Fréttablaðið - 20.06.2011, Side 2
20. júní 2011 MÁNUDAGUR2
Arnar, er líf þitt undirlagt af
nagandi ótta?
„Nei, það er ekkert sem nagar mig.“
Arnar Tómasson er með matjurtagarð
í Elliðaárdal og hefur sett þar upp
snjóvarnargirðingu til að bægja frá
nagandi kanínum sem leika lausum hala
í dalnum.
HEILBRIGÐISMÁL Formaður HIV-
Íslands – Alnæmissamtakanna á
Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur
Grétarsson, hefur sagt af sér for-
mennsku í félaginu. „Mér hefur
ekki tekist að blása meðstjórnend-
um mínum í brjóst þann ákafa sem
ég hef til að berjast fyrir mannrétt-
indum HIV-smitaðra fíkla sem nota
sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í
yfirlýsingu sem
hann sendi frá
sér.
„Alvarlegt
ástand ríkir hér
á landi í þessum
efnum, þar sem
þeim sem smit-
ast af HIV-veir-
unni við að deila
nálum hefur
fjölgað hratt
síðustu mán-
uði. Ég hef vilj-
að fara af stað
með gagnrýni
og benda um
leið á leiðir til
að taka á þess-
ari aukningu,“
segir Gunnlaug-
ur í samtali við
Fréttablaðið.
Hann segir afar
brýnt að HIV-smituðum sprautu-
fíklum sé mætt á þeirra eigin for-
sendum en slíkt sé ekki gert í dag.
„Sprautufíklar sem smitast þurfa
að mæta skilningi og fá strax lyfja-
meðferð eins og allir aðrir. Það
virðist vera skoðun heilbrigðis-
yfirvalda á Íslandi að fíklar sem
nota sprautubúnað séu þess ekki
umkomnir að hefja lyfja meðferð
við HIV þrátt fyrir augljósan
ávinning.“
Haraldur Briem sóttvarna læknir
segir það ekki rétt að sprautu fíklar
fái ekki viðeigandi lyfjameðferð
en hins vegar sé erfitt að viðhalda
lyfjameðferð ef sjúklingur taki
ekki lyfin sín og sinni ekki með-
ferð, eins og oft sé tilfellið með
fíkla í neyslu. „Það er hins vegar
ekki rétt að sjúklingar komi að lok-
uðum dyrum; okkar læknar reyna
alltaf eftir bestu getu að sinna
öllum sjúklingum og gera allt hvað
þeir geta til þess,“ segir Haraldur.
Á heimasíðu HIV Íslands kemur
fram að lyfjameðferð HIV-smit-
aðra hamli meðal annars fjölgun
veirunnar í blóðinu, auk þess sem
hún dragi úr hættu á smiti. Veiran
getur hins vegar myndað ónæmi
gegn lyfjunum ef lyfjataka er slitr-
ótt eða dettur niður.
„Yfirlýsing Alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar og UNAIDS um
„Alheimsaðgengi núna“ er skýlaus
krafa um að allir eigi rétt á lyfja-
meðferð gegn HIV og alnæmi.
Þrátt fyrir þessa afstöðu WHO og
UNAIDS er það svo hér á Íslandi,
eftir minni bestu vitund, að einung-
is einn af þeim sprautufíklum sem
greinst hafa með HIV og enn eru í
neyslu sé byrjaður á lyfjameðferð,“
segir Gunnlaugur.
juliam@frettabladid.is
Sprautufíklar þurfa
að mæta skilningi
Aðgengi HIV-smitaðra sprautufíkla að lyfjameðferð er ekki tryggt að mati
Gunnlaugs I. Grétarssonar, sem sagt hefur af sér formennsku í Alnæmissam-
tökum Íslands. Sóttvarnalæknir segir sjúklinga ekki koma að lokuðum dyrum.
GUNNLAUGUR
INGVALDUR
GRÉTARSSON
JAFNRÉTTISMÁL Forseti borgar-
stjórnar, Elsa Hrafnhildur Yeo-
man, lagði blómsveig á leiði
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kven-
réttindakonu og bæjarfulltrúa, í
Hólavallakirkjugarði í gær.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Reykjavíkurborg heiðrar minn-
ingu Bríetar og baráttukvenna
fyrir kvenfrelsi.
Elsa flutti ræðu um líf og
störf Bríetar og kórinn Graduale
Nobili söng. Að lokinni athöfninni
var boðið til kaffisamsætis að
Hallveigarstöðum sem Kvenrétt-
indasamband Íslands efndi til.
- mmf
Blómsveigur að leiði Bríetar:
Reykjavík
heiðrar Bríeti
MINNING BRÍETAR HEIÐRUÐ Þetta er í
fyrsta sinn sem Reykjavíkurborg heiðrar
minningu Bríetar. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
HARALDUR BRIEM
Sprautufíklar sem
smitast þurfa að
mæta skilningi og fá strax
lyfjameðferð eins og allir aðrir.
GUNNLAUGUR I. GRÉTARSSON
FORMAÐUR HIV-ÍSLANDS
HÚSAKYNNI FÍKLA Fjöldi HIV-smitaðra tvöfaldaðist á síðasta ári. Það sem af er þessu
ári hafa ellefu einstaklingar greinst með HIV-smit. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hætt við jarðarsölu
Vegna óvissu um beitiland og
vatnaveitingar á áhrifasvæði Skaftár
hefur sveitarstjórnin hætt við áður
ákveðna sölu á jörðinni Á og leigja
hana frekar út. Þrjú kauptilboð bárust,
þar af tvö í jörðina alla. Annað var
upp á 12,9 milljónir króna og hitt upp
á 13 milljónir.
SKAFTÁRHREPPUR
Ógnaði með hnífi
Lögreglan handtók í gær mann sem
hafði veist að starfsmönnum og
viðskiptavinum Nóatúns í Austur-
veri. Maðurinn var vopnaður hnífi.
Hann var handsamaður skammt frá
Grensáskirkju þar sem hann var í óða
önn að rífa niður íslenska fánann sem
blakti þar við hún.
LÖGREGLUFRÉTTIR
GRIKKLAND Georgios Papandreú,
forsætisráðherra Grikklands,
hefur beðið gríska þingið að hvetja
til þjóðarsáttar vegna skuldavanda
landsins, að því er fram kom í
fréttum breska ríkisútvarpsins.
Papandreú sagði að gjaldeyris-
forði landsins yrði fljótlega verða
urinn ef stjórnmálamenn gripu
ekki til sinna ráða.
Fjármálaráðherrar evrusvæðis-
ins ætla að koma saman til fundar
í Lúxemborg. Þar munu þeir ræða
veitingu láns til Grikklands, en
Grikkir þarfnast lánsins til þess að
koma í veg fyrir vanskil á lánum
sínum. Lánið er skilyrt þannig að
ríkisstjórnin þarf að framkvæma
erfiðar aðhaldsaðgerðir sem hafa
valdið mótmælum á götum úti á
höfuðborginni.
Papandreú stokkaði upp í ríkis-
stjórn sinni á föstudag þannig að
fyrrverandi varnarmálaráðherra,
Evangelos Venizelos, kom í stað
fjármálaráðherrans, Georgios
Papakonstantinú. Aðgerðin hafði
jákvæð áhrif á hlutabréf grískra
banka en friðaði ekki almenning.
Papandreú sagði að endur-
bætur væru nauðsynlegar á
grísku stjórnmálakerfi og boðaði
þjóðaratkvæðagreiðslu seinna á
árinu auk mögulegra breytinga á
stjórnar skránni. - mmf
Gjaldeyrisforði Grikklands verður fljótlega upp urinn verði ekki gripið til aðgerða:
Vill þjóðarsátt í Grikklandi
GRIKKIR MÓTMÆLA Papandreú sagði að endurbætur væru nauðsynlegar á grísku
stjórnmálakerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Sænska lottósambandið
hefur leitað árangurslaust að
sigurvegara lottósins frá laugar-
deginum 12. júní. Hinn heppni
vinningshafi vann 105 milljón
sænskar krónur, sem eru tæp-
lega tveir milljarðar íslenskra
króna.
Sænska lottósambandið veit
hver maðurinn er, þar sem hann
keypti miðann með svokölluðu
spilakorti. Hringt er í vinnings-
hafann tvisvar sinnum á klukku-
tíma. Vandamálið er bara að
hann svarar ekki í símann. - mmf
Vann milljarða í sænsku lottói:
Vinningshafi
sem svarar ekki
FASTEIGNIR Vísitala íbúðaverðs á
höfuðborgarsvæðinu var 319,6
stig í maí og hækkar þannig um
2,7 prósent frá fyrri mánuði, að
því er fram kemur á vef Þjóð-
skrár Íslands.
Þar kemur fram að síðastliðna
þrjá mánuði hafi vísitalan hækk-
að um 3,7 prósent; síðastliðna
sex mánuði hækkaði hún um 4,3
prósent og síðastliðna tólf mánuði
hækkaði vísitalan um 3,5 prósent.
- þj
Þróun á fasteignamarkaði:
Vísitala íbúða-
verðs hækkar
HÆKKUN Á MARKAÐI Vísitala íbúða-
verðs hefur hækkað um 4,3 prósent á
hálfu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPURNING DAGSINS
KJARAMÁL Samningafundur milli
Icelandair og Félags íslenskra
atvinnuflugmanna (FÍA) í gær
skilaði ekki árangri og stendur
því enn boðað yfirvinnubann FÍA
sem hefst næstkomandi föstudag.
Næsti fundur verður sennilega á
morgun.
Í tilkynningu frá Icelandair er
lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir
FÍH þrátt fyrir að fyrir tækið hafi
boðið flugmönnum sínum sam-
bærilegar hækkanir og aðrir laun-
þegahópar hafa fengið að undan-
förnu.
Þar segir einnig að flug og
ferðaþjónusta séu afar viðkvæm
fyrir umræðu um röskun á ferð-
um, nú á háannatíma, og vonast
fyrirtækið til þess að samningar
náist án truflana.
Hafsteinn Pálsson, formaður
stjórnar FÍH, segir í samtali við
Fréttablaðið að viðræðurnar séu á
viðkvæmu stigi en hann telji ekki
mikið bera á milli aðila. Varðandi
kröfur flugmanna segir Hafsteinn
að málið snúist ekki alfarið um
prósentu- eða krónutöluhækkanir
sem slíkar.
„Það er verið að vinna í ýmsum
málum tengdum vinnufyrirkomu-
lagi flugmanna og öðru sem miður
hefur farið á síðustu misserum.“
- þj
Kjaradeila Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair er enn í hnút:
Vilja breytingar á vinnufyrirkomulagi
STEFNIR Í AÐGERÐIR Flugmenn Iceland-
air hafa boðað yfirvinnubann frá og
með föstudeginum, hafi samningar ekki
tekist í millitíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Karlmaður um fimmtugt fannst
látinn tæpa tvo kílómetra frá
sumarhúsi sínu við Selsund við
Heklurætur á tíunda tímanum
á laugardagskvöld. Talið er
að maðurinn hafi orðið bráð-
kvaddur.
Maðurinn fór frá sumarhúsi
sínu og ætlaði að hlaupa til
Hellu, sem er í um 25 til 30
kílómetra fjarlægð, og hitta
fjölskyldu sína. Maðurinn var
vanur langhlaupum og í góðu
formi.
Þegar hann skilaði sér ekki
til Hellu var farið að grennsl-
ast fyrir um hann. Leit hófst
fljótlega eftir hádegi. Kallað
var eftir aðstoð Landhelgisgæsl-
unnar og tvær þyrlur tóku þátt
í leitinni.
Ekki er hægt að greina
frá nafni mannsins á þessari
stundu.
Karlmaður
fannst látinn