Íslendingur - 12.07.1929, Qupperneq 3
ISLENDINQUR
3
Smurningsolfur
(Sjerstakleg-a handa Tuxham-vjelum).
fyrirliggjandi.
Selj así með heildsöluverði
Verslunin „PARÍS” Akureyri.
(Sigv. E. S. Þorsteinsson).
Sínm. „PARIS“. Símar: 36 — 196.
Nýtt nautakjöt
fæst á morgun í
H.f. Carl Höepfners verslun.
irrjetti fjell dómurinn þannig, að
Gefjunni var dæmdur truflunarlaus
afnotarjettur af ánni, og skaðabætur
fyrir truflanir þær, er rekstur Gefj-
unar hafði orðið fj’rir af völdum
rafveitunnar. f’ennan dóm voru
forráðamenn bæjarins óánægðir með,
sem skiljanlegt er, þar sem hanh
gjörði að engu neitun þeirra á rjett-
indum fjelagsins, og skutu mátinu
til Hæs'tarjettar, þó ærið kostnaðar-
samt sje að leita þangað. Far fór
svo, að undirdómurinn var stað-
festur, og bærinn dæmdur í máls-
kostnað, auk skaðabótanna.
■Eí forráðamenn bæjarins hefðu
fengist til að líta við sáttaboði fje-
lagsstjórnarinnar, eða verið fáanleg-
ir til þess *að reyna samingsleið í
þessu máli, þá hefði alt þetta mála-
vafstur, og sá mikli kostnaður sem
það hefir haft í för með sjer, spaf-
ast, og báðir aðilar mátt vel við
una. Það verðiu: aldrei nema til
bölvunar að berjá höfðinu við stein-
inn og setja alt á oddinn, friðsam-
legir samningar og sættir verða á-
valt farsælli, í hverju sem er. i'að
er nú undir báðum aðilum ltomið,
hver endalok þessa máls verða,
hvort þau verða á friðsamlegan hátt,
eða þrákelknin og stýfnin sett í
öndvegið. Bæjarbúar munu hafa
opin augun og fylgjast með.
X.
lír heimaliögum.
Kírkjan. Messað á sunnudaginn kl. 12
á. h. í Lögmannslilíð. — Safnaðarfundur
á eftir messu. •
Enskl skemtiskip, »Arcadians kom hing-
að í gærmorgun og fór aftur í gærkvöldi.
Hafði um 300 farþega, aðallega Breta og
* Bandaríkjamenn. Frá Reykjavík voru með
skipinu sem leiðbeinendur farþeganna
Gunnar Halldórsson og Helgi Zoega. —
Hneyksli er það, hvernig gengið er frá
tröppunni á hafnarbryggjunni, — átti
fólkið í vandræðum að komast upp og
niður hana.
Sildveiöin gengur sæmilega. Hafa sum
skipin fengið þegar yfir 1000 tunnur, en
öll síldin hefir en.n farið í bræðslu.
Hjúskapur. Á sunnudaginn voru gefin
saman í hjónaband hjer í bænuin ungfrú
Guðriín Helgadóttir hjúkrunarkona og |ón
Sigurðsson myndasmiður. — í gær voru
einnig gefin saman í hjónaband ungfrú
Valgerður Björnsdóttir bankaritari og
Hannes Guðmundsson læknir úr Rvík.
Nýji barnaskólinn. Bæjarstjórnin sam-
þykti á síðasta fiindi, að fela þeitn Jóni
Guðinundssyni og Einari Jóhannssyni
byggingu barnaskólans. Var tilboð þeirra
í bygginguna kr. 186,000,00. Annað til-
boð frá Eggert St. Melstað og Guðmundi
Ólafssyni var upp á kr. 179,000,00, eða 7
þús. kr. lægra. — Annar kostnaður við
bygginguna er áætlaður kr. 32,500,00, og
kemur því skólinn til að kosta uppkom-
inn um 220 þús. kr. — Byrjað er þegar
að vinna að byggingunni.
Knaitspyrnujjelag Akureyrar heldur fund
í kvöld (föstudagskv.) kl. 8'/a í bæjar-
stjórnarsalnum. Áríðandi mál! Fjölmennið!
Vatnsgeymi á nú að fara að byggja
við Glerá, er taka á 500 teningsmetra af
vatni. Með þeirri vatnsmiðlun er gert
ráð fyrir, að vatnsskortur þurfi ekki að
verða í bænum í nánustu framtíð.
Arthur Gook er orðiun hjer breskur
konsúll í stað Ragnars heitins Ólafssonar.
Glimuflokkur úr Rvík sýndi hjer glím-
ur og íþróttir á laugardags- og mánu-
dagskvöldið við fremur litla aðsókn, þó
var sýningin góð og verðskuldaði fult hús.
— Betri glíma hefir ekki sjest hjer um
langt skeið.
Landlœknir og læknarnir Haraldur
Jónsson frá Breiðumýri og Hannes Guð-
mundsson úr Rvík, eru sladdir hjer í
bænum.
Slysfarir Á þriðjudagskvöldið vildi
það hörmulega slys til í Ólafsfirði, að
7 ára gamall drengur fjell þar út af
bryggju. — Maður var þar nærstaddur,
og þó að ósyntur væri, hljóp hann þegar
út i sjóinn, til þess að bjarga drengnum,
en báðir druknuðu. Drengurinn hjet
Gunnar Finnsson frá Ytri-Á, en inaðnrinn
Konráð Jóhannsson ættaður úr Skagafirði.
— Gamall maður var í fjörunni, er þetta
skeði, en gat ekkert aðgert.
g,|||HDli,,'.nillli, ...IIII...Illlln........
i I
j Sumarkjólar j
í r ^
I nýtt og smekklegt úrval beint frá B E R L I N . f
I Stórt úrval af kvensilkisokkum og undirkjólum. #
| BRAUNS VERSLUN. j
Páll Sigurgeirsson. \
..........................................
Ferðamenn!
Peysur, Reiðbuxur,
Reiðjakka, Sportbuxur
fáið þið best, fjölbreyttast og ódýrast í
Verslun Eiríks Rristiánssonar.
Handboltaæflng í kyöld kl. 9
hjá U. M. F. A.
Aðalfundur Eimskipafjelags íslands var
haldinn 29. f. m. Rekstur skipanna gekk vel
síðastliðið ár, var hagnaður á honum
alls rúml. 500 þús. kr. Hjá öllum skip-
unum var hagnaður, mestur hjá Goða-
fossi 217,395 kr., Gullfossi 133,176 kr.,
Brúarfossi 125,760., Selfossi 75,705 kr. og
Lagarfossi 47,932 kr. Af ágóðanum var
305,703 kr. varið til afskrifta á verði
skipanna. í endurnýunar og varasjóð
voru lagðar 148,025 kr. og svo á að
greiða hluthöfum 4°/o. llefur ekki verið
lagt í varasjóð nje arður greiddur síðan
1920. Stjórn fjelagsins fær 4,500 kr. og
endurskoðendur 3,600 kr. 29,222 kr.
yfirfærast til nsésta árs. — Fjelagsstjórn-
inni var heimilað að láta byggja eða
kaupa eilt eðá tvö skip til viðbótar.
Nauðungarvinna. Bæjarstjórn Rvíkur
hefur nú ákveðið að setja i nauðungar-
vinnu alla slæpingja og landeiður, sem
liggja á framfærslu bæjarins af leti og
ómensku eða vanrækja framfærslu skyldu-
liðs síns eða meðgjöf með börnum.
Lyfjabúðin. Innansmíði nýju lyfjabúó-
arinnar er nú lokið og gengið frá öllu
sem vera ber. Hefir Ól. Ágústsson hús-
gagnasmiður smiðað alt innaiistokks af
hinni mestu prýði, svo að ekki stendur
að baki bestu erlendu smiði. — Er lyfja-
búðin í alla staði hin prýðilegasta.
Pjetur A. Jónsson óperusöngvari söng
hjer i Samkomuhúsinu i gærkvöldi fyrir
fullu húsi. — Var söng hans tekið með
miklum fögnuði. Söngskráin var fjöl-
breytt og sú nýlunda upptekin að flest
óperulögin voru sungin með íslenskum
tekstum. — Einna mest urðu áheyrend-
urnir hrifniraf Wagners Sigurljóðum Wal-
ters úr óp. Meistarasöngvarnir frá
Nurnberg en allur söngurinn var dásam-
legur. — Emil Thoroddsen aðstoðaði
söngvarann af hinni mestu snild.
Kransar
úr lifandi blómum fást í Strand-
götu 37.
Hulda Clausen.
Sími ‘201.
H^FUNDUR-^I
verður haldinn hjá K. A. í kvöld
kl. 872 í bæjarstjórnarsalnum.
Fjögur áríðandi mál á dagskrá!
Fjelagar fjölmennið og mætið
stundvíslega!
Dansskemtun
verður haldin að Þverá í Ong-
ulstaðahreppi á laugard. kl. 9.
NOKKRAR
STtlLKUR
geta fengið að læra matreiðslu
og innanhússtörf næsta vetur,
einnig allskonar útsaum og
»brokade«-málningu. — Nánari
upplýsingar hjá
Valgerði Ólafsdóttur,
Strandgötu 39.
Með e.s. „Island“
komu
kartöflur.
Ný uppskera! Ódýrari en áður!
Matarkex á 1 k kg.
H AM BO RG.
Manchettskyrtur,
Bindi,
Flibbar og
Sokkar.
Hvergi meira nje betra úrval
en í
Verslun E. Kristjánssonar.
SkóversI.J. S. Kvaran
er flutt í
Hótel „Goðafoss“
— neðstu hæð —
Nýkomið mikið úrval af sutnar-
skófatnaði.
gúmmívetlingar
best og ódýrust í
Verslun Eiríks Kristjánssonar.