Fréttablaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 15
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Herborg Eðvaldsdóttir er á leið í starfsnám í postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sýningin Hlutirnir okkar stendur nú yfir í Hönnunarsafni
Íslands í Garðabæ. Þar gefur að líta fjölbreytt úrval af safngripum
í eigum safnsins. Má þar nefna verðlaunalampann Heklu frá
1962 eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson húsgagna-
hönnuði sem safnið fékk að gjöf í tilefni sýningarinnnar.
Spennandi tækifæri
Þ
etta verður skemmtileg upplifun,“ segir Her-
borg Eðvaldsdóttir, einn þriggja nemenda
Myndlistaskólans í Reykjavík sem valdir
voru í starfsnám í postulínsverksmiðjunni
Kahla í Þýskalandi. Tilkynnt var um valið á alþjóð-
legu sýningunni DMY í Berlín á dögunum, þar sem
sjö nemendur skólans sýndu verk sín.
„Við fáum fullan aðgang að verkstæðum, efnum
og sérfræðingum verksmiðjunnar í þrjár vikur.
Það hljómar ekki langur tími en ofnarnir eru öfl-
ugir og vinnuferlið gengur hraðar en hér,“ segir
Herborg. Hún segir spennandi að fá að kynnast
starfsemi svo stórrar verksmiðju og að starfs-
námið geti opnað ýmsa möguleika í framtíðinni.
Herborg sýndi samsettan blómavasa í Berlín.
„Ég var orðin leið á að leita eftir vasa sem hent-
aði undir blómvendi. Ég gerði því vasa sem hægt
er að stækka og minnka eða raða saman eins og
skúlptúr. Eins er hægt að snúa stykkjunum við og
nota sem kertastjaka,“ segir Herborg, sem
sér sjálf um framleiðslu vasans. „Ég
er að koma mér upp vinnuaðstöðu
og kemst vonandi af stað í haust.
Draumurinn er auðvitað að láta
fjöldaframleiða hann.“
Nánar má kynna sér verk
nemendanna á síðunni www.
atriptothefactory.com.
heida@frettabladid.is
Listh
Nýir svefnsófar - margar gerðir
12 mánaða vaxtalausar greiðslur
Gleðilegt grillsumar
www.weber.is
Bonito ehf. Friendtex
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
Opnunartími:
mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 Lokað laugardaga
ÚTSALA
MIKIÐ ÚRVAL
AF FALLEGUM
FATNAÐI