Íslendingur - 03.05.1935, Side 1
XXI. árgangur.
Akureyri, 3. maí 1935.
18. töiubl.
Skattlönd.
I.
Meðan einvaldai ríktu, var litið
svo á, að þeir ættu fólkið. Þeim
skyldi gjald greiða fyrir áverka og
víg frjálsra manna, því maðurinn
væri eign konungsins.
Samkvæmt þessu leit einvaldurinn
á ríki sitt. Iand og þegna, eins og
vér lítum nú á bú vor, jörð með
peningi og annari áhöfn. Uin það
var fyrst og fremst hugsað, að reka
búið (ríkið) á þann hátt, að það
gæfi ábúanda og eiganda þess sem
mestan arð.
Þingræðið hefir sætt mikilli og
óvægilegri gagnrýni á síðustu árum
í þingræöislöndunum sjálfum. En
menn verða að gæta þess, að þjóð-
fundir eða þing hafa skapað lýð-
réttinn. — Þjóðasamkomurnar hafa
breytt alveg hugsunarhættinum um
afstöðu stjórnarvaldsins til þjóðar-
innar. — A þjóðarsamkomunurn
fæddist skilningurinn á því, að
stjórnarvaldið væri til fyrir fólkið,
og útrýmdi smám saman þeirri
blindni, sem áður hafði ríkt, að
fólkið væri til fyrir stjórnarherrann.
— Þjóðþing, sem löggjafar, hafa
skapað lýðréttinn.
Þegar menn fordæma þingræði,
byggist það á þeim misskilningi, að
menn minnir að þingin séu grund-
völlur stjórnarskipunarinnar. En svo
er ekki. Það er lýðræðið sem er
grundvöllurinn. En af því það yrði
of þunglamalegt að kalla allt lands-
fólkið saman til þess að setja lög,
og af því jafnan er bezt að fela
fáum og völdum mönnum að móta
í lagaform vilja fólksins, þá er full-
trúaval viðhaft, til þess að skipa
löggjafarsamkomuna. En þess verð-
ur altaf að gæta, að þessi löggjaf-
arsamkoma sé rétt mynd af þjóðar-
viljanum.
Margir menn eru svo síðþroska
í stjórnmálalegum sökum, að þeir
lifa ennþá aftur í gamla tímanum,
þegar menn álitu að þjóðin væri til
fyrir stjórnarherrann, þann, sem erft
hafði völd eða brotist til valda. —
Ef menn með þessum gamaldags
hugsunarhætti komast til valda,
hættir þeim til að gleyma, að þeir
lifa á lýðréttaröld. Þeir virða þá
ekki vilja þjóðarinnar og jafnvel
ekki þingsins. Þeim finnst að þjóð-
in eigi að þjóna sér, og telja það
móðgun, eða þá að minnsta kosti
frekju, ef hún hefir aðra skoðun og
annan vilja en þeir sjálfir. Þeir líta
á þjóðfélagíð eins og fjárbú, er
þeir séu réttbornir til að reka til
arðs sér og sinni pólitísku hirð.
II.
Þegar Framsóknarflokkurinn
komst hér til valda lagði hann til
hliðar vllja Alþingis, fyrst og fremst
í fjársfjórn og einnig í flestu öðru.
Stjórnin settí sinn vilja f stað vilja
þingsins og sinn hag fyrir hag
þjóðarinnar. Hún framkvæmdi að-
eins þau lög, sem sjálfri henni voru
að skapi, og fjárveitingavald þings-
ins virti hún lítils. Ef þingið heim-
ilaði 12 milj. króna útgjöld, eyddi
stjórnin 20 miljónum. En það sem
verst var af öllu var það, að hún
fór að spekúlera í því, hve marga
og eyðslufreka lénsherra ríkis- og
þjóðarbúið gæti borið. Upp frá
þessum hugsunarhætti spruttu ríkis-
stofnanirnar, sem urðu smálén, í
líkingu við skattlöndin á tímum
einvaldanna. Hver ríkisstofnun fékk
sinn lénsherra með smáhirð um
sig, og allar sugu þær blóð úr
þjóðinni til þess að geta framfleytt
hirðinni, en urðu jafnframt upp á
ríkið komnar með rekstrarfé, er
þær aldrei gátu skilað aftur. Þannig'
hafa þær unnið það tvöfalda hlut-
verk, að pína þjóðina, viðskipta-
mennina, og grafa undan fjárhags-
legu sjálfstæði ríkisins. En auðvitað
hafa lénsherrarnir og h'rðir þeirra
lifað hvern dag í dýrðlegum fagn-
aði, og telja sér eflaust skylt að
veita einvaldanum brautargengi í
pólitískum orustum og reita saman
nokkurt fé til herkostnaðar. — Er
talsverð reynsla komin á að svo er.
Þannig, sem nú hefir verið lýst,
hagaði Framsókn sér, er hún réði
mestu um stjórn landsins. Síðan
hún blandaði blóði við jafnaðar-
menn og þeir urðu húsbændur á
heimilinu, hefir ennþá freklegar
verið gengið í einræðisáttina, og
hefir kveðið svo ramt að því að
heita má að Alþingi íslendinga sé
afnumið og í þess stað kominn ill-
fús klíkusamkunda, þar sem valda-
menn þessara tveggja flokka eru
einvaldsherrar — .hjörðin. teymd í
handjárnum til hvers sem þá lystir.
Eitthvert átakanlegasta dæmið,
þessu til sönnunar, er afgreiðsla
fjárlaganna á síðasta þingi. — Þeir
höfðu komið sér saman um það,
oddvitar stjórnarflokkanna, að »af-
greiða« fjárlögin á sameiginlegum
flokksfundi. — Og þar hafði verið
samþykkt, að drepa hverja einustu
tillögu Sjálfstæðismanna og Bænda-
flokksmanna, en þessir tveir flokkar
hafa að baki sér stuðning meiri
hluta þjóðarinnar. En stjórnarliðið
ákvað að svilla þá öllum íhlutunar-
rétti um það, hvernig fjárlögin yrðu
úr garði ger. — Og rauðu blöðin
voru látin blaðra um það, að full-
trúa meiri hluta allra kjósenda varð-
aði hreint ekkert um það hvernig
farið væri með sameiginlegan sjóð
þjóðarinnar! — Og þegar til at-
kvæða kom á þingfundi, þá sýndi
það sig, að svo var frá handjárn-
unum gengið á aumingjum þeim,
sem stjórninni fylgja að málum, að
hver og ein skjátan gerði eins og
fyrir hana hafði verið lagt. — Að
eins fari í haust, er fjárlögin koma
þá til atkvæða þingsins, þarf naum-
ast að draga í efa.
Það má því með fullum rétti segja
að fjárveitingavaldið hafi verið tekið
af Alþingi og fengið í hendur rauðu
flokkunum, eða stjórnendum þeirra,
þeim mörmum, sem bera sál og
samvízku hinna járnuðu dusilmenna
í vösum sínum.
Og lénunum íjölgar stöðugt, léns
herrarnir verða fleiri og fleiri og
málaliðið eykst með hverju.m deg-
inum sem líður.
III.
Árangurinn af þessari stjórnmála-
stefnu er orðinn ákaflega augljós.
Hann birtist í dýrtíð; hann birtist í
því að atvinnuvegirnir fá ekki þann
stuðning frá ríkinu, sem eðlilegur
væri, en eru þess í stað hnepptir í
fjötra skattaáþjánar og ófrelsis, svo
þeir fá ekki fætt þá, sem að þeim
vinna, og ekki tekið við auknum
vinnukrafti, svo að atvinnuleysið
eykst stöðugt með hröðum skrefum
í landinu.
Hjá ríkissjóði birtist árangur þess-
arar stjórnarstefnu í því, að ríkið er
orðið skuldum hlaðið, og svo háð
eriendum lánardrottnum, að við
getum ekki átt í fullu tré við aðrar
þjóðir í viðskiptasamningum.
Og svo er nú komið að ísland
getur varla heitið lýðstjórnarland
lengur. Það er miklu frekar orðið
skattland einræðisstjórnar með mikia
sveit heimtufreks málaliðs. Ber hag-
ur lands og þjóðar allmikinn svip
af ástandi hernumdra landa á fyrri
öldum.
Hversu iengi ætlar þjóðin að
þoia ánauðina?
Útsvör
í Akureyrarkaupstað 1935.
Niðurjöfnunarnefnd kaupstaðarins
hefir nýlega loldð við álagningu út-
svara fyrir yfirstandandi ár og hefir
hún jafnað niður tæpum 300 þús,
krónunr á um 1560 gjaldendur. —
Fara hér á eftir nöfn þeirra gjald-
enda er greiða 300 kr. og þar yfir:
37,000 kr. Kaupfélag Eyfirðinga.
12.600 kr. frú Guðrun Ólafsson.
7,000 kr. Baldvin Rjæl kaupmaður,
Olíuverzlun íslands h.f.
6,000 kr. Axel Kristjánsson kaupm.,
O. C. Thorarensen lyfsali, Klæða-
verksmiðjan Gefjun:
4.600 kr. Sverrir Ragnars kaupm.
NÝJA-BIO
Föstudags , Laugardags-
og Sunnudagskvöld kl. 9;
Barnavernd
(»La Maternelle<)
Frönsk talmynd í 10 þáttum. Að-
alhlutverkið leikur:
Madeleine Renaud.
Mynd þessi hefir erlendis verið
talin meðal beztu mynda, sem
hafa verið búnar til. Hún er
um börn og barnavernd og
leikur sægur af börnum Parísar-
borgar í henni. Myndin er stór-
fengleg og efnisrik, hugðnæm
og fögur og afar eftektarverð,
og þó skemmlileg fyrir yngri
sem eldri.
Sunnudaginn kl. 5:
Alþýðusýning. Niöursett verð.
í blindhríð.
í síðasta sinn.
4.500 kr. Shell h.f. — Akureyrar-
umboð.
4.300 kr. Kristján Árnason kaupm.
3.300 kr, Smjörlíkisgerð Akureyrar.
3.100 kr. Brynjólfsson & Kvaran,
3,000 kr, J. C. F. Arnesen konsúll,
Guðm. Pétursson útgerðarmaður,
Kristján Kristjánsson B.S.A., Nýja
Bíó h. f.
2.200 kr. Ólafur Ágústsson hús-
gagnasmiður.
2,075 kr. Jakob Ivarlsson afgrm.
2,000 kr. Páll Sigurgeirsson kaup-
maöur, Kristján Jónsson bakari.
1,800 kr. Hvannbergsbræður, skó-
verzlun.
1,640 kr. Böðvar Bjarkan lögmaður.
1,600 kr. Axel Schiöth brauðgerðar-
meistari.
1.500 kr. Pétur Jónsson læknir, Stef-
án lónsson klæðskeri.
1,430 kr. Vilhjálmur Þór framkv.stj.
1,330 kr, Bjarni Jónsson bankastj.,
Steingr. Matthíasson læknir.
1.300 kr. frú Alma Thorarensen,
Steingr. 1. Þorsteinsson stúdent,
1.200 kr. Oddur Björnsson prentm.
1,190 kr. Friðjón Jensson læknir.
1,150 kr. Jón E. Sigurðsson og Irú.
1,120 kr. Ól. Thorarensen bankastj.
1,115 kr. Jónas Þór verksmiðjustjóri.
1.100 kr. Ásgeir Pétursson & Co.
1,000 kr. Bened, Benediktsson kaup-
maður, Helgi Skúlason augnlæknir,
Jón Kristjánsson útgerðarmaður,
Jón Stefánsson kaupm., Jakob
Kvaran kaupm., Tómas Björnsson
kaupmaður.
9oo kr. Stefán Jónasson útgerðarm.,
Júlfus Sigurðsson fyrv. bankastjóri,
Indriöi Helgason kaupmaður.