförum
á ýmsa lund, eins og síldveiðarnar
gerðu frá síðustu aldamótum til
ársloka 1916.
Fyrir og um aldamótin var síldin
eingöngu veidd á fjörðum inni í
kastnætur og lagnet, en skömmu
eftir aldamótin fóru áhugasamir
menn að elta hana út á hafið og
veiða hana þar í reknet og herpi-
nætur í stað þess að bíða eftir því,
að hún kæmi inn á firðina, sem
þráfaldlega brást.
Árið 1903 er í fyrsta skifti getið
um það í fiskiskýrslum, að síld hafi
veiðst á þilskip hjer við land. Voru
það rúmlega 1000 tunnur. Árið
1905 er síldaraflinn á þilskip orðinn
hærri en aflinn, sem fjekst á báta á
fjörðum inni, og eftir það má heita
að nóta- og netaveiði á fjörðum
inni sje hverfandi lítil.
Samkvæmt íslensku verslunar-
skýrslunum var síldarútflutningur-
inn frá aldamótum tij ársloka 1916
sem hjer segir:
1901 4,208,000 kg. virt á
1902 4,320,000 — — -
1903 3,594,000 — , — -
1904 6,280,000 - — -
1905 9,117,000 - -
1906 18,231,000 — — -
1907 19,336,000 — — -
1908 15,866,000 — — -
1909 16,694,000 — — -
1910 13,474,000 — — -
1911 10,488,000 - — -
1912 11,981,000 - — -
1913 18,517,900 — * -
1914 23,576,000 - — -
1915 34,917,000 - — -
1916 31,657,000 - — -
kr. 739,000
— 835,000
— 444,000
— 1,104,000
— 1,634,000
— 3,079,000
— 3,061,000
— 5,259,000
— 1,999,000
— 1,608,000
— 1,294,000
— 1,897,000
— 2,532,000
- 3,974,000
- 12,675,000
- 14,370,000
Á þessu tímabili voru bygðar
bryggjur, síldarplön og síldarolíu-
verksmiðjur fyrir miljónir kfóna, þar
sem engar bryggjur höfðu áður
verið.
Á þessu tírnabili var byrjað að
nota nýtt veiðarfæri — herpinótina
— til síldveiðana, sem var upp-
gripameira og á margan hátt hent-
ugra veiðarfæri en þau, sem áður
höfðu veriö notuð. Á þessu tíma-
bili var líka byrjað að kryddsalta
síldina, og hefir sú verkunaraðferð
stöðugt farið í vöxt síðan og yfir-
leitt borið ágætan árangur.
Fyrstu árin voru það útlendingar,
einkum Norðmenn, sem áttu veiði-
tækin og vergögnin til síldveiðanna,
og þær komu ekki landsmönnum
að eins nriklum notum og æskilegt
var. Töluvert af fje varð þó eftir í
landinu af þessuin veiðum útlend-
inga, bæði í verkalaunum, verslun
og sköttum; en ýmsir framsýnir
leiðtogar fslensku þjóðarinnar undu
þessu illa og hvöttu landsmenn til
þess, að Ieggja meiri rækt við síld-
veiðarriar en verið hafði. Og þegar
útflutningsgjaldið af síldinni var
hækkað á árinu 1907, úr 20 aurum
upp í 50 aura, var jafnframt ákveð-
AKUREYRÁR BIO
Laugardags- og sunnudagskvöld kl. S1/2**
Sslienið.
Áhrifamikil og listavel leikin kvikmynd í 7 þáttum.
Aðalhlutverkið leikur:
MILTON SILLS.
ið, að 10°/o af útflutningsgjaldinu
skyldi verja til eflingar íslenskra
síldveiða.
Pað er erfitt að gera sjer grein
fyrir því, hvað mikið af afla þeim,
sem að ofan greinir, var eign ís-
lendinga og hvað erlendra manna,
en líklega hafa útlendingar átt mik-
inn meirihluta fyrstu árin, en lands-
menn sífelt verið að vinna á.
Samkvæmt skýrslu danska ræðis-
mannsins í Stavanger frá 1916 tel-
ur hann, að síldaraflinn við ísland
hafi skiftst þannig árið 1916:
Afli íslendinga 201,556 tunnur eða 50,6°/o
— Norðmanna 152,651 — — 38,3—
— Svía .... 31,054 — — 7,8—
— Dana. ... 13,227 — — 3,3—
Samtals er þessi afli nokkru hærri
en íslensku skýrslurnar telja, og má
gera ráð fyrir, að munurinn liggi í
því, að Norðmenn hafi sjálfir verk-
að nokkuð af aflanum um borð;
það ekki komið hjer á land og því
ekki ialið í skýrslum hjer, en aftur
á móti í heimalandinu, þar sem afl-
inn var lagður á land.
Pað var mörgum gleðiefni að sjá
framfarirnar, sem þessi atvinnurekst-
ur tók á þessu tímabili, og sjerstak-
lega þeim, er hvatt höfðu lands-
menn til veiðanna.
Pað voru ekki aðeins útgerðar-
menn skipanna og áhöfn þeirra,
sem fengu vinnuauka við síldveið-
arnar, heldur fjöldi fólks í landi,
bæði karlar og konur; trjesmiðir
og járnsmiðir við bryggju- og húsa-
smíði, beykirar við tunnusmíði,
tunnugerð og löggun; stúlkur við
kverkun, söltun og kryddun síldar;
netagerðarmenn við aðgerð og upp-
setningu veiðarfæra; kaupmenn og
verslunarfjelög við aukna verslun.
Flutningaþörfin jókst til og frá Iand-
inu, og með henni aukin vinna
fyrir innlend og erlend flutninga-
skip, vátryggingarfjelög, hafnar-
vinnumenn o. fl. o. fl. Alstaðar þar
sem síldin var, komust fjármunir
manna í örari umferð en áður, og
það var fleira ai peningarnir, sem
komst í örari hreyfingu, mennirnir
urðu frjálslegri, fljótari í hreyfing-
um og með meiri menningarbrag.
Peir, sem ekki vildu dragast aftur
úr í viðskiftunum, máttu ekki setja
það fyrir sig að vaka á nótunum,
ef með þurfti. Peir urðu að vera
fljótir að hugsa og framkvæma.
Árin 1915 og 1916 má telja sjer-
stök góðæri og gróðaár fyrir út-
gerðarmenn, síldarkaupmenn og
verkafólk. Pað má fullyrða, að þessi
tvö árin hafi enginn atvinnurekstur
gefið annað eins af sjer sem síld-
veiðarnar, enda voru menn þá
ótrauðir að leggja í ýmiskonar fyr-
irtæki, er miðuðu landinu og lands-
mönnum til heilla á marga lund.
En það varð ekki komist hjá því,
að af þessu yrði lítilsháttar hávaði.
Pað verður tæplega ausið svo var-
lega úr hinum ómælilega djúpu
auðsuppsprettum íslands, að ekki
heyrist skrölt og skvamp við og
við. Peir, sem elska værðina og
sveitafriðinn svo mjög, að þeim finst
Ijótt að sjá sjófugla keppast um
æti, og hafa það ef til vill á tilfinn-
ingunni, að skaparinn hafi ætlast til
þess, að mennirnir mötuðu þá eins
og ómálga börnin í vðggunni, eiga
sennilega erfitt með að skilja það,
að síldveiðar geti verið til gagns
og blessunar landi og lýð, líkt og
aðrar atvinnugreinir.
Pótt margir væru ánægðir með
aukningu síldveiðanna, var ánægj-
an ekki óblandin fremur en vant er
að vera. Til voru menn, er litu
■■■■■■ Nýja Bló ■■■■■■
Laugardagskvöldið kl. 8Va:
GIFTUR SJ0
SINNUM
Gamanleikur 1 8 þáltum.
Aðalhlutverkin leika:
BEN LYON og LOIS WILSON.
Sprenghlægileg gamanmynd.
Sunnudagskvöldið kl, 8*/*:
í DAL DAUÐANS.
Sjónleikur í 9 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
ROBERT FRAZER og
1 CLARA BOWO.
Leikur þessi gerist á vestur-
stiönd Norður-Ameríku á þeim
límum, er frumbyggjar þar vest-
ur frá áttu í mestum eijum við
Indiána. Er íljettað inn í sögu
þessa spennnndi ástaræfintýri
milli hvítrar stúlku og Indíána-
höfðingja.
■ ClBiSaaDIFaUHaiHBBBBHnHBBHI