Fréttablaðið - 20.06.2011, Síða 6
20. júní 2011 MÁNUDAGUR6
Sumarjógúrt með mangó frá MS. Frábær í útileguna,
í bústaðinn eða hvar sem þú ert á ferðinni í sumar.
ms.is
BANDARÍKIN Robert Gates, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
hefur staðfest að bandarísk
stjórnvöld
eigi nú ásamt
fulltrúum
annarra ríkja
í viðræðum
við talibana
í Afganistan
um hvernig
hægt sé að
binda enda á
stríðsátökin í
landinu. Hann
ítrekar að þrátt fyrir viðræð-
urnar megi ekki búast við því
að brottflutningur bandarískra
hermanna frá Afganistan gangi
hraðar fyrir sig.
Stríðið í Afganistan hefur
staðið yfir í um tíu ár og hefst
brottflutningur bandarískra her-
manna í næsta mánuði.
Bandarísk stjórnvöld:
Hefja viðræður
við talibana
ROBERT GATES
VIÐSKIPTI Kröfuhafar Byrs spari-
sjóðs eru mjög ósáttir við framferði
stjórnar nýja Byrs og saka hana um
að halda frá þeim upplýsingum um
afkomu bankans. Þá segja kröfu-
hafar stjórnina hafi stigið á tær
þeirra með því að grípa inn í val
slitastjórnar og kröfuhafaráðs á
ráðgjöfum sem áttu að sjá um sölu
á bankanum.
Eins og fram hefur komið ákvað
stjórnin að ganga til samninga við
fjármálafyrirtækið Arctica Fin-
ance um söluna. Stefán Þór Bjarna-
son, framkvæmdastjóri og einn
eigenda Arctica Finance, er eigin-
maður Evu Bryndísar Helgadótt-
ur, formanns slitastjórnar Byrs.
Móður bróðir hennar er stjórnar-
formaður Arctica Finance og jafn-
framt í hópi eigenda fyrirtækisins.
Áætlað er að þóknun Arctica Fin-
ance við söluferlið geti legið á milli
sjötíu og 140 milljóna króna.
Kröfuhafar Byrs sparisjóðs eiga
95 prósenta hlut í nýja Byr. Þeir
hafa ekki fengið eignarhlut sinn
afhentan heldur er hann í umsjón
fjármálaráðuneytis. Eins og fram
kom í Fréttablaðinu í vikunni hefur
ráðuneytið ekki kallað eftir upp-
lýsingum um val stjórnar Byrs á
ráðgjöfum við söluferlið. Stjórn
Byrs telur ekkert óeðlilegt við
það að Arctica Finance hafi orðið
fyrir valinu þrátt fyrir fjölskyldu-
tengslin.
Slitastjórnin boðaði fjögur fjár-
málafyrirtæki á fund í Lundúnum í
mars með það fyrir augum að velja
ráðgjafa við söluna á Byr. Fyrir-
tækin sem þar kynntu starfsemi
sína voru Arctica Finance, H.F.
Verðbréf, Straumur og breska ráð-
gjafafyrirtækið THM.
Kröfuhafar ósáttir
við söluferlið á Byr
Ekkert er athugavert við að hjón sitji beggja vegna borðs við sölu á bankanum,
að mati stjórnar Byrs. Tveir af ráðgjöfum Arctica Finance sem unnið hafa að
söluferlinu voru yfirheyrðir vegna milljarðamillifærslna frá Landsbankanum.
FRAMAN VIÐ ÞRÖSKULD BYRS Kröfuhafar segja stjórn nýja Byrs troða sér um tær.
Þeir hafi engar upplýsingar um afkomu bankans og fái lítið að segja um söluferli
hans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar hjá gamla
Landsbankanum, og Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýr-
ingar hjá sama banka, eru á meðal þeirra fjögurra ráðgjafa Arctica Finance
sem komið hafa að söluferlinu á Byr. Þeir eru ekki á skrá yfir starfsmenn
Arctica Finance en eru með tölvupóstföng fyrirtækisins. Þeir voru báðir hand-
teknir í janúar síðastliðnum og yfirheyrðir í tengslum við rannsókn embættis
sérstaks saksóknara á 35 milljarða króna millifærslum frá Landsbankanum til
fjárfestingarbankans Straums og MP banka þremur mínútum áður en Geir H.
Haarde flutti ávarp þar sem hann Guð að blessa þjóðina í október 2008. Jón
Þorsteinn kemur víða við í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar er hann
sagður lykilmaður í ástarbréfaviðskiptunum við Seðlabanka Íslands. Viðskiptin
leiddu til þess að Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota.
Tveir ráðgjafar huldumenn með netföng
NEYTENDUR Sala á nautakjöti jókst
um 2,8 prósent í maí miðað við
sama mánuð í fyrra, að því er
fram kemur í yfirliti Bænda-
samtaka Íslands. Á sama tíma
jókst framleiðsla einnig um 1,4
prósent en fleiri virkir dagar
voru í maí í ár en í fyrra.
Framleiðsla og sala nautakjöts
hefur hins vegar minnkað sé
horft til síðustu þriggja mánaða,
miðað við árið 2010. Framleiðsla
hefur minnkað um 0,5 prósent
og sala um 1,4 prósent. Heildar-
sala annarra kjöttegunda hefur
einnig minnkað. - mmf
Minna selst af kjöti:
Meira selt af
nautakjöti í maí
Fyrir hálfum mánuði ákvað
stjórn Byrs hins vegar að semja
við Arctica Finance. Þolinmæði
fulltrúa breska ráðgjafafyrirtæk-
isins mun vera á þrotum og fund-
uðu þeir nýverið með Árna Páli
Árnasyni, efnahags- og viðskipta-
ráðherra, vegna málsins.
Kröfuhafar Byrs segjast hafa
viljað að slitastjórnin fengi að sjá
um söluna. Stjórn nýja Byrs hafi
hins vegar skilið kröfuhafa eftir
úti í kuldanum.
Ekki er vitað til þess að stjórn
nýja Byrs hafi átt í viðræðum
við önnur fjármálafyrirtæki en
Arctica Finance um ráðgjöf við
söluferlið. Eftir því sem næst verð-
ur komist var þeim ekki kunnugt
um viðræður slitastjórnar við fjár-
málafyrirtækin fjögur í Lundún-
um. jonab@frettabladid.is
DANMÖRK Nítján ára piltur lét lífið
á Ríkisspítalanum í Kaupmanna-
höfn í gærmörgun eftir átök á
skemmtistað.
Hann hlaut hnefahögg í höfuðið
og virðist hafa lent illa með fyrr-
greindum afleiðingum.
Í tilkynningu frá lögreglu í gær
voru leiddar líkur að því að hann
hefði látist af innvortisáverkum.
Árásarmaðurinn hvarf af vett-
vangi en annar nítján ára piltur
gaf sig fram við lögreglu um
hádegisbilið vegna málsins og er
í varðhaldi. - þj
Sviplegur dauði í Danmörku:
Lést eftir högg
á skemmtistað
VERÐLAUN Frú Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, hlaut verðlaun Jóns Sig-
urðssonar forseta árið 2011. Hátíð
Jóns Sigurðssonar var haldin í
Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær.
Ásta R. Jóhannesdóttir, for-
seti Alþingis, afhenti verðlaunin.
Alþingi veitir verðlaunin í minn-
ingu starfa Jóns forseta í þágu
Íslands og Íslendinga.
Frú Vigdís Finnbogadóttir fékk
verðlaunin meðal annars fyrir
að efla og styrkja vináttu milli
Íslands og Danmerkur sem ötull
talsmaður menningarsamskipta
þjóðanna. - mmf
Hátíð haldin í Jónshúsi:
Vigdís tók við
verðlaunum
STYRKTI VINÁTTU Frú Vigdís Finnboga-
dóttir hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar
forseta.
SKIPULAGSMÁL Eigendur húss við
Fjallalind í Kópavogi þurfa nú
að standa skil á alls kyns fram-
kvæmdum sem ekki eru í sam-
ræmi við samþykktar teikn-
ingar.
Á síðasta fundi skipulags-
nefndar Kópavogs voru þessi
atriði færð til bókar. Kemur
fram að stoðveggur nær út fyrir
lóðarmörk, steypt mannvirki,
veggir og plata norðvestan við
húsið þykja benda til þess að
verið sé að byggja bílskúr í
leyfisleysi, gluggar á svokölluðu
óútgröfnu rými og benda til að
það verið tekið í notkun. Þá er
umfang svala og súlur við þær í
ósamræmi við teikningar. Skúr
og „framkvæmd“ við eitt horn
hússins eru heldur ekki á teikn-
ingum. - gar
Vilja skýringar húseigenda:
Hús þandist út
fyrir teikningar
Er kvótafrumvarpi Jóns Bjarna-
sonar við bjargandi?
Já 36,8%
Nei 63,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Eiga kanínur tilverurétt í
íslenskri náttúru?
Segðu þína skoðun á visir.is
NEYTENDUR Sigurður Kristinsson,
eigandi Team Hairstudio, er afar
ósáttur við framgang verðlags-
eftirlits Neytendastofu. Stofan fékk
fimmtíu þúsund króna sekt í lok
mars sökum þess að verðmerking-
um var ábótavant.
„Það kom hingað starfsmaður
frá Neytendastofu og gerði athuga-
semdir við verðmerkingar. Síðan
kemur hann aftur og ítrekar málið.
Við settum þá upp verðlista daginn
eftir. Þrátt fyrir það fengum við 50
þúsund króna sekt 31. mars,“ segir
Sigurður. „Það kom enginn starfs-
maður Neytendastofu til þess að
kanna hvort við
værum búin að
setja upp verð-
lista. Við erum
mjög ósátt. “
Sigurður
hringdi á Neyt-
endastofu um
leið og sektin
barst og segir
að þar hafi
mætt sér kulda-
legt viðmót. „Þau vilja fá skriflega
kvörtunarbeiðni, sem ég mun senda.
Þetta er Neytendastofu hreinlega til
skammar.“
Þórunn Anna Árnadóttir hjá verð-
lagseftirliti Neytendastofu segir
ástæðu sektarinnar þá að enginn
hafi svarað fyrirspurn Neytenda-
stofu um hvort búið væri að koma
verðmerkingum í samt lag.
„Við fórum tvisvar í heimsókn
og sendum tvisvar bréf,“ segir hún.
„Við fórum fram á skrifleg svör, þau
bárust ekki og því sektuðum við.“
Þórunn segir eigendur Team
Hairstudio geta farið með málið til
áfrýjunarnefndar neytendamála.
„En mál sem við höfum unnið með
þessum hætti hafa ekki verið felld
úr gildi,“ segir Þórunn. - sv
Eigandi hársnyrtistofu ætlar að kvarta undan framgangi Neytendastofu:
Ósáttur við að vera sektaður
SIGURÐUR
KRISTINSSON
KJÖRKASSINN