Íslendingur

Issue

Íslendingur - 10.01.1930, Page 2

Íslendingur - 10.01.1930, Page 2
2 ÍSLENDINOUR Verslun Pjeturs H. Lárussonar þakkar viðskiftafólki innkomnar greiðslur. — Jafnframt væntir verzlunin þess, að þeir sem enn skulda, muni eftir skuldum sínum og greiði þær hið allra fyrsta. því að bæjarstjórnin fái kynt sjer málið áður en ákvörðun er tekin. Ábyrgðin, sern farið er fram á, er , þess utan hið mesta hættuspil fyr- ir bæinn, þar sem hún kæmi til að baka honum stórfeld fjárútlát ef ilia tækist fyrir fjelaginu — og dæmin eru mörg að svo hefir farið, bæði fyrir fjelögum og einstaklingum, er við útgerð hafa fengist. — Og ef bæjarstjórnin hefði látið að vilja jafnaðarmanna og afgreitt málið á fundinum á þriðjudaginn og skelt ábyrgðinni á bæinn yfirvegunar- og rannsóknarlaust, hefði sök hennar gagnvart bæjarbúum orðið þung og stór. Pað er á þeirra herðum, sem byrðarnar kæmu til að hvíla, ef illa færi fyrir fjelaginu, og því sjálfsögð skylda gagnvart þeim að málið sje yfirvegað sem gaumgæfilegast, áður en nokkur ákvörðun er tekin; — fyrirhyggjuiaust fian, óverjandi ger- ræói gagnvart þeim, og þeim mönn- um til skamrnar, er vildu knýja það fram. Samvinnufjelag ísfirðinga bar tals- vert á^góma á fundinum á þriðju- daginn. Þetta fyrirhugaða fjelag hjer á að vera svipað. Á það var m. a. bent, að ísfirska fjelaginu hefði farn- ast vel frá byrjun. Pað er rjett, en það er nú ekki nema rúmlega l* 1 * * */5 árs gamalt og hefir verið svo hepp- ið að lenda í einhverju þvh mesta afla-ári, sem lcomið hefir yfir Vest- firði. En reynslan hefir sýnt okkur að það koma líka afla-rýr og erfið ár og þá reynir á þolrifin. — Á það var líka bent, að ekki væri meira þó þess væri krafist af Ak- kureyrarbæ að hann hlypi undir bagga með hinu fyrirhugað íjelagi sjómanna hjer, en er þess var kraf- ist af ríkinu, að það hlypi undir bagga með íkfirska fjelaginu, ástæð- urnar væru líkar — hagsmunamái sjómannanna. — En ástæðurnar eru einmitt alt aðrar. Ríkið hljóp undir bagga með ísfirska fjelaginu til þess að firra ísafjörð hallæri og eymd, eins og sjá má af orðum framsögumanns fjárlaganna í Nd., er ríkisábyrgðin til ísfirska fjelags- insxvar til umæðu. Fjellú orð hans m. a. þanrtig: »Eftir lýsingum á ástandi kaup- staðarins eru engar líkur til annars, en að hallæri verði þar á næstu árum ef ekki verða gerðar gagn- gerðar breytingar á högum þorps- búa og reynt að koma fótunum undir þessa einu atvinnugrein, sem getur orðið þeim til bjargar.« Hjer er engu slíku til að dreifa. Silfursjálfblekungur hefir tapast á Jeiðinni frá Strandgötu 13 inn að húsi Stefáns Jónssonar klæðskera. Finnandi vinsamlega beðinn að slcila honum til fóns Árnasonar, Hótel Oddeyri, gegn fundarlaunum. Símskeyti. (Frá Frjettastofu (slands). Rvík í rnorgun. Utlend: Frá Búkarest: í bænum Cleno- witz lenti í bióðugum skærum milli kommúnista og lögreglunnar. Ætl- uðu kommúnistar að hafa kröfu- göngu í borginni í foiboði lögregl- unnar og neituðu að hlýða skipun- um um að sundra fylkingunni. Rjeð- iat þá lögreglan að þeim með brugnum sverðum. Fjellu nokkrir og margir særðust, sumir hættulega, áður en fylkingunni varð tvístrað. Frá Oslo: Hollenskt skip, hlað- ið málmsteini, strandaði nýlega við strendur Noregs. — 5 menn fórust. Frá Róm: Brúðkaup Umberto krónprms og Marie Jose, dóttur Belgakonungs, fór fram í gær með mikilli viðhöfn. Frá Haag: Samkomulagstilraunir um ýrns óútkljáð atriði Yongsam- þyktarinnar standa yfir en ganga íreglega, jafnvel vonlítið að sam- komulag náist. Frá Oslo: Norðmenn reyndu flugvjelanotkun við síldarleit á vest- urströnd Noregs í fyrri viku og gafst vel. Innlend: Fiskaflinn árið 1929 nam 417,273 skipd. og hefir hann aldrei orðið jafnmikill á einu ári. Aflinn er 17,- 300 skpd. meiri en árið 1928, en árið 1929 keyptu íslendingar meira af erlendum skipum, svo veiði ísl. skipa er því nær jöfn bæði ánn. Aðalfundur Fiskifjelagsins stend- ur nú yfir. Bryggjugerðinni í Borgatnesi er lokið. — Mikil snjóþynsli og um- ferðateppa um att Suðurland. V Hjer og þar. Loforðaefndir „Verkam.“. „Verkam." var á dögunum að staglast i pví, að „íhaldið“ — sem hann kallar svo — findi alt af upp á einhverjum „stórlygum" fyrir h'verjar kosningar, í pví augnamiði að afla sjer fylgis. — ísl. skoraði á „Verkam.“ að færa pessum orðum sínum stað — um leið og hann sýndi fram á, að einmitt forkólfar Alpýðu- flokksins hjer i bænum hefðu iðkað pessa iðju. Nú i siðasta „Verkam.“ pykist hann koma ineð sannanir fyrir ásökunum sínum, og keinur með tvö dærni, er hann tejur að muni næigja til sönnunar. Er annað skólastjóramálið, er „íhaldið" hafi notað blygðuuarlaust við siðustu bæjarstjórnarkosningar — og unnið á; hitt er saga frá bæjarstjórakjör- inu um Jón bæjargjaldhera. Hafi „íhald- ið“ borið pað út um bæinn, að hann yrði rekinn frá starfa sínutn næði Jón Sveinsson ekki kosningu, og par sem að bæjargjaldkerinn hafi verið vinsæll mað- ur, hafi petta haft mikil áhrif á úrslit kosninganna. — Hvað sögu pessari við- víkur, hefur ísl. aldrei heyrt hana áðar, og enginn, er hann hefur átt tal við um hana — svo ganga má út frá pvi se.m vissu, að hún er tilbúningur pes^, ,ær greinina skrifar — en sem vera mun Halld. Friðjónsson, — ber hinn prúð- mannlegi ritháttur greinarinnar öll ein- kenni hans. Hvað skólastjóramálinu við- vikur, pá sýndu andstæðingablöð skóla- stjórans pað drengskaparbragð, að minn- ast ekki á misgerðir niannsins einu orði, fyr en eftir kosningar. Pað var „Verka- maðurinn" einn, sem hreyfði málinu áð- ur, og sem leiddi til pess að faðir drengsins, er mispyrmt hafði verið, fann sig knúðan til pess að leiðrjetta pá frá- sögn og skýra frá málavöxtum eins og peir voru. — „Verkam.“ segir, að frá- si'gn föðursins hafi verjð ósönn. — Vill hann pá lýsa pað ósannindi, sem meiri- hluti skólanefndar segir í áliti sir.u eftir hata rannsakað málið. — Par er m. a. svo komist að orði: % „------Því leyfir skólanefnd sjer að gefa skólastjóra, Steinpóri Guð- mundssyni, áminningu fyrir að hafa beitt of harðri líkamlegri refsingu við barnið Guðbrand Hlíðar í kenslu- stund í 6. bekk barnaskólans, 16. f. m. Jafnframt átelur hún skóla- stjóra og bendir honum á, að hann verði að leggja niður ávana pann, er hann hefur, að taka i eyru skóla- barna og pví um líkt. Loks bendir skólanefnd skólastjóra á pað, að hann megi búast við, ef hann lætur ekki skipast við pá áminningu nefnd- arinnar, að verða sviftur starfinu. Pað eru fulltrúar jafnaðarmanna nefndinni, Elísabet Eiríksdóttir og Jón Steingrímsson, flokkssystkyni Stp. G.J sem bera fram pessa tillögu, og sem eru bæði fullírúaefni jafnaðartnanns, á- samt Steinpóri, við bæjarstjórnarkosning- una, sem fer í hönd. — Pessi dómur er ekki kveðinn upp af andstæðingum fyrv. skólastjóra. Annar3 gerir „Verkam.“ Stp. G. lítinn greiða með pvl að vera sifelt að draga petta misgerðamál fram í dagsljósið. Hans vegna væri pað best falið í pögninni. í iok greinarinnar gefur „Verkam.“ pann ábæti á „sannanir" sin- ar, að ísl. hafi hvað eftir annað orðið að „jeta ofan í sig lygar,“ er hann hafi flutt á undan kosningum, og jafhvel að gefa út „aukablöð til peirra hluta, strax að kosningum afstöðnuin." — Hvorugt hefur nokkru sinni skeð. — Það eru ó- sannindi eins og annað í pessari „Verka- manns“-grein. í henni koina 30 sinnum fyrir orðin „lygi“ og „lygar“ — en sjálf er hún öll e i n 1 ý g i. „Bálförin“. Höfundur jólasögunnar geðslegu i „Verkam.“, — „Bálförin", — hvað vera frú Ingibjörg Benediktsdóttir, kona fyrv barnaskólastjóra. Á laugardaginn föru fram bæjar- stjórnarkosningar í þremur bæjum á landinu: Siglufirði, Norðfirði og Vest- mannaeyjum og voru 3 listar í vali á öllum stöðunum. A Siglufiröi voru kosnir 9 íull- trúar, þeir höfðu áður verið 8, en ríkisstjórnin hafði gefið heimild að bætá einum við. Fjell kosning þann- ig, að A-listinn — F'ramsókn — Alúðarþakkir til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát Árna Eiríkssonar bankagjaldkera og minnngu hans heiðruðu við útförina. Akureyri 6. jan. 1930. Ekkjan og börnin. Hjer meö tilkynnist vinum og vandainönnum, að koiian inín, Krístín Hallgríinsdóttir, andaöist 8. þ. in. — Jarðarförin ákveðin síðar. Garðshorni í Glerárþorpi, Guðfón Jóhannsson. fjekk 164 atkv. og kom tveimur fulltrúum að: Þormóði Eyjólíssyni skrifstofustjóra og Andrjesi Hafliða- syni kaupmanni. — B-listinn — Sjálístæðismenn — fjekk 181 atkv. og kom einnig tveimur fulltrúum að-: Jóni Gíslasyni verslunarstjóra og Ole Hertervig bakara. — C-listinn — sameinaðir kommúnistar og jafn- aðarmenn — fjekk 384 atkv. og kom fimm íulltrúum að: Guðmundi Skarphjeðinssjmi skólastjóra, Otto Jörgensen stöðvarstjóra, Sig. Fanndal kaupmanni, Hermanni Einarssyni verkamanni og Gunnlaugi Sigurðs- syni smið. — Þeir höfðu áður 6 fulltrúa í bæjarstjórninni og tapa því einum. Einnig eru atkvæði þeirra færri en við kosningarnar í fyrra, þrátt fyrir fjölgun á kjörskrá. Framsókn bætti við sig rúmum 50 atkv. og Sjálfstæðisfiokkurinn um 20 atkv. — tapið alt Alþýðuílokkslistans megin. A Noröjiröi voru 8 fulltrúar kosn- ir. Fllaut listi jafnaðarmanna 220 atkv. og kom 4 fulltrúum að, var það sama tala og áður. Sjálfstæðis- manna-listinn fjekk 167’ atkv. og kom þremur mönnum að, og Fram- sóknar-listinn 91 atkv. og kom ein- um manni aö. — Áður áttu »óháðir verkamenn* einn fulltrúa í bæjar- stjórninni en það sæti hafa nú Sjálf- stæðismenn unnið — þeir einir hafa unniö á í þessum kosningum. 1 Vestmcmnaeyjum hafði Framsókn engan lista f kjöri, enda er sagt, að ekki sjeu nema 2 Framsóknarmenn í öllum kaupstaðnum — en 3 voru listarnir engu að síður: frá Sjálf- stæðismönnum, jafnaðarmönnum og kommúnistum. Var f síðasta blaði sagt frá skilnaöi jafnaðai'manna og kommúnista og með hverjum hætti hann hefði orðið. Kosningarnar fóru svo, að listi Sjálfstæðismanna hlaut 831 atkv. og kom 6 mönnum að, listi jaínaðarmanna 381 atkv. og kom 2 mönnum að og listi komm- únista 222 atkv. og kom einurn að. Hafa þannig »flokkssvikararnir« sem Vkm. kallar jafnaðarmennina haft langsamlega betur cn kommúnist- arnir, og þó höfðu þeir blað til að styðjast við en »svikararnir« ekki. Sýnir þetta best hvernig fer, þegar verkalýðurinn fer að gera upp á milli socialdemokrata og kommúnista. Á Ísajiröi á að kjósa á morgun. Eru þar 3 listar í kjöri, en engar líkur eru laldar á því, að Fram- sóknarlistinn komi manni að.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.