Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 17.01.1930, Síða 3

Íslendingur - 17.01.1930, Síða 3
ÍSLENDINOUR 3 Hjer með eralvarlega skorað á alla þá,er skulda Verslunin „PARÍS” Akureyri, og ekki enn hafa samið um greiðslu skuldanna, að gera það fyrir 20. þessa mánaðar. Pá eru reikningslok. Akureyri, 15. jan. 1930. F.h, Sigv. E. S. Porsteinsson. Þórsteinn Sigvaldason. Ferðsuður um Evrópu. Eftir Sigurð J. Gíslason. (Framh.) (Sakir þess, aö ýmislegt annað hefur orðið að sitja • í fyrirrúmi, liefur orðið dráttur á birlingu þéss- ara ferðapistla, en nú verður þeim haldið áfram án frekari dráttar, þar til þeim lykur, — Ritstj.). Jeg fór frá París til Luzern í Sviss. Á leiðinni þangað var jeg í klefa með tveimur frúm. Var önnur með'tvær smástelpur, fjögra og íimm ára gamlar. Var hún ung- versk og á leið heim til sín, én kom írá manni sínum í Ameríku. Sagði hún hann hafa mjög góð laun og þess vegna dveldi hann þar. Þótti mjer þar vfk milli vina. Dáð- ist jeg aö henni að ferðast ein með tvö börn svo langa leið. Fyrst, er jeg kom inn í klefann, þar sem þær voru fyrir, spurði jeg hvort sæti væri þar fyrir fleiri og varð hún fyrir svörunum og kvað svo vera, ekki síst, ef jeg gæti útvegað sjer vatn handa börnunum. Vatnið fjekk hún en sjálfur átti jeg heimt- ingu á sæti meðan laust var. Það var um hánótt, sem við komum til Basel. Þar skiftum við um lest. Við höfðum reynt að sofa, og bjugg- um þannig um okkur, að við settum stórt íerðakoífort upp á endann milli bekkjanna og ljetum svo kodda þar ofan á. Hölluðum við okkur svo áfram og hvíldum höfuðin á þessum kodda; varð okkur þó ekki svefnsamt, því hitt varð fyr að hlátur- inn kom upp hjá okkur yfir því >komiska« í »situationinni«. Litlu stelpimnar sváfu á bekkjunum þang- að til í Mulhouse að þær voru vakt- ar. Kendi jég í brjóst um litlu skinnin, einkum aðra þeirra. Var sú blest á máli, svo mjög, að eng- inn gat ráðið í hvað hún sagði nema mamma hennar. Hin frúin, sem með mjer var, kom frá Paris og var líka að fara eitthvað austur á bóginn til foreldra sinna. Hafði hún ekki sjeð þau í ellefu ár. Hún var gift bakara í París. Við ræddum heil mikið saman og drukkum að lokum skilnaðarskál í Basel. Var það að vísu kaífi, ef kaffi skyldi kalla. Fengum við tvær könnur hvort. Var kaffi í annari en flóuð mjólk í hinni. Var meira af mjólk- inni. Þessu átti svo að blanda sam- an. Nú! Jeg kom til Luzern að morgni og fór strax að skoða borg- ina. Rak jeg einkum augun í tvent, sem mjer þótti nýstárlegt. Annað var það, að í öðrum hvorum búðar- glugga voru útskornir munir úr trje, gerðir af hinni mestu list. Datt mjer í hug að hjer ætti J’onnar að Yera kominn. Hitt var það, að úti fyrir mörgum btíðum sátu stúlkur í hvirfingu við útsaum. Saumuðu þær stafi í vasaklúta og þ. h. Var auð- sjeð á öllu, að Luzern er miki.ll ferðamannabær, enda voru ferða- langar þar á hverju strái og aragrúi gistihúsa. Hafa gistihúsaeigendurnir skrifstofu á járnbrautarstöðinni, og er þar alt af liægt að fá upplýsing- ar um hvar gistingu sje að fá. Hið helsta, sem er að sjá í Luzern, er Thorvaldsens ljónið, höggvið í klett í útjaðri borgarinnar og rjett þar hjá ísaldarmenjar alleinkennilegar. Luz- ern stendur við IV. Waldsáttervatn, skamt frá fjallinu Pilatus, sem dreg- ur nafn af því (latus=vatn). Er náttúrufegurð þar viðbrugðiö. Fað var llka óneitanlega gaman að ferð- ast þar um vatnið á skemtiskipum í sólskininu ásamt hundruðum af fólki svo að segja alstaðar að úr veröld- inni. Þá saknaði jeg þess hvað mest að hafa engan fjelaga, sem gæti glaðst með mjer yfir því fagra, sem fyrir augað bar. Kynntist jeg þarna að vísu fjölda fólks, þar á meðal karli einum frakkneskum, er var á skemtiferð með íjölskjidu sinni. Spurði hann mig spjörunum úr um ísland og ákvað að lokum að koma hingað næsta sumar. Við urðurn samferða upp' fjall eitt, sem Rigi heitir. Fór jeg með tannbraut nálega í/b fjallsins og gekk svo það sem eftir var upp á toppinn. Pað þótti hrein uppgötvun, er fólk vissi að jeg var frá íslandi, og það var hlustað með ath}rgli á, er jeg var að segja karli frá landi og lýð. Karli þótti slæmt, er jeg fór út úr vagninum. Fylgdist jeg með honurn fyrst í stað en drógst brátt aftur úr. Veifuðu allar hendur til mín meöan jeg var í augsýn. Wldi jeg gjarnan hafaverið lengur með því fólki, en horfði í aurana því alldýrt var að ferðast með brautarvögnum þessurn. Hlíðin var snarbrött og sólarhitinn mikill. Var jeg því nærri uppgeíinn, er jeg kom upp á toppinn (Rigi- kulm). Lagðist jeg niður og ællaði að hvíla mig og sofna, en kemur þá elcki rolla til mín og lætur mig engan frið fá f\’r en jeg var búin að gefa henni af nestinu rnínu, fór hún þá til annara og gerði þeirn sömu skil. Utsýnið þarna uppi var ekki vel gott sökum misturs og ann- að slagið huldu ský toppinn. Gisti jeg því þarna uppi um nóttina . s\ro að jeg gæti sjeð betur ylir morgun- inn eftir. Sjást þaðan mörg íjöll t. d. Munkurinn og Jungfrúin. Rigi- kulm er 1800 m.. yfir sjó, og er einkennilegt að sjá, hvernig gróður- inn bre}rtist eftir því sem ofar dreg- ur. Neðst eru aldinti je en efst er orðið trjálaust. Gistihús voru þarna fjölmörg og alveg uppi á blá toppi, og eins á fjallatoppunum par í kring. Er einkennilegt að sjá þessar stóru tak Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri, verða eftirtalin ógreidd gjöld til Akureyrarkaupstaðar frá árinu 1929 tekin lögtaki að 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar: Útsvör lóða- og sótaragjöld, vatnskatt- ur, aukavatnsgjöld, holræsa- og gangstjettagjöld, lóðarleigur, erfðafestu- gjöld og önnur jarðeignagjöld, ennfremur öll önnur gjöld til hafnar- sjóðs og raforkugjöld. Bæjarfógetinn á Akureyri, 16. jan. 1929. Steingrfmur Jónsson. ITppboð. Ar 1930, laugardaginn 25. janúar, verður opinbert uppboð sett og haldið við geymsluskúr útgerðarmanns Steindórs J. Hjaltalíns á Oddeyrartanga og þar seld snurpunót — eign Tryggva Helgasonar útgerðarmanns í Reykjavík. Uppboðið hefst kl. 2 e. h. Uppboðsskilmálar birtir á staðnum. Akureyri, 17. jan. 1930. Bæjarfógetinn. byggingar þarna uppi, þegar íarið er um vatnið, stundum svo að segja beint upp yiir rnanni. Eins er víða svimahætt að horfa niður á vatnið. Hjer og þar voru skransalar. Seldu þeir t. d grös svipuð fjanda- fælu og blikkplötumerki til að negla á göngustafi. Er þetta keypt til menja um fjallgöngurnar. Pá eru og póstkort alstaðar fáanleg. Upp á Rigi-kulm var karl einn, sem bljes á svokallað alpahorn fyrir peninga. Eru horn þessi um fjórar álnir á lengd, og höfð til að lokka búsmal 4 ann hcim að því er rnjer var sagt. Kýr voru þarna margar, allar rauð- av, akspikaðar og höfðu stóra bjöllu hengda um hálsinn. Jeg svaf vel þarna uppi um nótt- ina. Var miklu svalara þar en í París. Rúmið var og líkara því, sem jeg átti að venjast, nema að því leyti að teppi voru í ylirsængurstað, en ofan á þeim fisljetl smásæng bara fyrir handleggi og hendur. Annars voru rúm víðast hvar syðra svo breið, aö breiddin var jöín lengdinni. Lægi jeg í miðju rúmi og teigði hendur út náði jeg varla í rúmstokkana. Morguninn eftir gekk jeg svo niður fjallið. Fór jeg þá aðra leið. Kom jeg þar að lítilli kapellu og stóö morgunmessa þar yfir. Staldraði jeg þar við. Tók jeg eitikum þá eftir því, hve ólík er lútersk og kaþólsk messugerð og trúarlíf. Hjer á ís- landi held jeg t. d. að ílestir fari í kirkju til að hlusta á prestinn, en þar, að því er virtist, til að biðja sarnan. En sennilega mun vanda- samara starf lúterskra presta en kaþólskra. f’arna vav fólk í vinnu- fötum, sem auðsjáanlega kpm til annavs en að sýna sig og sjá aðra. YÖRÐUR heldur fund á sunnudaginn í Vevzl- unarmannafjelagshúsinu kl. 1 'h. HERBERG! til leigu. Fæði getur einnig fengist á sama stað. R. v. á. frá Sigríðarstöðiun. Fætid 29. júlí 1904. — Dáln 21. des. 1929. Jeg höfuð beygi, i helgri ró og kyrð, það heyrist ei lengur þungur andardráttur. brjóstið ei hreyfist, höndin köld og stirð, horfinn til fulls er sjerhver æðasláttur. Því hún er dáin, hnýpin fjólan fríð, fjötrarnir brostnir, þrautatíminn Iiðinn. Alt í einu er endað þetta strið. Nú ertu sæl! Þú hefur öðlast friðinn. Sigurlaug! Þín sál var jafnan hrein, og sist þar niátti nokkurn blett á finna. Saklaus ró á svipnum þínum skein. Jeg sá svo niargt í Ieiftri augna þinna. Jeg sá það oft, hve varstu þjáð og þreytt, þó að varla heyrðist kvein nje stuna. Jeg sá það, en þú sagðir ekki neitt, þá sálarrósenid ælti jeg að muna. Nú ertu sæl! Þvl enduð lífs er þraut. Já æfin hún var stutt, en hrein og fögur, þvi örugg gekstu áfram þessa braut, þótt oft hún væri þyrnuin stráður vegur. Er furða þó að falli nokkur tár, af föðuraugum, marga er grátið hefur, og systkinum, þó harmur svfði sár, við síðstu kveðju! Hitggist! Þvi hún sefur. Því hún lifir góðum guði hjá, grátið ekki föla rós á beði. Blærinn hvíslar boðum henni frá : >»Jeg bý með englum, lifi sæl í gleði“. Beztu kveðjur berast þinni sál, blitt frá hjörtum ástvinanna þinna; þó að klökkvi þýngi muna og mál, megna þeir þó nokkra gleði að finna. Hún var þeim dýrmæt þessi stutta stund, þú styrktir þá i gleði, þrá og hörmum, og örugg von um æðri endurfund, eyðir sviða og þerrar tár af hvörntum. Sofðu rótt, hinn siðsta langa blund, svífðu hljótt I arma vina þlnna. Góða nótt, jeg geymi æ þá stund, er guð Ijet hittgað sækja öndu þina. Hugrún. „Geysir" syngur í Nýja Bíó á sunnudaginn kl. 31 't e. h. Prentsm. Björns Jónssonar. *

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.