Íslendingur - 02.03.1934, Page 2
2
ISLENDINOUR
Jarðarför Sigríðar Orímsdóttur er
ákveðin mánudaginn 5. mars, kl. 1
e. h., frá heimili hennar, Brekku-
götu 27.
Aðstandendur.
þannig, að yfirfiskimatsmennirnir
megi, þegar sérstaklega stendur á,
votta mat á salt- og pressufiski, þótt
aðeins einn maður hafi metið hann.«
í sambandi við þetta mál var
samþykkt eftirfarandi tillaga frá Jóni
Sigurðssyni, svo sem í áframhaldi
fyrri tillögunnar:
»Ennfremur lítur fundurinn þann-
ig á, a.ð æskilegt sé að kaup undir-
matsmanna verði lækkað úr kr. .2,00
niður í kr. 1,75 á klukkustundc.
2. Mótornámskeiö á Húsavík.
Einar Sörenson hafði framsögu í
máli þessu og lýsti þörf þeirri, er
væri fyrir hendi um námskeið á
Húsavík og taldi fullar likur fyrir
því að slíkt námskeið mundi verða
fullskipað. Lagði hann fram í mál-
inu eftirfarandi tillögu:
»Fundurinn leggur til, við Fiski-
félag íslands, að það á næsta hausti
eða fyrri hluta vetrar, komi á mót-
ornámskeiði á Húsavík, með svipuðu
fyrirkomulagi eins og var á Húsa-
vík 1930.«
Tillaga þessi var aamþykkt með
öllum atkvæðum,
3. Rekstrarlán handa smábát-
um. Erindreki Páll Halldórsson hóf
umræður um mál þetta. — Vísaði
hann til samþykktar þeirrar, sem
gerö var á fulltrúafundi á Akureyri
9. janúar 1931 i máli þessu og lagði
tram eftirfarandi tillögu, er sam-
þykkt var f einu hljóði:
»Fundurinn skyrskotar til sam-
þybktar sameiginlegs fundar útgerð-
armanna í Norðlendingafjóröungi,
er fylgir hér með í eftirriti. Fund-
urinn telur ekki fengna úrlausn
þessa máls enn þá og leyfir sér því
að snúa sér til hins háttvirta Fiski-
félags íslands og háttv. Milliþinga-
nefndar í sjávarútvegsmálum, er nú
situr að störíum, með beiðni um að
þessir aðilar geri sitt ítrasta til að
úr reksturslánaþörfinni verði bætt
svo íljótt sem með nokkru móti er
mögulegt.«
f*egar hér var komið var fundi
frestað til kl. 9 síðd., því von var
fleiri fulltrúa, en áður en fundarhlé
var tekið var kosin þriggja manna
neind til þess að undirbúa tillögu i
5. máli dagskrárinnar »Ráðningar-
kjör sjómanna*. Kosningu hlutu:
JónSigurðsson, Haraldur Guðmunds-
son og Sigurvin Edilonsson.
Kl. 9 var fundur settur að nýju
og voru þá mættir til viðbótar við
fulltrúa þá, er áður voru komnir:
Frá Grenivík:
Þorbjörn Áskélsson og
Vilhelm Vigfússon. •
Frá Flatey:
Hermann Jónsson og-
Hinrik Sveinsson.
Frá Hrísey:
Brynjólfur Jóhannesson
Frá Dalvík:
Sigfús Þorleifsson.
Frá: Ólafsfirði:
Jóhann í*. Kröyer.
Var þá tekið fyrir næsta mál á
dagskrá.
4. Fulltrúaval. Eriudreki Páll
Halldórsson reifaði málið og las upp
skeyti frá stjórn Sölusamlags ís-
lenzkra fiskiframleiðenda, dags. 22.
des. 1933. — Kvað hann mál þetta
fram komið vegna skeytis þessa,
þar sem fram er tekið að um það
mundi veröa hlutast að fjórðungarn-
ir veldu sér trúnaðarmenn, er fylgd-
ust með í störfum stjórnar samlags-
ins og gættu hagsmuna hinna ein-
stöku fjórðunga. Hafði nefnd sú,
er til þess var kosin, átt tal við
framkvæmdastjóra Richard Thors,
og skýrði hún fundinum frá upplýs-
ingum þeim, er íengist höíð.u, og
sem hnigu í þá átt aö vafasamt
væri hvort, úr nefndu fulltrúavali
yröi. . Eftir miklar umræður um
málið kom fram eítirfarandi tillaga
frá frá Páli Halldórssyni:
»Fundurinn lýsir fullu trausti á
Sölusamlagi ísl. fiskiramleiðenda, én
tjáir sig hins vegar mjög óánægðan
með að samlagsstjórnin skuli hafa
kvikað frá ákvörðunum sínum í bréfi
frá 22. des. f. á. um fulltrúa fyrir
fjórðungana og skorar á hana að
taka þá á'tvörðun upp aftur til fram-
kvæmda á þessu ari.«
Ennfremurkom fram svohljóðandi
tillaga frá Jóni Sigurðssyni og var
hún samþykkt einróma:
»Fundurinn skorar á stjórn Sölu-
samlagsins að halda fund einu sinni
ári með minnst 5 fulltrúum úr hverj-
um landsfjórðungi, þar sem mál
samlagsins væru ítarlega rædd og
teknar ákvarðanir uin framtíðar-
sarfsemi þess*.
Þegar hér var komiö var liðið að
miðnætti og var fundi frestað til
næsta dags,
Föstudaginn 23. febrúar var fund-
ur settur aftur á sama stað og var
þá tekið fyrir:
5. Ráðningarkjör sjómanna. —
Framsögumaður þessa máls var út-
geröarm. Jón Sigurðsson, fyrir hönd
nefndar þefrrar, sem kosinn hafði
verið til þess að gei a tillögur í mál-
inu. Lagði framsögumaður fram
nefndarálit og fylgdi málinu úr garði
með stuttri ræðu. Um málið urðu
fjörugar umræður og hnigu þær í
þá átt að halda fast við ályktanir
þær, er gerðar voru á íulltrúafundi
9. jan. 1931, en á því hafði reynst
brestur að undanförnu. í málinu
kom fram svohljóðandi tillaga frá
Jóni Sigurðssyni:
»Fundurinn mælir eindregið með
því, að allsstaðar beri að koma á
almennum hlutaskiftum á alla báta
smærri sem stærri, eins og tíðkast
hjá Siglfirðingum, Hrfseyingum og
byrjað er á hjá Ólafsfiröingum, og
er í samræmi við fundarsamþykkt,
er gerð var á fulltrúafundi. sem
haldihn var á Akureyri 9. jan. 1931.«
Tillagan var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
Ennfremur kom fram svohljóðandi
tillaga fra Páli Halldórssyni:
»Fundurinn telur nauðsynlegt að
kaupgjald kvenna. við fiskútgerð
verði miðað við hlutdeild í afla eða
prósentur, að svo miklu leyti, sem
við verður komið á. hverjum stað,
eins og*" tíðkast á sumum stöðum
til dæmis í Ólafsfirði.< Tillaga þessi
vár samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum. P& var tekið fyrir:
6. Olíuinnkaup. Útgerðarmaður
Jón Sigurðsson reifaði máliö með
glöggri ræðu og benti á möguleika
til olfukaupa frá Rússum, Eftir fjör-
MÁLNIN G AVÖRBR:
MATROIL
(oliubundin þv.ottekta vatnsmálning)
m a r g i r 1 i t i r.
^Ntoirí^rc (sterkir litir> 111 að lita með
ívicliroil OLdlIlcrö Matroil Distemper).
Löguð málning
„Rose Brand”.
„Perfecto”, glært lakk.
Skipamálning (botnfarvi).
Zinkhvíta o. m. fl.
Fyrirliggjandi í heildsölu iijá:
I BRYNJÓLFSSON & KVARAN.
Akureyrí.
ngar umræður um málið kom fram
svohljóðandi fundaráljrktun:
»Fundurinn ályktar að kjósa 3ja
manna nefnd, er staríi fýrst um sinn
að því að reyna að þrýsta niður
söluverði á olíum og bénsíni til út-
gerðarinnar, og í sambandi þar við
að leita verðtilboöa hvar sem hún
getur«. Fundarálit þetta var sam-
þykkt í einu hljóði, og var síöan
kosin nefndin og hlutu kosningu
þeir: Jón Sigurðsson, Steíán Jónas-
son og Þorvaldur Friðíinnsson,
7. Ut'rarbræösla. Framsögu-
maður málsins, Vilhelm Vigfússon,
innleiddi málið með stuttri ræðu.
Eftir nokkrar umræður var sam-
þykkt eítirfarandi fundarályktun:
»Fundurinn ályktar að brýna
nauðsyn beri til, aö hinar einstöku
veiðistöðvar í fjórðungunum komi
upp hjá sér nýtísku bræðslustöðvuin
fyrir lifur, hver við sitt hæfi að
stærð og gerð. í sambandi við þetta
fer fundurinn þess á leit við Fiski-
félags íslands:
1. Að það afli upplýsinga fyrir
verstöðvarnar um kostnaðarhlið og
innkaup bræðslutækja, svo og um-
búðir um lýsið.
2. Að það leiðbeini verstöðvunum
eftir megni um sölumöguleika á
hverjum tíma og yfir höfuð hlynni
að þessu máli á hvern hátt sem
verða má.
Felur fundurinn erindreka Fiski-
félagsins að koma máli þessu áleiðis
og styðja það eftir megni.«
8. Ljósmerki viö bysflinga, —
Útgerðarmaður Lorbjörn Áskelsson
innleiddi umræður' um mál þetta.
Iíftir góðar undirtektir á málinu var
samþykkt svohljóöandi tillaga:
»Fundurinn skorar á Fiskifélag
íslands að beita sér fyrir því að sett
verði ljósmerki við Þystlinga við
Látra í Grítubakkahreppi, með því
að sker þetta er á fjölfarinni leið
skipa og báta, er fara út og inu
með ströndinni.c
9. Mótorvélaliaup. Útgeröar-
maður Sigfús Úorleifsson hreyfði
máli þessu og taldi nauðsynlegt aö
útgerðermenn sameinuðu sig meira
um vissar tegundir véla, sem vel
reyndust. 1 málinu kom fram og
var samþykkt eítirfarandi tillaga :
»Fundurinn áminnir útgerðarmenn
um það, að notfæra sér upplýsingar
þær, sem Fiskifélag íslands kynni
að geta geíið um val á mótorvélum
og haga vélakaupum sínum í sam-
ræmi viö þær. Eins telur fundurinn
æskilegt að verksmiðjur þær, er
flestar vélar hafa selt til Norður-
landsins, hafi varahluti fyrirliggjandi
hér á staðnum.*
10. Síldargeyinsluþrær, »Fund-
urinn ítrekar samþykktir síöasta
fjórðungsþings í máli þessu.* Á-
lyktun þessi kom fram frá útgerðar-
manni Jóni Sigurðssyni og var sam-
þykkt í einu hljóði,
11. Kosin feröakostnaöarnefnd.
Kosnir voru í nefnd þessa með
gjaldkera Jóhannesi Jónassyni, þar
sem forseti var fjærverandi, þeir Jón
Sigurðsson, Páll Halldórsson og
Einar Malmquist,
Fundargrðin lesin upp og sam-
þykkt. Fleira ekki fyrir tekið. —
Fundi slitiö.
Páll tialldórsson, jón Bencdiktsson.