Fréttablaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 20
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR20
K
emur mynd af okkur
í blaðinu?“ Spyrjandi
og eftirvæntingarfull
andlit mæta blaða-
manni og ljósmyndara
þegar þau ganga inn í sumarlegan
garðinn í Reykjadal. Þá má vart á
milli sjá hverjir eru starfsmenn
og hverjir gestir, því allir skarta
heimatilbúnum índíanafjöðrum.
Indíánaþema með pokahlaupi og
indíanasöngvum er á dagskránni
í dag.
„Þau eru búin að bíða síðan
snemma í morgun og finnst voða-
lega spennandi að fá heimsókn,“
segir Sólveig Hlín Sigurðardóttir,
forstöðumaður sumarbúðanna.
Pokahlaupið er byrjað og krakk-
arnir keppast við að hvetja hvert
annað áfram að indíánasið. Með
brosin að vopni stilla þau sér
ófeimin upp við myndavélina og
fullvissa okkur um að það sé alltaf
líf og fjör í Reykjadal.
Líf og fjör
í Reykjadal
Sumarbúðir lamaðra og fatlaðra í Reykjadal fengu
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í vor. Álfrún
Pálsdóttir og Haraldur Guðjónsson ljósmyndari
fengu að kíkja við í Mosfellsdalinn og taka þátt í
indíánaleik með hressum krökkum í Reykjadal.
AF LÍFI OG SÁL Sólveig Hlín Sigurðardóttir er forstöðukona Reykjadals, en hún er
menntaður líffræðingur og byrjaði í Reykjadal sem sumarstarfsmaður með námi.
„Það má segja að maður sé í þessu af lífi og sál. Gleðin og andinn hérna smitar út
frá sér og ég get ekki hugsað mér sumar án Reykjadals.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
SÖNGSTUND Einbeitingin var mikil inni í índíánatjaldinu, þar sem sungnir voru söngvar á borð við „Kalli litli kónguló“ og „Litli Óli í
skógi“.
EKKI LOFTHRÆDD Þessi unga stúlka var lipur á leið sinni yfir.
NÓG AÐ GERA Garðurinn í Reykjadal býður upp á ýmiss konar leiki.
ÓFEIMIN VIÐ MYNDAVÉLINA Sumarbúðir lamaðra og fatlaðra í Reykjadal eru ómissandi hluti af tilverunni hjá börnunum enda
býður hver einasti dagur upp á ný ævintýri. Daglegar sundferðir, reiðtúrar, kvöldvökur og veiðiferðir er bara hluti af því sem
börnin fá að gera á meðan á dvöl þeirra stendur.
„Ég man að eitt sumarið fór ég til
Spánar og ég saknaði Reykjadals
svo mikið að ég gerði mér sér-
staka ferð hingað um leið og ég
kom heim til að heilsa upp á
krakkana,“ segir Herdís Sólborg
Haraldsdóttir stjórnmálafræðingur,
en þetta er fimmta sumarið sem
hún vinnur við sumarbúðirnar í
Reykjadal.
„Það er sérstakur andi sem
myndast hérna meðal starfsfólks-
ins. Við höfum öll mikinn metnað
fyrir starfinu enda er ekki annað
hægt. Þetta er bæði gaman og
krefjandi og það vilja allir gera það
besta fyrir börnin,“ segir Herdís
og bætir við að það sé eiginlega
merkilegt hvað lífið í Reykjadal
gengur smurt fyrir sig, en starfs-
fólkið gistir í litlum sumarbústað
við hliðina á aðalbyggingunni og
eyðir því miklum tíma saman.
„Ég held að vandfundinn sé
svona góður starfsandi eins og
myndast hérna á milli okkar og
öllum þykir mjög vænt um stað-
inn,“ segir Herdís. Hún á örugglega
eftir að vera viðloðandi Reykjadal
um ókomna tíð.
Sérstakur andi
meðal starfsfólks
HERDÍS SÓLBORG HARALDSDÓTTIR
■ Árið 1959 hóf Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra rekstur á
sumarbúðum fyrir fötluð börn,
en starfsemin hefur verið í
Reykjadal í Mosfellssveit frá
árinu 1963.
■ Árið 1969 var starfræktur
heimavistarskóli í Reykjadal sem
mætti þörfum fatlaðra barna.
Sex árum seinna var skólakerfið
tilbúið að taka á móti börnum
með sérþarfir og sumarbúðir
tóku við af heimavistinni.
■ Í dag hljóðar starfsemi
Reykjadals upp á tveggja vikna
sumarbúðir á sumrin og helgar-
dvalarstað á veturna fyrir fötluð
börn og ungmenni.
■ Árlega dvelja í Reykjadal um
200 börn víðs vegar að af
landinu.
■ Sund og leikur í vatni hefur
ávallt verið mikilvægur hluti
starfsins í Reykjadal, en þar
hefur verið sundlaug frá árinu
1965. Ný sundlaug var tekin í
notkun árið 1994 en þá hafði
staðið yfir söfnun frá árinu
1989. Heimild: www.slf.is
■ UM REYKJADAL