Íslendingur


Íslendingur - 16.12.1932, Blaðsíða 1

Íslendingur - 16.12.1932, Blaðsíða 1
XVIII. árgangur Akureyri, 16. des. 1932. 50. tölubl. NYJA-BIO Föstudags-, Laugardags- og Ný mynd! sunnudagskvöld kl. 9. í HEKÞJÓNXJSTTT Sprenghlægileg gamanmynd í 8 þáttum. — Aðalhlutv. leika: LITLI og STÓRI. Nú eru þeir komnir þessu frægu vinir okkar til þess að gleðja alla, sem vilja heilsa upp á þá nú í skarnmdeginu, og þeir verða eflaust margir, Mona Mártenson, hin fræga sænska leikkona, leikur jómfrú þá, £r allt snýst um og aliir eru bálskotnir í. Lau Lauritzen, sá er gert hefir LITLA og STÓRA heims- fræga (og þeir hann) hefir tekið þessa mynd og er hún ann- áluð fyrir hversu rnargt öfugt gerist þar og talin hin fjöl- breyttasta og hlægilegasta og með fegurstu landslagsmynd- um frá Norður Sjálandi. Sunnudaginn kl. 5 Alþýðusýning Niðursett verð! MAÐUR OG KONA — I síðasta sinn. Dr. Helsi lómasson tekur aftur við Nýja Kleppi. Lárus frá Haga svií't- ur yfirlæknisstöðunni. Loksins kom að því. — Á föstudaginn 9. þ. m. skeðu þau tíðindi, að dóms- og'heilbrigð- ismálaráðherrann, Ólafur Thors, svifti Lárus Jónsson frá Haga yfir- læknisstöðunni við Nýja Klepp, sakir drykkjuskaparóreglu, og skip- aði í hans stað dr. med. Helga Tómasson yfirlæknir spítalans. — Er dr. Helgi þar með kominn í ríki sitt að nýju og mun því almennt fagnað. Má ætla, að með endurskipun dr. Helga í yfirlæknisstöðuna sé lokið þeim sorglega þætti í sögu Nýja Klepps, sem Jónas frá Hriflu bjó honuin með burtvikningu dr. Helga og öðru framferði sínu. Sagan er enn í fersku minni: Pað var hinn 30. dag aprílmán- aðar 1930, að ríðandi sendiboði kom að Nýja Kleppi, með bréf til dr. Helga frá þáv. dómsmálaráð- herra, Jónasi Jónssyni. Efni bréfs- ins var það, að tilkynna dr. Helga að frá lokum þess hins sama dags, væri hann sviftur stöðunni sem yfirlæknir spítalans og yrði þegar að hafa sig burtu þaðan, með fjöl- skyldu sína. — Ástæður til þessa voru ekki tilgreindar, en flestum mun hafa verið það Ijóst, að þær voru hatur, sem dómsmálaráðherra hafði lagt á dr. Helga fyrir að hafa látið uppi þá skoðun á heilsufari ráðherrans, að hætta gæti stafað af því fyrir þjóðina, að ráðherrann færi áfram við völd. — Því áliti dr. Helga hefir aldrei verið hnekkt af dómbærum mönnum. Burtrekstur dr. Helga var níð- ingsverk, — ekki beinlínis gagnvart honum og heimili hans, þó þar væru þá fyrir veikindi — heldur gagnvart aumingjunum varnarlausu er voru sjúklingar á spítalanum: Tugir saklausra og bágstaddra sjúkl- inga eru iátnir gjalda þess á grimini- legasta hátt, að velgerðamaður þeirra, læknirinn, sem þá stundaði, var kominn í ónáð hjá ráðherran- um. — Þeir eru látnir vera læknis- lausir, eða verra en það, í marga daga, — þó gamall uppgjafalæknir, sem ekkert þekkir til sjúkdóma þeirra, sé falið eftirlit með þeim. — Loks tekst Jónasi ráðherra að ráða Iækni til spítalans, Lárus nokkurn Jónsson frá Haga. Hafði hanri ver- ið um stuttan tíma á geðveikraspít- ala í DanmÖrku — spítala fyrir ó- læknandi og bandóða sjúklingja — en verið rekinn þaðan fyrir drykkju- skap — Þennan mann telur ráð- herrann fullgóðan handa sjúkling- unum á Nýja K'eppi, stofnun sem hefir það ætlunarveik aö Iækna geðbilaða og taugaveiklaða sjúkl inga. — Þessi maður er settur í sæti eins helzta sérfræðings í geð- sjúkdómum á Norðurlöndum. Mun flestum hafa blöskrað þessar að- gerðir ráðherrans, — því tiltrú til Lárusar læknis bar enginn. Mótmæli yfír burtrekstii dr. Helga og ráðningu Lárusar drifu víðsveg- ar að til ríkisstjói narinnar. — En dómsmálaráðherrann léí þau sem vind um eyrun þjóta. Hvað skipti það hann þótt aumingjarnir á Nýja Kleppi væru sviftir allri batavon vegna aðgerða hans? Ekki hót. — Hann þurfti að hefna sín á dr. Helga — og það var honum fysir öllu. — Tíminn leið. — Stuttu e'tir frávíkninguna gerði dr. Helgi ráðstöfun til málshöfðun- ar gegn ríkisst jórninni- Krafðist hann að sér yrðu greidd árslaun og öll önnur fríðindi, yfir sama tíma, er hann hefði verið ráðinn upp á. Undirréitardómurinn féll á þá leið, að honum voru tildæmd ’/s árs laun, með fríðindum, er fylgdu ráðningu hans- Dómunum var af báðum aðilum skotið til Hæsta- réílar og voru dr. Helga þar til- dæmd heils árs laun með dýrtíðar- uppbót. Ennfremur 300 kr. á mán- uði, yfir þann tíma, fyrir húsnæðl, ljós og hiía. Þessutan 5X vextir af báðum þessum upphæðum og að iokum 500 kr. í málskostnað. — Voru það alls um 12 þús. kr. sem dr. Helga voru tildæmdar úr ríkissjóði- Var því jafnframt slegið föstu, að ekkert hefði komið fram í málinu, sem réttlætt gæti frávikn- ingu hans. Nú víkur sögunni aftur að Nýja Kleppi. — — Hinn nýji yfirlæknir reyndist, eins og menn höfðu búist við, ekki starfinu vaxinn og drykkjuskapar- óregla hans ágerðist. — Forráð- endur sjúklinga, sem nokkur ráð höfðu, tók þá af spítalanum og komu þeim til lækninga hjá dr. Helga, sem starfaði sem »prakti- sérandi< læknir í Reykjavík. En vit- anlega var það kostnaðarsamt að hafa þá utan spíialans og gátu því færfi en vildu. — Nýi Kleppur, þessi dýia og vandaða stofnun, stóð nú hálf tómur. — Síðla sum- ars 1931 senda allar hjúkrunarkonur spítalans klögun á Lárus yfirlækni fyrir diykkjuskap og óreglu. Vil mundur Jónsson, vildarvinur Jón- asar ráðherra, var þá oiðinn land læknir. Rannsakar hann kæruna og kemst að þeirii niðuistöðu að hún sé'sönn og leggur til að Lárus sé sviftur yf.rlæknisstöðunni. Skrifar hann vini sínum Jónasi þetta í nóv- ember f. á., en Jónas bregst /mnnig við, að hann framlengir rdðninga- tíma Lúrusar lœknis um tvö ór. — Sýnir Jónas þar greinilega enn á ný umhyggju sína fyrir þeim sem bág- ast eiga. En er Jónas hrökklast frá völd- um, þykjast flestir þess fullvissir að nú muni fara að styítast sá tími, sem Lárus -sé yfirlæknir á Nýja Kleppi. — Á Alþingi hafði komið fram krafa uin frávikning hans og endurskipun dr. Helga í stöðuna og Læknafélag íslands ítrekar áskor- un sína til ríkisstjórnarinnar um að gera dr. Helga aftur að yfirlækni spítalans. — Landlæknir skrifar nú stjórninni aftur bréf og er það frekar loðið. Er því haldið þar fram, að Lónis hafi nokkuð bætt ráð sitt, síðan landlæknir skrifaði fyrra bréf sitt. Samt muni réttast að víkja ho' um frá. Gerir land- læknir það að tillögu sinni að pró- fessor Þórður Sveinsson sé gerður að yfirlækni beggja spitalanna — Gamla og Nýja Klepps, — og hon- um fenginn kandidat til aðstoðar. Dr. Helgi hafi yfirdrifið að gera sem praktisérandi læknir og sé ekki rétt að taka hann frá þeirri starf- semi. Við þetta aukist rúm fytir sjúklinga, þar sem öðrum læknis- bústaðnum megi breyta í sjúkra- herbergi. — Þessi lillaga landlækn- is, um sameining yfirlæknisembætt- anna, fær lítinn byr hjá öðrum læknum og ekki heldur hjá dóms- málaráðherra — og hvað Lárusi viðvíkur, þá svarar ráðherrann land- lækni því, a,ð rannsókn hafi leitt í Ijós að það se' síður en svo að hann hafi bœtt ráð sitt. — Með þetta fyrir augum tekur ráðherrann svo þá ákvörðun, sem fyr er að vikið: að svifta Lárus yfirlæknisstöðunni og veita hana dr. Helga. Blöð Jónasar frá Hriflu, Tíminn og Alþýðublaðið, vonskast yfir þessum aðgerðum dómsmálaráð- herra, en fáir munu þeir, sem mark taka á rausi þeirra. — Aliur þorri manna mun Ólafi Túors þakklátur fyrir yfirlæknaskiptin, því með þeim verður Nýi Kleppur hafinn upp úr því ófremdarástandi, sem hann var sokkinn í íyrir aðgerðir Hriflu- Jónasar. Tunnusmíðið. Koimnúnistar bregða fyrir það fótunum. — Erlingur Friðjónsson sagði á síð- asta bæjarstjórnarfusdi að það væri því miður ot' mikið af flónurn í Verkamannafélagi Akureyrar — og ef dæinfi skal eítir síðasta fundi íé- lagsins þá er þetta ekki ofmælt. Tunnusmíðið margumrædda yar þar til umræðu. Fengu kommúnist- ar, mað fylgi Þorstéins Uorsteins- sonar formanns félagsins, því fram- gengt, að sámþykkt var að halda fast við fyrri samþvkkt félagsins um að tunnusmíðið yrði ekki íram- kvæmt í ákvæðisvinnu, eins og bæj- arstjórn hafði ákveðið, heldur í tima- vinnu samkvæmt kauptaxta félugsins.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.