Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 11
LAUGARDAGUR 9. júlí 2011
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
fjöll trjóna á toppi verndunarlista
verkefnastjórnarinnar. Þau svæði
eru talin búa yfir mestum náttúru-
verðmætum allra virkjunarkosta
sem tekin var afstaða til. Alls
komu 84 virkjanakostir á landinu
til mats hjá verkefnisstjórninni en
suma faghópa hennar skorti for-
sendur til að meta nokkra kostina
og því hefur 66 kostum nú verið
raðað, annars vegar með tilliti til
verndargildis og hins vegar nýt-
ingarsjónarmiða.
Alls er um 28 kosti í vatnsafli að
ræða og 38 í jarðvarma. Þær virkj-
unarhugmyndir sem út af standa
fara væntanlega í biðflokk sam-
anber lög um verndar- og orku-
nýtingaráætlun og koma því til
mats síðar.
Þeir virkjanakostir sem þykja
álitlegastir eru Hellisheiðin, en
þar verður nýr áfangi gangsettur
í haust, Blönduveita, þar sem
framkvæmdir eru þegar hafnar,
og Reykjanesið, en sótt hefur verið
um virkjanaleyfi fyrir það svæði.
Aðferðafræði gagnrýnd
Rammaáætlunin átti að skapa sátt
um virkjanir til framtíðar, í eitt
skipti fyrir öll yrði til listi yfir
svæði sem mætti nýta og þau sem
yrðu vernduð. Ljóst er hins vegar
á viðbrögðum við skýrslunni að
engin sátt er um hana.
Guðmundur Páll Ólafsson líf-
fræðingur er einn þeirra sem harð-
lega hafa gagnrýnt vinnubrögðin
við gerð rammaáætlunar. Hann
óttast að áætlunin marki uppskrift
að stórsókn orkufyrirtækjanna.
„Mín gagnrýni er helst á þeim
forsendum að virkjanakostir eru
alltaf í fyrirrúmi, ekki það að
vernda íslenska náttúru og íslensk
náttúruauðævi fyrir hamagangi
nútímans og varðveita fyrir kom-
andi kynslóðir. Það er miklu mikil-
vægara en að virkja einhvers stað-
ar.“
Guðmundur gagnrýnir iðnaðar-
ráðuneytið og ýmsar stofnanir, svo
sem Orkustofnun, fyrir það hvern-
ig staðið var að gerð áætlunar-
innar. Landsvirkjun hafi frjálsar
hendur til að virkja svæði og eyði-
leggja. „Þetta eru fyrirtæki og
stofnanir sem eru með ákaflega
úreltar og forneskjulegar hug-
myndir um náttúruauðævi,“ segir
Guðmundur. Hann segir valtað
yfir verndarþáttinn í ramma-
áætluninni og þá sem hafi faglega
þekkingu á að meta land. Inni á
milli hafi fúskarar fengið að kom-
ast að vinnunni.
Guðmundur telur að rétt hefði
verið að taka frá þau svæði sem
vernda á áður en farið var að huga
að virkjunarkostum.
Næstu skref
Listanum er ætlað að verða grunn-
ur að endanlegri flokkun svæð-
anna og verður hann notaður til
að undirbúa nýja þingsályktunar-
tillögu um hvernig nýta skuli og
vernda virkjanakosti á Íslandi. Sú
tillaga fer í opið umsagnarferli.
Ljóst er hins vegar að björninn
er fráleitt unninn þó listinn sé til-
búinn. Vinstri græn leggja mikið
upp úr náttúruvernd og innan
þeirra raða er ekki mikil ham-
ingja með listann. Það mun því
kosta samningaviðræður á milli
stjórnarflokkanna að ná saman
um þá tillögu sem verður ekki
einfalt verk samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Landsbankinn vinnur
stöðugt að því að styrkja
tengslin við viðskiptavini
sína. Varðan gegnir þar
lykilhlutverki.
Þinn eigin tengiliður
Öllum Vörðufélögum
stendur til boða persónu-
legur tengiliður í sínu
útibúi sem tryggir gott
og skilvirkt samband.
Vörðuráðgjöf
Saman setjum við upp
stöðumat til að meta
heildarstöðu fjármála
heimilisins og setjum
fjárhagsleg markmið sem
hægt er að endurskoða
árlega. Þannig færð þú góða
sem mynda grunninn að
fjármálum heimilisins.
Fríðindasöfnun
Vörðufélagar safna fríð-
indum fyrir virk við skipti
og valda þjónustu þætti.
Þú getur valið hvort þú
færð fríðindi í formi Auka-
króna Landsbankans, Vildar -
punkta VISA og Icelandair
eða ferðaávísunar MasterCard.
Betri kjör
Í Vörðunni nýtur þú hag-
stæðari kjara í bankanum,
lántökugjöld eru lægri
og við kaup í ákveðnum
sjóðum borgar þú lægri
þóknun. Félagar hafa rýmri
gulldebetkorts er fellt niður.
Sem heildstæð þjónusta
fyrir fjármál heimilisins
felur Varðan einnig í sér
betri kjör á tryggingum hjá
Verði og sérstök tilboð frá
samstarfsaðilum til félaga.
Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is,
í næsta útibúi eða í síma 410 4000.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Kostir þess að vera í Vörðunni
-
stæðar leiðir til að greiða niður lán.
Höfuðstóll lána
Tími
Þetta eru fyrirtæki
og stofnanir sem
eru með ákaflega úreltar og
forneskjulegar hugmyndir um
náttúruauðævi.
GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON
LÍFFRÆÐINGUR