Íslendingur


Íslendingur - 15.03.1935, Qupperneq 1

Íslendingur - 15.03.1935, Qupperneq 1
ISLENDINGUR XXI. árgangur. Akureyri, 15. marz 1935. 11. tölubl. NYJA-BIO Stefnir að gjaldþroti? Skuldirnar við útlönd orðnar yfir 90 milj.kr. Á síðastliðnum 8 árum, eða síðan að Sjálfstæðismenn létu af völdum 1927, hafa skuldir þjóðarinnar við útlönd aukist um rúmar 40 miljónir. Voru þær við stjórnarskiptin um 48 milj. kr., en eru nú orðnar yfir 90 miljónir. — Skuldir ríkissjóðs, sem hér eru meðtaldar, hafa meir en þrefaldast á þessu tímabili, voru túmar 11 milj. kr., en munu nú, með síðustu lántöku, vera komnar upp í um 35 milj. kr. eða vel það. Á stjórnartímabili Sjálfstæðis- manna lækkuðu skuldir ríkissjóðs um þriðjung og hagur þjóðarinnar gagnvart útlöndum batnaði um nær- fellt 24 milj. kr. Síðan hefir Fram- sóknarflokkurinn haft fjármálastjórn- ina með höndum og á mesta sök á því hvernig nú er komið. Og fyrri hluti Framsóknartíma- bilsins eru þau mestu góðæri, sem yfir Iandið hafa komið, síðan það fékk sjálfforæði. Tekjurnar streyma í ríkissjóðinn og fara langt fram úr allri áætlun. En öllu er jafnóðum eytt og auk þess safnað skuldum. Pegar svo kreppan skellur yfir, er ríkið, eftir öll góðærin, vanmegnugt að reisa rönd við henni og sekkur dýpra og dýpra í skuldafenið, því. eyðslan heldur áfram að vera sú sama. — Og svo óskaplegt er ráðlag Fram- sóknarflokksins, að hann velur fyrir fiármálaráðherra, þegar fer að syrta yfir fyrir alvöru, unglingspilt, óreynd- an °E þekkingarsnauðan um allt það, er að fjármálastjórn lýtur, en þekktan að glannahætti og ofstæki. Er ekki hægt að hugsa sér fráleit- ara val á manni til þess að stjórna fjármálum ríkisins, enda hefir það þegar sýnt sig á þeim fáu mánuð- um, sem hann hefir gegnt embætt- inu. Fjárlögin í ár og fjárlagafrum- varpið fydr næsta ár eru með þeim endemum, að þingsagan geymir engin, er komast þar f n-'kkurn samanjöfnuð. Eyðslan og skatta- kúgunin meiri en nokkru sinni áður. — Það er kreppuhjálpin, sem fjármálaráðherrann, Eysteinn Jóns- son, réttir að þjóðinni. Afkoma síðastl. árs ætti þó sann- arlega að hafa gefið ástæðu til, að gengið yrði þannig frá fjárlögunum, að þar væri sýnd einhver spam- aðarviðleitni. Á búreikningi ríkis- ins varð 21/* milj. króna greiðslu- halli. Pó höfðu tekjurnar farið nær- fellt 31/* milj. kr. fram úr áætlun. En stjórninni hafði tekist að eyða 5,4 milj. meira en áætlað var á fjár- lögum ársins. Urðu þau rúmar 17 milj. kr., en voru áætluð 11,6 milj. krónur. — Hafa Framsóknarstjórn- irnar aldrei getað haldið sig innan ramma fjárlaganna, hvað útgjöldin snertir, og því er komið sem komið er, að ríkissjóðurinn er í botnlaus- um skuldúm, en sem hefði þó verið í lófa lagið að hafa skuldlausan, ef fylgt hefði verið þeirri fjármáiastefnu, sem Sjálfstæðismenn stjórnuðu eftir á árunum 1924 — 1927. Þá hefir hagur þjóðarinnar út á við versnað á árinu 1934 um 10 — 11 milj. kr. Hefði mátt ætla að eitt- hvert tillit væri tekið til þess við samning fjárlagafrumvarpsins, en því er enginn gaumur gefinn. Vöruút- flutningur nam á árinu 44 milj. og 800 þús, kr. og er það um 2 milj. og 200 þús. kr. minna en árið á undan. Vöruinnflutningur hefir aftur á móti orðið um 48VS milj. kr. — Samkvæmt þessu er verzlunarjöfn- uður ársins 1934 óhagstæður um 3 milj. og 700 þús. kr. — Aðrar greiðslur til útlanda, en fyrir vörur, eru áætlaðar um 7—8 miij. meiri en innborganir frá útlöndum, aðrar en andviðri vara. Hefir hagur þjóð- arinnar þannig varsnað, eins og fyr segir, um lö—11 milj. kr. á árinu og gerir það ástandið afar alvarlegt. Með þannig lagaða afkomu fyrir augum og þegar fullkomin óvissa er um söluhorfur íslenzkra afurða, þegar sannað er, að aðal atvinnu- vegur landsmanna, er gefur um 90% af útflutningnum, er að kikna undir sköttum og skyldum, þegar land- búnaðnum þarf að hjálpa af heljar- þröininni með kreppulánamiljónum, þá finnur ríkisstjórnin, stjórn rauðu flokkanna, þau ráð bezt henta, að auka sem mest á örðugleikana. Hún hækkar skattana, sem áður reyndust of háir. Og hún gefur út 15 miljón króna fjárlög. Hún jafnar niðnr á þjóðina útgjöldum, er nema nálega 700 krónum á hvert 5 manna heimili í landinu. Og ætlar þó ekkert sem nemur af þessari 15 nvljóna fjár- fúlgu til þess að greiða skuldir, Olæpsamlegra andvaraleysi hefir engin stjórn, sem verið hefir við völd f þessu landi, aldrei sýnt, hvorki fyr eða síðar. Og þjóðin og íslenzka ríkið er að tapa tiltrú erlendis Skuldirnar eru orðnar svo miklar, að viðskipia- þjóðum okkar þykir nóg um. 90 miljónir krónur er engin smáræðis- fúlga fyrir þjóð, sem telur aðeins rúma 100 þús. íbúa. Síðasta lán- taka okkar hjá Bretum sýnir líka að þeim þykir full ástæða til að líta eftir því hvað hér er að gerast, og hvað getur svo af því leitt fyrir sjálfstæði þessarar þjóðar, eí fjár- hagurinn fer enn versnandi? Það er svo sem engum efa bundið, að verði framhald á því framferði í fjármálastjórn landsins og verið hefir ríkjandi stjórnartíma- bil Framsóknarflokksins, er gjald- þrot og glötun fjárhagslegs sjálf- stæðis óumflýjanlegt innan tiltölu- lega lítils tíma. Fiskverziunin. Markaðurinn gengur sanian. Versnandi horfur. Öllum almenningi er það Ijóst, að «i engu ríður meira, fyrir íjár- hagsafkomu þjóðarinnar, en að fisk- verzlunin sé trygg og fari vel úr hendi. — I?að hefir verið áhyggjuefui allra hugsandi manna undanfarin dr, hvernig tækist í hvert sinn að koma í verð öllum þeim landburði af fiski, s%m komið hefir hér á land á ári hverju. — Arlegur fiskafli landsmanna lieíir, sem kunnugt er, meir en tvöfaldast sfðasta áratuginn, og á þessum aukna afla hefir fjár- hagur u'kis og landsmanna byggst. Allar framfarir þessi árin má rekja til þess, að tekist hefir að finna markaði fyrir þessa aðalframleiðslu- vöru landsmanna og koma henni í verð. — Nú eru allt annað en glæsilegar horfur í þeim efnum. Birgðir af saltfiski í landinu voru um síðustu áramót um 18,000 smá- lestir og hefir lítil breyting orðið þar á siðan. — Aflinn, síðastl. ár, nam 62.000 smálestum og fiskbirgð- irnar um áramótin 1933 og 1934 voru 14,500 smálestir, svo að út- flutningurinn síðastl: ár hefir numið 58,000 smálestum, Árið 1933 nam saltfisksútflutning- urinn o6,500 smálestum. Hefir því útflutningurinn siðastl. ár orðið um 8 þús. smálestum minni en árið 1933, — Þessi mismunur á útflutningnum stafar eingöngu af innflutningshöml- unum á Spáni — Árið 1933 voru flutt þangað 11,000 smálestum meira en innflutningur fékkst fyrir í fyrra. — Er sá munur því 3000 smálestum meiri en mismunurinn á heildarút- flutningnum. — Svo til hinna mark- aðslandanna hefir flutzt f fyrra meira af fiski en árið 1933. Sýnir það berlega, hve traustum fótum íslenzka saltfiskverzlunin stendur, þegar inn- flutningshöft viðskiptaþjóðanna koma þar ekki í veginn. — En nú þreng- ir að úr fleiri áttum. Mikill hluti af þeim fiskbirgðum, sem í landinu eru nú, eru verkaðar fyrir Spánar- og Portúgalsmarkað. Fer með útflutning á birgðum þess- um mest eftir því. hvernig fer með Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9: N} mynd! Sunnudaginn kl. 5: Alþýðusýning. Niðursett verð. Vester Vov Vov Litli og Stóri sýndir enn samkv, fjölda áskor- áskorana. innflutningsleyfi til Portúgal. Er nú svo komið, að það þarf sérstakt inn- flutningsleyfi fyrir fisk þann, sem þangað er fluttur, og er þeim fisk- framleiðendum bægt frá markaðin- um, sem ekki hafa leyji. Eftir síð- ustu fregnum þaðan eru taldar litlar líkur á því, að innflutningurinn verði leyfðar héðan, að nokkru ráði, jafn vel útlit fyrir að markaðinum verði algerlega lokað fyrir íslenzkum fiski. Haía Norðmenn komið ár sinni svo fyrir borð, að ætla má að þeir hafi lagt undir sig mestallan portúgalska markaðinn. — Þrengist þá um hag vérn allverulega. Og svo koma þær fregnir frá Ítalíu, að innflutningur af fiski þang- að verði stórkostlega takmarkaður, jafn vel aðeins leyft að ílytja inn 35,%" af því fiskmagni, er áður var flutt þangað. — Kemur þetta einnig þunglega niður á íslenzkum fiskút- flytjendum, þótt ekki sé það eins viðurhlutamikið og skerðing spanska markaðsins og lokun þess portú- galska. — Horfurnar fyrir saltfisksölunni eru því allt annað en glæsilegar. — Pað eina, sem gæti bjargað málun- um við, eins og nú horfir, eru nýir markaðir, — en hvar er þeirra að leita? í Suður-Ameríku, hafa einhverjir sagt. — Jú, mikið rétt, þangað er flutt mikið af saltfiski frá Newfound- land, nokkuð frá Noregi, Skotlaudi og víðar að — en okkar fiskur er þar óþekkt vara og það tæki tíma, og það langan tíma, að vinna hon- um markað og breyta svo til hér um verkun og útbúnað, sem þar ætti \ið og krafist yrði. — Og langa bið þola íslenzku fiskframleiðendurn- ir ekki. — En það liggur í hlutarins eðli, að ef ekki fást nýir markaðir fyrir saltfiskinn, þegar á næstunni, verð- ur að takmarka framleiðslu hans og flytja fiskinn út í annari mynd t. d. nýjan eða freðinn. Á hagstæðri fiskverzlun hvílir fjár- hagslegur velfarnaður þjóðarinnar,

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.