Íslendingur


Íslendingur - 16.12.1932, Blaðsíða 2

Íslendingur - 16.12.1932, Blaðsíða 2
2 ISLKNDINGUR Kostir SUPER-SKANDIA fram yfir diesel-og há- þrýstimótora: Engin dýr og margbrotinn loft- þjappari, engir nálarlokar í innspýtings- tækinu, einföld gerð, auðveld gæzla, lítill viðhaldskostnaður, lítill viðgerðarkostnaður, lítill brunaþrýstingur íbi unahylkinu lítill þrýstingur á eldsneytisolíunni ekki viðkvæmur á hitastig svala- vatns, ræsing jafn auðveld í köldu veðri. Kostir SUPER SKANDIA fram yfir glóðarhauss- og flatlcveikju- mótora: Þægilegileg kaldræsting, fullkomin brennsla eldsneytisins lítil eldsneytiseyðsla, lítil smurningsolíueyðsla, reyklaust afgas, léttur hljóðlaus gangur, mikil aflsframleiðsla. SUPER-SKANDIA getur gengið með ódýrustu hráolíu. SUPER- SKANDIA er að öllu leyti búinn til úr allra bezta efni. Bullu- hylkið er steypt úr sérstakri járnsamsetningu, sem er einstæð aö endingu. SUPPER-SKANDIA er lítill fyrirferðar, samanborið við afi það, sem hann framleiðir. SUPER-SKANDIA er sérstaklega endingargóður. SUPER-SKANDIA er hlutfallslega mjög ódýr. Greiðsluskilmálar mjög aðgengilegir. Leitið upplýsinga, — þær kosta ekkert. Tómas Björnsson, Akureyri. — -Nú getur félagið verið víst um það, að bæjarstjórnin gengur aldrei inn á að tunnusmíðið sé unnið á annan hátt en í ákvæðisvinnu og með þeim kjörum, sem samþykkt voru á síðasta fundi hennar. — Haldi Verkamannafélagið fast viö samþykkt sfna er tunnusmíðinu líklega siglt í strand á þessum vetri, og hafa þá kommúnistar með flónsku sínni haft 15—20 þús. krónur af þeim verkamönnum, sem vinnunnar bafi orðið aönjótandi, Og þeir færa það sem ástæðu fyrir þessari breytni sinni kommún- istarnir, að verkamennirnir verði aö leggja of mikið á sig í ákvæðisvinnu ef þeir eigi að hafa sæmilgt kaup. — í tímavinnu geti þeir »slórað« og hait sína »hentisemi« og þó bor- ið engu minna frá borði. Er þessi vinnu-»mórall< sérstaklega geðfeldur letingjum og vinnusvikurum — en þaö eru fiestir kommúnistar. En farið getur svo, að svona Iramkoma verði til þess að hætt verði við vinnu, sem annars hefði verið unnin, og margir nýtir og góðir verkamenn verði að sitja auðum höndum, sem annars hefðu getað haft upp góð daglaun. Svo fer sennilega um tunnusmiðið, ef Tré- smíðafélag Akureyrar tekur það ekki að sér — en það er nú á döfinni. — Hér og þar. Dagur tekur sinnaskiftum. Undanfarið hefir Dagur haft fátt gott að segja um samsteypustjórnina og oftast andað kalt til hennar frá honum — en í gær er annað hljóð komið í strokkinn. Er hann nú allt 1 einu orðinn eldheitt og ákaft stjórnarblað, og óskapast yíir þvf að íslendingur hafi flutt grein, þar sem stjórninni hafi verið fundið ým- islegt til foráttu. — Grein sú, sem tsl. flutti, og Dagur óskapast út af, var ekki ritstjórnargrein, heldur að- send, þó það skipti nú ekki miklu máli. Paö -skal játað, að hún var ærið þungorð í garð stjórnarinnar, en hún var jafnframt þörf brýning á hana um að sýna dáð og dug; lognmollupólitík hentaði ekki eins og nú væri ástatt í landinu. Um það er ísl. greinarhöf. sammála. — Rangfærslur og útúrsnúningar Dags villa engum sýn, og má hann una við þá íramleiðslu sína óáreittur, en gamla málsháttinn, »sá er vinur, sem til vamms segirc, hefði ritstjórinn gjarnan mátt muna — lýsir hann afstöðu íslendings til samsteypu- stjórnarinnar. Hermann lögreglustjóri. Dagur þrástagast á því að Her- mann lögreglustjóri hafi bjargað bæjarfulltrúum »íhaldsmanna« undan bareflum kommúnista þann 9. f. m., og lagt líf sitt og limi í hættu við »björgunarstarfið< — en launin að hálfu »íhaldsblaðanna< séu sví- virðingar og ofsóknir i hans garð. — Lýgin er Framsóknarblöðunum töm. — Það er Hermann Jónasson lög- reglustjóri, sem mest allra manna á sök á óspektunum og hryðjuverk- unum, sem skeðu í Rvík 9. nóv. — Hann var aðvaraöur í tæka tíð, áð- ur en að bæjarstjórnarfundurinn hófst, um að nauðsyn væri á vara- liði, þar sem kommúnistar höfðu lýst I>ví yfir í blaði sínu, og í ræðum á götum úti, að þeir ætluðu að gera aðsúg að bæjarstjórninni og þröngva henni til að gera að vilja þeirra. — Lögreglustjórinn neitaði að kalla varalið, og er á bæjarstjórnarfund- inn kemur, stillir hann svo til, að áheyrandapláss fundarhússins fyllist af æstasta og hamslausasta liði bols- anna og tekur sjá.lfur undir ógnanir þeirra í garð bæjarfulltrúa Sjálfstæð- ismanna, láti þeir ekki undan í ka\ip- deilumálinu: Þaö sé áðeins tvent fyrir þá að gera, gefa samþykki sitt til alls þess, er bolsar heimta, eða þeir geti búist við aö tína lífinu. — Þegar svo aðsúgurinn er gerður að þessun. bæfarfulltrúum og þeirn meinuð útganga, heldur lögreglu- stjóri því leyndu að frjáls sé aðgang- ur að aukadyrum hússins. Það er aðeins fyrir tilviljun að bæjai fulltrú- arnir komast að því, og ná að kom- ast út — sýnilega þvert á móti vilja og tilætlun Hermanns Jónassonar. — Slíkur, sem hér er lýst, er »björgunarstarfinn< (!) sem Dagur rómar Hermann fyrir — Og síðar þegar æsingalýðurinn ræðst á lög- regluna úfi fyrir fundarhúsinu, hypj- ar þessi sami Hermann sig sem skjótast heim á skrifstofu sína, og skilur eftir höfuðlausan her. Slík framkoma hjá lögreglustjóra er svo afskapleg, að þess eru engin dæmi — og allt framferði hans þennan dag, er með þeim hætti, að hann á að hafa fyrirgert embætti sínu. Það heföi ekkert uppþot og engir götu- bardágar orðið í Reykjavík 9, nóv. ef Hermann Jónasson hefði haft þann viðbúnað, sem hann var beðinn um — en neitaði að hafa, og brygðist þar með skyldum sínum sem lög- reglustjóri. Vísa gerö þegar sr. Benjamín Krist- jánsson ílutti vígsluræðu sí:ta í útvarpinu — Gervileik held’r í horli heill þarfur Knstj'áns arfi, hikstar hvergi á taxta hann í vígslu ranni; Sjallræðu túlkar fullum, frjálsmannlegum, hálsi, áttaviss, einfær í bratta, augum skimar til himins. G. F. Úr heimahögum. □ Rún 593212208 — Frl/. I. O. O. F. 114121681/*—III. Kirkjan: Messað á Akureyri kl 2 e.h. á sunnudaginn. Sjálfstœðisfélag Akureyrar heldur fund kl. 8 á mánudagskvöldið á venjulegum stað. — Varðarfundur á sunnudaginn kl. 1,30 í Verzlunarmannafélagshúsinu. .Lanilafrœði og úst< var leikiö í sjö- unda og síðasta sinni í gaerkvö'di. — Fer frú Martha Kalman suður með Dettifossi á sunnnudaginn. Gísli Ólafsson, skáld frá Eiríksstöðum, er staddur hér í bænum og mun efna til skemmtikvölds bráðlega. — Hefir hann skemmt Reykvíkingum með kvæðaupp- lestri, eftirhermum og kveðskap og fengið tnikla aðsókn og góða dóma. Hjúskapur. Ungfrú Þunður Pétursdótfir, jónassonar kaupmanns á Hjalteyri og Jón Pórðarson framkvæmdastjóri frá Lauga- bóli, voru gefin saman í hjónaband af bæjarfógeta 10. þ. m. — Pá hafa og ný- lega verið gefin saman í hjónaband ung- frú Ró;a Ttiorlaclus, Ijósmóðir í Öxna- felli, og Benedikt júlíusson, bóndi í Hvassafelli — Panrr 13. þ. rn. gaf sókn- arpresturinn í hjónaband ungfrú Matthildi Stefánsdóttur og Jakob Oislason, bæði til heimilis að Miðgörðum á Grenivík. Fiskajli er talsverður á innfirðinum þegar gæftir eru á sjó. , Skarlatssóttin er að magnast á Siglu- firði og hafa nokkrir dáið úr henni. — Barnaskólanum hefir verið lokað. „Akurlitjan“ heitir jólablað sem skáta- sireitin »Fálkar« hefir gefið út og er nú verið að selja á götunurn. — í blaðið skrifa séra Friðrik Rafnar, jón Norðfjörð, Ounnar Ouðlaugsson og Brynja Hlíöar. Einnig flytur blaðið kvæði, sögur, myndir og fréttir. Er blaðið hið myndarlegasta og á skilið að vera keypt og lesið. „jólin koma“ heita nokkur kvæði handa börnum eftir Jóhannes úr Kötlum, sein Pórhallur Bjarnason prentari hefir gefið úr. Eru kvæðin prýdd ágætum myndum eftir Tryggva Magnússon, þ. á m. af Qrýlu, Leppalúða og öllum jólasveinunum. — Kverið er hið eigulegasta fyrir börn og kostar aðeins kr. 1,50. Vikublaðið búlkinn. Jólablaðið kemur hingað með Dettifossi í vikulokin. Er það 60 bls. að stærð og um helmingur les- niálsins héðan frá Akureyri, auk fjölda auglýsinga. Brynleifur Tobiasson rekur sögu bæjarins, Stgr. Malthíasson héraðs- læknir segir sögu spítalans, Sigurður bún- aðarmálastjóri segir frá Ræktunarfélagi Norðurlands, Jóhann Frímann skrifar um iðnað og iðju, Otto Tulinius um útgerð, og Har. Björnsson um leiklist auk margra annara greina, sem hér verða ekki taldar. Nær 50 ágætar myndir, flestar eftir Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndara, fylgja greinum þessum, — Af öðru efni má nefna grein með fjölda mynda um Gunnar Ounnars- son skáld, sögur eftir Jóhannes Friðlaugs- son, O. Henry og Selmu Lagerlöf og jólahugleiðingu eftir sér Friðrik J. Rafnar. Verð blaðsins ein króna. Dúnardœgur. Pann 12. þ. m. andaðist hér í bænum, ekkjan Halldóra Arnfinns- dóttir, rúmlega sjötug að aldri. Skýrleiks- og dugnaðarkona. — Pá er látinn að heim- ili sínu, Qránufélagsgötu 5 hér í bænum, Stefán Hallgrímsson matsmaður, . valin- kunniir sæmdarmaður, 66 ára gamall. Dó hann úr krabbarneini. — Pá pru nýlega látnar ekkjan Lilja Halldórsdóttir, móðir Aðalsteins Bjarnasonar smiðs, og Sigríður Finnsdóttir í Strandgötu 39 — báðar í hárii elli. — fólapósturinn að Einarsstöðum fer héð- an þann 20. þ. m. Áheit á Strandakirkju — 10 kr. — hefir fsl. veitt móttöku frá N. N., sjúkling á Vífilstöðum, og afhent sóknarprestinum til fyiirgreiðslu. Styrkið sjúka! Kaupið Bréf frá Ingu. Bókhlöðuverð nú aðeins kr. 3,75 í snotru sétt- ingsbandi, áður kr. 5. Andvirðið rennur lil bókasafns sjúklinga á Vifilslöðum og Kristneshæli. Aðal- útsölur, pósthólf 608 Reykjavík og pósthólf 27 Akureyri, afgreiða pant- anir utan af landi með sama verði, burðargjaldsfrítt. Bóksalar fá venju- legan afslátt.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.