Fréttablaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 20. júní 2011 23 ’Coca-Cola’,’Coke’ and the ‘Coca-Cola’ contour bottle are trademarks of The Coca-Cola Company. © 2011 The Coca-Cola Company. Coca-Cola® er stoltur stuðningsaðili íslenska U-21 árs landsliðsins. Gylfi Sigurðsson Framherji Valitor-bikar kv. 8 liða úrsl. ÍBV - Völsungur 4-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (2 mörk), Danka Podovac, Hlíf Hauksdóttir. Þór/KA - Fylkir 0-1 0-1 Anna Björg Björnsdóttir (33.) Sindri - Afturelding 0-2 Elín Svavarsdóttir, Kristrún Halla Gylfadóttir. Stjarnan - Þróttur R. 5-0 1-0 Gunnhildur Yrsa (6.), 2-0 Kristen Edmonds (33.), 3-0 Kristrún Kristjánsd.(35.), 4-0 Þórhildur Stefánsdóttir (62.), 5-0 Ashley Bares (87.) Fjölnir - Grindavík 0-5 Shaneka Gordon 3 (3., 38., 44), Saga Finnbogadóttir (25.), Dernelle Mascall (78.) Selfoss - KR 3-4 Anna Þorsteinsdóttir 2 (60., 90.), Anna María Friðgeirsd.(54.) - Dagmar Mýrdal Gunnarsd. 3 (8., 38., 75.) Freyja Viðarsd. (90.) Breiðablik - Valur 0-1 0-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (6.) FH - ÍA 8-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir 3, Sigrún Ella Einarsdóttir 3, Bryndís Jóhannesdóttir 2. ÚRSLIT Efstu þjóðir (2 efstu fóru upp) 1. sæti Ísrael, 490 stig 2. sæti Kýpur, 469 stig 3. sæti Moldóvía, 440 stig 4. sæti Ísland, 411 stig 5. sæti Bosnía, 390 stig Íslendingar á topp þrjú Björgvin Víkingsson 400 m grind 3. sæti á 52,96 sekúndum 13 stig Ásdís Hjálmsdóttir spjótkast 1. sæti með 55,18 metra 15 stig Bergur Ingi Pétursson sleggjukast 3. sæti með 66,79 metra 13 stig Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarp 3. sæti með 18,75 metra 13 stig Fjóla Signý Hannesdóttir 400 m hlaup 3. sæti á 57,52 sekúndum 13 stig Kristinn Torfason langstökk 2. sæti með 7,78 metra 14 stig Kári Steinn Karlsson 5000 m hlaup 3. sæti á 14:29,49 mínútum 13 stig Bjarki Gíslason stangarstökk 3. sæti með 4,80 metra 13 stig Helga Margrét Þorsteinsdóttir kúluvarp 2. sæti með 13,90 metra 14 stig Hafdís Sigurðardóttir langstökk 2. sæti með 5,99 metra 14 stig Kári Steinn Karlsson 3000 m hlaup 3. sæti á 8:21,17 mínútum 13 stig EM Í FRJÁLSUM FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ísland lenti í fjórða sæti í 3. deild í Evrópubikarnum í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina. Ísland hlaut 411 stig sem er ellefu stigum meir en liðið hlaut á sama móti á Möltu fyrir ári. Unnur Gunnarsdóttir verkefnastjóri landsliðsins og Evrópubikarsins var mjög ánægð með frammistöðu íslenska liðsins. Hún sagði Ísland þó hafa liðið fyrir fjölþrautarmót í Tékklandi í vikunni þar sem Einar Daði Lár- usson var meðal keppenda. Hann treysti sér ekki til að hlaupa í 110 metra grindahlaupi vegna þreytu. Þá hefði ungt fjölþrautarfólk staðið sig vel á Norðurlandamóti í Finnlandi um helgina. Sumt þeirra hefði styrkt íslenska liðið. Unnur sagði skipulagningu mótsins, sem er hið stærsta sinn- ar tegundar sem haldið hefur verið hér á landi, hafa tekist einkar vel. Allar tímasetningar hefðu staðist og í raun hefði veðrið verið of gott ef eitthvað var. „Ég hefði alveg verið til í rok og rigningu. Það hefði hjálpað okkar liði,“ sagði Unnur. Ísrael og Kýpur lentu í efstu sætum og unnu sér sæti í 2. deild. - ktd Ísland í fjórða sæti á EM: Rok og rigning hefðu hjálpað KÁRI STEINN KARLSSON Náði í 26 stig fyrir Ísland um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Valskonur héldu sigur- göngu sinni áfram í bikarnum í gær þegar þær unnu 1-0 sigur á Breiða- bliki í leik liðanna í 16 liða úrslitum Valitor-bikars kvenna á Kópavogs- vellinum. Valsliðið hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og var að slá Breiðablik út úr sextán liða úrslitun- um annað árið í röð. Auk Vals kom- ust Grindavík, KR, FH, Stjarnan, Fylkir, ÍBV og Afturelding áfram í átta liða úrslitin um helgina. Bikarsigurinn á Breiðabliki boðar líka gott fyrir Valskonur því að síðustu fimm bikarmeistarar eiga það sameiginlegt að hafa sleg- ið út Blika á leið sinni að titlinum, þ.e. allir bikar meistarar síðan Breiðablik vann bikarinn síðast haustið 2005. Kristín Ýr Bjarna- dóttir skoraði sigurmark Vals strax á 6. mínútu. Shaneka Gordon skoraði þrennu fyrir Grindavík í 5-0 útisigri á Fjölni, Dagmar Mýrdal Gunnars- dóttir skoraði þrennu fyrir KR í 4-3 sigri á Selfossi og þær Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Sigrún Ella Ein- arsdóttir voru báðar með þrennu fyrir FH í 8-0 sigri á ÍA í Kapla- krika. - óój Sextán liða úrslit Valitor-bikars kvenna í fótbolta fóru fram um helgina og átta liða úrslitin eru klár: Bikarsigur á Blikum boðar gott fyrir Valskonur EITT MARK NÓG Valskonur komust áfram eftir 1-0 sigur í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.