Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 4
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR4
Í frétt um verð á vegabréfum í
Fréttablaðinu í gær var ranglega sagt
að það kostaði 1.540 krónur að fá
vegabréf á Íslandi. Hið rétta er að það
kostar 1.540 krónur fyrir hvert ár sem
vegabréfið gildir. Vegabréfið gildir í
fimm ár og kostar 7.700 krónur.
Í Fréttablaðinu í gær var því ranglega
haldið fram að skiptastjóri Fons hefði
stefnt þremur fyrrverandi stjórnar-
mönnum til greiðslu þriggja milljarða
skaðabóta. Hið rétta er að hann hefur
einungis kallað eftir afstöðu þeirra til
bótaskyldunnar en ekki hefur verið
tekin ákvörðun um málshöfðun.
LEIÐRÉTTING
Í frétt af guðlaxi í Fréttablaðinu í gær
var sagt frá því að annar guðlax hefði
verið sendur í uppstoppun norður
í land árið 1991 en aldrei skilað sér
til baka. Haraldur Ólafsson, sem
sérhæfir sig í uppstoppun á fiskum,
vill taka fram að hann kom ekki
að því máli, enda ekki byrjaður að
stoppa upp fiska á þeim tíma.
ÁRÉTTING
DÓMSMÁL Stórtækur fíkniefna-
smyglari, Junierey Kenn Par-
dillo Juarez, var í gær dæmdur í
Héraðs dómi Reykjavíkur í sex og
hálfs árs fangelsi fyrir að flytja
nær 37 þúsund e-töflur og 4.471
skammt af LSD til landsins.
Þetta er með þyngri dómum sem
burðardýr hefur hlotið í fíkniefna-
máli.
Maðurinn var handtekinn í
mars við komuna til landsins frá
Kanaríeyjum. Fíkniefnin fundust
í tveimur töskum hans en í þeim
var falskur botn.
Við upphaf yfirheyrslna var
framburður mannsins mjög á
reiki. Þegar mynd tók að koma á
málið lá ljóst fyrir að Juarez hafði
tekið að sér að fara til Kanaríeyja
í því skyni að sækja fíkniefni og
flytja þau til landsins. Fyrir þetta
átti fíkniefnaskuld hans að lækka
um nokkur hundruð þúsund krón-
ur. Þá fékk hann hálfa milljón
fyrir ferðakostnaðinum. Að auki
kvaðst hann hafa fengið 200 þús-
und krónur frá ónafngreindum
einstaklingi og hefði átt að fá hálfa
milljón króna við afhendingu efn-
anna.
Þar sem Juarez var staddur í Las
Palmas var hringt í hann. Eftir það
kom Spánverji inn á hótel herbergi
hans með tvær ferðatöskur og þeir
skiptust á töskum.
Juarez sagðist hafa séð að mað-
urinn opnaði falskan botn í ann-
arri töskunni og þar hefði verið
plastpoki. Sjálfur hefði hann talið
að hann ætti að sækja kannabis-
efni. Héraðsdómur sagði á hinn
bóginn að Juarez hafi látið sér í
léttu rúmi liggja hvaða fíkniefni
var um að ræða og magn þeirra.
Um mjög mikið magn hefði verið
að ræða og styrkleiki e-taflanna
yfir meðallagi. - jss
Átti að fá hálfa milljón við afhendingu efnanna og lækkun á fíkniefnaskuld sinni:
Stórtækur dópsmyglari fékk sex og hálft ár
JUNIEREY KENN PARDILLO JUAREZ Var
dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi.
SLYS Fjögur ungmenni sluppu
ómeidd eftir að bát sem þau voru
í hvolfdi seint á miðvikudags-
kvöld.
Fólkið hafði verið á kvöldsigl-
ingu á Meðalfellsvatni og hvolfdi
bátinum. Það náði að koma sér
í lítinn hólma í vatninu og kalla
eftir aðstoð. Björgunarsveitir af
Kjalarnesi og úr Reykjavík fóru
á staðinn ásamt slökkviliði. Ung-
mennin voru flutt á slysadeild
enda köld og hrakin, en þau voru
útskrifuð af spítala að lokinni
aðhlynningu. - þeb
Ungmenni sluppu ómeidd:
Hvolfdu báti á
Meðalfellsvatni
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
höfuð borgarsvæðinu leitar nú
rottweiler- hunds og eiganda hans
eftir að sá fyrrnefndi réðst á
gervihvítabjörn á Laugaveginum
síðdegis í gær. Myndir náðust af
geranda og eiganda hans, sem
hurfu á braut.
Dýrið er í eigu verslunar
neðar lega í götunni. „Ísbjörninn
særðist nokkuð mikið og þarfn-
ast sauma,“ segir í tilkynningu
frá lögreglunni, sem áréttar að
hundar eru bannaðir víða í borg-
inni, þar með talið á Austurvelli,
Austurstræti, Bankastræti og
Laugavegi. „Skiptir þá engu um
stærð hunda eða geðslag þeirra,
eitt verður yfir alla að ganga,“
segir lögreglan. - sv
Lögreglan leitar bitvargs:
Hundur réðst á
ísbjörn og beit
Teppa á Suðurlandsvegi
Mikil og þung umferð var á Suður-
landsvegi í gærkvöldi og hreyfðist
hún afar hægt. Fjöldi manns var á leið
austur á Bestu útihátíðina sem hófst
á Gaddstaðaflötum við Hellu í gær.
Búist er við hátt í tíu þúsund gestum.
UMFERÐ
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
26°
28°
21°
25°
27°
22°
22°
25°
20°
30°
30°
33°
20°
23°
21°
24°Á MORGUN
víða hæg breytileg átt,
hvassara við NA-stöndina
MÁNUDAGUR
3-8 m/s
11
11
13
8
10 9
7
8
11
11
12
2
3
2
4
4
3
22
5
3
2
12
12
13
13
11 13
18
17
11
12
VÍÐA BJART Lítur
út fyrir bjarta helgi
um mest allt land
þó e.t.v. ekki fyrir
austan fyrr en á
mánudag. Dá-
lítil væta A-til í dag
og á morgun og
stöku seinniparts-
skúrir S-til. Hæg
breytileg átt víðast
hvar næstu daga
og komin SV-átt
á mánudaginn
með bjartviðri og
ágætum hita.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
GENGIÐ 08.07.2011
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,3763
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,03 116,59
185,09 185,99
165,38 166,30
22,17 22,30
21,349 21,475
18,215 18,321
1,4247 1,4331
184,25 185,35
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
ÞÓR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Sláttutraktorar
Reyk j av í k :
K r ó k h á l s 1 6
Á r m ú l a 1 1
S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0
Aku r ey r i :
L ó n s b a k k a
S í m i 5 6 8 - 1 5 5 5
w w w. t h o r. i s
SUÐUR-SÚDAN Undanfarna daga
hafa íbúar í Suður-Súdan búið
sig undir stofnun nýs ríkis í sam-
ræmi við niðurstöður þjóðar-
atkvæðagreiðslu sem haldin var
í janúar síðastliðnum. Sjálfstæði
verður formlega lýst yfir í dag.
Leiðtogar margra Afríku-
ríkja verða viðstaddir hátíðar-
höldin ásamt Ban Ki-moon,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, og Colin Powell, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna.
Sex ár eru síðan meira en tutt-
ugu ára borgarastríði lauk með
friðarsamkomulagi. Partur af því
samkomulagi var að íbúar í sunn-
anverðu landinu, sem aðhyllast
ýmis afrísk trúarbrögð og kristni,
fengju að kjósa um aðskilnað frá
norðurhlutanum, þar sem arab-
ískumælandi íbúar eru í meiri-
hluta og alls ráðandi.
Nánast allir íbúar suður hlutans
samþykktu sjálfstæði í kosning-
unum í janúar.
„Stjórnin á samt mikið verk
óunnið,“ segir Albino Gaw,
einn íbúanna í suðurhlutanum.
„Annars verður allt hérna eins
og það var áður.“
UNICEF, barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, vekur athygli á því að
ríflega helmingur íbúa þessa nýja
ríkis er á barnsaldri.
„Við verðum að gera allt sem í
okkar valdi stendur til að hjálpa
þessari „sjálfstæðiskynslóð“ að
lifa af og blómstra,“ segir í yfir-
lýsingu frá UNICEF.
Sigríður Víðis Jónsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi,
var sjálf á þessu svæði sem blaða-
maður fyrir sex árum, stuttu eftir
lok borgara stríðsins sem kostaði
tvær milljónir manna lífið.
„Þá bjuggust fáir af þeim sem
ég ræddi við við því að friðurinn
myndi halda, hvað þá að kosning-
arnar fengju að fara fram – hvað
þá að úrslitin yrðu virt,“ segir
hún. „Nú hefur þetta allt hins
vegar gengið í gegn og ég trúi því
bara varla.“
Veruleg spenna er enn á milli
norðurs og suðurs og hefur vaxið
eftir að sunnanmenn samþykktu
í janúar síðastliðnum að stofna
sjálfstætt ríki.
Deilt er um legu landa mæranna
og auðlindir í jörðu, einkum olíu
og gas sunnan landamæranna,
sem norðanmenn hafa haft veru-
legar tekjur af.
Óttast er að átök geti brotist út
hvenær sem er, en reynt hefur
verið að grípa til ráðstafana til
að vinna gegn því. Meðal ann-
ars samþykktu fulltrúar beggja
um síðustu mánaðamót að her-
laust svæði verði meðfram landa-
mærunum til að draga úr spennu.
Þá samþykkti Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna í gær að 7.900
manna alþjóðlegt friðargæslulið
verði í Suður-Súdan, þar af 7.000
hermenn og 900 lögreglumenn.
gudsteinn@frettabladid.is
Nýtt ríki stofnað í
suðurhluta Súdans
Íbúar Suður-Súdans lýsa formlega yfir sjálfstæði í dag. Suður-Súdan á erfitt
verk fyrir höndum. Fátækt er mikil, innviðir fábreyttir og vaxandi spenna á
norðurlandamærum hins nýja ríkis. Helmingur íbúanna er á barnsaldri.
ÆFA SIG FYRIR HÁTÍÐARHÖLDIN Börn í Suður-Súdan búa sig undir dansatriði sem
þau ætla að sýna í dag. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Tveir hálfþrítugir menn
hafa verið dæmdir í fimm mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
kynferðislega áreitni gegn ungri
stúlku á Flúðum sumarið 2009.
Mennirnir fóru óboðnir inn í
tjald þar sem stúlkan, fimmtán
ára gömul, lá sofandi ásamt vini
sínum. Annar káfaði á brjóstum
hennar innanklæða og reyndi að
kyssa hana á munninn á meðan
hinn strauk læri hennar við kyn-
færin. Stúlkan vaknaði og hljóp
grátandi út úr tjaldinu.
Tvímenningarnir neituðu
sök og sögðu stúlkuna ljúga en
dómara þótti framburður þeirra
einkar ótrúverðugur. Þeir voru
jafnframt dæmdir til að greiða
stúlkunni 300 þúsund krónur í
bætur. - sh
Snertu sofandi 15 ára stúlku:
Dæmdir fyrir
káf á tjaldstæði