Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 6
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR6 FRÉTTASKÝRING Hvað tefur fyrir byggingu nýs fangelsis? Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru ekki sammála um hvaða leið beri að fara við byggingu nýs fangelsis. Mikill fjöldi brotamanna, sem hlot- ið hefur dóma, gengur laus þar sem ekki er pláss fyrir þá í fangelsum landsins. Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur sagt að hann vilji að framkvæmdin sé fjármögnuð af ríkinu. Það væri ódýrari kostur en ef einkaaðilar fjármögnuðu verkið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir hins vegar að bjóða eigi fjármögnunina út. Þá gætu líf- eyrissjóðir eða einkaaðilar boðið í hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sé sömu skoðun- ar, en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. „Ég vil fara þá leið sem flýtir þessu mest; að bjóða fjármögnun- ina út. Þá gætu lífeyrissjóðirn- ir fjármagnað verkið og ríkið síðan borgað árlega leigu. Þetta var gert nýverið varðandi fjölgun hjúkrunar rýma. Við gætum tekið ákvörðun strax á morgun ef það næðist samstaða um þessa fjár- mögnunarleið. Það er mikilvægt að menn séu ekki að halda í hug- myndir sem ekki eru raunhæfar,“ segir Jóhanna. Þessum orðum hlýtur að vera beint að Ögmundi Jónassyni, en hann hefur talað fyrir því að fram- kvæmdin sé sett á fjárlög. Fyrir ríkisstjórn liggur tillaga þess efnis. „Mér finnst það vera hið eina eðlilega í stöðunni, enda er sú leið í heildina mun ódýrari og þar af leiðandi hagkvæmari fyrir skatt- greiðendur. Menn ætla að munur- inn gæti verið á bilinu 300 til 500 milljónir króna,“ segir Ögmundur. Jóhanna segir að sé ætlunin að fara þá leið verði að svara því hvar eigi að skera niður eða afla tekna á móti. Alls er um 2 milljarða króna framkvæmd að ræða. „Það þýðir ekki að koma með inn á borðið tillögu um 2 milljarða útgjöld og skilja eftir á borði ríkis- stjórnarinnar. Menn verða að segja hvar á að skera niður og hvar á að skattleggja í staðinn. Við búum við mikinn fjárlagahalla og höfum þurft að skera niður í velferðar- kerfinu. Við munum þurfa að sýna mikið aðhald áfram í fjármálum,“ segir Jóhanna, en kostnaður við framkvæmdina mundi leggjast á þetta ár og næsta. Ögmundur segir hins vegar ekki þörf á niðurskurði eða skatta- hækkunum. Hann vill að tekið sé lán fyrir framkvæmdinni og samið um frest á afborgunum. „Það er nákvæmlega það sama og mundi gerast ef einkaaðili tæki málið að sér. Hann mundi ekki greiða af sínum lánum fyrr en ríkið hæfi greiðslu á leigu.“ Eðlilegast sé að hefja framkvæmdina og fá fjár- heimild á næsta ári. Ögmundur segir að á endanum muni ríkissjóður borga hverja einustu krónu sem fer til verks- ins, hver sem umgjörðin verður. Því hljóti menn að horfa til þess að það geti munað frá 300 milljón- um upp í hálfan milljarð á leiðun- um. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var mjög áfjáður í að hafa ríkis- bókhaldið í jafnvægi, en ef menn ætla út í þessa framkvæmd kemur þetta á einn stað niður fyrir raun- verulegar greiðslur úr ríkissjóði. Jóhanna og Ögmundur eru sam- mála um að framkvæmdin sé brýn og að enginn ágreiningur sé um það innan ríkisstjórnarinnar. Jóhanna segir vel koma til greina að forsætisráðherra þurfi að höggva á hnútinn til að leysa málið. kolbeinn@frettabladid.is jss@frettabladid.is Deilur tefja nýtt fangelsi Deilur innan ríkisstjórnar tefja fyrir því að farið hefur verið í útboð á nýju fangelsi. Tekist á um útboð fjár- mögnunar eða lántöku ríkisins. Fjöldi hættulegra afbrotamanna gengur laus vegna plássleysis í fangelsum. ÖGMUNDUR JÓNASSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR „Staðan í fangelsunum eins og hún er nú veldur því að við veigrum okkur oft við að gefa út handtökubeiðnir,“ segir Erlendur S. Baldursson afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Alls bíða 310 eftir að hefja afplánun, þar á meðal eru dæmdir nauðgarar og ofbeldismenn, en ekki er pláss fyrir þá í fangelsum landsins. „Þegar þetta er svona þröngt og oft yfirfullt, og tvímennt í mörgum klefum, gefur auga leið að við getum ekki gefið út handtökubeiðnir til lögreglu. Í það heila tekið er afar erfitt að vinna við þessar aðstæður og starfsfólk orðið svo langþreytt á þessu ástandi að það er þyngra en tárum taki.“ Ástæður, aðrar en plássleysi, eru fyrir því að sumir hinna dæmdu hafa ekki hafið afplánun. Einhverjir hafa sótt um náðun og hefja ekki afplánun fyrr en búið er að hafna beiðninni. Aðrir geta beðið um frest á afplánun, sem Fangelsismála- stofnun er heimilt að veita. Til þess úrræðis hefur verið gripið í æ ríkari mæli gagnvart brotamönnum sem ekki eru taldir hættulegir umhverfi sínu, vegna plássleysis í fangelsunum. Enn aðrir eru í framsali eftir að hafa farið af landi brott og þó nokkrir með handtökubeiðni á sér. Starfsfólk langþreytt á ástandinu ERLENDUR S. BALDURSSON AÞENA, AP Fjármálaráðherra Grikklands segir að hópur lög- fræðinga og endurskoðenda verði ráðinn í ráðuneytið til að elta uppi 10 þúsund alvarlegustu skatt- svikin í landinu. Talið er að um 900 þúsund Grikkir og grísk fyrirtæki skuldi landinu um 41 milljarð evra vegna skattsvika. 90 prósent af þeirri fjárhæð eru vegna 14.700 skattgreiðenda og fyrirtækja. - sv Grikkland leitar að svikurum: Skulda 41 millj- arð evra í skatt MÓTMÆLI Í GRIKKLANDI Fjármálaráðu- neyti Grikklands hefur nú leit að umfangsmestu skattsvikurunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NAPÓLÍ, AP Aðalritari NATO, Anders Fogh Rasmussen, segir ekkert benda til þess að hryðjuverka- samtök in al Kaída séu starfrækt í Líbíu. Rasmussen sagði við fjöl- miðla í gær að stjórnvöld í Líbíu þyrftu að ná lengra í að ná sáttum þar sem engin hernaðarlausn sé til staðar. Varðandi ástandið í Sýrlandi, efast Rasmussen um að NATO muni taka þátt í að leysa deilurn- ar þar í landi. - sv Aðalritari NATO um al Kaída: Engin tengsl inn í Líbíu ANDERS FOGH RASMUSSEN Vilt þú íbúðarbyggð í Vatnsmýrinni? Já 24,1% Nei 75,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Gætir þú hugsað þér að kaupa litla rafmagnsvespu? Segðu þína skoðun á Vísir.is DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið úrskurðaður til að sæta nálgunar- banni í þrjá mánuði. Má hann ekki koma nálægt heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og sambýlis- manns hennar, né þeim sjálfum. Maðurinn er grunaður um að hafa áreitt fólkið með ýmsum hætti. Hann hafi stolið farsíma frá konunni, sett þjófavarnarkerfi á heimili hennar í gang, kastað grjóti í rúðu og skemmt bifreiðar fólksins. Enn fremur er hann grunaður um að hafa sprautað í læsingu á útidyrahurð, auk hótana um líkamsmeiðingar og stöðugt ónæði með símhringingum og smáskilaboðum. - jss Nálgunarbann í þrjá mánuði: Stöðugt ónæði og eignaspjöll VIÐSKIPTI Fyrirtækið Póstdreifing hefur tekið yfir starfsemi Póst- hússins, sem séð hefur um dreifingu Fréttablaðsins. Bæði fyrirtæki eru hluti af fjölmiðla- samsteypunni 365, en breytingin er liður í endurskipulagningu sam- steypunnar. Breytingin tók gildi um mánaðamótin. „Það hefur varla liðið sá dagur að ekki komi fólk til okkar að ná í póstsendingar og við þurft að beina þeim annað. Póstdreifing er meira lýsandi orð fyrir þá þjónustu sem við veitum,“ segir Hannes A. Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar en áður Póst- hússins. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að breyt- ingin sé hugs- uð sem liður í undirbúningi fyrir þær breyt- ingar sem verða á r e k s t r a r - umhverfi póstþjónustu á Íslandi árið 2013 þegar einkaréttur Íslands pósts á dreifingu bréfa rennur út. Um leið sé verið að móta áherslur um aukið sjálfstæði í rekstri og aðgreiningu frá móður- fyrirtækinu, þar sem dreifingar- deild Fréttablaðsins rennur nú aftur inn í 365 miðla. Dreifikerfi fyrirtækisins mun í kjölfarið taka breytingum til að aðlaga það nýjum aðstæðum. Einn- ig munu viðbætur í þjónustuþáttum líta dagsins ljós á næstu mánuðum, segir enn fremur í tilkynningunni. Um 500 manns starfa hjá Póst- dreifingu eftir breytinguna. Dreifikerfi fyrirtækisins tekur til alls höfuðborgarsvæðisins, Reykja- ness og Akureyrar. - mþl Skipulagsbreytingar hjá dreifingaraðila Fréttablaðsins: Póstdreifing dreifir nú Fréttablaðinu ÖRYGGISMÁL Horn Hávallagötu og göngustígs þar er afar varhuga- vert, segir Helga E. Jónsdóttir leik- kona en hún lenti í hjólreiðaslysi á þeim stað í þarsíðustu viku. Hún handleggs- og rifbeinsbrotnaði þá í árekstri við annan hjólreiðamann. „Þetta er svo þröngt hérna og í raun sér maður ekki þann sem kemur fyrir hornið fyrr en hann skellur í fangið á manni,“ segir hún. Það var nokkurn veginn þann- ig sem hún mætti hjólreiðamannin- um. „Þegar ég er að fara fyrir horn- ið birtist hann allt í einu og skellur á framhjólinu hjá mér svo ég dett á olnbogann,“ segir hún. Hún mælist til þess að settar verði upp grindur við hornið þann- ig að þeir sem fari um það verði að hægja verulega á sér. „Þannig að einhver sem gleymir sér á hjólinu sínu aki ekki niður börn til dæmis sem hann gæti mætt á þessu var- hugaverða horni,“ bætir hún við. Hún segir að hinn hjólreiðar- manninn hafi ekki sakað svo hún viti en hann hafi verið alveg miður sín vegna slyssins en þó hafi hann ekki áttað sig á þeim meiðslum sem hún hlaut í því. „Ég stóð nefnilega strax upp og hélt að allt væri í besta lagi, fór jafnvel að spjalla við ferða- langa sem áttu leið hjá um öryggis- mál. Svona eftir á að hyggja var það kannski full léttúðugt svona miðað við allt,“ segir hún og hlær við. - jse Helga E. Jónsdóttir leikkona lenti í hjólreiðaslysi á stað sem hún varar við: Varhugavert horn í miðbænum Á HORNINU VARHUGAVERÐA Leikkonan á slysstað með hendina í fatla. MYND/HARALDUR VIÐSKIPTI Matsfyrirtækið Moody‘s hefur ákveðið að lækka lánshæfis- einkunn Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Einkunnin fer úr Ba1 í B1 með neikvæðum horfum. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstur eða skuldastöðu OR, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir einnig að samkvæmt aðgerðaáætlun þess til 2016 sé ekki gert ráð fyrir erlendri fjármögnun á tímabilinu. Moody’s segist í til- kynningu hafa áhyggjur af nokkr- um áhættuþáttum sem valdið gætu OR vandræðum á næstu árum. - mþl Orkuveita Reykjavíkur: Moody‘s lækk- ar einkunn OR BRETLAND, AP David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, segir nauðsynlegt að stofna nýja óháða fjölmiðlanefnd. Nefndin eigi að fylgjast með því hvort fjölmiðlar fari eftir siða- og fagreglum. Ummæli Cameron koma í kjölfar þess að fy r r ver - andi fjölmiðla- fulltrúi hans, Andy Coulson, var handtekinn í gær. Coulson var áður ritstjóri æsifréttablaðsins News of the World en komið hefur í ljós að blaðamenn þess stunduðu að brjótast inn í farsíma fólks í von um að fá efnivið í fréttir. Cameron hefur verið sakaður um dómgreindarleysi fyrir að ráða Coulson til sín. - gb Hlerunarhneyksli í Bretlandi: Cameron vill fjölmiðlanefnd HANNES HANNESSON DAVID CAMERON KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.