Íslendingur - 03.05.1935, Qupperneq 4
4
tSLENDtNGUR
Barnapúður,
Barnasápur,
Barnapelar,
. Barnasvampar,
Gúininídúkar,
Dömubindi,
Sprautur,
og allar tegundir af
Lyfjasápum.
LYFJABÚÐ
IHárvötn,
Brilliantine,
Raksápur,
Rakkrem,
Rakvélar,
Rakvélablöð, m. teg.
Álúnsrtiftir,
Tannpasta,
Tannburstar.
AKUREYRAR
Athugasemd Áskels.
Þegar ég ritaöi greinina »Breytn-
in sýnir einlægnina« er byrtist í ísl.
20. april s. 1., þar sem brugðið var
upp sannri mynd af framkomu Ás-
kels Snorrasonar við þar á minnst
tækifæri, var mér fyllilega ljóst, að
hann hafði aðeins í tvö skjól að
flýja, annað það, að skríða í skamm-
arkrókinn og þegja — eða hitt, að
ganga í þjónustu lýginnar og leita
þar liðsinnis hjá sínu andlega skyldu-
liði — og þá leiðina kaus hann,
enda féll sæði hans þar i góða jörð,
svo við það skapaðist sú »Athuga-
semd< Áskelsdóttir, er birtist i Isl.
26. apríl s 1., er þrjár »Einingar«-
kórmeyjar!! gtngust svo móðurlega
við, og reyndu ásamt Áskel að reifa
sannleiksblæjum,sem eru svo »óegta<
að eðli og ásýnd afkvæmisins sýnir
berlega ættarmót sitt við óvandaða
foreldra og frændalið.
Manneskjan, sem beinlínis varð til
þess að Áskell komst í þá klípu,
að sprengja af sér lakkið, líkt og
skurn utan af fúleggi, svo hans
sanni maður kom í Ijós, Var að lians
áliti svo hatursverð, að einskis mætti
svífast til að gjöra hana tortryggi-
lega í augum almennings, — en af
öllum ósannindunum í athugasemd
hans í því göfuga augnamiði, er
ekki ómaksins vert að benda á
nema tvö atriði, þó varla sé þess
heldur þörf, svo berlega sýna þau
sinn óvandaða uppruna. Það fyrra,
að kona S. I. H. hafi sagt við »um-
boðsmanninn<, Margrétu Magnús-
dóttur, að hún ætlaði að fá að vera
með söngflokknum en Margrét hafi
svarað, »að það væri ekki hægt því
ekkert piáss væri laust«, hafi konan
þá gengið að öðrum bílnum og sezt
inn í hann, »áður en nokkur önnur
kona var komin í hann. Býsna
sennilegt!! En það er Margrét, sem
fær loforð af bílstjóranum, um að
hleypa konunni út úr á Moldhaugna-
hálsinum, því þangað hafði hún
beðið um að fá að vera með, Beri
menn svo saman! Hitt atriðið, að
konan hafi »svarað skömmum*, er
henni hafi verið boðið að bíða og
sjá hvort hún kæmist ekki í þriðja
bílinn, er svo hlægilega vandræða-
leg lýgi, að enginn heilvita maður
leggur trúnað þar á. Enda er sann-
leikurinn sá, að ekki var farið að
minnast á þennan þriöja bíl, er
konan fór, eftir að hafa fengið nóg
af »trakteringum< Áskels og sumra
kórkvennanna eins og bent \ar á í
fyrri grein minni í fsl. — Manni
bregður lítt í brún, þótt Lovísa og
Margrét ljái nöfn sín undir ósann-
indin, öðru máli er að gegna með
Guðrúnu Sigurðardóttur, sem þrá-
sinnis hefir heimsótt okkur hjónin
með vinalátum — og það er hún,
sem ljær konunni sitt sæti í bílnum
og lætur hana sitja undir sér. —
Guðrún veit líka, að það-voru kon-
ur komnar í bilinn á undan, — og
þar á meðal hún sjálf. Hún ætti
líka að muna, er hún ásamt Mar-
grétu bað bílstjórann að stoppa út
á Moldhaugnahálsi. Hún heyrði
einnig viðtökurnar, er konan fékk
í bílnum, og svo hjá Áskel, er hann
kom, en i stað þess að leggja henni
liðsyrði, lætur Guðrún sér sæma að
ljá nafn sitt sem vottorð undir ó-
sannindin, sem borin eru á konuna
í grem Áskels, — Þannig löguð
framkoma dæmir sig sjálf.
Akureyri, 28. april ’35.
Sig Ingimar H.
Ath. ritstj:■
Fleiri skrifum um þetta mál veitir
ísl. ekki upptöku.
Æfingartafla K. A.
maí— júní 1935.
Sunnudaga:
Kl. 9,30 — 11 knattspyrna 1. og 2. fl.
Kl. 11- 12 —»— 3. fl.
Mánudaga:
Ki. 7,30 — 8,30 knattvarp lelpur
Kl. 8,30 — 9,30 —»— kvennafl.
Þriðjudaga:
Kl. 8—9 knattspyrna 3. fl.
Kl. 9 — 10,30 —»- 1. og 2. fl.
Miðvikudaga-
Kl. 3—9 knattspyrna 3. fl.
Fimmtudaga:
Kl, 7,30 — 8,30 knattvarp telpur
Kl, 8,30—9,30 —» — kvennafl.
Föstudaga:
Kl. 8,30- 10 knattspyrna 1. og 2. fl.
Laugardaga'.
Kl. 8 — 9 knattspyrna 3. fl.
Skipseigendur,
takið eftlr!
Skip 40— 60 smál. að stærð,
með góðri vél, óskast til
leigu yfir næstkomandi
síldarvertíð, — Leigutilboð,
ásamt upplýsingum um skip
og vél, sendist til ritstjóra
blaðsins fyrir 20. þ m.
2 herbergi
Upplýsingar gefur
Bifreiðastöð Oddeyrar.
Margt er gott,
en allra bezt er einnngis
AKRA vitamln-smj örlíki
Gleymið ekki að tilkynna
bústaðaskipti,
vegna brunatryggingar á
ibúi yðar.
Brunatfeili
Sjóvátrygglngarfélags fslantfs.
Axel Kristjánsson.
Uppboð.
Föstudaginn 10. þ. m. verður að Hlöðum í Glæsibæjarhreppi haldið
opinbert uppboð. — Verða þar seld allskonar búsáhöld, nokkuð af sauðfé
og eitt til tvö hross. — Uppboðið byrjar kl, 12 á hád.
Hlöðum 1. maí 1935.
Guðrún Sigur/onsdóítir.
Uppboð.
Laugardaginn 11. maí n.k. kl. 1 e.h. hefst uppboð að Staðarhóli við
Akureyri. — Far verður selt: Gufusuðupottur, vagngrind, lokaður áburð-
arkassi, reipi, fatnaður, amboð og ýms önnur búsáhöld o. fl. Ennfremur
e.t.v. nokkrar ær og mjólkurkú. — Uppboðsskilmálar verða birtir á staðnum.
.Akureyri, 1. maí 1935.
Páll Jónsson.
Skrá
yfir gjaldendur tekju- og eignarskatts í Akureyrarkaupstað árið 1935
liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjarfógetans dagar.a
2 til 15. Maí n.k., að báðum dögum meðtöldum.
Kærum yfir skránni skal skilað á skrifstofu bæjaisljóra innan loka
framlagningarfrestsins.
Akureyri, 30. Apríl 1935.
Skattanefndin.