Íslendingur


Íslendingur - 27.10.1933, Síða 5

Íslendingur - 27.10.1933, Síða 5
AUKABLAÐ ÍSLENDINGUR j5 »Jörð«. f'riðji árgangur »JarÖar« er fyrir skömmu útkominn í einu bindi, sem er hátt á þriðja hundrað blaösíður að stærð. Allur er hinn verklegi frágangur ritsins hinn snyrtilegasti, svo aö yfir öllu útliti »]arðart hvílir virðulegur blær, er það, út af fyrir sig, hinn nauðsynlegasti hlutur, að tímarit séu þannig til fara, að þau bjóði af sér góðan þokka. Og þaö gerir »Jörð« með útliti sínu. Er þá næst að athuga innihaldið. Það er afar fjölbreytt, eins og sjálf- sagt er að sé í riti, sem ber jafn yfirgripsmikið naín. Mun iiér aðeins drepið á þau atriði efnisins, er mér á einhvern liátt hafa orðið hugstæð við skyndilestur. Fyrsta ritgeröin: Framtíð kirkj- unnar, er mjög athyglisverð. Hún er eftir ritstjórann, sr. Björn O. Björnsson, Presturinn spyr: »Hvern- ig stendur d því að heimurinn er að snúa sér frá henni?< (þ.e. kirkjunni) og hann svarar spurningunni hiklaust og ákveðið: >Það er af því að hún hefir ekki fylgt meistara sínum og Drottni fast eftir. Trú hennar hefir yfirleitt verið hálfvolg eða blendin. ttún hefir því ekki megnað að leggja hið lífgandi orð til málanna, með sannfærandi afli.« — Það er eftir- tektavert, að hér er gripið á því kyiinu, sem um langan aldur hefir þjáð kirkjuna, og því eftirtektaverð- ara er það, þegar það er prestur, sem kveður upp dóminn. — Þessi hreinskilni sr. Björns er rnjög virð- ingarverð, og á rneðan að kirkjan á þá þjóna, sem þora að horfast í atigu viö staðreyndirnar og segja sannleikann hispurslaust, tel ég ekld loku fyrir það skotið, aö kirkjan geti »megnað að leggja hið lífgandi orð til málanna.* Sr. Björn segir ennfremur: >Það er búið að hlaða svo undir oss, nútímann, að af oss verður krafist meira og miklu meira en af nokk- urri annari undangenginni kynslóð. Betur að sem flestir af þeim, sem undir hefir verið hlaðið, kæmu auga á þessi sannindi, og geröu sér ljóst, að þeir eru ekki aðeins til sýnis á þrepinu, heldur einnig til að verða þjóöfélaginu og samtíðinni boðberar þess fagnaðarerindis, sem tímarnir krefjast. — Hallgerður Höskuldsdóttir heitir all-langt erindi, eftir sr. Ólaf Ólafs- son, fyrv, fríkirkjuprest. Var upp- haflega flutt í Útvarpið, en er nú prentað í »Jörð«. Höf. er merkur og þjóðkunnur ræðuskörungur, og hefir tekið sér fyiir hendur að tala máli Hallgerðar, sem honum þykir að Njála beri söguna ver en efni munu til. — fað er ætíö góðs ínanns starf, að rétta hluta þeirra, sem orðið hafa fyrir ranglátum ásökunum eða stað- lausum sleggjudómum. Frá því sjónarmiöi skoðað er erindi sr. Ólafs riddaralegs eölis, og á alla virðingu skilið. Annars munu skoðanir manna nokkuö á reiki um, hvernig beri að skilja og skýra Njálu. Flestum mun koma saman um, að skáldsögublærinn sé nokkuö auð- sær á ýmsum köflum hennar, en hvað sé skáldskapur og hvað hafi í raun og sannleika gerzt, þar býst ég við að ágreiningur verði milli manna. Ég skoða Hallgerði Hösk- Sjálfyirkt þ + ® ©f rsi 7 Konan, sem þvær þvottinn minn, syngur: Ef línið viltu fannhvítt fá og forðast strit við þvottinn, þér sem fljótast fáðu þá FLIK-FLAK út i pottinn. Allar húsmæður vilja helzt FLIK-FLAK þvottaduft. Fað er því sjálfsagt að FLIK-FLAK fáist í hverri verzlun. Jorð til solu. Jörðin Rútstaðir í 0ngulstaðahreppi er til sölu og laus til ábúð- ar í næstu fardögum. Fasteignamat jarðarinnar er kr. 6500. Tún er 5,8 ha. og gefur af sér 200 hesta í meðalári og nýrækt 40— 50 hesta. Fullur helmingur túnsins er vélslægt. Útheysskapur er 300 —400 hundruð hestar. Ræktunarskilyrði eru góð á jörðinni. Hús jarðarinnar eru gömul en stæðileg. Bjarni Einarsson skipasmiður Akureyri, tekur á móti kauptilboð- um og gefur allar nánari upplýsingar viðkomandi jörðinni. Akureyri, 4. okt. 1933. Bjarni Einarsson. uldsdóttur sem persónugjörfing hinnar ófyrirleitnu, kaldlyndu og sjálfselsku- fullu konu, sem höfundur Njálu not- ar til að sýna, livað af geti lilotizt, ef aldrei er beygt af. Hann lætur þeim Bergþóru og Hallgeröi lostið saman í sögu sinni og verður af því sá eldur, sem öllu gtandar. Speki Njáls, hreysti og glæsimennska Gunnars og margra annara, megna ekki að reisa rönd við ofsa og ósköpum þeirra kvenna, sem hafa skaphöfn Hallgerðar og Bergþóru. Fess vegna virðist mér að vörn fyrir máli Hallgerðar sé hæpin, eða nokkurrar annarar sögu- persónu, sem sköpuð er af þeim kenndum og ástríðum, sem allir vita að til eru, og hafa ætíð verið tiF, í sálum kvénna og karla. Eða liver mundi vilja ómaka sig til að taka upp málstað Gróu sáluðu á Leiti? Enginn, sem vissi að hún er aðeins persónugjörfingur slúðurs og kjaftæðis, en þó engu að síður sönn og meistaralega máluð. f*að kastar ekki rýrð á Njálu, í mínum augum, þótt hún sé skoðuð sem skáldsaga — hún heldur öllu sínu fyrir því, sem máli skiftir. Náttúra og siðmenning, eftir Odd Björnsson, er ein af þeiin ritgerð- um, sem vekja munu athyggli les- enda »Jarðar«. Er þar óvægilega, — en þó ekki um oí — deilt á ýmis- konar yfirdrepskap í hugsun og breytni manna, og leitast við að sýna að margt aí því, sem eftir er sókst, sé glepjandi og spillandi og leiði í allskonar ógöngur. Er þar bent á, það sem nú á síðustu árum er alitaí að koma greinilegar í Ijós, að »vísindum íylgi ofmetnaður og stærilæti, og notuð séu þau í þarfir hins óþarfasta og skaðvænasla, sem til er: heildar-dráps og hernaðar- djöfulæðis.« Fleira mætti benda á í sambandi við nefnda grein, sem vert er að athuga, t. d. það sem höf. segir um borga- og sveitalíf, og þó að ein- hverjum þyki höfundur ef til vill taka árinni full djúpt í, þú munu menn verða að játa, að hann heíir mikiö til síns máls. l£g sleppi því, að minnast á þann kafla þýðingarinnar »Kristur á veg- um Indlands,* sem umræddur-ár- gangur »Jarðar« ílytur. Ég hefi ekki fylgzt með þeirri þýðingu frá upp- hafi, en vil þó taka fram, að þýð- ingin á bókarheitinu virðist mislukk- uð. Samkvæmt gamalli íslenzkri málvenju þýðir: Að vera á vegum einhvers, allt annað en það, sem skiljast á við heitíð: Kristur á veg- um Indlands.s Fað mun hafa vakað fyrir þýð., að þýða orði til orðs, en það er oft miður heppilegt. Margt er enn ótalið, sem »Jörð« flytur, og sem allt mun verða vel þegið aí lesfúsum mönnum, Ég hefi að vísu verið dálítið und- randi yfir að sjá »Tídægru« í ís- lenzkri þýðingu í »Jörð«. Fví ef minni mitt svíkur mig ekki, þá er margt kámugt og kyndugt, sem sú bók hefir að geyma, ef allt væri þýtt, sem þar er saman komið En »]örð* mun aðeins ætla aö birta það, sem einhver ábati er að. Að svo mæltu þakka ég »Jörð« fyrir komuna, og hreinskilnislegar umsagnir um eitt og annað. F. H. Berg.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.